Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2025

Stundir sannleikans renna upp

Ef Ísland væri í Evrópusambandinu væri nú efnahagslegt uppnám á Íslandi, vegna tolla í viðskiptum við Bandaríkin. 

Það væri þó bara upphafið.  Boðaðir eru tollar á innflutning frá Bandaríkjunum til Evrópusambandsins.  Ef Ísland væri þar innanborðs færu þeir peningar að langmestu leyti í sjóði sambandsins, en ekki í sjóði íslenska ríkisins.

Ýmsar sveitir í Evrópusambandinu eiga lítil viðskipti við Bandaríkin, og kannski skiptir svona lagað ekki höfuðmáli á þeim bæjum.  Íslendingar eiga hins vegar mjög mikil viðskipti við Bandaríkjamenn og þau skipta miklu máli í íslenskum efnahag. 

 


Grafir

Hjörtur J. Guðmundsson vekur athygli á því að á Íslandi starfar félag sem kallast Evrópuhreyfingin.  Það félag hefur að markmiði að innlima Ísland í Evrópusambandið.  Félagið er í aðildarferli að regnhlífarsamtökum um samruna Evrópu og stofnun Evrópuhers. 

Hvernig skyldi Evrópuhreyfingin sjá fyrir sér að manna Evrópuherinn sinn?  Með brottfalli úr framhaldsskólum á Íslandi? Eða sér hún fyrir sér herskyldu eins og nú er í tísku að ræða?  Ekki fer á milli mála að Evrópusambandið á í styrjöld í A-Evrópu um þessar mundir og vilji er til að bæta þar í.  Það kallar á svör við fleiri spurningum, eins og til dæmis hvar hreyfingin sér fyrir sér að hola niður þeim Íslendingum sem sendir verða í skotgrafirnar og koma heim í pörtum. 

Yrði það í sérstökum heiðursgrafreit með Evrópufána?

 

https://www.stjornmalin.is/?p=12634

https://europeanmovement.eu/policy/strengthening-european-security-and-defence/


Við bönnum hana bara

Sú hugmynd að dómarar hafi neitunarvald um hverjir megi bjóða sig fram til að fara með löggjafar- eða framkvæmdavald er ekki augljóslega góð.  Sumir mundu segja að hún væri ólýðræðisleg og arfavitlaus.

Nú gerist það að dómstóll í Frakklandi bannar formanni eins af vinsælustu stjórnmálaflokkum landsins að bjóða sig fram.  Hafa má ýmsar skoðanir á efnisatriðum dómsins, en ljóst er að hér er eitt mál af fjölmörgum þar sem dómstólar í ýmsum Evrópuríkjum banna ýmist stjórnmálaflokka eða afskipti einstakra manna af stjórnmálum.  Sakargiftir eru ýmsar, oft bara vondar skoðanir, að því er virðist. 

Líklega stendur hvorki lýðræði né þrískipting ríkisvalds í Evrópu ekki eins traustum fótum og menn hafa talið.

Þessi þróun í öðrum löndum Evrópu ætti að minna Íslendinga á að best sé að halda stjórnvaldinu innanlands.  Við þær aðstæður má kjósa það burt.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/03/31/bandarikjamenn_segja_utilokun_le_pen_ahyggjuefni/

 

 


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 48
  • Sl. sólarhring: 148
  • Sl. viku: 1296
  • Frá upphafi: 1215379

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1143
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband