Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2025

Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni

Ríkisstjórnin vill halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samband Íslands við Evrópusambandið. 

Það mætti spyrja svona:

 

Viltu að íslenska ríkið leiti samninga um víðtæka fríverslun við Evrópusambandið, sem leyst gæti af kvaðir sem leiða af upptöku laga og reglna samkvæmt EES-samningnum? 

 

Svo mætti spara helling með því að ríkisstjórnin kanni hvað hægt sé að semja um í þessu sambandi, án þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslu.  Hún hefur til þess fulla heimild sem enginn hefur hingað til dregið í efa. Enginn krafðist þess að fríverslunarsamningur við Kína yrði borinn undir þjóðina. 

 

 

 

 


Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna

Öðru hverju hafa Evrópusambandssinnar í Noregi lýst því yfir að Ísland væri alveg komið að því að ganga í Evrópusambandið, og Noregur yrði að hafa hraðann á, ef það skyldi bara vera einn stóll eftir við eitthvert borð sem sagt er að gaman geti verið fyrir kommissar að sitja við. 

Sama saga hefur stundum verið sögð á Íslandi, og er þá löndunum víxlað.  Sagt er að Noregur sé að ganga inn og Íslendingar verði að ná í mark á undan. 

Þeir sem fylgjast með fréttum í báðum löndum hlæja iðulega að þessum leik.  Nú hefur Hjörtur, af illkvittni mundu sumir segja, eyðilagt leikinn fyrir norskum Evrópusambandssinnum.  

Þeir fara þá bara í stórfiskaleik í staðinn. 

https://www.dn.no/innlegg/island/eu/eos/de-forteller-oss-islendinger-at-norge-skal-bli-med-i-eu/2-1-1761516?fbclid=IwY2xjawH7RwNleHRuA2FlbQIxMQABHdRmB8ZbmBb0ImW4P-_YzK-nMxdf2Prdkrqs83ycA5ia1mbmYlZKOQifrg_aem_VN3MquJ8Ssvbap1p0ZwV8Q


Stóri misskilningurinn

Goðsögninum "samningarviðræður" við Evrópusambandið lifir enn í einhverjum afkimum samféalgsins.  Einverjir virðast telja forvitnilegt að kanna hvað fáist í svokölluðum viðræðum.  Í því sambandi þarf að huga að þessu:

 

1. Það stendur ekki til boða af hálfu Evrópusambandsins að semja um varanlegar undanþágur frá reglum sambandsins.  Það hefur margoft komið fram, meðal annars á frægu myndbandi hér:

https://www.youtube.com/watch?app=desktop&v=0O4fkcYwpu8&fbclid=IwY2xjawH54TsBHVsfdOa48BJBJ5yQ9p6D_wFc9A8Je5ChlGaYR4XqA9JDrtNO3yUa_-Yt1g

Samningar við einstök ríki fyrir mörgum áratugum síðan eru ekki fordæmi.  Þá giltu aðrar reglur en gera nú.

 

2. Evrópusambandið hefur svo miklar og víðtækar valdheimildir gagnvart aðildarríkjum að því er í lófa lagið að knýja fram hvers konar breytingar á hvaða samningum sem er.

 

3. Það verður ekki samið um hvernig lög Evrópusambandsins verða í framtíðinni. Það veit enginn hvernig þau verða og hverju þau eiga að bregðast við.  Það eina sem er víst er að aðildarríkin, sérstaklega þau litlu, þurfa að fylgja lögunum. 

 

 


Uppeldisfræðileg nýlunda

Thomas nokkur Möller skrifaði sérkennilega grein í DV um daginn, þar sem fram kom að það væru í senn framfarir fólgnar í því að færa vald inn í landið og út úr því.  Fleira var í þeim dúr. 

Haraldur Ólafsson svarar helstu umræðupunktunum frá Thomasi í grein í DV í dag.  Hann segir m.a. um þjóðaratkvæðagreiðslu:

Ekki leynir sér að hugmynd, a.m.k. sumra, er að blása til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem spurt verður spurningar sem mörgum reynist erfitt að svara neitandi, jafnvel þótt þeir hafi engan áhuga á að verða þegnar í Evrópusambandinu. Með frjálslegri túlkun á niðurstöðunni er í kjölfarið ætlunin að halda í aðlögunarvegferð sem endar með óformlegri inngöngu í Evrópusambandið. Ef vitað er að áætluð ferðalok felast í að láta ýta sér fram af kletti er óþarfi að leggja í kostnaðarsamar viðræður um hvort það sé gott að fá sér heilsubótargöngu upp á klettinn.

Í kaflanum um vaxtamál má skilja Harald á þann veg að börn hafi fræðsluskyldu gagnvart  foreldrum.  Það má segja að þar fari uppeldisfræðileg nýlunda:

Áhugamönnum um þessi mál má benda á grein Agnars Tómasar Möller „Mýtan um hávaxtakrónuna“ í Morgunblaðinu 20. nóvember 2024. Þar segir m.a. „En með hliðsjón af þróun langtímavaxta bendir hins vegar ekkert til að krónan sé sérstakur áhrifavaldur hærra vaxtastigs á Íslandi – þvert á móti…“ Það ætti að vera sérlega hægt um vik fyrir Thomas Möller að fá nánari útskýringar hjá Agnari Tómasi Möller í þessu máli.

https://www.dv.is/eyjan/2025/01/18/haraldur-olafsson-skrifar-nei-thomas-thetta-er-ekki-svona/ 

 


Yfir lækinn til að sækja sér vatn

Umræða er um að dómur í máli sem lýtur að virkjun hefði hugsanlega orðið annar en hann varð ef bókun 35 hefði verið samþykkt á sínum tíma. 

Það ætti að vera óþarfi að minna á það, en það skal samt gert, að vilji menn að eitthvað í virkjunarmálum verði öðruvísi en það er, þá hefur Alþingi vald til að setja lög þar að lútandi.

Leiðin til þess er ekki að samþykkja lög um forgang Evrópulaga, sem enginn veit hvert gætu leitt okkur. 

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-01-16-nidurstada-heradsdoms-ad-likindum-onnur-hefdi-bokun-35-verid-innleidd-433132

 


Það er ástæða

Það er ástæða fyrir þvi að Svíar og Danir halda í eigin gjaldmiðil.  Þegar gefur á má styðja við útflutning með því að leyfa veikingu á gjaldmiðli og þegar vel gengur má leyfa gjaldmiðli að styrkjast og beina þannig hluta af velgengninni til almennings.

Júlíus Valsson ræðir þessi mál skilmerkilega með tilvísun í söguna í Svíþjóð.

https://www.visir.is/g/20252675551d/hvers-vegna-hafa-sviar-ekki-tekid-upp-evruna-


Rýrt umboð, eina ferðina enn

Fyrir hálfum öðrum áratug síðan sótti ríkisstjórn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.  Annar stjórnaflokkanna hafði þá afdráttarlausu stefnu að verja fullveldi Íslands og sækja ekki um aðild.  Stefnuna áréttaði formaður flokksins kvöldið fyrir kjördag.  Flokkurinn sem um ræðir hefur nú engan þingmann.  

Nú er við völd ríkisstjórn þriggja flokka.  Einn þeirra svaraði öllum helstu spurningum, fyrir kosningar, um aðild að Evrópusambandinu og vegferð í þá átt með einu stóru NEI-i.  Hinir flokkarnir öfluðu sér fylgis með því að láta sem allra minnst bera á áhuga sínum á að innlima Ísland í Evrópusambandið. 

Spyrja má um umboð stjórnarinnar til að taka skref í átt að aðild að Evrópusambandinu.  Og svo má líka spyrja um spurningarnar sem týndust.  Þær voru í skoðanakönnun Evrópusinna sl. sumar og voru um áhuga kjósenda á flokkum sem vilja Evrópusambandsaðild. 

Svörin voru aldrei birt, eins og Hjörtur rifjar upp:

 https://www.stjornmalin.is/?p=3022

Tveir af núverandi stjórnaflokkum fengu stóran hluta af fylgi sínu þrátt fyrir áhuga sinn á Evrópusambandinu, ekki vegna hans.  Þriðji flokkurinn fékk drjúgan hluta af fylgi sínu vegna þess að hann lofaði að styðja við fullveldi Íslands og gera ekkert til að koma Íslandi nær gini sambandsins. 


Það er augljóst

Enn virðist hluti Íslendinga halda að það sé um eitthvað sem máli skiptir að semja í aðildarferli að Evrópusambandinu.  Þannig er það ekki.  Og þó það væri svo, þá yrðu valdheimildir sambandins svo miklar að hægur vandi yrði að knýja fram breytingar á hverju sem er. 

Bergþór Ólason virðist átta sig á þessu, eins og sístækkandi hópur Íslendinga.  Hann segir þessa sögu í Mogga dagsins:

 

"Þann 27. júní 2010 sátu þeir saman þrír á blaðamannafundi í Brussel, Össur Skarphéðinsson, þá utanríkisráðherra Íslands, Steven Vanackere belgískur stjórnmálamaður og Stefan Fule, þáverandi stækkunarstjóri Evrópusambandsins. Tilefnið var aðlögunarviðræður Íslands við Evrópusambandið.

Um alllangan tíma hef ég ekki haft ástæðu til að rifja upp þennan blaðamannafund, en nú er komin til valda ríkisstjórn sem samkvæmt stefnuyfirlýsingu sinni ætlar að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu í síðasta lagi árið 2027. Enn hefur enginn stjórnarliða útskýrt hvað felst í því að halda áfram viðræðum sem hefur verið slitið. Auðvitað hefjast bara nýjar viðræður verði það niðurstaðan.

Í pólitíkinni er ekki margt sem pirrar mig hvað rökræður um málefni varðar, gildir þá einu hversu ósammála ég er þeim sem ég ræði við, en það er þó eitt sem bráða-ærir mig. Það er furðunálgun ESB-sinna þess efnis að það sé nú allt í lagi að „kíkja í pakkann“. Kíkja í pakkann? Eins og ESB sé konfektkassinn góði í Forest Gump-myndinni forðum. Þess vegna rifjaði ég rétt í þessu upp blaðamannafundinn frá 2010. Þar sat Össur Skarphéðinsson, í miklu stuði, fór með himinskautum og tjáði sig um þau tækifæri sem í aðild fælust fyrir Ísland. Þegar Össur hafði svarað blaðamanni á þeim nótum að hann hefði fulla trú á að ESB kæmi fram með lausnir sem hentuðu öllum samningsaðilum varð stækkunarstjóranum nóg um og greip orðið, eins og til að tryggja að enginn misskilningur gæti orðið, og sagði:

If I may, I am sure that we will find the necessary level of creativity within the framework of the existing acquis, and also, based on the general principle, which I hope will be sustained throughout the discussion, that there are no permanent derogations from the EU – acquis.

Semsagt: það eru engar varanlegar undanþágur frá regluverki Evrópusambandsins. Getum við ekki samið um að hætta þessu tali um að kíkja í pakkann? Að það eigi sér stað einhverjar könnunarviðræður? Viðræðurnar ganga út á hvernig ný aðildarþjóð lagar sitt regluverk að gildandi regluverki ESB. Um það eru kontóristarnir í Brussel alveg skýrir, hafi þeir þakkir fyrir það.

Spurningin sem reikna má með að verði á kjörseðlinum 2027 er: Viltu halda áfram viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu? Sú spurning er markleysa og í raun fals. Blekking. Þegar (og ef) til atkvæðagreiðslunnar kemur, þá ætti spurningin að vera: Viltu ganga í Evrópusambandið? um það snýst málið. Það væri hægt að orða spurninguna enn skýrar og spyrja: Viltu ganga í Evrópusambandið, eins og það er? En það þætti þeim sem földu málið í aðdraganda kosninga eflaust of langt gengið hvað skýrleika varðar." 

 

 


10 milljarðar eru lika peningar

Kostnaður við aðild að Evrópusambandinu er í mörgum misdýrum liðum.  Sumir þeirra kosta himin og haf og sagt var frá þeim nýverið hér:

https://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/2309911/

 

 

Aðildargjöldin eru líklega einn af ódýrari liðunum.  Í þessari grein er mynd sem sýnir framlag ýmissa landa í Evrópusambandinu og það sem önnur lönd þiggja.  Af myndinni má álykta að aðildargjöld Íslands yrðu af stærðargráðunni 10 milljarðar króna.  Það má kaupa sitthvað fyrir þá upphæð.    

https://www.iwd.de/artikel/zahlungssalden-der-mitgliedsstaaten-sorgen-fuer-transparenz-566395/

 

 


Alvöru spilling

Heyrst hefur að sumir vilji ganga í Evrópusambandið til að draga úr spillingu.  Líklega telja þeir að Evrópusambandið reki skrifstofu sem stöðvar spillingu. 

Fjölmörg ríki í Evrópusambandinu teljast mun spilltari en Ísland.  Samt hafa þau verið áratugum saman í sambandinu.  Ætli spillingarstöðvunarskrifstofan hafi ekki frétt af þeim?

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 16
  • Sl. sólarhring: 418
  • Sl. viku: 2391
  • Frá upphafi: 1191482

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 2194
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband