Leita í fréttum mbl.is

Jón Baldvin flengir Ágúst Ólaf

DSC_0597[1]Það var sjón að sjá Jón Baldvin Hannibalsson kratahöfðingja rasskella Ágúst Ólaf Ágústsson samfylkingarframbjóðanda í þættinum Tæpitungulaust á ÍNN rétt í þessu. Þegar Ágúst Ólafur hóf hinn hjárænulega söng Samfylkingar um ágæti evrunnar stoppaði Jón Baldvin þáttastjórnandi hann og sagði að evran væri ekki á dagskrá og ESB ætti nóg með að leysa eigin vandamál. Evran og ESB eru ekki á dagskrá sagði Jón Baldvin við Ágúst Ólaf. Segðu hvað þú ætlar að gera á næsta kjörtímabili. Lítið varð um svör frá Ágústi. 


Kristín ritstjóri haldin evruglýju

KristinThorstKristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, er haldin evruglýju. Hún telur að ef við skiptum út krónu fyrir evru í greiðslumiðlun muni vextir lækka og hagsæld aukast til frambúðar. Hið sama héldu Grikkir og ýmsir láveitendur þeirra þegar Grikkland fékk að fljóta með við upptöku evrunnar. Nú súpa Grikkir seyðið af því.

Svipað á við um Spánverja, Ítali, Portúgala, Íra, Finna og fleiri. Vissulega lækkuðu vextir hjá Grikkjum þegar þeir fengu sín evrulán eftir upptöku evrunnar. Það var vegna þess að markaðir misskildu stöðuna og töldu að með evru væri varla minni áhætta að lána grískum fyrirtækjum og gríska ríkinu en þýskum aðilum. Grikkir, Spánverjar, Ítalir, Kýpurbúar og fleiri fengu traust að láni um stund frá Þjóðverjum. Allt þar menn áttuðu sig á því er evrukreppan reið yfir að þetta voru stórhættuleg mistök. Vextir ráðast nefnilega að mestu leyti af aðstæðum í viðkomandi landi. Evrukreppan hefur undirstrikað að aðstæður í ólíkum löndum breytast ekki við það eitt að hafa sama gjaldmiðil. Að því leyti hafa hinir upprunalegu evrusmiðir kolfallið á eigin prófi. Flestir hafa áttað sig á þessu en ekki ritstjóri Fréttablaðsins sem enn er haldin mikilli evruglýju. Það eru nefnilega aðstæður hér á landi, fyrirkomulag og staða á hinum ýmsu mörkuðum og rekstur fyrirtækja, ekki hvað síst fjármálafyrirtækja, sem ræður mestu um vaxtastigið. Úrelt hókuspókus-stefna eins og lesa má um í leiðara Fréttablaðsins er stórhættuleg - og reyndar furðulegt að sæmilega læst fólk skuli enn halda í þessar bábiljur eftir nær tíu ára evrukreppu og þrautir Grikkja og fleiri vegna evrunnar og ESB.


Andstaða við evruna

Fleiri lands­menn eru and­víg­ir því að evr­an verði tek­in upp sem gjald­miðill á Íslandi í stað krón­unn­ar en eru hlynnt­ir því sam­kvæmt niður­stöðum skoðana­könn­un­ar sem gerð var af Gallup fyr­ir sam­tök­in Já Ísland sem hlynnt eru inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið.

Þannig eru 43,3% and­víg því að taka upp evr­una sem gjald­miðil hér á landi en 39,4% eru því hlynnt. Sé aðeins miðað við þá sem eru hlynnt­ir eða and­víg­ir upp­töku evr­unn­ar eru 52,3% and­víg því að taka upp evr­una en 47,3% því hlynnt.

Þetta kemur fram hjá mbl.is í dag


Íslendingar vilja ekki aðildarviðræður við ESB

neiesbkrofugangaFleiri eru and­víg­ir því að taka upp aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið á nýj­an leik en þeir sem eru því hlynnt­ir sam­kvæmt niður­stöðum skoðana­könn­un­ar sem gerð var af Gallup fyr­ir sam­tök­in Já Ísland sem eru hlynnt inn­göngu Íslands í sam­bandið.

Þannig eru 47,8% and­víg því að taka upp viðræður við inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið en 38,3% eru því hlynnt. Ef aðeins er miðað við þá sem taka af­stöðu með eða á móti eru 55,5% and­víg því að hefja slík­ar viðræður en 44,5% því hins veg­ar hlynnt.

Þetta kemur fram á mbl.is í dag.


Öruggur og stöðugur meirihluti gegn aðild að ESB

neiesb1mai2015Mik­ill meiri­hluti lands­manna er and­víg­ur því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt niður­stöðum skoðana­könn­un­ar sem Gallup gerði fyr­ir sam­tök­in Já Ísland sem hlynnt eru inn­göngu í sam­bandið. Sam­tals eru 59,8% and­víg inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og 40,2% henni hlynnt. Meiri­hluti hef­ur verið and­víg­ur inn­göngu í sam­bandið í öll­um könn­un­um sem gerðar hafa verið frá því sum­arið 2009 eða und­an­far­in átta ár.

Svo segir á mbl.is

Þar segir einnig:

Ef horft er til þeirra sem vilja ekki ganga í Evr­ópu­sam­bandið seg­ist meiri­hluti þeirra vera „ör­ugg­lega“ á móti inn­göngu eða 41,1% en 18,7% „senni­lega“ and­víg henni. Af þeim sem eru hlynnt því að ganga í sam­bandið segj­ast 15,6% ör­ugg­lega hlynnt inn­göngu en 24,6% hins veg­ar senni­lega á móti inn­göngu.

Skoðana­könn­un­in var gerð dag­ana 11.-24. sept­em­ber. Úrtakið var 1.435 manns á öllu land­inu. Fjöldi svar­enda var 854 og svar­hlut­fall 59,5%.


Opinn stjórnarfundur Heimssýnar

AtliHardarsonHeimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, heldur opinn stjórnarfund næstkomandi fimmtudag, 12. október 2017, klukkan 17:30 í Ármúla 3 í Reykjavík, 2. hæð.

Atli Harðarson, heimspekingur og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, flytur erindi.

Atli er þekktur áhugamaður um Grikkland og hefur nýlega birt mjög fróðlegar greinar um þróun mála í Grikklandi í Morgunblaðinu og á heimasíðu sinni, sjá: https://notendur.hi.is/atlivh/.

Það verður spennandi að hlýða á Atla fara yfir þróun mála í Grikklandi undanfarin ár.

Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti.

 


Vaxandi andstaða norskra þingmanna gegn aðild Noregs að ESB

norski_faninnÍ Noregi er vaxandi andstaða gegn aðild Noregs að ESB á sama tíma og fylgi við uppsögn EES-samningsins vex. Síðustu áratugi hefur meirihluti þingmanna Stórþingsins verið fylgjandi aðild en nú er orðinn meirihltui gegn aðild. Nánar segir frá þessu í meðfylgjandi frétt mbl.is:

Meiri­hluti þing­manna vill ekki í ESB

Fleiri þing­menn á norska Stórþing­inu eru and­víg­ir því að Nor­eg­ur gangi í Evr­ópu­sam­bandið en þeir sem vilja í sam­bandið í kjöl­far þing­kosn­ing­anna fyrr í þess­um mánuði. Þetta er niðurstaða könn­un­ar sam­tak­anna Nei til EU, sem leggj­ast gegn inn­göngu í ESB.

Fram kem­ur í frétt Netta­visen að sam­kvæmt könn­un­inni séu 84 þing­menn and­víg­ir inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og 38 hlynnt­ir henni. Tólf hafi ekki tekið af­stöðu og 35 ekki svarað. Ekki hafi áður gerst frá 1994 að fleiri hafi verið á móti því að ganga í sam­bandið.

„Við fögn­um því að við höf­um loks­ins Stórþing sem end­ur­spegl­ar af­stöðu þjóðar­inn­ar,“ er haft eft­ir Kat­hrine Kleve­land, for­manni Nei til EU, en sam­tök­in hafa kannað af­stöðu þing­manna til máls­ins frá ár­inu 1994. Mik­ill meiri­hluti Norðmanna hef­ur verið and­víg­ur inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið í öll­um skoðana­könn­un­um allt frá ár­inu 2005.

Formaður norsku Evr­ópu­sam­tak­anna, Jan Erik Grind­heim, seg­ist hins veg­ar óánægður með þessa þróun. „Þetta er mjög sorg­legt því Evr­ópu­sam­bands­ins er meiri þörf en nokk­urn tím­ann. Þjóðern­is­hyggja er í sókn og ef all­ir verða á móti sam­band­inu verður ekki friður í Evr­ópu.“

Hins veg­ar er meiri­hluti þing­manna á Stórþing­inu á móti því að halda þjóðar­at­kvæðagreiðslu um EES-samn­ing­inn. Meiri­hlut­inn vill enn­frem­ur frek­ar EES-samn­ing­inn en tví­hliða fríversl­un­ar­samn­ing. Hins veg­ar hef­ur sá meiri­hluti farið minnk­andi.

Sam­kvæmt skoðana­könn­un­um í Nor­egi vilja fleiri Norðmenn þjóðar­at­kvæðagreiðslu um það hvort landið skuli vera áfram aðili að EES-samn­ingn­um en þeir sem leggj­ast gegn því. Þá vilja einnig fleiri Norðmenn skipta samn­ingn­um út fyr­ir fríversl­un­ar­samn­ing en þeir sem eru því and­víg­ir.

 

 


mbl.is Meirihluti þingmanna vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög og reglur ESB gilda ekki lengur í Bretlandi

Breska þingið hefur nú samþykkt lög sem fela það í sér að lög og reglur ESB sem gilt hafa í Brelandi verða að breskum lögum og að ráðherrar hafi heimild til að gera á þeim nauðsynlegar breytingar. Þingmenn Íhaldsflokksins samþykktu lögin og nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins einnig. Hér eftir verður það því væntanlega breska þingið sem hefur endanlegt löggjafarvald í Bretlandi. 

Með þessu er stigið mikilvægt skref í átt að sjálfstæði Bretlands frá ESB. Ástæður þess að Bretar hafa samþykkt útgöngu úr ESB eru kunnar. Eitt veigamesta atriðið er það fullveldisframsal sem felst í aðild að ESB. 

Í þessu sambandi má minna á tólf ástæður þess að Íslendingar eigi að standa utan við ESB:

1. Fullveldisframsal

2. ESB þróast í átt að miðstýrðu stórríki þar sem áhrif þjóðþinga aðildarlanda fara þverrandi.

3. Lítil ríki hafa lítið að segja í sambandinu. Stærstu ríkin ráða mestu. Þýskaland langmestu.

4. Síaukið vald færist til embættismanna í Brussel. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar hafa lítið að segja.

5. Valdamiðstöðin er fjarlæg. Almenningur í aðildarlöndunum telur sig of fjarri þeim sem taka ákvarðanir og fólk nennir því varla að taka þátt í kosningum til ESB-þingsins.

6. Evran eru stærstu pólitísku mistök sögunnar til þessa. Hún hefur valdið kreppu í stórum hluta ESB síðustu árin. 

7. Stjórn peninga- og efnahagsmála í ESB hefur valdið gífurlegu atvinnuleysi í stórum hluta álfunnar.

8. ESB hefur úrslitavald yfir auðlindum á borð við fiskistofna. Ríkustu löndin kaupa upp fiskikvóta, samanber nýlegt dæmi þar sem sænskar útgerðir eru að kaupa upp kvóta danskra strandveiðimanna.

9. ESB stefnir að því að verða herveldi.

10. ESB-aðild útheimtir að opnað sé fyrir fjárfestingu erlendra fyrirtækja í sjávarútvegi. 

11. Samningsréttu þjóða glatast. ESB yfirtekur samningsrétt aðildarþjóða á alþjóðlegum vettvangi.

12. ESB grefur undan landbúnaði. Sýnileg dæmi um það eru í Svíþjóð og Finnlandi.

Sjá nánar hér

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 280
  • Sl. viku: 2133
  • Frá upphafi: 1238885

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1875
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband