Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2023

Sjö minnispunktar

Ţessa dagana fara sumir mikinn í umrćđu um vaxtamál og evru.  Rétt er ađ rifja upp nokkur atriđi í ţví sambandi.

  1. Raunvextir eru mćlikvarđi á verđ á lánsfé, ekki nafnvextir. Raunvextir á íbúđalánum á Íslandi eru frá ţví ađ vera neikvćđir upp í um 4%.  Ţađ er ekki sérlega hátt í sögulegu samhengi.
  2. Ţung greiđslubyrđi kallar á tćknilegar útfćrslur, ekki breytingu á gjaldmiđli.
  3. Ekki er augljóst samhengi milli stćrđar myntsvćđa, raunvaxta og verđbólgu.
  4. Í sumum löndum, innan og utan Evrópusambandsins má segja ađ gefiđ sé međ lánsfé. Raunvextir eru međ öđrum orđum neikvćđir.  Deila má um hvort slíkt sé réttlátt, en í ţví sambandi er rétt ađ hafa í huga ađ eignamenn skulda oft mikiđ.  Ţeir hafa eignir sínar gjarnan bundnar í fyrirtćkjum og fasteignum.  Stćrstu lánveitendur eru iđulega eftirlaunasjóđir.
  5. Sé pólitískur vilji til ţess ađ fćra peninga frá fjármagnseigendum til skuldara er hćgur vandi ađ hćkka fjármagnstekjuskatt og vaxtabćtur. Ţađ er miklu nćrtćkara og margfalt einfaldara en ađ taka upp nýjan gjaldmiđil sem óvíst er hvernig muni hegđa sér í framtíđinni.  
  6. Ekkert bannar evrópskum bönkum ađ stofna útibú á Íslandi. Ţeir virđast bara ekki hafa áhuga á ţví.  Ekki er augljóst ađ áhugi ţeirra yrđi meiri ţótt evra vćri notuđ á Íslandi.  Bankamenn kunna upp til hópa ađ reikna verđgildi peninga í ólíkum gjaldmiđlum.  Ţeir kunna líka á ýmis konar framvirka gengissamninga og finnst gaman ađ selja svoleiđis.
  7. Verulegt óhagrćđi er af ţví ađ nota gjaldmiđil sem er ekki í neinu sambandi viđ efnahagsástandiđ. Fćra má fyrir ţví rök ađ öreigar tapi mestu á slíku fyrirkomulagi.

 


Bannađ

Fyrir nokkrum áratugum bárust öđru hverju fréttir af ţví ađ menn hefđu veriđ nappađir fyrir "and-sovéskan áróđur" í Sovétríkjunum sálugu. Ţá hristu vesturlandabúar höfuđiđ og prísuđu sig sćla fyrir ađ búa viđ ţokkalegt frelsi til orđs og ćđis. 

Ţađ er af sem áđur var.  Evrópusambandiđ bannar fréttasíđur sem ţví finnst vondar og sett hafa veriđ lög sem bera skammstöfunina DSA og eiga ađ taka á illmćlgi og ţví sem Evrópusambandinu finnst ađ ekki eigi ađ segja. Mađur ađ nafni Elon Musk hefur veriđ stórtćkur á netinu og hann fékk um daginn viđvörun frá Evrópusambandinu.  Sagt er ađ hann íhugi ađ hćtta ađ bjóđa ţegnum sambandsins ţjónustu sína. 

Viđvörun Evrópusambandsins er forvitnilegur lestur, en hana má sjá ef smellt er á tengilinn hér ađ neđan.  Í henni segir m.a.:

... when you receive notices of illegal content in the EU, you must be timely, diligent and objective in taking action and removing the relevant content when warranted. We have, from qualified sources, reports about potentially illegal content circulating on your service despite flags from relevant authorities.

Ekkert er nýtt undir sólinni segja ţá ţeir sem muna fréttir frá Sovétríkjunum.

https://www.theguardian.com/technology/2023/oct/10/eu-warns-elon-musk-over-disinformation-about-hamas-attack-on-x


Dónaskapur

Norđmenn afţökkuđu ađild ađ Evrópusambandinu í ţjóđaratkvćđagreiđslu fyrir tćpum 3 áratugum síđan.  Atkvćđi féllu 52% - 48%, fullveldissinnum í vil.  Ţađ hefđi getađ fariđ verr, en margt má af ţessu ćvintýri Norđmanna lćra.  Eitt af ţví er ađ viđstöđulaus hrćđsluáróđur Evrópusinna útvegađi mörg atkvćđi, en áróđurinn reyndist svo tómt bull.  Margir muna platiđ og stađan nú er sú ađ stór meirihluti Norđmanna hefur alls ekki áhuga á ađ gerast ţegnar í Evrópusambandinu. 

Furđu stór hluti stjórnmálastéttarinnar og margir embćttismenn eru ósammála meirihluta norsku ţjóđarinnar í ţví máli.  Sjaldan er um ţađ fjallađ og segja má ađ ţar fari opinbert leyndarmál.  Ástćđan fyrir dálćti margra norskra stjórnmála- og embćttismanna á Evrópusambandinu er enn meira leyndarmál og er aldrei rćdd.  Ţađ ţykir nefnilega óviđeigandi ađ halda ţví fram ađ einkahagsmunir stjórni ferđinni hjá umbođsmönnum almennings.  Ţađ ţykir dónalegt ađ benda á ţá stađreynd ađ ađild ađ Evrópusambandinu kallar á mikla útţenslu hins opinbera og fjölmörg atvinnutćkifćri fyrir ţá sem róa á ţau miđ, bćđi innanlands sem og í Brussel.   

Stundum er sannleikurinn dálítiđ dónalegur.

 https://neitileu.no/aktuelt/frykter-en-mer-eu-positiv-regjering


Ađ ganga í mafíuna

Sú var tíđ ađ menn héldu ađ Evrópusambandiđ vćri ađallega bandalag um stađla og ţvíumlíkt.  Upp á síđkastiđ hefur heldur betur komiđ í ljós ađ Evrópusambandiđ er, ásamt mörgu öđru, hernađarbandalag.  Búiđ er ađ farga hálfri milljón manna í A-Evrópu á hálfu öđru ári, og Evrópusambandiđ hefur lagt sitt af mörkum viđ ţađ verk.  Engu ađ síđur suđar litill hópur um ađ ađ koma Íslendingum ţarna inn.

Ađ óska ţess ađ ganga í Evrópusambandiđ til ađ fá afslátt af peningum eđa einhverju öđru, er eins og ađ biđja um ađ ganga í mafíuna í von um ađ fá 1% afslátt af ólífuolíu – og komast svo ađ ţví eftir inngöngu ađ afsláttartilbođiđ er útrunniđ.   


Ţingmenn ţegja

Fréttir berast af fyrirhuguđu framsali á ríkisvaldi til Alţjóđaheilbriđgđisstofnunarinnar.  Allt er ţađ mál hiđ skrýtnasta, en Arnar Ţór Jónsson, varaţingmađur, ćtlar nú ađ gera gangskör í ţví ađ útskýra máliđ.  Hann og margir ađrir hafa komist ađ ţví ađ of langt sé gengiđ. 

Ţá ber svo viđ ađ ţingmenn, sem bera ţunga ábyrgđ í málinu, steinţegja. Hvernig stendur á ţví?

https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2295637/ 


Gćludýriđ sem étur húsbónda sinn

Eitt stćrsta vandamáliđ viđ EES-samninginn, fyrir utan hvađ ţađ kostar mikiđ ađ eltast viđ allar reglur sem í gegnum hann koma, er hversu lifandi hann er.  Hann er skepna sem sífellt sćkir meira vald handa Evrópusambandinu, á kostnađ ađildarríkja EES.  Hann er eins og gćludýr sem stćkkar og stćkkar, verđur í sífellu heimtufrekara og endar á ađ éta húsbónda sinn. 

Hjörtur J. Guđmundsson fer skilmerkilega yfir nokkur atriđi ţessa máls í ágćtri grein í Morgunblađinu 24. október 2023.

  https://www.fullveldi.is/?p=33679


Nýtt tímarit - Heimaey

Sú var tíđ ađ útgáfa blađa og tímarita var öflug á Íslandi.  Margir líta međ söknuđi til ţess tíma.  Ţađ er ekki ađ ástćđulausu, ţví sú útgáfa var ađ miklu leyti um íslensk málefni og á íslensku.  Annađ hefur tekiđ viđ og mikiđ af ţví er á ensku.

Ţađ er Heimssýn mikiđ fagnađarefni ađ nú hefur hafiđ göngu sína nýtt tímarit sem ber nafniđ Heimaey.  Ađ baki Heimaeyjar stendur Arnar Ţór Jónsson, varaţingmađur og fv. dómari.  Í ritinu er fjallađ um ýmis samfélagsmál, lög og rétt.  Óhćtt er ađ segja ađ í Heimaey ríkir djúpur skilningur á gildi fullveldis og lýđrćđis.  Ţađ er ekki ónýtt. 

 

https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2295294/

 

 


Perlur á ţrćđi

Í rćđum Arnars Ţórs eru margar perlur.  Hann hefur mćlt ţćr af munni fram á fundum víđa um land undanfarna daga.  Geri ađrir betur! 

Neđst í ţessum pistli er tengill á rćđurnar. 

https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2295475/


Snorri flengir húskarl Úrsúlu

"Hćg er leiđ til Helvítis, hallar undan fćti" eru ţau orđ sem fyrst koma upp í hugann ţegar í ljós kemur ađ Evrópusambandiđ hefur dregiđ réttar ályktanir af viđbrögđum viđ ritskođun og banni á fjölmiđlum sem stjórnvöldum fannst vondir.   

Viđbrögđin voru lítil sem engin og hin eđlilega ályktun ađ óhćtt vćri ađ halda áfram á sömu braut.  Andstöđu virđist helst vera ađ finna norđur á Íslandi, t.d. í föstudagspistli Snorra Mássonar, ritstjóra á ritstjóri.is, ţegar komiđ er 25 mínútur og 45 sekúndur inn í ţáttinn.

 

https://www.ritstjori.is/p/frettir-vikunnar-afsogn-ofyndin-ra 


Arnar Ţór á Akranesi í dag og á Akureyri á mánudag

Arnar Ţór Jónsson mun rćđa fullveldismál og annađ sem máli skiptir í tónlistarskólanum á Akranesi í dag, laugardaginn 14. október kl. 13 og á Akureyri á mánudagskvöld.  Allir hjartanlega velkomnir!

https://www.facebook.com/groups/439592811666682/


Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 1964
  • Frá upphafi: 1176818

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1789
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband