Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2023
Fimmtudagur, 30. nóvember 2023
Valdaránskennslubókin
Af greinargerð Arnars Þórs Jónssonar verður varla annað séð en að fyrir dyrum sé stórfellt framsal á stjórnvaldi frá íslenskum stjörnvöldum til erlendrar stofnunar sem rekin að að stórum hluta af alþjóðlegum stórfyrirtækjum.
Þetta gæti reynst Íslendingum dýrkeypt nái það fram að ganga!
https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2296834/
Og við minnum á fullveldisfagnað á morgun. Jakob Frímann mun mæla vel valin orð.
Fullveldisfagnaður 1. desember 2023
Heimssýn fagnar afmæli fullveldis Íslands kl. 19:00 föstudaginn 1. desember næstkomandi. Fundað verður við Álfabakka 14a í Mjódd.
Jakob Frímann Magnússon, Arnar Þór Jónsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Birgir Steingrímsson og Haraldur Ólafsson flytja stutt ávörp
Léttar veitingar
Allir velkomnir
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 30. nóvember 2023
Hver á að ráða heilbrigðismálum? - Skýrsla að lenda
Furðu lítil umræða hefur verið um samninga og samskipti við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) sem sækist eftir auknu valdi yfir þegnum jarðar. Þar er ýmislegt að varast og ekki er laust við að margir bíði óþreyjufullir eftir að fá að lesa það sem Arnar Þór Jónsson, fv. dómari hefur tekið saman um málið.
Arnar Þór segir þetta m.a.í Morgunblaðinu:
Á þessum vettvangi þurfa menn að standa vaktina og verja fullveldið, ellegar vera reiðubúnir að hafna breyttum reglum með beinni yfirlýsingu þar að lútandi. Vakandi hagsmunagæsla fellur undir starfshlutverk kjörinna fulltrúa. Fullveldisréttur þjóða er fjöregg þeirra og forsenda virks lýðræðis. Umræðu um þau mál á ekki að drepa á dreif eða reyna að jaðarsetja með órökstuddum fullyrðingum og óígrunduðum staðhæfingum. Ég skora á alþingismenn að kynna sér minnisblað sem ég hef unnið um þessi mál og sent verður þeim öllum síðar í dag. Þeirri hvatningu er sérstaklega beint til heilbrigðisráðherra og mun ég afhenda honum minnisblaðið í eigin persónu á fundi okkar í dag.
Hér verður skýrslan sem fengið hefur hið hógværa heiti "minnisblað" birt í dag, 30. nóvember 2023:
https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2296861/
Þriðjudagur, 28. nóvember 2023
Fullveldisfagnaður 1. desember 2023
Fullveldisfagnaður 1. desember 2023
Heimssýn fagnar afmæli fullveldis Íslands kl. 19:00 föstudaginn 1. desember næstkomandi. Fundað verður við Álfabakka 14a í Mjódd.
Arnar Þór Jónsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Birgir Steingrímsson og Haraldur Ólafsson flytja stutt ávörp
Léttar veitingar
Allir velkomnir
Það vantar líka fleiri áskrifendur á Fasbókina: https://www.facebook.com/groups/heimssyn
Mánudagur, 27. nóvember 2023
Samtalið sem lak
Það lekur meira en Landsréttur. Þetta meinta samtal milli embættismanna á Íslandi og í Evrópusambandinu gengur manna á milli. Það skýrir kannski hvers vegna ekkert heyrist frá útlendu sérfræðingunum sem komu til að leiðbeina við rýmingu og að spá eldgosi.
E: Við fréttum að allt væri í hers höndum hjá ykkur á Íslandi
Í: Ætli þetta reddist ekki.
E: Það skiptir ekki máli. Nú þarf að sýna samstöðuna. Samstöðuna, maður! Má ég segja að þið hafið beðið um aðstoð og senda svo Alessandró og Eeví til þín?
Í: Við höfum nú ágæt tök á þessu og það sér örugglega einhver í gegnum það, ef við förum að biðja ykkur um aðstoð.
E: Hvaða vitleysa, það sér aldrei neinn í gegnum neitt. Mundu svo að ef þú biður okkur að koma bjóðum við þér á næsta fund. Og þarnæsta líka. Og þann sem kemur á eftir, eins langt og augað eygir.
Í: Jæja þá. Eins og ykkur sýnist.
Sunnudagur, 26. nóvember 2023
Hakkavél rökfræðinnar
Þegar eitthvað hljómar undarlega er gott að beita tækjum rökfræði til að greina hljóminn. Hjörtur J. Guðmundsson gerir það ágætlega þegar hann veltir fyrir sér fylgi flokka og meintri löngun manna til að verða þegnar í stórríki gömlu evrópsku nýlenduveldanna.
Tiltekinn flokkur hefur lítið og minnkandi fylgi. Þá eru tveir möguleikar:
- Eitthvað (annað en skortur á skilningi á gildi fullveldis) er að flokknum
- Íslendingar hafa þegar öllu er á botninn hvolft ekki mikinn áhuga á að gerast þegnar í stórríki gömlu nýlenduveldanna á meginlandi Evrópu.
https://www.fullveldi.is/?p=30048
Laugardagur, 25. nóvember 2023
Töfraformúla og fleiri aukastafir
Magnús Tumi Guðmundsson og félagar hans hafa komist að þvi að kvikan í ganginum undir Svartsengi sé að mestu storknuð. Ætli þeir hafi reiknað það sjálfir, eða fengið til þess aðstoð frá margrómuðum sérfræðingum sem Evrópusambandið sendi hingað norður?
Kannski búa eldfjallafræðingar Evrópusambandsins yfir töfraformúlu til að reikna varmaleiðni. Kannski eiga þeir nýsmurða evrópska reiknistokka og kunna betur á aukastafi en lopapeysuliðið í Háskóla Íslands.
Eða voru þeir kannski bara gerðir út til að geta sagt hinum í Evrópusambandinu að sambandið hefði komið Íslandi til bjargar á ögurstundu?
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/11/25/um_90_prosent_kvikugangsins_storknud/
Föstudagur, 24. nóvember 2023
Alvöru sérfræðingar
Það hlýtur að hafa verið léttir fyrir Þorvald Þórðarson prófessor í eldfjallafræði og félaga hans að fá styrka leiðsögn alvöru sérfræðinga í eldfjallafræðum frá Evrópusambandinu. Það hafa ugglaust verið sérfræðingar sem eru hoknir af reynslu og þekkingu, annað en þetta afdalalið norður á Íslandi sem hvorki hefur séð eldgos né leyst bylgjujöfnu.
Ætli hin 700 útköll Evrópusambandsins hafi verið svipuð og þetta útkall til Íslands?
Fimmtudagur, 23. nóvember 2023
Nexit
Hlutverk Hollendinga í Evrópusambandinu hefur í meginatriðum verið að hlýða og borga. Smám saman komast Hollendingar að því að það sé ekki að breytast. Á endanum verða menn leiðir á hlutverki af þessu tagi og fara.
Það verður forvitnilegt að sjá til hvaða bragða Evrópusambandið mun grípa til að halda Hollendingum við sinn keip.
https://nltimes.nl/2023/11/23/european-commission-concerned-nexit-pvvs-election-win
Þriðjudagur, 21. nóvember 2023
Samningur aldarinnar
Fréttir berast af samningum við Evrópusambandið. Ísland styrkir ýmis verðug verkefni þar á bæ. Eins og menn vita fær Ísland líka í tölvupósti ótal reglur sem Evrópusambandsmenn vilja að Íslendingar fylgi.
Í staðinn fá Íslendingar að halda fund um tolla á helstu útflutningsafurð einhvern tímann seinna.
Það er kannski í góðu lagi að það dragist að funda, ef talið er ólíklegt að viðskiptakjör Íslendinga batni svo máli skipti og verði alls ekki eins góð og kjör utansveitarmanna á borð við Kandamenn og Breta.
Kannski er betra að huga að því að verða utansveitar.
Fimmtudagur, 16. nóvember 2023
Hver græðir á því?
Það er hart í ári hjá fjölmiðlum. Sífellt færri vilja borga fyrir áskrift og auglýsendur eru margir horfnir í faðm samfélagsmiðla.
Hvaðan fá fjölmiðlar þá peninga? Arnar Þór Jósson ræðir þetta á blogginu sínu og vísar í grein sem hér fylgir. Upplýsingarnar í töflunni sem sýnir styrki frá auðmanni til breskra fjölmiðla koma á óvart. Hvernig ætli þessu sé háttað með stóru fréttastofurnar sem útvega þeim íslensku efni? Hvernig er þessu háttað hjá fjölmiðlum í Evrópusambandinu? Ætli þar fléttist saman hagsmunir fjölmiðla, hergagna- og lyfjaiðnaðar sem eru mjög háðir ákvörðunum stjórnvalda og þar af leiðandi vilja kjósenda?
https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2296431/
Nýjustu færslur
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 48
- Sl. sólarhring: 419
- Sl. viku: 2457
- Frá upphafi: 1165831
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 2133
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 42
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar