Leita í fréttum mbl.is

Yfirlýsingastríð í Evrópusambandinu

Þetta er hrein og klár nýlendustefna, segir grískur verkalýðsleiðtogium þau ummæli Angelu Merkel kanslara Þýskalands að Suður-Evrópubúar séu latir og vilji helst lifa á ölmusu Þjóðverja. Finanacial Times greinir frá lækkun Fitch á greiðsluhæfni Grikkja og náið samhengi milli pólitískra yfirlýsinga og fjármálamarkaðar.

Merkel sætir gagnrýni heimafyrir vegna sístækkandi fjárlagagats Grikkja sem Þýskalandi er ætlað að fylla upp í. Frjálsir demókratar, annar ríkisstjórnarflokkurinn, eru að herða sig upp í að vera á móti frekari björgunaraðgerðum fyrir Grikki. Stjórnvöldum í Aþenu er bent á að íhuga að taka upp drökmu og segja sig frá evru-samstarfinu.

Harkan í samskiptum evru-ríkjanna mun aukast á næstunni. Írsk, portúgölsk og grísk stjórnvöld munu reyna að saman um kröfur gagnvart framkvæmdastjórninni og Evrópska seðlabankanum um skuldasnöruna sem þegar er búið að bregða að hálsi ríkjanna þriggja.

Þýskaland og þau lönd evru-svæðisins sem eiga afgang láta ekki stilla sér upp við vegg. Evru-samstarfið er búið að vera í núverandi mynd.


Peningar og fiskur, Ísland og Írland

Peningarnir eru farnir en við eigum fiskinn, sagði Steingrímur J. við írska dálkahöfundinn og hagfræðinginn David MacWilliams og hann endursegir með ýktum framburði á umræðu European Zeitgeist. Efni umræðunnar er fyrirsjáanlegt hrun evrusvæðisins og þarna tala stórmenni eins og Joseph Stiglitz.

MacWilliams uppsker hlátur þegar hann endursegir ísenskan leigubílstjóra sem segist skulda íbúðarlán í japönskum yenum og bætir við - en Japan er langt í burtu. Skilaboðins eru þessi: Írar skulda í evrum og Brussel er (því miður) býsna nærri.

Evran og Írland og lærdómurinn fyrir Ísland verður til umræðu á fundi Heimssýnar og Alþjóðamálastofnunar á hádegisfundi í Odda miðvikudaginn 25. maí.


Engin séríslensk leið inn í ESB

Evrópusambandið býður upp á eina leið umsóknarríkja inn í sambandið, accession, eða aðlögun. Í aðlögun felst að umsóknarríki taki jafnt og þétt upp lög og reglugerðir Evrópusambandsins samhliða aðildarviðræðum. Samkvæmt útgáfu Evrópusambandsins er um að ræða um 90 þúsund blaðsíður af lögum og reglum sem ætlast er til að umsóknarríki innleiði í sín lög.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að það sé til önnur leið inn í Evrópusambandið, séríslensk leið. Í nýrri skýrslu utanríkisráðherra til alþingis er þessi kostulega málsgrein bls. 16

Fastar reglur gilda um það ferli sem snýr að umsóknum ríkja um aðild að ESB, bæði í umsóknarríkjunum sjálfum og innan ESB og aðildarríkja þess. Hér á landi hefur verið farið eftir því skipulagi sem utanríkismálanefnd mælti með.

Í málsgreininni er sagt með loðnu orðalagi að þótt Evrópusambandið sé með ,,fastar reglur" fyrir umsóknarríki þá hafi Ísland búið til aðrar reglur til að samfylkingarhluti ríkisvaldsins geti haldið umsókninni til streitu.

Össur vill að alþingi og þjóðin trúi því að Ísland setji Evrópusambandinu reglur um hvernig umsóknarferli inn í sambandið skuli háttað. Ætli Össur trúi skáldskapnum sjálfur? 

(Tekið héðan.)


Össur og Stefán á leynifundum um tilboð ESB í Ísland

Samningsmarkmið Íslands gagnvart Evrópusambambandinu liggja ekki enn fyrir. Í skýrslu utanríkisráðherra sem kynnt var á alþingi í dag eru hvergi sett fram markmið Íslands í samningaviðræðunum, aðeins vísað í þingsályktun alþingis frá 16. júlí 2009.

Í skýrslunni er óbeint viðurkennt að samningsmarkmið liggi fyrir. Þar segir á bls. 17

Á sama tíma hafa bæði utanríkisráðherra og aðalsamningamaður átt samskipti við aðildarríki ESB og framkvæmdastjórn ESB í því skyni að kynna sérstaklega þau meginatriði sem standa munu upp úr í samningaviðræðunum og þau efnislegu rök sem Ísland byggir á. 

Fundir Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og Stefáns Hauks Jóhannessonar aðalsamningamanns eru ekki gerðir opinberir. Á þessum fundum eru sett fram samningsmarkmið Íslands án þess að þau hafi fyrirfram verið rædd á alþingi og með þjóðinni.

Á leynifundum Össurar og Stefáns er Evrópusambandinu sagt hversu hátt tilboðið í Ísland þarf að vera til að Samfylkingin treystir sér að selja það þjóðinni.

 

Hér er hlekkur á skýrslu utanríkisráðherra

http://www.althingi.is/altext/139/s/pdf/1416.pdf

 

 


Samfó: grískt/írskt ástand betra en íslenskt

Samfylkingin reynir að telja fólki trú um að Ísland hefði verið betur undir fjármálakreppuna búið ef landið hefði verið aðili að Evrópusambandinu og með evru sem lögeyri. Samfylkingareyjan ber Má Guðmundsson seðlabankastjóra fyrir þessu mati.

Grikkland og Írland eru í Evrópusambandin og með evru. Efnahagsástandið í þessu ríkjum er margfalt verra en á Íslandi.

 Samfylkingin verður að gera betur en þetta:

http://eyjan.is/2011/05/16/mar-gudmundsson-kreppan-grynnri-hefdi-island-verid-adili-ad-evrusvaedinu/

 


Aðildarsinnar þegja um 15 milljarða króna árgjald

Í síðustu viku gerði utanríkisráðuneytið opinbert að Ísland myndi greiða um 15 milljarða árlega til Evrópusambandsins, ef af aðild yrði. Áætlun ráðuneytisins gerir ráð fyrir að um 12 milljarðar fengjust tilbaka í formi styrkja.

Utanríkisráðuneytið er nánast deild í Samfylkingunni þegar kemur að Evrópumálum og þessi áætlun er án efa bjartsýn. Engu að síður, orðræðunnar vegna, skulum við gefa okkur að það sé rétt að kostnaður okkar við aðild að Evrópusambandinu, að frádregnum tekjum, verður þrír milljarðar á ári.

Hvað réttlætir þriggja milljarða halla ríkissjóðs vegna aðildar að Evrópusambandinu?

Aðildarsinnar þegja þunnu hljóði.

Sjá fyrra blogg um kostnaðinn

http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/1166459/

 


Ísland eitraða ESB-peðið á norðurslóðum

Evrópusambandið hugsar sér Ísland sem stökkpall á norðurslóðir. Þau sjö þjóðríki sem starfa með Íslandi í Norðurskautsráðinu vita af fyrirætlun Evrópusambandins og þess vegna kom það ekki til greina af þeirra hálfu að varanlegt aðsetur Norðurskautsráðsins yrði í Reykjavík.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ber ábyrgð á einangrun Íslands í norðurslóðasamstarfi. Hann skrifar um nýafstaðinn fund ráðsins í Grænlandi. Niðurlangsorðin eru

Fundurinn í Nuuk var tímamótafundur og eru öll ríkin einhuga um að Norðurskautsráðið verði aðalvettvangur stefnumótunar, samninga og beinharðra aðgerða í málefnum norðurheimskautssvæðisins. Því ber að fagna. Það er staðföst skoðun mín, sem endurspeglast í nýsamþykktri norðurslóðastefnu, að Íslendingar eigi að efla þátttöku sína í starfsemi ráðsins með ráðum og dáð.

Ef Össur meinar það sem hann segir ætti hann að draga tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Á meðan umsóknin er á lífi spillir hún jafnt og stöðugt  hagsmunum Íslands.

Tekið héðan: 

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1166685/


Þjóðin þekkir sína hagsmuni, ekki ríkisstjórnin

Íslendingar þekkja til Norðurskautsráðsins, samkvæmt könnun, og vilja ekki veita fleiri aðild að ráðinu. Þau átta þjóðríki sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu, auk Grænlendinga og Færeyinga, eiga beinna hagsmuna að gæta á norðurslóðum.

Það er á vettvangi Norðurskautsráðsins og norrænnar samvinnu sem aðaláhersla íslenskrar utanríkisstefnu á að liggja. Þar hefur Ísland eitthvað fram að færa og er málið skylt.

Vanhugsuð pólitísk útrás ríkisstjórnarinnar til Brussel gerir ekki annað en að dreifa athygli stjórnsýslunnar frá nærumhverfi okkar til meginlands Evrópu, en þangað á Ísland ekkert að sækja og getur ekki verið með markvert framlag.

Þjóðin veit hvar hagsmunir hennar liggja en ríkisstjórnin er úti á þekju. 


mbl.is Fæstir vita um Norðurskautsráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2011
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 90
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 1725
  • Frá upphafi: 1234657

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 1446
  • Gestir í dag: 64
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband