Föstudagur, 22. júlí 2011
Auglýst eftir pólitískri forystu fyrir ESB-andstöðu
Framsóknarflokkurinn er líklegri en Sjálfstæðisflokkurinn til að taka forystuna fyrir andstöðunni gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, segir Evrópuvaktin. Líkur eru á því að þetta sé rétt mat.
Til að ná forystu í málaflokknum þarf utanríkispólitíska sýn um hvar hagsmunum Íslands sé best borgið. Framsóknarflokkurinn er með forsendur til að byggja upp trúverðuga utanríkispólitík sem svarar til þeirrar sannfæringar þjóðarinnar að við eigum ekki heima í meginlandsbandalaginu með höfuðstöðvar í Brussel.
Í Evrópuumræðunni skilar forysta Sjálfstæðisflokksins auðu, sem flokknum mun hefnast fyrir.
Fimmtudagur, 21. júlí 2011
18% aflans til Írlands - 82% til ESB
Það verður æ furðulegra eftir því sem tíminn líður að Össur utanríkisráðherra skuli komast upp með að halda því fram, að Ísland þurfi enga undanþágu frá sjávarútvegsreglum ESB, án þess að utanríkismálanefnd Alþingis kalli hann fyrir og krefjist skýringa, en ummæli Össurar ganga algerlega í berhögg við samningsmarkmiðin sem samþykki Alþingis við aðildarumsókn byggði á.
Össur hefur haldið því fram að reglan um ,,hlutfallslegan stöðugleika" (relative stabilitiy) tryggi hagsmuni Íslendinga. Hann og aðrir áhugamenn um ESB-aðild Íslands ættu að kynna sér hver verið hefur reynsla nágranna okkar Íra af sjávarútvegsreglum ESB í tímans rás.
Sjávarútvegsráðherra Írlands, Simon Covery, vakti máls á því fyrir skömmu að verðmæti sjávarafurða af fiskimiðum Íra væri árlega um það bil 1,2 milljarðar evra en Írar fengju einungis 18% aflans í sinn hlut eða rúmar 200 milljónir evra. Gróft reiknað má því segja að skip annarra ríkja taki fimm af hverjum sex fiskum á Írlandsmiðum og telur ráðherrann að stærsti hlutinn sé veiddur af frönskum skipum. Hann virðist þó gera sér litlar vonir um breytingar til batnaðar því að valdið til að stjórna veiðum á fiskimiðum Íra er alfarið hjá ESB. Hann sér því ekki annað ráð til úrbóta en að krefjast þess að hluta þess afla sem erlend skip veiða við Írlandsstrendur verði landað á Írlandi, helst allt að helmingi aflans.
Að sjálfsögðu fá Írar einnig nokkurn afla á fiskimiðum annarra aðildarríkja. Engu að síður telja þeir sig mjög afskipta við kvótaúthlutanir og rekja þá hörmungarsögu aftur til þess tíma er þeir gengu í fyrirrennara ESB, svonefnt Evrópubandalag.
Gerir Össur sér grein fyrir því að Íslendingar gætu með tíð og tíma komist í svipaða aðstöðu innan ESB og Írar? Að sjálfsögðu er engin trygging fólgin í reglunni um ,,hlutfallslegan stöðugleika" því að hún er einungis viðmiðunarregla sem meiri hluti ráðherraráðsins getur breytt hvenær sem henta þykir, rétt eins og nú eru uppi áform innan ESB að endurskoða"Sameiginlegu fiskveiðistefnuna" í heild sinni og taka m.a. upp framseljanlega kvóta.
Ákvarðanir um breytingar á fiskveiðistefnunni eru teknar í ráðherraráðinu, þar sem Íslendingar myndu fá langt innan við 1% atkvæða ef þeir gengju í ESB. Fiskveiðiríki ESB hafa eyðilagt fiskistofna sína, eins og alkunna er, með gengdarlausu brottkasti, ofveiði og miðstýrðri óstjórn. ESB hefur því brýna þörf fyrir að komast að gjöfulli fiskimiðum. Ábyrgð þeirra manna er mikil og þung sem stuðla að því að íslensk fiskimið verði sett undir erlenda stjórn.
Ragnar Arnalds
(Tekið héðan.)
Miðvikudagur, 20. júlí 2011
Evrópuherinn enn á dagskrá
Brussel áformar að koma upp höfuðstöðvum til að samhæfa hernaðaruppbyggingu Evrópusambandsins. Liður í að efla hernaðarmátt ESB er jafnframt að færa strandgæslu Evrópusambandsríkjanna undir eina yfirstjórn.
William Hague utanríkisráðherra Breta nefndi í grein um helgina hernaðaruppbygginu Evrópusambandsins sem dæmi um útþenslustefnu sambandsins.
Express segir í frétt að hernaðaruppbygging Evrópusambandsins sé enn eitt dæmið um græðgi Brussel í valdheimildir aðildarþjóða.
(Tekið héðan.)
Þriðjudagur, 19. júlí 2011
Opin umræða í Evrópu, lokuð á Íslandi
Umræðan í Evrópu um framtíð ESB almennt og Evrulands sérstaklega er opin og lýðræðisleg. Tveir meginkostir blasa við. Í fyrsta lagi að bjarga evrunni með stóraukinni miðstýringu á efnahagslífi þeirra 17 landa sem eiga evru fyrir lögeyri. Í öðru lagi að brjóta upp evru-samstarfið með því að Þýskaland og fylgiríki gangi úr samstarfinu eða að jaðarríkin hrökkvi af skaftinu.
Umræðan á Íslandi um aðildarumsókn að ESB er lokuð og ólýðræðisleg. Samningsmarkmið Íslands eru ekki kynnt almenningi. Lokaðir fundir íslenskra ráðamanna við erlenda leiðtoga skapa tortryggni og upplýsa ekkert. Hagmunaaðilar hér heima þurfa að fara Fjallabaksleið til að fá upplýsingar.
Umsókn ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. um aðild að Evrópusambandinu er ekki í þágu þjóðarinnar heldur í beinni andstöðu við vilja þjóðarinnar. Kerfislæg lokun á Evrópuumræðuna hér á Íslandi er tilraun til að fela umboðsleysi ríkisstjórnarinnar.
Meðhlauparar ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlum berja í umsóknarbrestina líkt og þeir drógu fjöður yfir öfgar og óheilindi viðskiptalífsins á tímum útrásar.
![]() |
Framtíð evrunnar í skoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 18. júlí 2011
Bretar andvígir aðild að Evrópusambandinu
Breska þingið samþykkti Evrópulög í vikunni sem banna valdaframsal til Evrópusambandsins án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Lögin munu leiða til uppgörs Breta við Evrópusambandið sem þarf nauðsynlega að gera breytingar á Lissabonsáttmálanum vegna fjármálakreppunnar á evrusvæðinu.
William Hague utanríkisráðherra Breta skrifar grein Sunday Telegraph í tilefni af nýju lögunum. Tvennt vekur sérstaka athygli. Í fyrsta lagi óskar Hague sér að Evrópusambandið verði fyrst og fremst viðskiptabandalag. Í öðru lagi að lýðræðishalli Evrópusambandsins verði lagfærður.
Hvorttveggja hugsunin er eitur í beinum samrunasinna í Brussel. Viðskiptabandalag er sambærilegt við EFTA þar sem kveðið er á um frjálsa verslun og lítið meira og fullnægir hvergi nærri metnaði þeirra sem sjá fyrir sér Stór-Evrópu. Aukin aðkoma almennings að ákvörðunum um málefni Evrópusambandsins þýðir sjálfkrafa að samrunaþróun verður erfið ef ekki ómöguleg.
Stuðningur við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu vex. Nýleg könnun, sem sagt er frá í Telegraph, sýnir 49 prósent Breta fylgjandi úrsögn en aðeins 25 prósent vilja áframhaldandi aðild.
Bretland fjarlægist Evrópusambandið á sama tíma og kjarnalöndunum 17 sem nota evruna er lífsnauðsyn að auka með sér samstarfið til að ná tökum á fjármálakreppunni.
Fyrirsjáanlegt uppgjör Bretlands við Evrópusambandið staðfestir það megineinkenni ESB að það er bandalag Frakklands og Þýskalands auk næstu nágranna. Bretlandi er ekki næsti nágranni og enn síður Ísland.
(Tekið héðan.)
Mánudagur, 18. júlí 2011
Hver voru samningsmarkmið Jóhönnu á fundi með Merkel?
Af fréttinni [um fundinn í Berlín] má ráða að forsætisráðherra hafi kynnt samningsmarkmið varðandi landbúnað en engin slík markmið hafa verið kynnt opinberlega á Íslandi. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur hins vegar tekið undir lágmarkskröfur Bændasamtakanna sem ályktað var um á sl. Búnaðarþingi og kynnt þær fyrir ríkisstjórn. Bændasamtökin óska eftir því við yður af þessu tilefni að þér aflið upplýsinga um hvaða stefnumarkmið forsætisráðherra kynnti kanslaranum á áðurnefndum fundi þeirra.
Sunnudagur, 17. júlí 2011
Krefst Þorsteinn Pálsson afsagnar Jóns Bjarnasonar?
Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands segir trúnaðarmann Össurar Skarphéðinssonar, Þorstein Pálsson, hafa í frammi lítt dulbúna kröfu um að Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra segi af sér til að aðildarviðræður við Evrópusambandi fái að halda áfram.
Bændasamtökin lögðu nýlega fram ítarlega rannsóknaritgerð og í viðauka kröfur um að landbúnaðarhagsmunir þjóðarinnar verði ekki fyrir borð bornir í samningaviðræðum.
Þorsteinn Pálsson sem situr í samninganefnd Íslands við Evrópusambandið í umboði utanríkisráðherra sneri út úr málflutningi Bændasamtakanna í blaðagrein.
Haraldur Benediktsson svarar Þorsteinin með grein á Evrópuvaktinni sem lýkur með þessum orðum:
Þorsteinn Pálsson fellur í þá gryfju að taka eina varnarlínu bænda fram til að gera hana tortryggilega. Hann gerir í raun enga tilraun til að ræða málefnalega um afstöðu bænda. Ef hann vill gera það þá þarf hann að svara í heild þeim rökum sem bændur hafa sett fram Þetta eru okkur vonbrigði því Bændasamtökin tóku alvarlega áskoranir um málefnalega umræðu um ESB, þau mæta til umræðunnar með einstaka og vandaða rannsókn á því hvað er í ESB pakkanum Bændasamtökin hafa fjallað um hagsmuni landbúnaðar með opinni umræðu. Undirbyggt sjónarmið sín með gildum rökum. Tekið lýðræðislega afstöðu. Hið sama er ekki hægt er að segja um stjórnvöld sem pukrast með samningsafstöðu Íslands. En kannski ekki, því eina raunverulega samningsafstaðan er að fá inngöngu hvað sem það kostar.
Bændur eiga menn sem kunna að koma fyrir sig orði og skilja á milli kjarna og hismi.
Laugardagur, 16. júlí 2011
Ragnar Arnalds: Össur boðar sýndarlausn
Yfirlýsing Össur um að Ísland þurfi enga undanþágu frá fiskveiðistefnu ESB hefur óneitanlega vakið nokkurn hroll hér á landi en hún skýrist af því að varanleg undanþága frá CFP er ekki í boði. Í stað þess að viðurkenna það hreint út bregst Össur við með því að halda því fram að við þurfum enga undanþágu heldur einungis sérlausn og á þá bersýnilega við einhvers konar sýndarlausn af því tagi sem embættismenn ESB eru frægir fyrir.
Ragnar Arnalds stendur Vinstrivaktina.
Nýjustu færslur
- Halda áfram - en við hvað nákvæmlega?
- Evrópuher, tollheimta Evrópusambands o.fl. á Útvarpi sögu
- Fyrirspurnir og fyrirgreiðsla næsta skref í forskriftinni?
- Forskirftinni fylgt!
- Ekki eitt einasta skref í átt að inngöngu - Bylgjan í dag
- Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta árét...
- Norðmaður fær vinnu hjá okkur
- Regluverk ESB hentar hvorki Íslandi né ESB!
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
- Aðeins meira um veikleika Evrópusambandsins
- Veikleikar Evrópusambandsins
- Kári sveiflar sverði
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 238
- Sl. sólarhring: 253
- Sl. viku: 1788
- Frá upphafi: 1234557
Annað
- Innlit í dag: 205
- Innlit sl. viku: 1499
- Gestir í dag: 180
- IP-tölur í dag: 178
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar