Miðvikudagur, 15. ágúst 2012
ESB-umsókn: ekki pólitík heldur umræðuflótti
ESB-umsóknin var keyrð áfram þegar þjóðin var í taugaáfalli eftir hrun. Annar hrunflokkanna, Samfylkingin, stóð á bensíngjöfinni til að komast hjá umræðu um aðild sína að hruninu.
ESB-sinninn Þorsteinn Pálsson vekur athygli á algjörum skorti á pólitískri forystu fyrir ESB-umsókninni.
ESB-umsóknin byggir ekki á pólitík heldur er hún flótti frá umræðunni
Þriðjudagur, 14. ágúst 2012
Árni Páll skilur hvorki Rehn né Füle
Árni Páll Árnason vill verða formaður Samfylkingarinnar. Samt ætlar hann ekki að skilja einföldustu atriði varðandi Evrópumál þótt það sé reynt að stafa þau ofan í hann. Árni Páll talar enn eins og það sé hægt að ganga til óskuldbindandi viðræðna við Evrópusambandið um aðild. Það er einfaldlega ekki í boði.
Aðlögun er eina leiðin inn í Evrópusambandið. Olli Rehn þáverandi stækkunarstjóri gaf út árið 2007 samantekt á skilyrðum sem umsóknarríki þurfa að sæta við inngöngu. Þar segir á bls. 6
First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules (also known as "acquis", French for "that which has been agreed") are not negotiable.
Þetta er sem sagt útgáfa sem kemur út tveim árum áður en Samfylkingin fíflaði VG að samþykkja umsókn á alþingi Íslendinga sumarið 2009. Hér kemur skýrt fram að umsóknarríki eru ekki í samningaviðræðum við ESB í neinum venjulegum skilningi þess orðs. Umsóknarríkin eru í aðlögunarferli þar sem þau taka jafnt og þétt upp reglubákn sambandsins. Tveim árum síðar er Stefan Füle orðinn stækkunarstjóri. Hann gefur út sömu útgáfu uppfærða sumarið 2011. Hér er sagt á bls. 9
The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.
Hér er svotil nákvæmlega sama orðalagið nema að reglubákn ESB hefur stækkað úr 90 þúsund blaðsíðum í 100 þúsund.
Árni Páll lætur enn eins og hægt sé að skoða hvað er í pakkanum þó að honum sé ítrekað bent á að sú leið er einfaldlega ekki í boði. Og hver er þá vitlaus, Árni Páll Árnason?
![]() |
Vitlausasta hugmyndin að hætta við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 13. ágúst 2012
Kapphlaupið frá ESB-umsókninni
Málsmetandi samfylkingarmenn eins og Stefán Ólafsson eru komnir í kapphlaup við svikula þingmenn Vinstri grænna um að komast sem lengst frá ESB-umsókninni áður en kosningar skella á.
Um helgina hófst stórflótti ESB-sinna frá umboðslausu ESB-umsókninni sem fyrir þrem árum var send til Brussel í bullandi ágreiningi á alþingi og í mótstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar.
ESB-umsóknin er haldbesta verkfærið til að berja niður fylgi stjórnarflokkanna. Skiljanlega eru þeir á flótta.
![]() |
Snögg en skynsamleg u-beygja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 12. ágúst 2012
Líruvæðing evrunnar
Gjaldmiðill Ítalíu hét líra fyrir daga evrunnar. Alla 20stu öldina var líran leiksoppur ítalskra stjórnmála og brann upp að verðgildi hraðar en íslenska verðbólgan þegar hún lét verst.
Þjóðverjar óttast að með ítalskan bankastjóra Seðalabanka Evrópu, Maria Draghi, og forsætisráðherra Ítalíu, Mario Monti, sem leiðtoga Suður-Evrópu verði evran líruvædd.
Þess vegna leggja æ fleiri þýskir stjórnmálamenn það til að þjóðaratkvæði verði í Þýskalandi um aukinn samruna Evrópusambandsins vegna evru-kreppunnar. Þeir vita að Þjóðverjar munu fella allar tillögur er grafa undan þýskum stöðugleika.
![]() |
Rangt að kaupa skuldir Ítalíu og Spánar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 11. ágúst 2012
Bretar úr ESB, Ísland inn
Japanski risabankinn Nomura telur vaxandi líkur á brotthvarfi Bretlands úr Evrópusambandinu í nýrri skýrslu. Tony Blair fyrrum forsætisráðherra Bretalands viðraði sömu skoðun fyrir nokkrum dögum.
Ástæðan fyrir mögulegu brotthvarfi Breta er að evru-ríkin 17 í Evrópusambandinu, sem telur 27 ríki, munu stórauka miðstýringuna á efnahagsmálum með tilheyrandi fullveldisframsali. Eina lausnin til bjargar evrunni er að smíða sterkara stjórnkerfi í kringum myntsamstarfið. Bretar eru ekki með evru og ætlar sér ekki að taka hana upp.
Kröfur um aukið fullveldisframsal til Brussel eru líklegar til að leiða til þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um aðildina að Evrópusambandinu. Og meiri líkur en minni eru að breskur almenningur samþykki brotthvarf úr ESB.
Ísland, á hinn bóginn, er með standandi umsókn um aðild að evru-samstarfinu. Í ljósi aðstæðna er íslenska umsóknin tragí-kómísk.
![]() |
Evran verði tekin upp sem fyrst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 10. ágúst 2012
Seigtrúa ESB-sinnar
Það er sérstakt að fylgjast með málflutningi þeirra sem enn aðhyllast þá skoðun að rétt sé að Íslendingar gerist aðilar að Evrópusambandinu. Það er eins og þetta fólk, sem virðist annars alveg þokkalega vel upplýst, hafi ekkert lært af þeim hremmingum sem evrusvæðið hefur gengið í gegnum á síðustu árum. Það lætur sem það hafi engu breytt og að allt verði eins og það var áður en evru-kreppan hélt innreið sína.
Það mátti sjá nýlega um það umræðu á vef Evrópusamtakanna þar sem því er haldið fram að það sé heppilegra fyrir neytendur á Íslandi að ganga í Evrópusambandið. Það verður ekki annað skilið af framsetningu af þessu tagi en að ESB-aðildarsinnarnir telji að eðlilegt sé að flokka hagsmuni fólks eftir því
hvort það séu neytendur, launþegar, atvinnulausir eða eitthvað annað. Enginn kemst af án neyslu og því er öll þjóðin neytendur í einhverjum skilningi. Getur verið að ESB-sinnar séu að segja að það sé aðeins hagstæðara fyrir þjóðina að vera hluti af ESB, þ.e. þegar hún er neytandi að þeim tveimur tegundum
neysluflokka sem nefndir eru, þ.e. húsnæði og matvæli (auk neytendaverndar)? Það getur verið ágætt að greina hagsmuni með þessum hætti, en þá verða menn líka að reyna að klára heildardæmið og taka með í reikninginn aðra þætti eins og mögulega atvinnuþróun, sbr. ástandið á evrusvæðinu í þeim efnum.
Málflutningur ESB-sinnanna að þessu leyti er ófullburða. Þeir segja að við aðild að ESB myndu vextir lækka. Þeir sögðu reyndar að við umsókn að ESB myndu vextir lækka, en það er ekkert samhengi á milli vaxtaþróunar og umsóknar um aðild, enda hefur slíkt tal ESB-sinnanna algjörlega þagnað. Þeir virðast heldur ekki gera neinn greinarmun á ESB-aðild og því að taka upp evruna hvað þetta varðar. Ekki að ég teljið það skipta neinu máli úr því sem komið er en við eðlilegar aðstæður eins og voru kannski fyrir evru-kreppuna - hefði slíkt getað skipt máli.
Þetta vaxtatal Evrópusambandsfólksins er trú sem byggð er á sandi eftir þær hremmingar sem evrulöndin hafa gengið í gegnum. Þetta fólk lítur algjörlega framhjá því hvaða þýðingu evrukreppan hefur haft fyrir vaxtaþróun á svæðinu og horfur á fjármagnsmörkuðum í framtíðinni. Vextir hafa farið í hæstu hæðir og vaxtaálög benda til þess að lánveitendur hafi ekki trú á stórum hluta ríkja evrusvæðisins sem stendur jafnvel á meðan þau eru hluti af evrusvæðinu. Forkólfar evrunnar eins og Otmar Issing virðast í raun draga sömu ályktun.
Þegar meta á áhrif aðildar verður að horfa vítt á málin. Varla getur það talist hagstætt fyrir þjóðir þegar vextir hafa rokið upp um leið og fjármagn er af skornum skammti og atvinna í lágmarki. Fyrir vikið hafa ríkissjóðir mun minni tekjur en áður og þeir eiga erfiðara að fá lán til að láta enda ná saman. En ESB-sinnar líta bara framhjá þessu og halda að heimurinn verði fjármálaleg paradís líkt og á uppgangsárunum eftir síðustu aldamót bara ef Íslendingar sækja um aðild að ESB. Framsetning af þessu tagi er ekki einungis flónska. Hún er óheiðarleg.
Það er heldur ekki úr vegi að minna þetta fólk á að það eru aðallega þættir á borð við framboð af fjármagni og eftirspurn eftir því sem ráða vöxtum. Þá hefur það sýnt sig að jafnvel innan evrusvæðisins hafa vextir þróast með mjög mismunandi hætti og vextir á lánum til almennra neytenda hafa verið mjög mismunandi í hinum ýmsu löndum og svæðum þótt millibankavextir séu hinir sömu.
Portúgalskur bóndi fer ekki til Þýskalands til þess að taka lán hann fer í sinn héraðsbanka. Og við vitum jú hvernig vextir hafa þróast í Portúgal, á Spáni og víðar. Hvorki í Portúgal né á Íslandi verða aðstæður eins og í
Dusseldorf aðeins við það að gengið sé í ESB. Lönd og héruð hafa haft sína sérstöðu, jafnvel innan ESB á sæmilega skikkanlegum tímum fyrir kreppuna. En það sem hrjáir Spánverja, Íra, Ítala og fleiri er fyrst og fremst sú dauðatreyja sem evran hefur sett þau í. Án hennar hefði skuldastaða þessara ríkja án efa verið mun betri og vextir lægri. Saga þessara þjóða síðustu árin ætti að vera okkur Íslendingum víti til að varast. Það er aðeins í augum íslenskra ESB-sinna sem harmsaga þessara þjóða er aðeins undantekningin sem
sannar tilvist evrusæluríkisins. - SJS
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. ágúst 2012
Hvenær er land gjaldþrota?
Japan kemst ágætlega af með 200 prósent ríkisskuldir en Argentína varð gjaldþrota með 65 prósent ríkisskuldir. Hvenær er land gjaldþrota, spyr Wolfgang Münchau í Der Spiegel.
Svarið liggur í samhengi skulda, hagvaxtar og skuldaálags annars vegar og hins vegar tiltrú. Japan getur borið 200% opinberar skuldir vegna þess að skuldaálagið er lítið og það er hagvöxtur. Japan er líka með gott orðspor í efnahagsmálum. Argentína varð gjaldþrota vegna þess að vaxtaálagið var orðið himinhátt og alþjóðasamfélagið áleit efnahagskerfið í steik.
Hagfræðin gefur ekki vísindaleg svör um það hvenær ríkisskuldir eru orðnar ósjálfbærar en þegar þær fara yfir 90 prósent af þjóðarframleiðslu er hætta á ferðum.
Hvað Evrópusambandið áhrærir, segir Münchau, er Ítalía gjaldþrota nema annað tveggja gerist; að landið fari úr evru-samstarfinu eða skuldaálagið verði lækkað með sameiginlegri útgáfu evru-skuldabréfa - en það fæli í sér að Þjóðverjar ábyrgðust ítalskar skuldir.
![]() |
Frakkar á leið í samdráttarskeið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. ágúst 2012
Staðfesta og svik - prófkjörin framundan
Fá mál ef nokkur munu hafa meiri áhrif á kjósendur í prófkjörum á næstu mánuðum í öllum flokkum en afstaða frambjóðenda til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þess vegna er mikilvægt að þeir, sem hyggjast leita eftir stuðningi flokkssystkina sinna til setu á Alþingi hafi skýra afstöðu í þeim efnum.
Það er ýmislegt, sem hefur gerzt frá siðustu þingkosningum, sem veldur því að þetta er svo mikilvægt. Ásæðan er sú, að stjórnmálamenn í öllum flokkum hafa haft tilhneigingu til að segja eitt og gera annað, þegar kemur að ESB.
Vinstri hreyfingin-grænt framboð er að sjálfsögðu gleggsta dæmið um þetta. Vitað er að fjölmargir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins kusu VG í þingkosningunum 2009 vegna þess að þeir treystu þeim flokki betur en eigin flokki til þess að standa gegn aðild að ESB.
Frá þeim tíma hefur tvennt gerzt. Annars vegar hafa landsfundir Sjálfstæðisflokks tekið svo skýra afstöðu gegn aðild að ESB að skýrari getur hún ekki verið. Hins vegar hefur VG svikið svo rækilega gefin loforð um andstöðu við aðild að lengra verður ekki gengið í kosningasvikum.
Þeir kjósendur, sem setja andstöðu við aðild á oddinn geta að sjálfsögðu ekki kosið fólk á þing, sem er hlynnt aðild, þótt þeir hinir sömu mundu af öðrum ástæðum gjarnan vilja styðja þá einstaklinga til góðra verka. En spurningin um aðild að ESB er grundvallarspurning um framtíð íslenzku þjóðarinnar. Þess vegna hljóta kjósendur að víkja til hliðar öðrum álitaefnum og kjósa þá til þingframboðs í prófkjörum, sem þeir treysta til að fylgja andstöðunni við aðild að ESB fast eftir.
Pistillinn hér að ofan er fengin frá Evrópuvaktinni.
Nýjustu færslur
- Norðmaður fær vinnu hjá okkur
- Regluverk ESB hentar hvorki Íslandi né ESB!
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
- Aðeins meira um veikleika Evrópusambandsins
- Veikleikar Evrópusambandsins
- Kári sveiflar sverði
- Svaraði Markús ekki?
- Einföld lausn
- Gleðilega þjóðhátíð
- Nagli Hjartar og nokkrar einfaldar staðreyndir
- Horft í gegnum þokuna í bókunarmálinu
- Landráð?
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 95
- Sl. sólarhring: 179
- Sl. viku: 799
- Frá upphafi: 1233027
Annað
- Innlit í dag: 82
- Innlit sl. viku: 678
- Gestir í dag: 80
- IP-tölur í dag: 80
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar