Leita í fréttum mbl.is

Evrupartíið er búið

Að veita Grikkjum lán er eins og að gefa manni í sjálfsmorðshugleiðingum mjúkt reipi til að hengja sig, segir í samantekt á umfjöllun vítt og breitt um leiðaraskrif í fjölmðlum Evrópu.

Open Europe blog tók saman sjónarmið víða úr Evrópu. Aðildarsinnar gerðu margt verra en að kynna sér pælingar um evruna.

Hér er dýrðin:

http://openeuropeblog.blogspot.com/2011/06/verdict-from-europe-what-do-say-about.html

 


Markaðurinn ráðleggur Brussel

Markaðurinn er, eins og allir vita, ekki til. Aftur á móti eru til menn (sjaldnast konur, því miður) sem geta gert kröfu um að tala fyrir hönd markaðarins. Einn þeirra er Jim O'Neill, aðalkallinn hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs í Bretlandi.

O'Neill skrifar grein í Telegraph um grísk-evrópsku kreppuna og framtíð evrunnar og þar með Evrópusambandins. Greiningin er sú að Evrulandið er ekki heppilegt myntsvæði sökum þess að 

a) efnahagskerfi þjóðríkjanna eru sundurleit

og

b) stjórnun Evrulands er sjálfri sér sundurþykk þar sem þjóðhöfðingjar stærstu ríkjanna þjarka sín á milli og valdamiðstöðvar í Brussel (frakvæmdastjórnin og leiðtogaráðið) og Frankfurt (seðlabankinn) reyna að passa upp á sitt.

Lausn O'Neill er eftirfarandi: Búið til sameiginlega skuldabréfaútgáfu, evruskuldabréf, og allir verða kátir. Grikkir fá sömu lánakjör og Þjóðverjar og geta þar með greitt upp sínar skuldir, eða mest allar.

Markaðurinn segir í gegnum O'Neill að forsenda lausnar á grísk-evrópsku skuldakreppunni er að fjármagnseigendur fái trygga ávöxtun. Það sem O'Neill segir ekki er að til að þýskur almenningur samþykki ábyrg á grískum ríkisfjármálum verður þýska þjóðarsálin að hafa hamskipti.

Markaðslausnir á pólitískum vanda er einmitt upphaf vandræðanna í Evrulandi. Sameiginleg mynt átti að auka menningarlega, félagslega og pólitíska eindrægni þjóðríkjanna í Evrulandi. Það gerðist ekki og meira af því sama mun ekki leysa vanda Evrulands. 

 

Grein Jim O'Neill

http://www.telegraph.co.uk/finance/financialcrisis/8598760/Greek-debt-crisis-Jim-ONeill-warns-eurozone-leaders-be-bold-or-the-grand-project-of-Europe-faces-serious-trouble.html 


Bjóðum Kínverjum krónubréf

Kínverjar eru í þeim vanda að eiga ógrynni fjár en fáa örugga geymslustaði fyrir viðskiptajöfnuð sinn. Bandaríkjadalur er í uppnámi vegna fjárlagahalla og deilna milli Obama í Hvíta húsinu og þingsins. Evran stendur á bjargbrúninni og gæti hrunið fyrirvaralaust.

Íslenska krónan er orðin giska traust fjárfesting í samanburði við veiklulegar myntir austan hafs og vestan.

Bjóðum Kínverjum krónubréf.


mbl.is Kínverjar styðja evruna og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðstýringin frá Brussel - á mannamáli

Gunnar Skúli Ármannsson skrifar um síðustu tilburði Evrópusambandsins til að ,,samræma" þjóríki í eina heild. Miðstýringin gengur nú um stundir undir heitinu samkeppnissáttmáli. Einkennin eru eftirfarandi:

Samkeppnissáttmáli Evrópusambandsins gengur út á eftirfarandi:

  1. Afnema vístöluhækkun launa=launalækkun.
  2. Minnka kostnað vegna  vinnuafls=launalækkun.
  3. Auka framleiðni vinnuafls með því að minnka regluverk iðnaðarins=þrælahald.
  4. Auka sveigjanleika vinnumarkaðarins=hægt að segja fólki upp strax.
  5. Minnka skatta á vinnuafli=auka tekjur einkaaðila á kostnað ríkisins.
  6. Auka verktöku=skúringakonan verður verktaki án réttinda stéttarfélaga.
  7. Hækka eftirlaunaaldur=vinna þangað til við dettum í kistuna.
  8. Samhæfa skatt á fyrirtækjum= til að lækka hann síðan.
  9. “Schuldenbremse” Skuldabremsa. Þá er löndum ekki leyft að skulda meira en ákveðna prósentu af þjóðarframleiðslu. Mælt er með því að þau lönd sem gangast undir Euro Pact setji reglur hans í stjórnarskrá eða í lög. Síðan verða viðkomandi þjóðríki að fylgja þessum reglum undantekningarlaust.

Ráðherrar Vinstri grænna svíkja flokksmenn

Hvanneyrarskólinn er undir ráðuneyti menntamála en sitjandi menntamálaráðherra er Svandís Svavarsdóttir. Þar er boðið upp á ráðstefnu í aðlögun íslensks landbúnaðar að Evrópusambandinu og eru herlegheitin greidd með ESB-styrkjum.

Vinstrivaktin gegn ESB vekur athygli á svikum ráðherra Vinstri grænna á flokkssamþykkt sem hljóðar svo

Þar til þjóðin hefur tekið sína ákvörðun þarf að tryggja að ekki verði gerðar neinar breytingar á stjórnsýslunni eða íslenskum lögum í þeim eina tilgangi að laga íslenskt stjórnkerfi fyrirfram að reglum Evrópusambandsins. Ekki verði heldur tekið við styrkjum sem beinlínis eiga að undirbúa aðild. 

Ráðarherrar Vinstri grænna umgangast flokksmenn með fyrirlitningu þeirra sem þykjast fara með valdið. Þegar kemur að kosningum verða svikin rifjuð upp.


Aðildarsinnar í afneitun

Heimssýnarbloggið ætti ekki að kvarta en stundum er lítilsigldur málflutningur aðildarsinna beinlínis neyðarlegur. Í gær mátti lesa um nýjasta framlag Benedikts Jóhannessonar formanns aðildarsamtakanna, sem enginn frýr vits en er meir grunaður um græsku.

Jórunn Frímannsdóttir er ekki í sama þyngdarflokki og Benedikt en leggur sig alla fram fyrir málstaðinn. Jórunn segist vilja aðild að Evrópusambandinu fyrst og fremst til að fá evruna. Jórunni tekst að skrifa heilan pistil án þess að víkja einu orði að stöðu Evrulands. Jaðarríkin eru í upplausn og engar líkur að Evruland haldist óskert.

Ísland mun ekki eiga þess kost að ganga til þess samstarfs sem var í Evrulandi einfaldlega vegna þess að það verður ekki til í óbreyttri mynd innan 2-5 ára. Annað tveggja gerist með Evruland, það liðast í sundur eða verður að sambandsríki með sameiginleg fjárlög og svo framvegis.

Aðildarsinnar eru í afneitun um ástandið í Evrulandi.

 

 

 


Evruland, Bretland og strandríkin í Norður-Atlantshafi

Bretland er í Evrópusambandinu en ekki Evrulandi sem aðeins 17 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins eiga aðild að. Óhugsandi er að Bretland gangi inn í Evruland og jafnvel er hugsanlegt að vandræðin þar muni valda því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Þar með gerbreytist staða strandríkjanna í norðri.

Vaxandi einhugur er í umræðunni um kreppu jaðarríkja Evrulands. Í meginatriðum koma aðeins tvær leiðir til greina, þótt útfærsla á hvorri leið um sig geti verið með margvíslegum hætti.

Í fyrsta lagi að Evruland sundrist með því að Grikkland og ef til vill fleiri jaðarríki hverfi úr myntsamstarfinu. Þar með er sjálft Evrópusambandið í hættu og gæti sem hægast liðast í sundur. 

Í öðru lagi: einmitt vegna þess að framtíð Evrópusambandsins er í húfi er möguleiki að ríku þjóðir Evrulands, Þýskaland sérstaklega, samþykki að verða varanlegur fjárhagslegur bakhjarl fátækari þjóða Evrulands.

Hvort heldur fyrri eða seinni kosturinn verði ofan á mun Bretland standa fyrir utan, segir Jeremy Warner á Telegraph. Hann telur ýmsa kosti við það að Evrulandi verði bjargað og Bretland færi út úr Evrópusambandinu í kjöfarið.

Frá sjónarhóli Íslands er myndin skýr. Með Bretland fyrir utan Evruland er kominn stuðari við ásókn Evrópusambandsins norður á bóginn. Strandríkin á Norður Atlantshafi; Ísland, Grænland, Færeyjar og Noregur ættu bandamann i gamla sjóveldinu Bretlandi gegn stórveldatilburðum Evrulands.


mbl.is Búa sig undir að evrusvæðið sundrist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB opnar á frestun aðildarviðræðna við Ísland

Evrópusambandið opnar á frestun aðildarviðræðna við Ísland enda öllum ljóst að Íslendingar eru afgerandi á móti aðild. Talsmaður Evrópusambandsins var hér á fundi og í Morgunblaðinu í dag segir eftirfarandi um fundinn

Alexandra Cas Granje, sviðsstjóri stækkunarskrifstofu framkvæmdastjórnar ESB, segir að vinnan muni ávallt nýtast ákveði Ísland að fresta viðræðum og hefja þær svo aftur síðar.

Framkvæmdastjórnin í Brussel sannfærist æ betur um að engar forsendur eru hér á landi fyrir aðild. Aðeins einn stjórnmálaflokkur af fjórum á alþingi er fylgjandi aðild. Meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild.

Drögum umsóknina tilbaka og hættum að gera bjölluat í Brussel.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júní 2011
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 19
  • Sl. sólarhring: 243
  • Sl. viku: 1654
  • Frá upphafi: 1234586

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1387
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband