Sunnudagur, 21. júní 2009
Þjóðin mun ekki eiga síðasta orðið um ESB
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, upplýsti á Alþingi þann 18. júní að stefna ríkisstjórnarinnar væri að halda einungis ráðgefandi þjóðaratkvæði um hugsanlegan samning um inngöngu í Evrópusambandið en ekki bindandi. Þetta staðfesti Jóhanna í svari við fyrirspurn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Bjarni benti á að þetta þýddi að íslenska þjóðin hefði ekki síðasta orðið um málið heldur ríkisstjórnin sem tæki endanlega ákvörðun um það hvort hún færi eftir niðurstöðunni eða ekki.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Laugardagur, 20. júní 2009
Fleiri skora á þingmenn VG að hafna ESB tillögu
Þann 15. júní sl. sendi Félag Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Skagafirði frá sér ályktun þar sem forysta flokksins var gagnrýnd fyrir að hafa opnað á inngöngu í Evrópusambandið þrátt fyrir þá stefnu hans að vera á móti slíkri inngöngu. Sömuleiðis hvatti félagið þingmenn flokksins til þess að hafna þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um að sótt yrði um inngöngu í sambandið. Þann 17. júní sendi Félag Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Hveragerði og Ölfusi frá sér hliðstæða ályktun.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Föstudagur, 19. júní 2009
Öllu skal fórnað fyrir inngöngu í Evrópusambandið
Sturla Böðvarsson, fyrrv. forseti Alþingis og ráðherra, flutti ávarp við hátíðarhöld á 17. júní á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, forseta, á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Í ræðunni minntist Sturla m.a. óbifanlegrar sannfæringar og málatilbúnaðar Jóns Sigurðssonar og samtíðarmanna hans: Vert er að minna okkur á að því frelsi sem Jón Sigurðsson og samtíðarmenn hans skópu megum við ekki fórna né láta fara forgörðum í ölduróti heimskreppu eða vegna stundarhagsmuna. Sturla gangrýndi ennfremur mjög núverandi ríkisstjórn og hvernig hún ætli sér að að fórna auðlindum þjóðarinnar fyrir stundarhagsmuni með því að sækja um inngöngu í Evrópusambandið.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Fimmtudagur, 18. júní 2009
„Ekki gera sömu mistök og við gerðum!“
Dagana 14.-17. júní sl. voru staddir hér á landi á vegum Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, þrír gestir frá Bretlandseyjum, tveir Skotar og einn Norður-Íri. Tilgangurinn með heimsókn þeirra var að miðla Íslendingum af reynslu heimabyggða sinna af sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem þær hafa búið við í á fjórða áratug. Reynslan af fiskveiðistjórnun sambandsins er vægast sagt hörmuleg og hefur hún gengt lykilhlutverki í leggja stærstan hluta sjávarútvegar aðallega í Skotalandi í rústir. Skoski fiskveiðiflotinn er í dag aðeins þriðjungur af því sem hann var þegar Bretland gekk í forvera Evrópusambandsins, aflaheimildir Skota hafa dregist stórkostlega saman og enn koma fyrirmæli frá Brussel um að skera verði sífellt meira niður.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Miðvikudagur, 17. júní 2009
Heimssýn óskar Íslendingum til hamingju með daginn!
Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, óskar Íslendingum nær og fjær til hamingju með 65 ára afmæli sjálfstæðisins. Sjálfstæði þjóðarinnar var landað 17. júní 1944 en þar með lauk ekki sjálfstæðisbaráttunni heldur snerist hún eftirleiðis um það að standa vörð um það sem áunnist hafði. Sennilega hefur sjálfstæði þjóðarinnar aldrei verið í eins mikilli hættu og það er í dag og því brýnt að allir þjóðhollir Íslendingar leggi sitt að mörkum til þess að tryggt verði að full ástæða verði til þess að halda 17. júní hátíðlegan um ókomna tíð.
Evrópumál | Breytt 18.6.2009 kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. júní 2009
Verður aðeins haldið ráðgefandi þjóðaratkvæði um ESB?
Ríkisstjórnin hefur langt fram frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur þar sem m.a. er gert ráð fyrir að einfaldur meirihluti þingmanna geti farið fram á að haldið verði ráðgefandi þjóðaratkvæði um ákveðin mál. Þetta eigi að tryggja að þjóðin eigi síðasta orðið í meiriháttar málum. Hvernig sem það er fengið út þegar þjóðaratkvæðið yrði aðeins ráðgefandi en ekki bindandi. Mat manna mun vera að til þess að þjóðaratkvæði geti verið bindandi þurfi að breyta stjórnarskránni.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. júní 2009
Hvetja þingmenn VG til þess að hafna viðræðum við ESB
Félag Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Skagafirði hefur sent frá sér ályktun þar sem segir að endurreisn íslensks samfélags sé brýnni en aðildarviðræður við Evrópusambandið. Minnt er á samþykktir og yfirlýsingar flokksins fyrir nýliðnar alþingiskosningar þar sem Evrópusambandsaðild er alfarið hafnað og þingmenn hans hvattir til þess að hafna þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar um umsókn um aðild. Þá er að lokum bent á að það skjóti skökku við ef nota á hluta fjármuna sem til stendur að spara með niðurskurði á fjárveitingum til grunnstoða samfélagsins til þess að fjármagna mjög kostnaðarsamar aðildarviðræður.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Sunnudagur, 14. júní 2009
Meirihluti Íslendinga vill viðræður en ekki umsókn
Ný skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið sýnir tæplega 58% stuðning við það að hafnar verði aðildarviðræður við Evrópusambandið. Er þetta talsvert minni stuðningur en mælst hefur í síðustu könnunum og bendir til þess að hann sé að dragast saman. Þannig vildu rúm 61% viðræður í sambærilegri könnun Capacent Gallup í maí sl. og 64% í mars. Skoðanakannanir Fréttablaðsins á þessu ári hafa hins vegar sýnt meirihluta gegn því að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu, en forsenda þess að hægt sé að hefja viðræður við sambandið er að fyrst verði send inn slík umsókn.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Nýjustu færslur
- Vonir utanríkisráðherra
- Íslandsskattur
- Hin æpandi þögn um blákaldan raunveruleika
- Trump, tollar og ótroðnar slóðir
- Þegar spurningunni má svara, en umræðan fær ekki að halda áfram
- Þjóðaratkvæði um draugaviðræður með texta frá Brussel
- Milljarðar fyrir verri kjör og nú á að ganga alla leið?
- Halda áfram - en við hvað nákvæmlega?
- Evrópuher, tollheimta Evrópusambands o.fl. á Útvarpi sögu
- Fyrirspurnir og fyrirgreiðsla næsta skref í forskriftinni?
- Forskirftinni fylgt!
- Ekki eitt einasta skref í átt að inngöngu - Bylgjan í dag
- Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta árét...
- Norðmaður fær vinnu hjá okkur
- Regluverk ESB hentar hvorki Íslandi né ESB!
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 3
- Sl. sólarhring: 131
- Sl. viku: 1664
- Frá upphafi: 1236896
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1487
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar