Föstudagur, 20. desember 2024
Við bíðum enn, Þorsteinn
Margir hófu dauðaleit að ódýru fé eftir að Þorsteinn Pálsson sagðist þekkja mann í rekstri sem borgaði bara þriðjung af íbúðalánavöxtum. Það eru líklega um 3% vextir. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali á Stöð 2 þann 5. desember sl. og í frétt sem tengdist viðtalinu. Þar var reyndar vitnað um ágæti Evrópusambandsins af miklum trúarhita og eins og menn vita hefur trúarhitinn stundum yfirhöndina í glímunni við raunveiruleikann, sérstaklega á samkomum af þessu tagi.
Sigurgeir B. Kristgeirsson fæst við fisk og hvorki hann né vinir hans í fiskinum hafa fundið ódýra peninga eins og vinur Þorsteins. Sigurgeir er, sem von er, súr yfir því að fá ekki að vita hvar þeir eru og sagði frá því í grein í Vísi 11. desember sl.
Nú væri ráð, Heimir Már, að fá Þorstein aftur í settið og biðja hann að hafa greiðsluseðlana meðferðis. Sigurgeir hefur greinilega frá ýmsu að segja, svo það væri snjallt hafa hann með. Svo yrðu allir glaðir þegar Þorsteinn upplýsti hvar ódýru peningarnir væru. Sigurgeir fengi gott lán og þjóðin hætti að halda að Þorsteinn hefði sagt ósatt.
https://www.visir.is/g/20242662487d/islenskur-utgerdarmadur-evropsk-verkakona
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. desember 2024
Skyggnigáfa Össurar?
Fríverslunarviðræður milli Íslands og Kína hófust í apríl 2007 en viðræðum var síðar frestað tímabundið vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar og áhrifa hennar á íslenskt efnahagslíf. Viðræður hófust svo á ný í tíð Össurar Skarphéðinssonar sem utanríkisráðherra og var fríverslunarsamningurinn undirritaður í heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra Íslands, til Kína í apríl 2013 með gildistöku 1. júlí 2014.
Þessi samningur var fyrsti fríverslunarsamningur Kína við Evrópuríki og náði til fjölbreyttra vara og þjónustu. Hann lækkaði tolla verulega og fækkaði viðskiptahindrunum á milli landanna. Umfjöllun um samninginn má finna á heimasíðu stjórnarráðsins.
https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/utanrikisvidskipti/vidskiptasamningar/friverslun-vid-kina/
Með samningnum voru nánast allir tollar felldir niður á iðnaðar- og sjávarafurðum í viðskiptum milli landanna. Þessi samningurinn er með öðrum orðum lykillinn að því að kínverskir rafbílar og innflutningur frá netverslunum eins og Temu og Aliexpress bjóðast íslenskum neytendum á mun betri kjörum en neytendum í löndum sem eru aðilar að ESB.
Á sínum tíma þótti það e.t.v. skjóta skökku við að íslenska stjórnsýslan væri að verja kröftum í að gera fríverslunarsamning við Kína á sama tíma og unnið var í viðræðum um aðild Íslands að ESB. Það er nefnilega þannig að við aðild að ESB hefði slíkur samningur milli Íslands og Kína sjálfkrafa fallið úr gildi.
Líklega hefur Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra verið nógu skyggn, hið minnsta pólitískt, til að átta sig á að aðild Íslands að ESB væri ekki að raungerast í náinni framtíð og því engin ástæða til að hafa öll eggin í sömu körfu. Hér er frábært dæmi um stöðu sem Ísland getur skapað sér sem sjálfstætt ríki utan tollabandalags eins og ESB, með tvíhliða viðskiptasamningum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18. desember 2024
Villugjarnt á Kögunarhóli
Einn er sá hóll á Suð-vestur horninu sem útsýni á til að vera villugjarnt þó að við víðsýni sé kennt af staðarhaldra. Sá nefnist Kögunarhóll.
Staðarhaldarinn þar ritaði nýverið um mikilvægi efnahags og tollasamvinnu í þeirri nýju veröld sem hann kallar svo að blasi nú við. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefur boðað tollastríð gegn Kína og að einhverju leyti gegn Evrópu.
Evrópusambandið hefur sömuleiðis nýverið lagt aukna tolla á ákveðnar vörur frá Kína, einkum rafbíla. Til þessara aðgerða er gripið til að bregðast við áhyggjum af markaðsröskun vegna ríkisstuðnings í Kína. Tollarnir nema 17% til 38% til viðbótar við núverandi 10% toll sem þegar er lagður á bíla sem framleiddir eru utan ESB. Tollarnir munu gilda í fimm ár. Þeir eru mismunandi eftir framleiðendum; til dæmis standa fyrirtæki eins og BYD, Geely og SAIC frammi fyrir viðbótar tollum á bilinu 17% til 35,3%.
Tollar á kínverska bíla sem fluttir eru inn til Íslands frá Kína eru hins vegar 0%.
ChatGPT áætlar að í ótilgreindu ESB landi þar sem VSK er 20% kosti BYD Atto 3, 57.912 Evrur eða ca. 8.418.378 kr. Þar af eru 38.000 Evrur innkaupsverð, 27% tollur gerir 10.260 Evrur og 20% VSK 9.652 Evrur (algengt er að VSK sé á bilinu 20-25% eftir löndum).
Listaverð á þessum bíl hjá umboðinu hér á landi (18.12 2024) er 6.490.000 kr og frá því dregst 900.000 kr styrkur úr orkusjóði.
Hverju á tollasamvinna m.ö.o. aðild ESB og tollabandalaginu þar með að skila skila íslenskum kaupendum kínverskra rafbíla?
Já villugjarnt virðist útsýnið af Kögunarhóli hér sem oft áður.
Þriðjudagur, 17. desember 2024
Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
Samkvæmt frétt RUV mánudaginn 16. desember 2024 hefur erlend netverslun hér á landi tvöfaldast milli ára.
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-12-16-sala-hja-erlendum-netverslunum-tvofaldast-431089
Sérfræðingur RUV í vefverslunum segir mikla samkeppni á markaðnum ekki síst frá kínversku netversluninni Temu. Fataverslun er stærsti vöruflokkurinn í erlendri netverslun eða 1,8 milljarðar í október og er aukning milli ára um 60% í vöruflokknum. En einnig hefur mikil aukning orðið í innflutningi á byggingavörum frá erlendum netverslunum. Vinslældir kínverskra netverslana eru engin tilviljun. Verðið er hagstætt en einnig er Ísland með víðtækan fríverslunarsamning við Kína sem býður íslenskum neytendum kjör sem t.d. jafningjar okkar í löndum ESB njóta ekki. Þannig eru tollar á fatnað sem fluttur er inn frá Kína til landa ESB nú 12%. Fatnaður frá Kína er hins vegar tollfrjáls við innflutning til Íslands. Vert er þó að nefna að sendingar að verðmæti undir 150 evrum (tæpum 22.000 kr) eru undanþegnar tolli við innflutning til ESB. Sama fjárhæð sem er undanþegin tolli hér á landi er 15.000 kr (sem á vitanlega ekki við í þessu tiltekna dæmi gagnvart Kína). Þannig gæti sending að verðmæti 200 evrur og með 20 evru flutningskostnaði þýtt tolla sen nema 26,4 evrum inn til ESB meðan sami kostnaður er að fjárhæð NÚLL krónur til Íslands.
Það er nefnilega sitt hvað að vera í tollabandalagi eða njóta viðkiptakjara á grundvelli fríverslunarsamninga.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. desember 2024
Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
Christian Anton Smedshaug, sem er norskur hagfræðingur, skrifar reglulega greinar í Klassekampen, þar sem heimsmálin eru krufin og birtir síðan á fésbókarsíðu sinni. Nýjasta grein hans þar heitir "Tideverv":
https://www.facebook.com/photo/?fbid=1978099626001688&set=a.111056742705995
Greinin fjallar um nýtt tímabil hnattrænna breytinga sem hófst árið 2020 og hann lýsir sem fjölskaðatímum þar sem margir mikilvægir atburðir áttu sér stað samtímis. Þar nefnir hann m.a. að Græni sáttmálinn í Evrópusambandinu var stórt skref til endurskipulagningar efnahagskerfa með áherslu á orku, loftslagsmál og endurnýjanlega orku. Brexit gekk eftir og breytti formlegum tengslum Bretlands við ESB. COVID-19 heimsfaraldurinn rauf alþjóðlegar birgðakeðjur og opinberaði veikleika hnattvæðingar.
Í greininni bendir hann á að erfitt sé að greina milli hagkerfa og stjórnmála í nútímasamfélögum. Stjórnvöld grípa inn í hagkerfin í auknum mæli með iðnaðarstefnum, með áherslu á innlenda framleiðslu, sjálfbærni og efnahagslegt öryggi. Smedshaug bendir á mögulega erfiðleika Evrópusambandsins í að viðhalda hnattrænni samkeppnishæfni á meðan það innleiðir strangar loftslags- og iðnaðarbreytingar. Gríðarleg fjárfestingarþörf og umfang efnahagslegra umbreytinga getur veikt stöðu þess samanborið við önnur hagkerfi sem fylgja öðrum stefnum. Hann lítur svo á að baráttan um iðnvæðingu og virðiskeðjur sé lykillinn að þessum umbreytingum. Þrátt fyrir metnaðarfullar aðgerðir ESB, sérstaklega með grænum stefnumálum, stendur sambandið frammi fyrir harðri samkeppni frá Bandaríkjunum, Kína og öðrum stórveldum.
Niðurstaða hans er að staða ESB sé í senn bæði framsækin og ótrygg. Græni sáttmálinn er mikilvæg umbreytingarstefna sem markar skref í átt að sjálfbærni, en áhættan felst í kostnaði, samkeppnishæfni og hnattrænni efnahagsstöðu sambandsins. Það stendur frammi fyrir áskorunum að viðhalda pólitískri einingu og forystu í sívaxandi alþjóðlegri samkeppni.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 15. desember 2024
Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
Þeim farnast best sem ekki svíkja sína Huldumey.
Afstaða Flokks fólksins í málum sem lúta að fullveldi Íslands var skýrari en hjá öðrum, nú fyrir kosningar. Svörin voru nefnilega eitt stutt "Nei" við spurningum um hvort það væri tilvalið að taka skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið
Þau eru hér á blogginu:
https://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/2308487/).
Engin froða þar, í kafla FF.
Afstaða FF er ekki ný af nálinni, það rifjar Hjörtur J. Guðmundsson upp á miðlinum stjornmalin.is sem nýkomin er upp á stjörnuhimininn:
https://www.stjornmalin.is/?p=919
Við treystum öll á staðfestu FF og munum fylgjast af athygli með Hirti á nýja miðlinum.
Föstudagur, 13. desember 2024
Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni, ritaði snarpa grein í skoðanadálk visir.is þann 11. desember sl.
https://www.visir.is/g/20242662487d/islenskur-utgerdarmadur-evropsk-verkakona
Hann segir vexti fyrirtækisins af lánum í evrum vera ríflega 8% á sama tíma og óverðtryggðir vextir nákomins ættingja hans af húsnæðisláni í íslenskum krónum séu liðlega 8%.
Síðan lýsir hann sannleika dagsins í dag þegar kemur að vöxtum og lífskjörum í raunheimum og segir m.a.:
Viðreisnarmaðurinn, Þorsteinn Pálsson, hefur hvorki heimsótt fiskverkakonur né útvegsbændur í Eyjum í tæpan áratug, svo ég viti til, til að kynna sér stöðu þeirra. Þá hefði hann nefnilega áttað sig á að fiskverkakonurnar eru frá Evrópu, einkum Portúgal og Póllandi. (Í Póllandi er ekki evra. Grunnvextir í Póllandi hafa verið svipaðir og á evru, en þó ívið hærri.) Þær eru ekki heima hjá sér til að njóta lágra vaxta í þeim löndum eða eru í Eyjum vegna veðurblíðu, heldur vegna hárra launa og möguleika á atvinnu. Laun evrópsku kvennanna í Eyjum eru nú með þeim hæstu sem þær eiga kost á innan evrópska efnahagssvæðisins.
Já, raunheimar endurspeglast sjaldnast í sófaspjalli nokkurra skoðanasystkina eins og Binni lýsir svo vel.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. desember 2024
Mýtan um vexti
Gervigreind er orðin mjög þróuð og gangleg. Það sem gefur henni einnig einstaka eiginleika er að hún spyr ekki um stjórnmálaskoðanir þeirra sem beita henni til að leita svara við spurningum.
ChatGPT var beðið að bera saman vexti á húsnæðislánum í Hollandi og Sviss (Can you compare housing interest rates in Switzerland and Netherlands) og svarið kom um hæl og hljóðar þannig samantekið og í lauslegri þýðingu:
Í nóvember 2024 var merkjanlegur munur á vöxtum húsnæðislána í Sviss og Hollandi sem orsakast af mismunandi peningastefnu og efnahagslegum aðstæðum hvors lands um sig.
Vaxtastig: Vaxtastig á húsnæðislánum í Sviss er almennt lægra en í Hollandi. Til dæmis getur 10 ára húsnæðislán með föstum vöxtum í Sviss verið með vexti allt niður í 1,40%, en í Hollandi eru fastir lánsvextir að meðaltali um 3,18%. Efnahagslegir þættir: Lægri vexti í Sviss má rekja til sjálfstæðrar peningastefnu og sögulega lágra vaxta. Aftur á móti er Holland, sem hluti af evrusvæðinu, undir áhrifum frá stefnu Seðlabanka Evrópu, sem hefur leitt til hærri vaxta síðustu ár.
Markaðsaðstæður: Hollenski húsnæðislánamarkaðurinn hefur séð hækkandi vexti vegna efnahagslegra þátta og stefnu seðlabanka sem miðar að því að halda verðbólgu í skefjum.
Niðurstaða: Fólk sem hyggst kaupa sér húsnæði í Sviss nýtur góðs af lægri vaxtastigi á húsnæðislánum samanborið við Holland. Hins vegar er nauðsynlegt að hafa í huga að vextir geta breyst eftir efnahagsaðstæðum og peningastefnu. Það er mælt með að leita til fjármálaráðgjafa eða sérfræðinga í húsnæðislánum til að fá sem nákvæmustu og persónulegustu upplýsingar.
Er niðurstaðan af þessu mögulega sú að til þess að lækka vexti á Íslandi væri betra að óska eftir að verða 27 Kantónan í Sviss fremur en aðild að peningakerfi ESB?
Nýjustu færslur
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 139
- Sl. sólarhring: 243
- Sl. viku: 2074
- Frá upphafi: 1184481
Annað
- Innlit í dag: 125
- Innlit sl. viku: 1788
- Gestir í dag: 123
- IP-tölur í dag: 119
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar