Mánudagur, 18. mars 2024
Áheyrilegt
viðtal er við Arnar Þór Jónsson, forsetaframbjóðanda á Útvarpi sögu. Arnar Þór fer um víðan völl eins og von er, en öll er sú vallarreið innihaldsrík og umhugsunarverð.
Á 11. mínútu segir hann frá manni sem trúað hafði þjóðsögunni um að fullveldissinnar væru sjálfkrafa einangrunarsinnar, en það er líklega eitt mesta afrek þeirra sem leiðir eru á lýðræðinu að ná að telja fólki trú um að fullveldis- og lýðræðissinnar séu á móti samskiptum við aðrar þjóðir.
Á 23. mínútu er rætt um að forsetinn þurfi að standa vörð um stjórnarskrá, lýðræði og lýðveldið. En það er ekki nóg að ætla sér það. Forsetinn þarf að geta við vissar aðstæður viðhaft fumlaus vinnubrögð. Til þess að geta það þarf djúpstæða þekkingu og skynsemi, til viðbótar við þann einlæga ásetning að standa fyrrnefnda varðstöðu. Arnar Þór er, að öðrum ólöstuðum, líklegri en flestir ef ekki allir aðrir til að sýna einmitt þannig fumleysi.
https://share.transistor.fm/s/70bd9c4b
Sunnudagur, 17. mars 2024
Barátta að hefjast - forvitnileg "netkönnun"
Smám saman fjölgar í hópi frambjóðenda til embættis forseta Íslands.
Af þeim fjórum sem flesta smelli fá í neðangreindum kosningaleik DV (sjá tengil hér að neðan) er einn sem gerir sér mjög skýra grein fyrir mikilvægi þess að standa vörð um fullveldið. Það er Arnar Þór Jónsson. Þeir tveir, sem flest "atkvæði" hafa fengið, hafa barist fyrir því að fullveldinu verði fargað. Það er vægast sagt umhugsunarvert.
Enn geta menn smellt við það nafn sem menn vilja helst sjá á dyrabjöllunni á Bessastöðum.
https://www.dv.is/eyjan/2024/3/17/thridja-forsetakonnunin-hvern-vilt-thu-sja-bessastodum/
Sunnudagur, 17. mars 2024
Lítill fiskur flakaður og steiktur
Á íslenskan mælikvarða eru hvorki Danir né Írar smáþjóðir, en á mælikvarða Evrópusambandins eru þar litlir fiskar í stórri tjörn. Stóru fiskarnir ráða í þeirri tjörn. Þegar hagsmunir hinna stóru fara saman við hagsmuni hinna litlu fá allir brauðmola að maula. Þegar hagsmunirnir fara ekki saman fá þeir litlu súrt epli að japla á.
Þannig var það þegar Dönum var skipað að framfylgja refsiaðgerðum Evrópusambandsins gagnvart Færeyjum, sem þó voru enn undir danskri krúnu. Það þótti mörgum skondin staða. Á endanum voru málin svo leyst til samræmis við hagsmuni stórríkjanna. Þá fengu Írar epli sem þeim fannst súrt.
Hjörtur rifjar þetta upp í hugvekju um goðsögnina um að það skipti sköpum að hafa sæti við misvel skilgreint borð.
https://www.fullveldi.is/?p=11975
Föstudagur, 15. mars 2024
Dýrar viðskiptahindranir
Fræg eru orð Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, um að viðskiptafrelsi EES snerist að mestu um að koma í veg fyrir tæknilegar viðskiptahindranir. Tollar væru hvort eð er lágir eða engir í viðskiptum innan Evrópu.
Að sama skapi bauð EES-samningurinn upp á tækifæri til að skapa tæknilegar hindranir gagnvart viðskiptum út fyrir Evrópusambandið, en það vill svo til að utan þess sambands er allur þorri mannkyns.
Þessar tæknilegu hindranir koma niður á utanríkisviðskiptum Íslendinga með ýmsum hætti, sem Hjörtur J. Guðmundsson ræðir með greinargóðum hætti, eins og hann er vanur. Hjörtur lýkur pistli sínum á þessum vel völdu orðum:
Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara þegar þau semja um viðskipti sín á milli. Ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Þar með talið Evrópusambandið. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum, felur ekki í sér hindranir í viðskiptum við önnur ríki, upptöku íþyngjandi regluverks eða vaxandi framsal valds yfir eigin málum.
https://www.fullveldi.is/?p=38926
Miðvikudagur, 13. mars 2024
Stefán saltar alþjóðarembuna í tunnu
Eitt helsta vandamálið við að sannfæra Íslendinga um að afsala sér fullveldinu til Evrópusambandsins er að það rímar svo illa við viðtekna söguskoðun sem segir að erlent vald hafi verið Íslendingum óhagstætt um aldaraðir.
Þá er til ráða að skrifa söguna upp á nýtt. Dönsk stjórnvöld hafi allt gott viljað, en íslenskir millistjórnendur og þeir fáu eignamenn sem voru á Íslandi hafi spillt fyrir. Það hafi þeir gert af meðfæddri vonsku og ímynduðum hagsmunum.
Stefán Valdemar Snævarr, skáld og heimspekiprófessor í útlöndum tekur á málinu. Það er ágæt lesning fyrir háttinn.
https://stefans.blog.is/blog/stefans/entry/2300145/
Þriðjudagur, 12. mars 2024
Farsinn um EES
Hjörtur J. Guðmundsson færir í Morgunblaðinu rök fyrir því að Íslendingar ættu að reyna að gera víðtækan fríverslunarsamning við Evrópusambandið, í stíl við það sem t.d. Kanadamenn hafa gert.
Ólíkt því sem margir halda tryggir EES-samningurinn margrómaði nefnilega ekki tollfrelsi fyrir helstu útflutningsgrein Íslendinga. Já, það er skrýtið.
Svo felast í EES viðskiptahindranir við lönd utan Evrópusambandsins. Þau eru mörg og þar býr allur þorri mannkyns.
https://www.fullveldi.is/?p=18532
Mánudagur, 11. mars 2024
Hagsmunagæsla og stjórnarskrá
Töfraorðið í umræðu um EES-samninginn er hagsmunagæsla. Margir ræða samninginn og flestir virðast sammála um að það þurfi meiri hagsmunagæslu.
Með hagsmunagæslu er átt við að skrifa bænaskjöl og fylgja þeim eftir gagnvart embættismönnum í Evrópusambandinu í von um hagstæðari lög og reglur. Efling hagsmunagæslu þýðir að það þurfi að kaupa fleira fólk í verkið. Það er ekki beinlínis ókeypis.
Væri ekki einfaldara, ódýrara, lýðræðislegra og tryggara að láta Alþingi sjá um að setja Íslendingum lög? Það mundi líka passa betur við stjórnarskrána.
Laugardagur, 9. mars 2024
Bjarni og kjarni
Í upphafi ræðu sem Bjarni Jónsson hélt á Alþingi 7. mars sl. segir:
Virðulegi forseti. Fram kemur í skýrslu utanríkisráðherra um framkvæmd EES samningsins að nauðsynlegur hluti af EES samstarfinu sé að halda uppi öflugri hagsmunagæslu og að þó hagsmunir Íslands fari gjarnan saman með samstarfsríkjum innan EES, Þá komi endrum og sinnum upp gerðir sem orka með öðrum hætti á íslenskar aðstæður en að er stefnt eða geta jafnvel haft skaðlegar afleiðingar eins og segir í skýrslunni. Ég held að þar sé ekki ofsagt.
Við finnum okkur reglulega og of oft í þeirri stöðu að upp á okkur sé þröngvað hlutum sem hér eiga ekki við, vegna séríslenskra aðstæðna, legu landsins og smæðar þjóðarinnar. Löggjöf og reglum sem ganga æ harðar gegn fullveldi þjóðarinnar, þrengja að möguleikum til eigin ákvarðanatöku sem sjálfstæðrar þjóðar í eigin landi. Að við fáum skipað okkar málum sjálf.
Bjarni veður þarna rakleitt að kjarna máls. Best er að þjóðir setji sér lög sjálf eftir því sem framast er unnt. Það gekk ágætlega á Íslandi að framan af lýðveldistímanum, en fyrir um 30 árum tók Alþingi upp á því af afrita kerfisbundið evrópsk lög. Sífellt fleiri vankantar á því fyrirkomulagi hafa komið upp. Þeir sem mæla þessu afritunarkerfi bót gera það iðulega með því að vísa í einhver óskyld mál og láta að því liggja að þau mál væru í ólestri ef Íslendingar lytu ekki Evrópusambandslögum. Á þeim málalista eru t.d. viðskipti, ferðalög, rannsóknir, menntun, neytendavernd og vinnuvernd. Engin ástæða er til að ætla að nokkuð af því væri í ólestri ef ekki væri þetta afritunarfyrirkomulag.
Íslendingar ættu að endurskoða samskiptin við Evrópusambandið með almennan fríverslunarsamning í huga.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 30
- Sl. sólarhring: 366
- Sl. viku: 1965
- Frá upphafi: 1184372
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 1693
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar