Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2025
Föstudagur, 31. janúar 2025
Gömlu nýlenduveldin gabba mann og annan
Haraldur Ólafsson formaður Heimssýnar var í áhugaverðu viðtali á Útvarpi Sögu í gær (30.01.2025) þar sem m.a. var farið yfir stjórnarslit Miðflokksins og Verkamannaflokksins í Noregi.
Haraldur fór þar yfir hvernig ágreiningur um hinn svokallaða fjórða orkupakka Evrópusambandsins varð til að slíta samstarfinu. Norski Miðflokkurinn hefur tekið harða afstöðu gegn pakkanum sem hann telur hálfgert rothögg fyrir norskan iðnað. Trygve Slagsvold Vedum formaður norska Miðflokksins hefur látið hafa eftir sér að Norðmenn hafi látið gabba sig þegar sæstrengir voru lagðir til ESB landa í tíð síðustu ríkisstjórnar.
Það var því von að hugtakið nýlenduveldi bæri á góma í samræðum Haraldar við þáttastjórnandann. ESB hefur botnlausa þörf fyrir orku til iðnaðar, húshitunar, ljósa o.s.frv. Um hábjarta sumarnóttina hér uppi undir Heimskautsbaug þarf að lýsa upp borgir Evrópu. Þetta hefur hækkað verð á orku, einnig í Noregi þar sem fólk hefur vart lengur efni á að hita hús sín.
Og hvaðan á þá öll orkan í þetta "gímald" að koma eftir að Þjóðverjar lokuðu kjarnorkuverum sínum. Jú það er altalað og sagt upphátt að gömlu nýlenduveldin í ESB horfi þar til grænnar orku frá Noregi og Íslandi. (Raunar er Svíar ekki par hressir heldur eins og áður hefur verið greint frá hér á Heimssýnar blogginu.) Heimsmynd valdhafa í þessum löndum virðist þannig snúast um að orka verði framleidd í öðrum löndum en þeirra eigin með vatni, vindi, sjávarföllum eða öðru sem tiltækt er. Þett má bara ekki gerast í bakgörðum heima hjá þeim þar sem hávært nauðið í vindmyllunum bergmálar í kristalsglösunum í glasahringlinu í Brussel og plastflísarnar af spöðunum á þeim setjast á kavíarinn á snittunum.
Fimmtudagur, 30. janúar 2025
Grjótkastið með Jóni Baldvin
Til þess að aðildarríki ESB, geti orðið aðilar að Myntbandalagi Evrópu (EMU) og tekið upp evru verða þau að fullnægja svokölluðum Maastricht-skilyrðum, sem samþykkt voru árið 1992 sem hluti af Maastricht-samningnum.
Í þessum skilyrðum felast strangar kröfur um efnahagslegan stöðugleika, þar á meðal verðbólgu og gengisstöðugleika, opinbera fjármálastjórn og skuldstöðu viðkomandi ríkis. Jón Baldvin Hannibalsson, fv. utanríkisráðherra, benti nýverið á í hlaðvarpinu Grjótkastið að Ísland hafi yfirleitt ekki uppfyllt þessi skilyrði og sé langt því frá að uppfylla þau nú.
Sem dæmi má halli á rekstri hins opinbera má ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu. Á árunum 2020-2023, en nýrri tölur liggja ekki fyrir hjá Hagstofu Íslands, var halli á rekstri hins opinbera hér á landi um 5,8% að jafnaði.
Þá mega opinberar skuldir ekki nema meira en 60% af landsframleiðslu. Heildarskuldir ríkissjóðs í árslok 2023 námu 81,1% af landsframleiðslu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslandis.
Hagkerfi Íslands er smátt og opið og þar gegna ferðaþjónusta og fiskveiðar ásamt orkuframleiðslu og iðnaði lykilhlutverki. Þetta þýðir að efnhagsstoðir landsins eru ólíkar flestum ríkjum ESB sem hafa fleiri og eftir atvikum aðrar efnhagslegar stoðir eins og framleiðslu flókins vélbúnaðar, hátækniiðnað, margþætta fjármálastarfsemi, sértæka þjónustustarfsemi o.s.frv. Þarfir framleiðslustarfseminnar fara því ekki saman sem þýðir að það er fremur ólíklegt að sameiginleg mynt, sem stýrt er af ESB henti Íslandi eins og Jón Baldvin Hannibalsson kom inn á í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti.
Veruleg áskorun er fyrir Ísland að uppfylla Maastricht-skilyrðin. Slík vegferð er líkleg til að taka hið minnsta 15 ár eins og Jón Daníelsson hagfræðiprófessor hefur bent á. Á þeim tíma yrði að lágmarki kosið þrisvar og jafnvel fjórum til fimm sinnum til Alþingis. Óraunhæft er að leggja í slíka vegferð með veikan stuðning við málið. Gleymum ekki að frá þingkosningunum 2013 hafa flokkar andvígir ESB aðild ávallt fengið meirihluta atkvæða. ESB aðild var raunar mjög lítið til umræðu fyrir síðustu kosningar og einn þeirra flokka sem mynda nú nýja ríkisstjórn lýsti afdráttarlausri andstöðu við aðild fyrir kosningar. Enginn þingmeirihluti er því nú fyrir málinu frekar en endranær.
Það er ekki af tilefnislausu sem ESB gerir þá almennu kröfu til ríkja sem sækja um aðild að þar hafi verið stöðugur meirihlutastuðningur við aðild að bandalaginu meðal þings og þjóðar. Ella má búast við að fjármunum og kröftum sem í aðlögunarferlið fara sé kastað á glæ, bæði af hálfu ESB og Íslands.
Miðvikudagur, 29. janúar 2025
Evran tryggir ekki aukinn hagvöxt
Hagvöxtur á mann á föstu verðlagi í dollurum m.v. árið 2015, á tímabilinu 2000-2023 hefur numið 1,47% að meðaltlai á tímabilinu. Það er nokkuð hærra en í ESB og umtalsvert hærra en í evru-löndunum, 0,9%. Það merkir að á þennan mælikvarða hefur frammistaða íslenska hagkerfisins verið að batna hraðar en í samanburðarlöndunum. Meðfylgjandi tafla sem byggir á upplýingum frá Alþjóðabankanum sýnir þetta.
Hagvöxtur í löndum sem ekki tilheyra Myntbandalaginu hefur þannig verið meiri en í ESB-löndunum sem tekið upp Evru. Grikkland strögglar enn og þegar hagvöxtur er til lengri tíma undir meðaltali ESB þýðir það að landið dregst smám saman aftur úr í lífskjörum.
Grikkland 0,7%
Evrusvæðið 0,9%
Danmörk 0,95%
Þýskaland 1,02%
Svíþjóð 1,17%
ESB 1,27%
Ísland 1,47%
Þess má geta að umræddur mismunur í hagvexti milli Íslands og Evru-landanna upp á 0,57% á ári þýðir um 2,9% í VLF á mann eftir 5 ár og um 5.9% eftir 10 ár.
Ríkisstjórnir fá meiri skatttekjur sem hægt er að nota til að fjármagna opinbera þjónustu eins og menntun og heilbrigðiskerfi. Meiri tekjur og hagnaður í hagkerfinu eru grundvöllur aukinna fjárfestinga sem styðja við batnandi lífskjör.
Tala staðreyndir ekki sínu máli?
Þriðjudagur, 28. janúar 2025
Nú reynir á samstöðuna innan ESB
The Guardian segir frá því í morgun (28. janúar 2025) að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sé nú á leið til Berlínar, Parísar og Brussel til að leita eftir samstöðu um viðbrögð við áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á að komast yfir Grænland.
Í yfirlýsingu frá henni sem birt var á dönsku sagði: Danmörk er lítið land með sterka bandamenn. Hún er hluti af sterkri evrópskri samfélagsheild þar sem við getum sameiginlega mætt þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Með stríð á meginlandinu og breytingum á alþjóðlegum veruleika er ... samstaða lykilatriði
Í heimsókninni í Berlín sagði hún m.a.: "Við þurfum sterkari og ákveðnari Evrópu sem stendur sjálfstæðari, fær um að verja og efla evrópska hagsmuni. Það er undir Evrópu komið að skilgreina framtíð álfunnar okkar."
Á sama tíma hefur Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, lýst yfir stuðningi við Danmörku en dregið úr vægi viðræðna um Grænland. Hún sagði: "Við erum ekki í viðræðum um Grænland" og bætti við að ekki ætti að velta sér upp úr getgátum um hvað ef, þar sem það væri ekki staðan núna. Nú reynir á leiðtoga ESB landanna að sýna að þeir geti náð samstöðu sem skilar árangri.
Greinilegt er að "Plan B" hefur ekki verið útbúið í Brussel, þ.e. viðbrögð við því að nýr forseti Bandaríkjanna meinti það sem hann segir.
Mánudagur, 27. janúar 2025
Þetta var hræðilegt! Hvað gerir ESB nú?
Mette Frederikssen, forsætisráðherra Dana, er sögð leita eftir stuðningi frá Norðurlöndunum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði á laugardag að hann hygðist leggja undir sig Grænland.
Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og Alexander Stubb Finnlandsforseti sóttu óformlegan kvöldverð Frederiksens í kvöld.
Þannig hefst frétt Morgunblaðsins um fund sem Mette Fredirkssen bauð kollegum sínum í Noregi og Finnlandi til sunnudaginn 26. janúar. Ljóst er að staðan er alvarleg. Þar til Bretland gekk úr ESB var Grænland eina ríkið sem hafði áður gert það. Engu að síður verður Grænland að teljast á áhrifasvæði ESB og Norðurlandanna eins og fundurinn í Danmörku undirstrikar.
Mbl.is vitnar í umfjöllun Financial Times og viðtöl þar við evrópska ráðamenn. Þetta var hræðilegt, segir einn þeirra við Financial Times. Annar áðamaður bætir við: Þetta var köld sturta. Áður var erfitt að líta á þetta alvarlegum augum. En ég held að þetta sé alvarlegt, og hugsanlega afar hættulegt. Ljóst er að gerbreytt staða er nú uppi eftir embættistöku Donald Trump.
Það er ekki nóg að nota upprópanir í stöðu sem þessari. Spurningin er hvernig ætlar ESB að bregðast við þessum hótunum? Danmörk er jú eitt af bandalagsríkjunum til yfir 50 ára.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/01/26/danir_i_kroppum_dansi_trump_ekkert_ad_grinast/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 26. janúar 2025
Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
Viðtal Viðskiptablaðsins á dögunum við Jón Daníelsson er svo hispurslaust að segja má að það blási á þann huliðshjúp sem sannleikurinn virðist oft sveipaður þegar kemur að umræðu um ESB aðild Íslands.
Undir lok þess kemur Jón inn á kjarna málsis. Eftir að hafa rakið með góðum rökum og skýringum að vextir hér á landi þurfi að vera háir á aðlögunartíma segir að umbúðalaust að þegar komi að ESB aðild sé gjaldmiðillinn þó algert aukaatriði.
"Það sem mér hefur þótt skrítið við ESB umræðuna á Íslandi er að nota evruna sem meginástæðu þess að ganga inn í sambandið. Gjaldmiðillinn er aukaatriði. Það að ganga inn í ESB hefur áhrif á alls konar löggjöf; fiskveiði- og landbúnaðarkerfin, innviðauppbyggingu, nýtingu náttúruafla. Þetta yrðu stórvægilegar breytingar fyrir Ísland og eru mikilvægari atriði til að huga aðheldur en það hvort við endum með evruna sem gjaldmiðil eða ekki."
Hvernig væri að halda sig við fremur einfaldar staðreyndir í umræðunni heldur en draga sífellt upp mynd af óraunhæfum draumórum?
Laugardagur, 25. janúar 2025
Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
Í umfjöllun Viðskiptablaðsins þann 22. Janúar með viðtali við Jón Daníelsson hagfræðiprófessor er áhugaverð samantekt á þróun samræmdar vísitölu neysluverðs í nokkrum Evrópulöndum. Þar segir m.a.:
"Þegar litið er til samræmdrar vísitölu neysluverðs semræmdar verðbólgu, hefur hún mælst svipuð á Íslandi og á Evrusvæðinu síðastliðinn áratug. Frá lokum árs 2016 til byrjunar árs 2023 mældist hún heldur lægri á Íslandi en á evrusvæðinu. Á síðastliðnu ári hefur hún hins vegar mælst hærri á Íslandi samanborið við Evrusvæðið."
Síðar segir svo:
"Í samanburði við önnur ríki í Evrópu mældist Ísland lengi vel með lægri samræmda verðbólgu, nánar tiltekið 2017-2020. Á síðustu árum hefur Ísland og Þýskaland verið á svipuðu reiki en Spánn, Ítalía og Frakkland verið með minni verðbólgu. Pólland hefur upplifað meiri verðbólgum.a. vegna mikils hagvaxtar og launahækkana. Á hinn bóginn stendur Sviss út sem fyrirmynd efnahagslegs stöðugleika í Evrópu."
Sannleikurinn er nefnilega sá að Covid og ekki síður stríðið í Úkraínu hafa leikið hagkerfi ESB landa grátt og sér ekki fyrir endann á því í þeirri orkukreppu sem þar herjar. Hvaða erindi á Ísland að borði ákvarðantöku þar sem engin samstaða er um hvernig á að leita leiða út úr þeim ógöngum sem við blasa og lýst er í svonefndri Draghi – skýrslu?
Föstudagur, 24. janúar 2025
Evran er aukaatriði
Jón Daníelsson prófessor í hagfræði við London School of Economics einn fremsta hagfræðiskóla í heimi, fer yfir fjölmargt í fjögurra síðna viðtali við Viðskiptablaðið sem kom út 23. janúar. Þar segir hann m.a.:
Ég fæ þá tilfinningu að umræðan á Íslandi sé þannig að það sé hægt að ganga inn í ESB og taka upp evruna einn, tveir og þrír, og öðlast lága vexti og stöðugleika á svipstundu. Þessi umræða virðist því miður ekki vera í tengslum við raunveruleikann.
Aðild að Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) segir hann ekki verða fyrr en eftir "...svokallað aðlögunarferli sem tekur nokkur ár. Þá taka við gildandi reglur ESB um gjaldmiðla sem eru nokkuð skýrar.
Til þess að ný aðildarlönd geti tekið upp Evru þurfa þau að sýna fram á að þau geti mætt skilyrðum um verðbólgu, stöðugleika gengis og afkomu hins opinberra. Reynslan sýnir að það geti tekið mörg ár, jafnvel 10 til 20 ár, fyrir ný aðildarlönd að mæta þessum skilyrðum.
Umræða sem drifin er af röngum fullyrðingum eða óbeinum skilaboðum hvað þetta varðar er óábyrg. Viðtal Viðskiptablaðsins við Jón er mikilvægt innlegg í málefnalega umræðu.
Fimmtudagur, 23. janúar 2025
Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
Vöruskiptajöfnuður Íslands og Bandaríkjanna er nálægt því að vera í jafnvægi. Ekki er að sjá að nokkurt tilefni sé til að kvarta undan því að það halli á annan aðilann, enda hefur enginn gert það, svo vitað sé.
Önnur saga er sögð af viðskiptum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Svo er að heyra að nýkjörinn forseti Bandaríkjanna telji að það halli svo á Bandaríkin að tilefni sé til að hækka tolla á evrópskar vörur.
Ef Ísland væri í Evrópusambandinu mundi það vitaskuld lenda í tollastríðum Evrópusambandins. Það getur átt við Bandaríkin á morgun og guð má vita hvaða ríki eftir 10 ár. Viðskiptastríð geta orðið íslensku atvinnulífi mjög dýrkypt.
Tryggasta leiðin til að verða ekki fallbyssufóður fyrir stórveldi í viðskiptastríði er að gæta vel að stjálfstæði landsins.
Miðvikudagur, 22. janúar 2025
Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor í Lundúnum, segir evruna vera aukaatriði í sambandi við aðild að ESB, enda tæki 15 ár að taka hana upp og á meðan þyrftum við að halda vöxtum háum (með aukinni hættu á atvinnuleysi). Meira máli fyrir okkur skipti laga- og regluumhverfi ESB, m.a. um fiskveiðistjórnun og nýtingu náttúruafla. Þetta kemur fram í frétt á vb.is. Miðað við gildandi reglur, stefnu og hugsunarhátt yrði væntanlega litið á orku og aðrar auðlindir hér á landi og umhverfis landið sem sameiginlegar lindir fyrir alla íbúa Evrópu. Í frétt vb.is er einnig minnt á nýlega grein sérfræðings í hagfræði og peningastefnu þar sem kemur fram að jaðarríki (á borð við Ísland) hafi mestan kostnað af upptöku evrunnar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Norski farsinn
- Strætóstelpurnar
- Kverkatak
- Gömlu nýlenduveldin gabba mann og annan
- Grjótkastið með Jóni Baldvin
- Evran tryggir ekki aukinn hagvöxt
- Nú reynir á samstöðuna innan ESB
- Þetta var hræðilegt! Hvað gerir ESB nú?
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 19
- Sl. sólarhring: 414
- Sl. viku: 2394
- Frá upphafi: 1191485
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 2197
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar