Þriðjudagur, 19. apríl 2011
Ísland í viðskiptastríð við Bandaríkin
Ísland gæti lent í viðskiptastríði við Bandaríkin vegna hagsmuna iðnríkja Evrópu. Yrði Ísland aðili að Evrópusambandinu fæli það í sér að við yrðum að tolla vörur frá ríkjum utan ESB samkvæmt tilskipun frá Brussel. Viðskiptastríð milli ríkja eru stundum háð með tollvernd.
Á mörgum sviðum er hörð samkeppni milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, til dæmis í flugvélaiðnaði og bílaframleiðslu. Ísland á engra hagsmuna að gæta í þeirri samkeppni en gæti orðið þátttakandi ef við álpuðumst inn í sambandið.
Á vef utanríkisráðuneytisins kemur fram að Ísland myndi borga tolla beint til Evrópusambandsins - til að halda fram hagsmunum sem koma okkur sáralítið sem ekkert við.
Mánudagur, 18. apríl 2011
Sannir Finnar afhjúpa ósanna ESB-elítu
Tæpur fimmtungur kjósenda í Finnlandi kaus flokk andstæðinga Evrópusambandselítunnar. Sannir Finnar vilja ekki greiða fyrir hagstjórnarmistök í framandi löndum eins og Portúgal, Írlandi og Grikklandi. Flokkurinn er jafnframt gagnrýninn á þátttöku Finna í evru-samstarfinu.
Sannir Finnar hafa það umfram valdakjarnann í Brussel að vera með lýðræðislegt umboð fyrir skoðanir sínar. Framkvæmdastjórnin í Brussel er hópur fólks sem telur sig vita betur um hagsmuni hins hversdagslega íbúa álfunnar. Framkvæmdastjórnin er betur launuð en stjórnmálamenn aðildarríkjanna enda Brussel eftirsóttur starfsvettvangur- og það vita bæði Össur og Siv.
Evran er pólitískt verkefni sem skortir hagfræðilega undirstöðu og almennan stuðning. Sannir Finnar afhjúpa hvorttveggja brauðfætur evrunnar og lygin sem ESB-elítan lifir í um að þjóna hagsmunum almennings.
![]() |
Þjóðarbandalagið sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. apríl 2011
Össur leiðrétti ESB-rangfærslur
Evrópuþingið virðist telja að Ísland hafi fallið frá fullveldi sínu á landhelginni. Þingið í Brussel birti tilkynningu um að Ísland sætti sig við aðkomu að stjórn fiskveiða í landhelginni. Orðrétt segir
Iceland, whose economy is heavily dependent on fisheries, has already stated in its general position on accession that it wishes to maintain some control of fisheries management in its exclusive economic zone.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur farið fram á það við utanríkisráðuneytið að þessi misskilningur sé leiðréttur. Utanríkisráðuneytið hefur ekki svarað sjávarútvegsráherra.
![]() |
Enn hvorki svör né leiðrétting |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. apríl 2011
Aðildarsinni: ESB-málið er gjörtapað
Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins skrifar grein í Fréttablaðið í dag í kjölfar Icesave-atkvæðagreiðslunnar. Jón er aðildarsinni og hefur verið talsmaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Í greininni segir Jón
Umsókn um aðild að ESB er gjörtapað mál. Trúlega er farsælast að stöðva ferlið með vinsamlegum hætti þegar á næstu vikum.
Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að nota gjörtapaða málið til að sameina þjóðina. Jón hefur þetta að segja um ríkisstjórnina.
Þreyta og vonbrigði forystumanna ríkisstjórnarinnar eru beinlínis átakanleg. Stjórnin er bæði helsærð og helsjúk. Hún getur ekki skilað starfi en hefur ekki burði til að hrökklast frá heldur
Mánudagur, 11. apríl 2011
Jóhanna hótar þjóðinni með ESB-umsókn
Í Fréttablaðinu í dag hótar forsætisráðherra Íslands þjóðinni að halda ESB-umsókninni til streitu. Um helgina breytti Framsóknarflokkurinn um stefnu í Evrópumálum og samþykkti að ályktun þar sem segir að hagsmunum lands og þjóðar sé betur borgið utan Evrópusambandsins.
Þar með hafa þrír stjórnmálaflokkar af fjórum sagt nei við aðild að Evrópusambandinu. Í flokksamþykktum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks segir skýrt og afgerandi að Ísland eigi að standa utan Evrópusambandsins. Aðeins Samfylkingin vill inngöngu í sambandið.
Jóhanna Sig. hótar þjóðinni að halda gjörtöpuðu ESB-inngönguferli áfram undir þeim formerkjum að þannig ætli hún að sameina þjóðina. Forsætisráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að
hér innanlands stöndum við í þessum stóru verkefnum sem við vorum kosin til eins og breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu og ESB-ferlinu. Það er mjög mikilvægt að reyna að sameina þjóðina og fylkja henni að baki því sem þarf að gera til að endurreisa Ísland.
Með orðum sínum elur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á sundrungu í samfélaginu.
Sunnudagur, 10. apríl 2011
Aðgöngumiðinn í ESB: þjóðin sagði nei takk
Icesave-samningurinn átti að heita aðgöngumiðinn í Evrópusambandið. Þjóðinni bauðst að kaupa þennan miða en hafnaði því afgerandi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einstaklingar og hópar sem berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu, með Samfylkinguna í broddi fylkingar, stóðu fyrir já-i og höfðu úr nægum peningum að moða til að kaupa áróður.
Samtök atvinnurekenda og verkalýðsrekendur vildu já. ESB-hagfræðingarnir úr háskólasamfélaginu vildu já.
Þjóðin sagði nei við Icesave-miðanum inn í Evrópusambandið.
Umsóknina um aðild á að draga tilbaka þegar í stað.
![]() |
Afgerandi nei við Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. apríl 2011
Þrír stjórnmálaflokkar á móti aðild, Samfylkingin einangruð
Framsóknarflokkurinn breytti um stefnu til Evrópusambandsins á flokksþingi í dag og hafnar aðild. Í fyrra samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn að draga ætti umsókn Íslands um aðild tilbaka. Í stefnuskrá Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins.
Samfylkingin er eini stjórnmálflokkurinn sem vill aðild Íslands að Evrópusambandinu. Samt sem áður er Ísland í aðlögunarferli að sambandinu þar sem ráðgert er að laga íslensk lög og stjórnsýslu að lagaverki Evrópusambandsins.
Samfylkingin fékk minna en 30 prósent fylgi í síðustu kosningum og mælist með um 20-24 prósent fylgi. Ríkisstjórnarhluti Samfylkingarinnar er umboðslaus í Evrópumálum og er hvorki pólitískt né siðferðilega stætt á því að halda aðlögunarferlinu áfram.
![]() |
Báðar breytingartillögurnar felldar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. apríl 2011
Guðbergur Egill formaður í Eyjafirði
Aðalfundur Heimssýnar í Eyjafirði var haldinn í Sontahúsinu á Akureyri í gær, 5. apríl. Var fundurinn vel sóttur og umræður líflegar. Nýir félagar mættu til leiks enda umræðan undanfarin misseri kveikt í mönnum.
Ásmundur Einar Daðason formaður Heimssýnar ávarpaði fundinn og tók þátt í umræðum.
Ný stjórn var kjörin, en hana skipa Guðbergur Egill Eyjólfsson, formaður, Ólafur Þ. Jónsson, Guðmundur Beck, Baldvin Sigurðsson og Þorkell Ásgeir Jóhannsson.
Nýjustu færslur
- Milljarðar fyrir verri kjör og nú á að ganga alla leið?
- Halda áfram - en við hvað nákvæmlega?
- Evrópuher, tollheimta Evrópusambands o.fl. á Útvarpi sögu
- Fyrirspurnir og fyrirgreiðsla næsta skref í forskriftinni?
- Forskirftinni fylgt!
- Ekki eitt einasta skref í átt að inngöngu - Bylgjan í dag
- Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta árét...
- Norðmaður fær vinnu hjá okkur
- Regluverk ESB hentar hvorki Íslandi né ESB!
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
- Aðeins meira um veikleika Evrópusambandsins
- Veikleikar Evrópusambandsins
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 87
- Sl. sólarhring: 187
- Sl. viku: 1722
- Frá upphafi: 1234654
Annað
- Innlit í dag: 66
- Innlit sl. viku: 1444
- Gestir í dag: 63
- IP-tölur í dag: 63
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar