Bloggfærslur mánaðarins, maí 2023
Þriðjudagur, 30. maí 2023
Umbúðalaus og galopinn
Einn stjórnmálaflokkur ætlar að fiska stuðning með því að fara í pakkaleik. Það fer varla vel, því pakkinn er nefnilega umbúðalaus og galopinn. Það er ekkert sérstakt sem brýnt er að rannsaka í tengslum við aðild að Evrópusambandinu, niðurstaðan liggur fyrir: Evrópusambandið ræður. Evrópusambandið setur og afnemur reglur að vild. Það gerist ekki að undangengnu bænaskjali til Íslendinga eða annarra smáþjóða. Bænaskjölin fara í hina áttina, frá smáþjóðunum til herranna, ef þau lenda ekki í sjónum á leiðinni.
Hjörtur rifjar skilmerkilega upp:
https://www.visir.is/g/20232421022d/-thid-vitid-fullkomlega-hvad-er-i-pakkanum-
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. maí 2023
Það þarf ekki leyfi til að rabba
Öðru hverju er kallað á torgum um að það þurfi að greiða þjóðaratkvæði um eitthvað sem nefnt er aðildarviðræður að Evrópusambandinu.
Það gefur auga leið að stjórnvöld geta rabbað við útlendinga án þess að bera slíkt undir þjóðaratkvæði á Íslandi.
Það sem þessir hávaðasömu menn í raun vilja er að Ísland óski eftir aðild að Evrópusambandinu með öllum þeim göllum sem því fylgja, sem og kostum ef einhverjir skyldu finnast.
Hætt er að við að svör þeirra sem hringt er í yrðu öðruvísi ef sannleikurinn væri sagður umbúðalaust.
Laugardagur, 27. maí 2023
Auðvitað þegja þeir
Ef Íslendingar væru þegnar í Evrópusambandinu hefði ekki verið um neitt að semja í flugskattsmálum. Tilkynning um skattheimtuna hefði komið í tölvupósti frá Brussel. Ef Ísland væri í Evrópusambandinu væru menn nú að skipuleggja þrot flugfélaganna og búa sig undir hrun í ferðaþjónustu.
Ákafamenn um innlimun í Evrópusambandið þegja vitaskuld um málið. Engum blaðamanni virðist heldur detta í huga að spyrja þá neins.
Miðvikudagur, 24. maí 2023
Athyglisverður fundur fimmtudaginn 25. maí
Sú ánægjulega þróun hefur orðið að undanförnu að sífellt fleiri einstaklingar og hópar taka til máls til varnar íslensku samfélagi og fullveldi þjóðarinnar. Þar má m.a. nefna Málfundafélagið frelsi og fullveldi sem stendur fyrir opnum fundi fimmtudagskvöldið 25 maí nk. Fundað verður á veitingahúsinu Catalínu í Hamraborg í Kópavogi kl. 19.30
Rætt verður um alþjóðastofnanir og alræmdan flugskatt.
Málfundafélagið frelsi og fullveldi hefur Fasbókarsíðu sem er hér:
https://www.facebook.com/profile.php?id=100091052329469
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. maí 2023
Hver græðir á því?
Arnar Þór Jónsson talar skörulega í Morgunblaðinu í dag. Þegar EES-samningurinn var kynntur til sögunnar var rætt um efnhagssamvinnu, en alls ekki pólitískan samruna, þ.e. að Íslandi yrði formlega stjórnað af gömlu evrópsku nýlenduveldunum. Hver græðir á því?
https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2290556
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. maí 2023
Enn ein blekkingin
Ögmundur Jónasson fv. ráðherra og reynslubolti í stjórnmálum, svo vægt sé til orða tekið, tekur bókun 35 til skoðunar sem og EES-samninginn í heild sinni, upphaf hans, þróun og framkvæmd. Ögmundur segir m.a.:
Í ljósi þessa tel ég að Íslendingar þurfi að skoða framtíðina varðandi EES og þá hvort þeir vilji áfram berast stjórnlaust með straumnum. Og vel að merkja, sá straumur gerist stöðugt stríðari. Sú skoðun að Íslendingar geti haft meiri áhrifinnan ESB en utan er enn ein blekkingin og þarf ekki annað en að skoða ferli ákvarðana í ESB til dæmis varðandi aðkomu ríkja að félagslega skuldbindandi alþjóðlegum viðskiptasamningum; samningum sem hafa stögugt meira vægi í skipulagi samfélaganna. Slíkir samningar reynast í sífellt ríkari mæli hvíla á forsendum alþjóðlegs auðvalds.
Það er auðvitað rétt hjá Ögmundi að það er tóm blekking að halda því fram að Íslendingar hefðu einhver áhrif á Evrópusambandið ef þeir væru þar innanbúðarmenn. Greinargóð og athyglisverð umsögn Ögmundar er hér:
https://www.althingi.is/altext/erindi/153/153-4635.pdf
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. maí 2023
Úr iðuköstum hins daglega lífs
Ástæða er til að láta ekki greinargerð Arnars Þórs Jónssonar til Alþingis í tengslum við bókun 35 fljóta of hratt burt í iðuköstum hins daglega lífs. Þar er nefnilega margt sem gott er að hafa í huga.
Arnar Þór fjallar m.a. um lagasmíð Evrópusambandsins (og um leið sum lög sem gilda á Íslandi). Hann bendir á að ferlið í reglusetningunni sé ógagnsætt og fáum skiljanlegt. Embættismenn, sérfræðingar og alls kyns lobbyistar hafi mest um innihaldið að segja en að lýðræðislega kjörnir fulltrúar komi aðeins að málum á lokastigum. Þá upplýsir Arnar Þór að fundir ráðherraráðsins, sem hér um höndlar, séu haldnir á bak við luktar dyr, án þess að haldnar séu opinberar fundargerðir, enginn utanbúðarmaður viti hvar þar sé sagt og því síður hvernig atkvæði séu greidd, séu þau greidd. Flest málin fari annars í gegn án nokkurrar umræðu.
Allt er þetta með miklum ólíkindabrag, en enn skrýtnara er þó að nokkur maður vilji að lög á Íslandi verði sett með þessum hætti.
https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2290139/
Heimssýn er líka á Fasbók - gerist áskrifendur:
https://www.facebook.com/groups/heimssyn
Fimmtudagur, 18. maí 2023
Áminning um stefnuna
Þeir sem fylgjast með stjórnmálum hafa veitt því eftirtekt að sífellt meira vald færist frá aðildarríkjum Evrópusambandsins til miðstjórnar sambandsins. Einu sinni var um að ræða samband fullvalda ríkja, en nú er réttara að tala um fullvalda samband aðildarríkja. Tilfærsla á valdi frá aðildarríkjunum hentar þeim stærstu best, en þau hin smærri missa sjálfstæði sitt. Ekkert af þessu eru nýjar fréttir, þetta hefur verið opinber stefna í mörg ár.
Stundum gleymist það, en Hjörtur minnir okkur á.
https://www.visir.is/g/20232416141d/minnast-ekki-a-lokamarkmidid
Miðvikudagur, 17. maí 2023
Um hvað var samið?
Heimssýn sendir bréf:
Til forsætisráðuneytisins
Upplýsingar í fjölmiðlum og á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur og Úrsúlu von der Leyen 16. maí sl. má túlka á þann veg að frestun svokallaðs flugskatts sé sameiginleg niðurstaða fulltrúa Íslands og Evrópusambandsins, semsagt hluti af samkomulagi, frekar en einhliða ákvörðun Evrópusambandsins að fresta gjaldtökunni.
Heimssýn óskar góðfúslega að fá upplýsingar um öll efnisatriði fyrrgreinds samkomulags og afrit samnings, ef um slíkt er að ræða.
Með fyrirfram þökk
Haraldur Ólafsson
Formaður Heimssýnar
Þriðjudagur, 16. maí 2023
Og hvað svo?
Jæja, það náðust samningar um að fresta flugskattinum til ársloka 2026. Og hvað þá? Hvað mun Evrópusambandinu þóknast að leggja háan skatt á flug út til Íslands frá 1. janúar 2027? Hann gæti þurft að verða afar hár til að sannfæra menn um að ferðast öðruvísi, eins og hugmyndin er á meginlandi Evrópu þar sem menn velja á milli lestar, rútu og flugs.
https://www.visir.is/g/20232416041d/islandi-fai-afram-friar-flugheimildir-til-2026
Heimssýn er líka á Fasbók - gerist áskrifendur:
https://www.facebook.com/groups/heimssyn
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 490
- Sl. sólarhring: 496
- Sl. viku: 2328
- Frá upphafi: 1187555
Annað
- Innlit í dag: 452
- Innlit sl. viku: 2072
- Gestir í dag: 426
- IP-tölur í dag: 418
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar