Föstudagur, 15. maí 2020
Sýklunum boðið heim
Vilhjálmur Ari Arason læknir varar enn við hinni glórulausu ákvörðun að heimila innflutning á ófrosnu kjöti, sem gerðist í skjóli EES. Málið snýst um fjölónæma sýkla sem geta verið banvænir og eru vaxandi lýðheilsuvandamál.
"Eftirlit með innflutningi sem ákveðið var af þessu tilefni, nær eingöngu til matareitrunarbaktería eins og salmonellu og kamphýlobakter og sýklalyfjaónæmis meðal þeirra. Þannig var fylgt dómsúrskurði EFTA í EES samningsákvæðum um öll Evrópulönd, án þess að lítið væri á afar góða sérstöðu Íslands að þessu leyti og sem hefur verið að mestu laus við þessar sýklalyfjaónæmu flórubakteríur og sýklayfjanotkun í landbúnaði alltaf lítil."
https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2020/05/14/rikisstjorn-sem-vill-sleppa-reidhjolabjollunni/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 13. maí 2020
Fánar Evrópusambandsins komnir á nýjan lögreglubíl
Tveir fánar ESB eru á nýjum lögreglubíl sem dómsmálaráðherra Íslands afhenti Ríkislögregluembættinu í síðustu viku. Ekki verður séð að neinn íslenskur fáni sé á lögreglubifreiðinni.
Það er reyndar langt síðan byrjað var að breyta lit lögreglubílanna. Áður höfðu þeir verið íklæddir litamunstri íslenska þjóðfánans. En nú eru allir nýir lögreglubílar í stöðluðum bláum og gulum litum ESB fánans.
Evrópusambandið vill yfirtaka Ísland og það gengur ágætlega með hjálp meðvirkrar embættis- og stjórnmálaelítu Íslands. Það er gert sneið fyrir sneið í gegnum ólýðræðislegan EES samninginn og Schengen miðstýringuna.
Við hjá Heimssýn segjum Nei við ESB og mikill meirihluti þjóðarinnar hefur fylgt okkur í því og nei þýðir nei.
![]() |
Bíllinn merktur ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 1. maí 2020
1. maí - Sjálfstæði þjóðarinnar er samofið baráttunni fyrir betri kjörum og réttlátu þjóðfélagi
Baráttudagur verkalýðsins er nú haldinn í samkomubanni í skugga kórónaveirunnar.
Undanfarin ár hefur Heimssýn þverpólitísk hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum tekið virkan þátt í deginum með því að taka þátt í hatíðarhöldunum og minna á kröfur sínar um að Ísland verði áfram sjálfstætt og fullvalda ríki. Að Ísland standi utan ESB og berjist einnig gegn ásælni þeirra innlendra og erlendra afla sem vilja koma okkur bakdyrameginn þar inn og grafa undan sjálfstæðinu með því að taka við endalausum tilskipunum og yfirfæra valdheimildir í auknum mæli til yfirþjóðlegs stofnanaveldis Evrópusambandsins að kröfu ESB í skjóli EES samningsins.
Þetta á við í sífellt fleiri stórum málum sem smáum. Skemmst er að minnast innleiðingar þriðja orkupakka ESB sem var í andstöðu við mikinn meirihluta þjóðarinnar og svo þeirrar andlýðræðislegu afgreiðslu sem málið á endanum hlaut á Alþingi undir hótunum frá ESB-valdinu. Síðan eru það ekki bara orkumálin sem hafa verið þvinguð undir kerfishramm ESB heldur líka stórmál eins og matvælalöggjöf ESB og frjáls innflutningur landbúnaðarafurða og svo er sjálfstæði íslenskra dómstóla nú meira og minna fallið þar sem ESB telur sig orðið hafa æðsta vald og íslenskir dómstólar þvingaðir til að hlíta úrskurðum þeirra.
Evrópusambandið er ekki óskadraumur evrópskrar alþýðu. Það er andlýðræðislegt kerfisapparat skriffinna og nýtur lítils trausts alþýðufólks enda stendur sambandið oftast hvorki með almenningi eða lýðræðinu.
Völd ESB eru sótt til banka- og fjármálaauðvaldsins og til stórra fjölþjóðlegra fyrirtækjasamsteypa og þessum aðilum þjónar spillt valdaelíta Evrópusambandsins fyrst og fremst.
Heimssýn sendir baráttukveðjur til íslenskrar alþýðu og hvetur fólk til að standa með okkur og þjóðinni í baráttunni fyrir sjálfstæði Íslands.
G.I.
Evrópumál | Breytt 4.5.2020 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. apríl 2020
Ríkisstjórn Íslands vill hafa hemil á gagnrýni á Evrópusambandið
Kvennablaðið segir frá nýstofnaðri nefnd um svokallaða upplýsingaóreiðu. Elva Ýr Gylfadóttir situr í nefndinni og fjallaði um svokallaðar falsfréttir nýlega. Sagði hún þá m.a.:
"Í öðru lagi eru dæmigerðar falsfréttir sem hafi það að markmiði að sá fræum efans og ýta undir tortryggni bæði gagnvart stjórnvöldum einstakra ríkja, gagnvart heilbrigðisyfirvöldum og til að grafa undan Evrópusambandinu með fullyrðingum um að samvinna Evrópuríkja sé ekki að virka, þau standi ekki saman."
Sú var tíð að menn á Íslandi hristu haus yfir fréttum um aðgerðir til að stemma stigu við "andsovéskum áróðri". Hverjir skyldu hrista hausinn núna?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 7. apríl 2020
Lýðheilsa gegn viðskiptahagsmunum Evrópusambandsins
Vilhjálmur Ari Arason læknir og fyrrum ráðsmaður í sóttvarnarráði fjallar umbúðalaust um smitvarnir og innflutning á ófrosnu kjöti og þögn tiltekins fjölmiðils um málið.
Vilhjálmur segir m.a. um innflutninginn:
"Álíka viturleg ákvörðun að leyfa slíkan innflutning og að leggja til að handþvottur sé óþarfur gagnvart smiti"
"Að beinlínis stofna til aðgerða eins og gert var með nýjum lögum um áramótin og auka stórlega smithættu sýklalyfjaónæmra súna, er því glórulaus ákvörðun, lýðheilsunnar vegna."
Sunnudagur, 15. mars 2020
Krónan ver okkur
Það er athyglisvert að fylgjast með umræðu hagfræðinga um aðsteðjandi vanda í efnahagsmálum þessa dagana. Hver á eftir öðrum útlista þeir ágæti þess að vera með íslenska krónu og eigin stjórn á efnahagsmálum. Síðast var það Gylfi Zoega, prófessor og meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands í þættinum Silfrið í Ríkissjónvarpinu í morgun. Aðrir möguleikar í gjaldmiðilsmálum eru ekki ræddir, ekki einu sinni í Samfylkingunni þegar hún fundar um efnahagsmál.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. febrúar 2020
Heit er trú þeirra
Haraldur Ólafsson bendir í grein í Fréttablaðinu á að úrsögn Breta úr Evrópusambandinu eigi sér aðrar rætur en hatur á frelsi og mannúð. Greinin er svar við grein Þorsteins Víglundssonar, viðreisnarmanns, sem sem minnti Íslendinga á hið yfirnáttúrulega samband milli Evrópusambandsins og alls sem er gott og fagurt og svartnættið utan sambandsins. Sterkust var þó áminning Þorsteins um trúarhita Evrópusambandssinna sem hafa fundið ljós heimsins.
https://www.frettabladid.is/skodun/frelsishetjur-thorsteins-og-skilnadur-breta-og-evropusambandsins/
Fimmtudagur, 23. janúar 2020
Ferð til Lundúna til að samfagna Bretum
F R E L S I S F E R Ð T I L L U N D Ú N A
Heimssýn samtök sjálfstæðissinna vekur athygli á hópferð til Lundúna í tilefni BREXIT 31. janúar næstkomandi þegar breska þjóðin endurheimtir sjálfstæði sitt eftir nærfellt hálfrar aldar ofstjórn ESB. Bretland gekk í Evrópusambandið árið 1973 en breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016 að ganga úr ESB. Íslenski fáninn mun blakta í Lundúnum við heimssögulegan viðburð þegar Bretar yfirgefa ESB.
Farið verður til Lundúna 30. janúar & komið heim 2. febrúar. Fararstjórar verða Haraldur Ólafsson formaður Heimssýnar, Jón Kristinn Snæhólm stórnmála- og sagnfræðingur og Hallur Hallsson blaðamaður og sagnfræðingur.
Útgangan úr ESB er nærfellt nærfellt fjórum ár eftir að ættjarðarvinir samþykktu útgöngu Breta úr ESB. Hátíðahöld verða á Parliament Square & víðar um Lundúni. Vonir standa til að viðgerð verði lokið á Big Ben sem ómi að kvöldi 31. janúar líkt og í síðari heimsstyrjöld.
Sjálfstæðiskvöldinu 31. janúar verður varið í hófi í Margaret Thatcher House í boði Íslandsvinarins Andrew Rossindal þingmanns Romsford í útjaðri Lundúna. Móttaka verður í höfuðstöðvum Íhaldsflokks Borisar Johnson. Breska þingið House of Commons í Westminster verður heimsótt á laugardeginum.
Þeir sem áhuga hafa á að slást í hópinn skulu senda skeyti til siggiginseng@gmail.com
Nýjustu færslur
- Þegar spurningunni má svara, en umræðan fær ekki að halda áfram
- Þjóðaratkvæði um draugaviðræður með texta frá Brussel
- Milljarðar fyrir verri kjör og nú á að ganga alla leið?
- Halda áfram - en við hvað nákvæmlega?
- Evrópuher, tollheimta Evrópusambands o.fl. á Útvarpi sögu
- Fyrirspurnir og fyrirgreiðsla næsta skref í forskriftinni?
- Forskirftinni fylgt!
- Ekki eitt einasta skref í átt að inngöngu - Bylgjan í dag
- Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta árét...
- Norðmaður fær vinnu hjá okkur
- Regluverk ESB hentar hvorki Íslandi né ESB!
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 23
- Sl. sólarhring: 129
- Sl. viku: 1418
- Frá upphafi: 1235458
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 1252
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar