Leita í fréttum mbl.is

FUNDUR: Sjávarútvegurinn og ESB

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, boðar til umræðufundar í sal Norræna hússins fimmtudaginn 15. mars kl 12.10-13.30 þar sem rætt verður um stöðu íslensks sjávarútvegar ef til aðildar að Evrópusambandinu kæmi. 

Framsögu munu hafa: Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur, og Kolbeinn Árnason lögmaður og fyrrverandi skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu sjávarútvegsráðuneytisins og fulltrúi þess hjá fastanefnd Íslands við ESB. 

Umræður og svör við fyrirspurnum munu fara fram eftir framsögur eftir því sem tíminn leyfir. 

Hvaða afleiðingar hefði fiskveiðistefna ESB fyrir Íslendinga við ESB-aðild? Hvað ynnist og hvað tapaðist? 

Yrði nýting auðæfa í 200 mílna lögsögunni áfram í höndum Íslendinga? 

Er raunhæft að 200 mílurnar fengjust viðurkenndar sem sérstakt fiskveiðistjórnarkerfi Íslendinga? 

Fengist nokkur önnur trygging til frambúðar? 

Hvað um samningsstöðu Íslands þegar samið er um veiðar úr deilistofnum? 

Hvað um kvótahoppið? 

Hefur fiskveiðikerfi ESB sveigjanleika til snöggra ákvarðana í takt við veiðiráðgjöf sérfræðinga? 

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum


Hugmyndir um yfirráð Íslendinga óraunhæfar

408087ARagnar Arnalds sagði á blaðamannafundi Evrópunefndar forsætisðráðherra í fyrradag að mikill meirihluti nefndarinnar væri andvígur hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu þar sem fimm nefndarmenn taki skýra afstöðu gegn aðild, tveir taki skýra afstöðu með aðild og tveir taki ekki skýra afstöðu. Fram kemur í skýrslu nefndarinnar að ekki hafi staðið til að nefndin freistaði þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu varðandi hugsanlega aðild Íslendinga.

Ragnar sagði á blaðmannafundinum að skýrt hefði komið fram við upplýsingaöflun nefndarinnar að sú hugmynd sem lengi hafi lifað á Íslandi, að mögulegt væri að tryggja yfirráð Íslendinga yfir fiskveiðum í íslensku landhelginni í aðildarviðræðum væri óraunhæf.

Þá sagði hann þá sem aðhyllist aðild m.a. hafa vísað til þess að við úthlutun veiðiheimilda innan sambandsins hafi verið tekið tillitt til sögulegrar veiðireynslu sem þeir telji að muni tryggja hagsmuni Íslendinga. Þessi regla hafi hins vegar ekkert tryggt varanlegt gildi þar sem hægt sé að fella hana úr gildi með meirihlutasamþykkt ráðherraráðs ESB. Það sé áhætta sem sumir séu greinilega tilbúnir til að taka en aðrir ekki.


mbl.is Ragnar Arnalds: Hugmyndir um yfirráð Íslendinga ótryggar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðskýringar Önnu um ESB

c_aob"Þið eruð örugglega ekki öll sammála mér. En skoðið, hugsið, og sjáið til hvort þetta er ekki einmitt rétt."

Grein Önnu Ólafsdóttur Björnsson má lesa í heild á bloggsíðu hennar.


Miðstýring innan Evrópusambandsins hefur aukist við stækkun þess

Catherine Day, framkvæmdastjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi nýverið frá því að völd framkvæmdastjórnarinnar hefðu aukist mjög við stækkun sambandsins. Ástæðuna sagði hún þá að sætta þyrfti fleiri sjónarmið en áður á milli einstakra aðildarríkja. Þetta gengur þvert á spá margra um að stærra Evrópusamband myndi leiða til minni miðstýringar þar sem erfiðara yrði að miðstýra sambandi 27 ríkja en 15 eins og fjöldi aðildarríkja sambandsins fyrir stækkun þess árið 2004. Raunin hefur s.s. þvert á móti orðið allt önnur.


Vaxandi andstaða í Noregi við Evrópusambandsaðild

Norska dagblaðið Dagen greindi í gær frá niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar á afstöðu Norðmanna til Evrópusambandsaðildar. 51% aðspurðra sögðust andvíg aðild en einungis 37,6% hlynnt slíkum ráðahag. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu eru 57,5% andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 42,5% henni hlynnt.

Andstaða við Evrópusambandsaðild hefur ekki mælst meiri í Noregi síðan í apríl á síðasta ári að sögn Dagen. Andstæðingar aðildar hafa verið í samfelldum meirihluta í Noregi allt frá því fyrirhugaðri stjórnarskrá Evrópusambandsins var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi í byrjun sumars 2005.


Ein sameiginleg Evrópusaga kennd í skólum innan ESB?

"Ófá dæmin eru um þessa áráttu og nú nýverið kom upp enn ein miðstýringarhugmyndin. Fjölmiðlar greindu frá því að þýzk stjórnvöld, sem fara munu með forsætið innan Evrópusambandsins fram í lok júní nk., hafi lagt til að kennd verði ein sameiginleg útgáfa af sögu Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina í skólum í aðildarríkjum sambandsins. Hugmyndin er studd af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, en fyrirmyndin er sameiginleg bók um sögu Þýzkalands og Frakklands eftirstríðsáranna sem frönsk og þýzk stjórnvöld létu á sínum tíma semja."

Grein Hjartar J. Guðmundssonar má lesa í heild á bloggsíðu hans.


Bannað að kalla evruna annað en "euro"

hjortur_101493"Fréttablaðið greinir frá því á forsíðu sinni í dag að ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evruna sem opinberan gjaldmiðil í framhaldi af því yrði eftirleiðis bannað að kalla hana evru. Er þetta haft eftir Inigo Arruga Oleaga, lögfræðingi hjá Seðlabanka Evrópusambandsins, sem staddur var á Íslandi nýverið. Samkvæmt ströngum reglum sambandsins verða öll aðildarríki þess að nota sama nafnið, þ.e. "euro", algerlega óháð því hvort það samrýmist þjóðtungu þeirra eða ekki."

Grein Hjartar J. Guðmundssonar má lesa í heild á bloggsíðu hans.


Evrópusambandsaðild ekki á dagskrá hjá Framsókn í nánustu framtíð

Evrópusambandsaðild er ekki á dagskrá hjá Framsóknarflokknum í nánustu framtíð. Þetta kom fram í ræðu Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins, á flokksþingi framsóknarmanna sem nú stendur yfir.

"Við teljum ekki tímabært að taka núverandi afstöðu Íslands til endurmats fyrr en við höfum tryggt hér langvarandi jafnvægi og varanlegan stöðugleika í efnahags-, atvinnu- og gjaldeyrismálum. Slíkt tekur ekki minna en 4–5 ár. Á þeim sama tíma breytast bæði samfélag okkar og Evrópusambandið sjálft og því eru langtímaákvarðanir um breytta stefnu ekki tímabærar nú. Við höfnum því að Íslendingar láti hrekja sig til aðildar vegna einhverra vandræða eða uppgjafar. Við eigum sjálf að skapa okkur örlög sem metnaðarfull og frjáls þjóð," sagði Jón af þessu tilefni.

Að auki sagði Jón Sigurðsson að það væri ekki sanngjarnt að kenna íslensku krónunni um verðbólgu eða háa vexti. Fleira kemur til skoðunar í því samhengi.


mbl.is Jón Sigurðsson: eigum að taka ákvarðanir varðandi ESB aðild á eigin forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 126
  • Sl. sólarhring: 209
  • Sl. viku: 1975
  • Frá upphafi: 1240152

Annað

  • Innlit í dag: 112
  • Innlit sl. viku: 1771
  • Gestir í dag: 107
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband