Bloggfærslur mánaðarins, júní 2023
Föstudagur, 30. júní 2023
Hver á að gefa út heimildir til Íslandsferða?
Fyrir örfáum áratugum hefði flestum á Íslandi þótt fjarstæða að stórveldi á meginlandi Evrópu fengi að ráða hverjir fengju að heimsækja Ísland, en ekki íslensk stjórnvöld. Engu að síður stefnir í að svo verði og það án nokkurrar umræðu í landinu.
Nú er það svo að Íslendingar eru háðari utanríkisviðskiptum en flestar aðrar þjóðir og því augljóslega afar undarleg ráðstöfun að fela erlendu stórveldi að ákveða hverjir mega heimsækja Ísland. Það kann að vera meinalaust þegar allt leikur í lyndi, en skjótt skipast veður í lofti í alþjóðastjórnmálum og hver veit hver verður næsti óvinur eða keppinautur Þýskalands, Frakklands og þeirra fylgiríkja?
Það er ólíklegt að það verði Íslandi til farsældar að blandast inn í togstreitu eða átök erlendra stórvelda með þeim hætti sem líklegt er að verði ef eitthvert stórveldi telur sig hafa rétt til að ákveða hverjir fái koma til Íslands.
Fimmtudagur, 29. júní 2023
Leiðin út úr auraþokunni
Stundum getur verið erfitt að sjá til lands í þokukenndri umræðu. Lausnin er þá að hreinsa burtu froðuna. Það er stundum hægt að gera með því að huga að breytistærðum. Raunvextir eru breytistærð sem lýsir leiguverði á peningum. Nafnvextir eru líka breytistærð sem gott getur verið að nota, en hafa verður í huga verðrýrnun gjaldmiðils í því samhengi.
Breytistærðir sem lýst er með orðum á borð við borga þrisvar fyrir íbúð eru erfiðar viðfangs. Maður kaupir íbúð á 10 milljónir og 20 árum síðar selur hann íbúðina á 50 milljónir. Hann borgar 50 milljónir í vexti og afborganir. Hversu oft borgar hann íbúðina sína? Hann borgar 5 sinnum kaupverðið, en einu sinni verðmæti íbúðarinnar sem hann seldi. Reikna mætti meðalverð íbúðarinnar á tímabilinu sem hann átti hana eða taka meðaltal af kaupverði og söluverði. Niðurstaðan af æfingum af þessu tagi er að breytistærðin borga X sinnum fyrir íbúð er illskiljanleg og vond. Hún gegnir helst því hlutverki að dæla þoku inn í umræðuna og kannski er það hið raunverulega markmið.
Best er að hætta að nota vondar breytistærðir og halda sig við hið einfalda, vexti og raunvexti.
Raunvextir á óverðtryggðum húsnæðislánum eru nálægt núlli á Íslandi. Það verður seint talið hátt verð, jafnvel þótt þeir séu neikvæðir í sumum öðrum löndum. Ekki er augljóst að mikil sanngirni felist í neikvæðum raunvöxtum. Greiðslubyrði er á hinn bóginn há á flestum óverðtryggðum lánum. Það er tæknilegt vandamál sem einfalt ætti að vera að laga, ef vilji stæði til þess.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. júní 2023
Nýir tímar með nýjum gjalddögum
Eins og fæstir líklega vita og fjölmiðlar fjalla ekki um er nýr skattur sem Evrópusambandið hyggst leggja á atvinnulíf á Íslandi handan við næstu áramót. Það er vegabréfsáritunargjald fyrir ferðafólk frá löndum utan Schengen. Í fljótu bragði virðist heildarupphæðin vera um milljarður, en mjór er mikils vísir. Það borgar sig ekki alltaf fyrir valdhafa að taka of stór skref í álögum. Skatturinn leggst vitaskuld jafnt á þá utansveitarmenn sem heimsækja Ísland og þá sem heimsækja Hannover eða Essen. Munurinn er sá að atvinnulíf í þeim borgum snýst að óverulegu leyti um ferðamenn frá fjarlægum löndum, ólíkt því sem á við á Íslandi. Skatturinn leggst með öðrum orðum margfalt þyngra á íslenskt atvinnulíf en atvinnulíf annars staðar í Evrópu.
Hitt er svo enn umhugsunarverðara, það er spurningin um það hvort embættismenn í gömlu evrópsku nýlenduveldunum eigi að fá að ráða því hvort breskir skólakrakkar fái að skoða hraun á Íslandi?
Laugardagur, 17. júní 2023
17. júní 2023
Í dag eru liðin 212 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar og rétt er að minnast þriggja atriða í málflutningi Jóns og baráttu.
Í fyrsta lagi hvatti Jón íslenska þjóð eindregið til að taka ráð sín í eigin hendur. Ekki var það vegna andúðar á Dönum, heldur vegna þess að hann taldi einfaldlega skynsamlegast að sérhver þjóð réði sér sjálf.
Í öðru lagi var Jón hlynntur því að Íslendingar ættu vinsamleg samskipti við sem flestar þjóðir og að best væri að verslun væri sem frjálsust
Í þriðja lagi beitti Jón aldrei sverði, heldur penna. Af því er mikill sómi sem margar þjóðir mættu líta til.
Íslendingar og aðrir íbúar heimsins geta enn mikið lært af Jóni Sigurðssyni.
Heimssýn óskar landsmönnum öllum gleðilegrar þjóðhátíðar
Föstudagur, 16. júní 2023
Þetta er stærra mál
Yfirstandandi styrjöld í austurvegi er slæm. Mjög slæm. Hana þarf að stöðva strax, en það er ekki augljóst að brottrekstur rússneska sendiherrans færi okkur neitt í átt að því takmarki. Þá eru mörg önnur mál sem þjóðir þutfa að eiga samskipti um, sem ekki tengjast styrjöldinni með beinum hætti.
Jón Bjarnason, fyrrverandi formaður Heimssýnar, fyrrverandi ráðherra m.m. fer yfir málin í pistli sínum sem birtur er hér:
https://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/2291284/
Föstudagur, 16. júní 2023
Stóra Ritzkexmálið vindur upp á sig
Í apríl var sagt frá ólgu vegna þess að Ritzkex var meira en tvöfalt dýrara í kaupfélaginu á Spáni, en í Reykjavík. Nú fréttist að þetta sama kex sé enn dýrara á Ítalíu. Samkvæmt hagfræði sumra talsmanna Evrópusambandsaðildar hlýtur gjaldmiðillinn að vera undirrót vandans. Þess verður þá varla langt að bíða að íbúar þessara suðurhreppa Evrópusambandsins krefjist þess að upp verði tekin íslensk króna í stað evru.
https://www.facebook.com/groups/heimssyn
Fimmtudagur, 15. júní 2023
Stefán messar
Ástæða er til að vekja athygli á samtali þeirra Péturs Gunnlaugssonar og Stefáns Pálssonar á Útvarpi sögu. Stefán ræðir m.a. um Evrópusambandið og hugmyndir manna þar á bæ um aukin hernaðarútgjöld.
https://utvarpsaga.is/stefan-palsson-stjornmalamenn-fa-falleinkunn-i-utanrikismalum/
Þriðjudagur, 13. júní 2023
Skorið og saltað í tunnu
Öðru hverju sprettur upp sú skoðun að Íslendingar yrðu í einhverjum skilningi öruggari með því að vera þegnar í Evrópusambandinu.
Hjörtur saxar allt það bull niður svo ekkert stendur eftir. Þeir sem hafa efasemdir um hernað og hernaðarbandalög þurfa ekki að lesa Hjört, þeir munu aldrei kjósa að ganga í bandalag sem langar óskaplega mikið að verða herveldi á þeim forsendum að það geti það hvort eð er ekki.
https://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/2291211/
Mánudagur, 12. júní 2023
Beðið eftir sumarleyfi
Langt er síðan Rússar tóku að herja í Úkraínu af fullum þunga, þótt ófriður hafi reyndar verið þar í mörg ár.
Þann 9. júní 2023 fer Alþingi í sumarfrí. Sama dag tilkynnir utanríkisráðherra að hann hafi ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu og biður rússneska sendiherrann að fara heim til sín. Það gæti auðvitað verið tilviljun að þetta gerist sama dag. Það er að minnsta kosti ljóst að Alþingi í sumarfríi fundar ekki um mál af þessu tagi, frekar en um nokkuð annað.
Hefði ekki verið best að leyfa Alþingi að hafa skoðun á málinu?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. júní 2023
Hver ræður?
Þær fréttir berast nú úr austurvegi að Ísland sé komið á lista yfir óvinveitt ríki. Það getur átt sér ýmsar skýringar. Í alþjóðasamskiptum vegast ýmis sjónarmið á, meðal annars hagsmunir í víðum skilningi, sem og almenn sjónarmið um hvað sé réttlátt og skynsamlegt.
Þegar leitað er upplýsinga um málið hjá Alþingi finnst ekkert. Greinargóðar upplýsingar eru um merkingu á vörum frá hernumdum svæðum í Palestínu, kaup á sjúkrahúsum handa Úkraínumönnum o.s.frv. Ekkert finnst frá Alþingi um undanfara þess að mesta stórveldi Evrópu sem nú á í stríði við Evrópusambandið lítur á Ísland sem óvinveitt ríki.
Er málið kannski Alþingi Íslendinga óviðkomandi?
https://www.rt.com/news/577799-iceland-suspends-embassy-russia/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 328
- Sl. sólarhring: 332
- Sl. viku: 2430
- Frá upphafi: 1188211
Annað
- Innlit í dag: 310
- Innlit sl. viku: 2188
- Gestir í dag: 290
- IP-tölur í dag: 287
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar