Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2023

1984 nálgast

Fyrir rúmu ári síđan bannađi Evrópusambandiđ vefsíđur sem taldar voru óćskilegar og lítiđ var um athugasemdir.  Viđbrögđ almennings voru skýr: "Fínt, hafiđ vit fyrir okkur".  Sífellt berast fleiri fréttir um fyrirhugađ aukiđ eftirlit međ borgurunum. Ţađ tekur dálítiđ á ađ setja sig inn í alla anga ţeirra mála, enda er ţađ hluti leiksins ađ hafa málin flókin.  

https://www.digi.no/artikler/it-eksperter-ut-mot-nytt-lovforslag-kan-apne-for-masseovervaking-pa-et-blunk/539497?key=a0szEV0l 


Hver tekur mark á bćnaskjalinu?

Til eru ţeir sem telja fullveldi fánýtt og úrelt.  Lög og reglur sé best ađ fá frá útlöndum vegna ţess ađ ţar viti fólk svo mikiđ og sé gott í ađ skrifa reglur.

Hugsum okkur ađ útlendingarnir vilji efla flugöryggi og ákveđi ađ bannađ verđi ađ fljúga nćr eldgosi en 30 km og skipti ţá engu máli hvert öskuna leggur, eđa hvort einhver aska kemur upp í gosinu. 

Eldgos hefst svo í grennd viđ Grindavík.  Keflavíkurflugvöllur lokast, sé miđađ viđ fyrrgreinda skáldađa reglu, og opnast völlurinn ekki aftur fyrr en gosi lýkur.  Flugrekendur senda bćnaskjal til stjórnvalda og benda á ađ ţađ sé engin aska í lofti, eđa ađ flesta daga fjúki askan í átt frá flugvellinum og auđvelt sé fyrir flugmenn ađ forđast hana. 

Hvort ćtli sé líklegra til árangurs ađ senda bćnaskjal til stjórnvalda á Íslandi sem eru kosin af fólkinu í landinu eđa til stjórnvalda í erlendri stórborg ţar sem mönnum er í raun slétt sama um flug á Íslandi, nú eđa nokkuđ annađ sem á Íslandi gerist ef út í ţađ er fariđ?

  


Dómur yfir pylsureglunni - Er nýr kafli ađ hefjast?

Eins og viđ mátti búast ýtti dómur hćstaréttar í Noregi  um orkupakkamáliđ af stađ umrćđu ţar í landi.  Fjallađ er um ýmsa anga málsins og snert er á grundvallaratriđum er varđa lög og rétt. Lögfrćđiprófessorarnir Cristoffer Conrad Eriksen viđ Háskólann í Osló og Eirik Holmöyvik viđ Háskólann í Björgvin eru uggandi yfir ýmsum ţáttum dómsins og líkja honum viđ loftkastala á traustum grunni og er ţar vísađ í Ibsen.  Ţeim verđur tíđrćtt um óvissu sem dómurinn skapar og eru augljóslega hissa á ţví ađ hćstiréttur skuli stađfesta lögmćti pylsureglunnar sem gengur út á ađ valdaframsal án aukins meirihluta sé í góđu lagi, ef ţess er gćtt ađ ţađ sé gert í nógu smáum skrefum.

 

Orđrétt segja ţeir um pylsuregluna:

 

Hřyesteretts konklusjon var at hverken Stortinget eller domstolene var forpliktet til ĺ ta tidligere tilfeller av myndighetsoverfřringer i betraktning ved vurdering av om en myndighetsoverfřring er lite inngripende. Det betyr at de enkelte tilfeller av myndighetsoverfřring kan deles opp i mer eller mindre tynnes skiver.

 

Ţótt ţađ sé ekki sagt berum orđum má lesa út úr greininni, sem lesa má ókeypis ef menn skrá sig inn, ađ Noregur hafi tekiđ stórt skref í ţá átt ađ koma samskiptunum viđ meginland Evrópu í annan farveg en ţann sem EES markar.  Ţangađ leita nú öll vötn, bćđi í Noregi og á Íslandi.

 

https://www.aftenposten.no/meninger/kronikk/i/69G9O0/hoeyesterett-har-i-acer-dommen-konstruert-et-ibsensk-luftslott-med-grunnmur


Hátt flug

Oft er djúpur sannleikur í ţví sem Arnar Ţór Jónsson segir og skrifar.  Mađur les hann helst ekki nema hafa a.m.k. nokkrar mínútur til skođunar og meltingar.  Arnar Ţór er á góđu flugi ţessa dagana og segir m.a.:

Ţađ er kominn tími til ađ viđ, almennir borgarar ţessa lands, tökum höndum saman og sýnum í orđi og verki ađ okkur er sannarlega annt um íslenskt lýđrćđi, lýđveldiđ okkar, sjálfstćđi íslensku ţjóđarinnar og ţann dýrmćta sjálfsákvörđunarrétt sem frelsi okkar og mannréttindi grundvallast á.

Áminningin er ágćt. Takk fyrir. 

 

Hér eru greinar Arnars Ţórs:

https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2296271/


Liđkađ til fyrir afnámi lýđrćđis

Fram er komin á Alţingi tillaga um ađ liđka til fyrir breytingum á stjórnarskrá íslenska lýđveldisins.

Ţađ er varla launungarmál ađ megintilgangur tillögu af ţessu tagi er ađ auđvelda framsal á ríkisvaldi til vandalausra í útlöndum.   Áhugamenn um slíkt gera sér grein fyrir ađ eina leiđin til ađ gera ţađ er ađ búa svo um hnúta ađ ţađ megi gera hratt og fumlaust á örskömmum tíma, t.d. á međan ţjóđin er ađ reyna ađ ná áttum eftir hrun eđa ámóta áfall.

Vćri ekki farsćlla fyrir áhugamenn um stjórnmál ađ finna sér verđugri verkefni en ađ grafa undan stjórnarskrá lýđveldisins og liđka til fyrir afnámi lýđrćđis?

 


Niđur á viđ

Evrópusambandiđ vill stćkka – til austurs í ţetta sinn. 

Ţar eru fyrir samfélög ţar sem hugmyndir um ýmis konar mannréttindi og lýđrćđi eru ekki međ alveg sama hćtti og flestir ţeir sem ţetta lesa eiga ađ venjast. 

Ţar eru fyrir samfélög sem eiga lítiđ af peningum og sagt er ađ drjúgur hluti ţess sem ţó er aflađ, hverfi eftir óútskýrđum leiđum.    Fátćkrahjálp Evrópusambandsins fćr ný og stór verkefni.  Ţađ verđur ekki auđvelt ađ eiga viđ ţau ţegar Bretar hćttir ađ borga og ađrir, sem hingađ til hafa borgađ, eiga í erfiđleikum, m.a. vegna orkuskorts.  Ekki kćra núverandi ţurfamenn sig um ađ ţeirra styrkir verđi skertir.  Ţađ stefnir í ađ baráttan um brauđiđ í Evrópusambandinu harđni.  

Samband sem leitast viđ ađ vera lýđrćđislegt í einhverjum skilningi verđur alltaf einhvers konar međaltal af ástandi samfélaganna sem mynda ţađ.   Ţađ horfir ekki gćfulega fyrir međalástandiđ í Evrópusambandinu, hvort sem litiđ er til peninga eđa annarra mála.  

Allt ţetta minnir okkur á ađ gćta ţess ađ Ísland sogist ekki lengra inn í sambandiđ en orđiđ er og ađ taka til endurskođunar ţá fjötra sem settir hafa veriđ á íslenskt samfélag ađ ţarflausu og til tjóns, í ţví skyni einu ađ ţóknast stórveldunum á meginlandi Evrópu og fylgiríkjum ţeirra.

https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/statement_23_5641


Stóri munurinn

Manndráp fyrir botni Miđjarđarhafs eru óneitanlega óhugguleg og ţeim verđur ađ linna.  Ekki á ţađ síđur viđ um öll ţau óhćfuverk sem unnin hafa veriđ í A-Evrópu undanfarin 1-2 ár.   Ţar hafa kjötkvarnirnar unniđ á nokkur hundruđ ţúsund ungum mönnum. 

Ađkoma Evrópusambandsins og ađildarríkja ţess er ţar mikil og hefur hún falist í ađ dćla olíu á eldinn.  Ţađ kemur ekki alveg á óvart, ţannig er nefnilega saga stórvelda Evrópu.  Ţađ er ekki saga Íslands. 

Ţar er stór munur sem rétt er ađ hafa í huga nćst ţegar einhver vill ađ Íslendingar gerist ţegnar í verđandi stórriki Evrópu.


Undarlegur málflutningur sprettur upp

Hćstiréttur Noregs hleypti 3. orkupakkanum í gegn.  Ţađ eru vissulega vonbrigđi, en félagar okkar í Noregi liggja nú yfir dómnum og meta nćstu skref.  

Á Íslandi eru sprettur ţá upp umrćđa sem minnir á fáránleikann í orkupakkaumrćđunni, en hann fólst í ţví ađ helstu rök međ orkupakkanum voru ţau ađ ţađ vćri alls ekki alveg öruggt ađ ađild ađ orkubandalagi Evrópusambandsins yrđi Íslandi til mjög mikils tjóns. 

Engum tókst ađ útskýra kostina viđ ađ gangast undir orkulöggjöfina!

 


« Fyrri síđa

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 60
  • Sl. sólarhring: 473
  • Sl. viku: 1806
  • Frá upphafi: 1120589

Annađ

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 1548
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband