Bloggfærslur mánaðarins, mars 2023
Þriðjudagur, 28. mars 2023
Það er grundvallarspurningin
Haraldur Ólafsson ræðir um valdið og straum þess til Brussel í viðtali á Útvarpi sögu í dag. Til umræðu er m.a. frumvarp á Alþingi um forgang Evrópulöggjafar. Haraldur hvetur til þess að málin séu skoðuð í víðu samhengi og menn spyrji hver eigi að ráða á Íslandi. Á það að vera Alþingi sem kosið er af fólkinu í landinu eða einhver annar? Það er grundvallarspurning.
EES-samningurinn hefur fengið á sig goðsagnakenndan blæ, en þegar betur er að gáð er ekki ljóst að samfélagið væri svo ýkja frábrugðið því sem nú er, ef EES væri ekki til.
Þegar til framtíðar er horft hljótum við að sjá fremur víðtæka fríverslun, en að sérhver þjóð setji sér sjálf lög.
Mánudagur, 27. mars 2023
Hægfara afnám lýðræðis
Sífellt fleiri hafa áhyggjur af því sem í viðtali við Stefán Má Stefánsson, lagaprófessor, er kallað "útvíkkun EES-samningsins" og í Noregi hefur verið nefnt "skapandi túlkun á EES-samningnum".
Í stuttu máli gengur þessi "útvíkkun" eða "skapandi túlkun" út á að færa aukið vald frá lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum í aðildarríkjum EES til Evrópusambandsins.
Kalla má þetta hægfara afnám lýðræðis. Viljum við það?
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/27/algjorlega_breyttar_forsendur/
Og að vanda tekur Arnar Þór málið til krufningar:
https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2288703/
Heimssýn á Fasbók:
https://www.facebook.com/groups/heimssyn
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 26. mars 2023
Hvenær er nóg nóg?
Evrópusambandið hyggst leggja útblástursskatt á flug. Sá skattur mun vitaskuld leggjast þyngra á Íslendinga en aðra í EES. Miklu, miklu, miklu þyngra.
Spurt verður um skattinn og verður þá einhver til að svara því að það verði að draga úr útblæstri.
Ef einhver skyldi spyrja hvernig á því standi að til að draga úr útblæstri sé nauðsynlegt að flytja himinháar upphæðir frá Íslendingum til Evrópusambandsins mun fátt verða um svör.
Alveg eins og þegar spurt var hvers vegna Evrópusambandið ætti að ráða einhverju í orkumálum á Íslandi.
Fer ekki að verða komið nóg?
https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2288662/
Heimssýn á Fasbók:
https://www.facebook.com/groups/heimssyn
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 25. mars 2023
Áhrif breytast í sæti
Hjörtur J. Guðmundsson bendir á að orðræðan um áhrifin hafi breyst:
Þannig töluðu þeir hér áður iðulega um það að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa þar áhrif en hafa í seinni tíð yfirleitt kosið að tala þess í stað um sæti við borðið.
Sumum finnst Evrópusambandið ólýðræðislegt. Það verður þó aldrei svo ólýðræðislegt að smáríki á borð við Ísland muni einhverju ráða.
https://www.visir.is/g/20232394560d/versnandi-stada-famennari-rikja-esb
Heimssýn á Fasbók:
https://www.facebook.com/groups/heimssyn
Evrópumál | Breytt 26.3.2023 kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. mars 2023
Heimssýn á Fasbók
Heimssýn hvetur landsmenn alla, til sjávar og sveita, að fylgja félaginu á nýjum stað á Fasbókinni, en hann er hér:
https://www.facebook.com/groups/heimssyn
Miðvikudagur, 15. mars 2023
Evrópusambandið sendir meira púður og fleiri byssukúlur á vígvöllinn
Ekki er langt síðan áhugamenn um innlimun Íslands í Evrópusambandið sóru og sárt við lögðu að ekkert væri fjarri sanni en að Evrópusambandið hygði á hernað eða yrði einhvers konar hernaðarbandalag. Fjöldi fólks trúði því í alvöru.
Nú kaupir Evrópusambandið púður og byssukúlur fyrir stjarnfræðilega háar upphæðir og sendir allt austureftir þar sem ungir menn eru neyddir í veg fyrir rússneskar fallbyssur í von um að geta drepið einn Rússa eða tvo áður en þeir eru sjálfir sprengdir í tætlur.
Hlutverk Íslendinga er að reyna að fá þetta fólk til að róa sig, en að gæta þess, nú sem endranær, að þetta óróalið fái ekki meiri völd á Íslandi en það hefur nú þegar.
Fimmtudagur, 9. mars 2023
Erlent ríkjasamband á að ráða
Í svokölluðum lýðræðisríkjum sem eru fullvalda eru lög sett af fólki sem til þess er kjörið af fólkinu í viðkomandi ríki. Það fyrirkomulag er auðvitað umdeilanlegt, en ekki hefur tekist að finna annað betra.
Nú er í undirbúningi að hnykkja á forgangi laga sem koma í pósti frá útlöndum. Skiptir þá engu hvort þau lög henti Íslandi og Íslendingum, eða ekki.
Er ekki tímabært að endurskoða þetta undarlega fyrirkomulag?
Mál nr. 27/2023:
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993, með síðari breytingum (bókun 35).
Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ný 4. gr., til viðbótar 3. gr. laga um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993, þess efnis að þegar lagaákvæði sem réttilega innleiðir skýra og óskilyrta reglu á grundvelli EES-samningsins er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli hið fyrrnefnda ganga framar."
Mánudagur, 6. mars 2023
EES sem viðskiptahindrun
Margir sáu EES-samninginn sem leið til frjálsari viðskipta, en íþyngjandi reglur Evrópusambandsins sem berast til Íslands með EES-samningnum virka oft á tíðum sem viðskiptahindrun. Hjörtur J. Guðmundsson fer yfir málið með skilmerkilegum hætti, eins og honum er vant, í grein í Innherja. Hjörtur bendir á leiðina til ljóssins:
Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum. Leið sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara þegar þau semja um milliríkjaviðskipti og þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Þar með talið Evrópusambandið. Víðtækur fríverzlunarsamningur.
Miðvikudagur, 1. mars 2023
Þarf keisarinn að rífa af sér hárið líka?
Það verður sífellt óþægilegra, en um leið skýrara, að lög á Íslandi eru sett af öðrum en þeim sem til þess voru kjörnir af fólkinu í landinu. Þau eru samin af fólki sem guð má vita hver valdi í fjarlægu landi og tilviljun ein ræður því hvort lögin eru til þess fallin að rækta sem best mannlíf á Íslandi.
Arnar Þór Jónsson hefur margsinnis bent á að keisarinn sé orðinn afar klæðalítill og bætir í með góðri færslu hér:
https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2287731/
Löggjafinn í Evrópusambandinu vill leggja himinhá gjöld á atvinnulíf á Íslandi, gjöld sem undirstöðugreinar atvinnulífs í öðrum löndum Evrópu munu að mestu leyti sleppa við, af þeirri einföldu ástæðu atvinnulífið er öðruvísi en á Íslandi og ferðin til útlanda styttri.
Hversu hár skyldi skatturinn þurfa að vera til að Íslendingar ranki við sér og taki þessa skrýtnu skepnu, EES, til endurskoðunar?
Nýjustu færslur
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 46
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 2009
- Frá upphafi: 1176863
Annað
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 1829
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 40
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar