Leita í fréttum mbl.is

98 prósent líkur á grísku gjaldþroti

Bloombergfréttastofan segir 98 prósent líkur á gjaldþroti ríkissjóðs Grikklands næstu fimm árin. Þetta er ekki mislestur; nítíuogáttaprósent líkur á gjaldþroti Grikkja. Grikkjum tókst ekki að hemja skuldabálið tæka tíð og tilraunir ríkisstjórnar sósíalista til að laga ríkisreksturinn eru dæmdar.

Grikklandi er haldið á lífi með fjármögnun frá Evrópska Seðlabankanum. Óeining er innan bankans vegna þessara björgunaraðgerða. Nýverið sagði Jürgen Stark aðalhagfræðingur bankans af sér störfum til að mótmæla stuðningi bankans við Grikkland, Spán og Ítalíu.

Þegar Grikkland er fallið standa Spánn og Ítalía berskjölduð.


Fréttablaðið falsar veruleikann

Fréttablaðið falsar vilja almennings með því að búa til ómarktæka skoðanakönnun um afstöðu fólks til aðildarumsóknar Íslands.

Fréttablaðið spurði: ,,Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn?"

Í seinni liðnum eru í raun tvær spurningar: a) um að ljúka aðildarviðræðum og b) um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Með því að hafa spurninguna tvöfalda hækkar Fréttablaðið hlutfall þeirra sem eru með þá skoðun sem blaðið vill að fólk hafi.

Í sumar gerði Gallup könnun fyrir Heimssýn um afstöðu fólks til aðildarumsóknar Íslands. Spurning Heimssýnar var eftirfarandi:  ,,Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu?“

51,0 prósent sögðust hlynnt því að umsóknin yrði dregin tilbaka. 10,5 prósent sögðust hvorki hlynnt né andvíg 38,5 prósent sögðust andvíg því að umsóknin yrði dregin tilbaka.

Könnun Heimssýnar uppfyllir kröfur um faglega skoðanakönnun en könnun Fréttblaðsins gerir það ekki.


ESB-umsóknin lamar endurreisnina

Samfylkingin gerði þjóðinni tilboð fyrir síðustu kosningar um endurreisn á forsendum aðildarumsóknar til Evrópusambandsins. Þjóðin hafnaði tilboði Samfylkingar með því að aðeins 29 prósent kjósenda gaf flokknum atkvæði sitt. Engu að síður þjösnaði Samfylkingin umsókninni í gegnum alþingi með hjálp svikulla þingmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

Umræðan frá sumrinu 2009 um Evrópumál hefur hert þjóðina í andstöðu sinni við inngöngu. Þrátt fyrir það að engar líkur eru til að andstaðan linist heldur samfylkingarhluti ríkisstjórnarinnar umsókninni til streitu.

Endurreisn Íslands eftir hrun mun fara fram á forsendum fullveldis. Á meðan ríkisstjórnin vinnur að framsali fullveldis verður engin endurreisn.

Þráteflinu lýkur aðeins með þeim hætti að umsóknin verði lögð til hliðar. Skrifum undir skynsemi.is


mbl.is Allt í biðstöðu vegna ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Ben. uppsker fyrir einarða ESB-andstöðu

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 50 prósent fylgi í skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Könnunin var gerð stuttu eftir að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, tilkynnti einarða andstöðu gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Formaður Sjálfstæðisflokksins talar fyrir munn meirihluta þjóðarinnar sem vill að umsókn Íslands verði lögð til hliðar og það skilar sér í stórauknu fylgi.

Umsóknin var dauð fyrir þessa könnun. Núna er búið að jarða hana.

 


mbl.is Ríkisstjórnin með 26% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópuherinn aftur á dagskrá

Sameiginlegur fáni, sameiginlegt mynt og sameiginlegur her. Um að gera að nota evru-kreppuna til að taka Evrópuherinn aftur á dagskrá þannig að fáir taka eftir.

Ísland á ekki heima í Evrópusambandinu.

Munum eftir skynsemi.is 

 


mbl.is Vilja evrópska herstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandið ætlar sér hlut í orkunni

Günther Oettinger, orkumálaráðherra ESB, hefur lagt fram frumvarp sem varðar stærri orkusamninga aðildarríkja við ríki utan Evrópusambandsins, s.s. um kaup á olíu, gasi og rafmagni.

 Samkvæmt því þarf „fullvalda" ríki að fá samþykki frá Brussel fyrir orkusamningi.

Fleira ljótt er að finna í frumvarpinu, t.d. um upplýsingaskyldu gagnvart Brussel um atriði sem eru viðskiptalegs eðlis og flokkuð sem trúnaðarmál. Frétt um frumvarpið má lesa hér.

Einnig má Framkvæmdastjórn ESB eiga áheyrnarfulltrúa í samninganefnd hins „fullvalda" aðildarríkisins.

Meðal dýrmætustu auðlinda okkar Íslendinga eru fallvötnin og jarðhitinn. Við setjum okkar orkulöggjöf sjálf.

Með Lissabon samningnum var Brussel veittur aukinn réttur til löggjafar á sviði orkumála. Er það gæfulegt fyrir þjóð, sem á svo mikla framtíðarhagsmuni undir orku, að flytja þetta vald úr landi?

Ef við villumst inn í Evrópusambandið er það hluti af „pakkanum" að afsala sér þeim rétti og fá skipanir sendar í pósti. Lissabon sáttmálinn sér til þess.

(Tekið héðan.)


Jónas evruópusinni styður hlé á umsóknarferli

Jónas Kristjánsson ritstjóri og ofurbloggari skrifar:

Evran og Evrópusambandið eru orðin að steinbarni í maga ríkisstjórnarinnar. Vandræði Írlands, Grikklands og fleiri ríkja fæla fólk frá umsókn um aðild. Meirihluti er gegn henni og hann fer vaxandi. Meðan Evrópa er í vandræðum, er engin von um, að þjóðin samþykki aðild, hverjir svo sem skilmálarnir verða. Setja þarf málið í hægagang og kanna aðild betur síðar, er aðstæður verða betri. Ég segi þetta sem sannfærður evrópusinni. Atkvæðagreiðsla við núverandi aðstæður gerir bara illt verra. Eyþjóðin er of heimsk og roggin til að skilja, að framtíð hennar felst í auknu samstarfi við nálægar þjóðir.

Við eigum öll að skrifa undir hjá skysemi.is og hjálpa alþingi að taka réttu ákvörðunina.


Grikkjum fórnað fyrir evruna

Grikkir verða knúnir til að taka upp sína gömlu mynt í stað evru. Evrópusambandið getur ekki rekið Grikki út sambandinu, það er ekki hægt samkvæmt Lissabonsáttmálanum. Grikkir munu á hinn bóginn ekki fá nauðsynlega aðstoð frá Evrópusambandinu og þar með ýtt út í gjaldþrot.

Brussel hugsar dæmið þannig að þjóðargjaldþrot Grikkja og úrsögn úr evru-samstarfinu kenni öðrum óreiðuríkjum lexíu s.s. Ítalíu og Portúgal og Spáni. Valið standi á milli stórfellds opinbers niðurskurðar þ.m.t. launalækkun eða þjóðargjaldþrot.

Evran er ekki alveg að gera sig. 


mbl.is Lönd sem bregðast yfirgefi evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2011
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 232
  • Sl. sólarhring: 252
  • Sl. viku: 1782
  • Frá upphafi: 1234551

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 1494
  • Gestir í dag: 176
  • IP-tölur í dag: 174

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband