Leita í fréttum mbl.is

Vaxandi andstaða við inngöngu í ESB

Vax­andi andstaða er við inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar MMR. Þannig hef­ur andstaðan auk­ist um 7,2 pró­sentu­stig miðað við sam­bæri­lega könn­un í lok sept­em­ber og stuðning­ur við inn­göngu hef­ur á sama tíma dreg­ist sam­an um 7,3 pró­sentu­stig.

Svo segir á mbl.is. Þar segir einnig:

Skoðana­könn­un­in nú sýn­ir 57,8% and­víg inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið miðað við 50,6% í lok sept­em­ber. 20,9% eru hlynnt inn­göngu í sam­bandið nú sam­an­borið við 28,2% í sept­em­ber. Færri eru hlynnt­ir inn­göngu nú en þeir sem ekki taka af­stöðu með eða á móti en þeir eru 21,3%.

Af þeim sem and­víg­ir eru inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið eru 38,1% mjög and­víg­ir og 19,7% frek­ar and­víg­ir. 13% eru frek­ar hlynnt inn­göngu í sam­bandið og 7,9% mjög hlynnt­ir henni.

Til sam­an­b­urðar voru 31,8% mjög and­víg inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið í sept­em­ber, 18,7% frek­ar and­víg, 16,8% frek­ar hlynnt inn­göngu og 11,4% mjög hlynnt henni.

Ef aðeins er miðað við þá sem taka af­stöðu með eða á móti inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt skoðana­könn­un­inni nú eru 73,4% and­víg inn­göngu í sam­bandið en 26,6% hlynnt henni.

Skoðana­könn­un MMR var gerð dag­ana 7.-14. nóv­em­ber og var heild­ar­fjöldi svar­enda 904 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri. Spurt var: Ert þú hlynnt(ur) eða and­víg(ur) því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið (ESB)? Sam­tals tóku 87,8% af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Meiri­hluti hef­ur verið and­víg­ur inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt öll­um skoðana­könn­un­um sem birt­ar hafa verið hér á landi frá því sum­arið 2009.


mbl.is Vaxandi andstaða við inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðarahöfundur Fréttablaðsins gagnrýnir ESB-nálgunina

Þorbjörn Þórðarson, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, fjallar um stjórnarmyndunarviðræðurnar í forystugrein í blaðinu í dag. Þar ræðir hann um þrjú erfið mál og er ESB-málið eitt þeirra. Í þeim efnum segir Þorbjörn:

Eitt stórt mál sem ná þarf sátt um í texta stjórnarsáttmálans snýr að Evrópusambandinu. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti aðild. Björt framtíð vill að þjóðin „taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu“. Viðreisn vill „bera undir þjóðaratkvæði hvort ljúka eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið“.

Hvernig á að orða spurninguna í þjóðaratkvæðagreiðslunni? Og hvenær á að tímasetja hana? Evrópusambandið stendur á tímamótum. Meirihluti Breta greiddi atkvæði með úrsögn úr sambandinu í júní. Á sama tíma eru ríkin 19 í myntsamstarfinu um evruna enn að bíta úr nálinni með afleiðingar skuldakreppunnar. Það er líka áhugavert að velta fyrir sér hvernig eigi að „selja“ íslenskum kjósendum þetta mál. Er „sölupunkturinn“ sá að aðild að ESB sé gott markmið því í fyllingu tímans verði eftirsóknarvert að ganga inn í Evrópska myntbandalagið og taka upp evru?

Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, færir fyrir því rök í nýrri bókevran hafi verið gölluð frá byrjun. Í reynd hafi flestir tapað á myntsamstarfinu og kerfisgallarnir í því feli í sér „óyfirstíganlegar hindranir“. Ein af þeim leiðum sem hann nefnir til úrbóta er að Þjóðverjar hætti í evrunni. Önnur er að brjóta samstarfið upp í tvö myntsvæði. Óbreytt ástand gangi ekki til lengdar. Evrusamstarfið sé dauðadæmt í núverandi mynd. Ætla stjórnmálamenn að selja íslenskum kjósendum að það sé eftirsóknarvert að taka upp evruna þegar einn fremsti peningahagfræðingur heims gefur evrunni þessa einkunn?

 

Leturbreyting er Heimssýnar.


Þjóðfundur stendur vörð um fullveldi

Það er athyglisvert og vert að hafa í huga nú þegar stjórnarmyndunarviðræður standa yfir að þjóðfundur sá sem efnt var til árið 2010 krafðist þess að staðinn yrði vörður um fullveldið. Þjóðfundur áréttaði það í nokkur skipti.  Þar segir:

  • Ísland skal vera fyrirmynd annarra þjóða, sem vopnlaus og friðsöm þjóð, sem virðir alþjóðasamninga með sjálfbærni í huga án þess að afsala fullveldi þjóðarinnar.

  • Ísland stuðli að friði í heiminum og eigi gott alþjóðlegt samstarf þar sem mannréttindi, sjúkdómavarnir og fullveldi Íslands verði í heiðri höfð.

  • Ísland sé málsvari friðar og styðji ekki að ágreiningsmál séu leyst með stríðsátökum eða hernaði. Ísland taki þátt í alþjóðasamstarfi, sérstaklega norrænu og tryggi fullveldi Íslands í gegnum alþjóðasamstarf.

  • Stjórnarskráin er grunnsáttmáli sem tryggir fullveldi, sjálfstæði og jöfnuð Íslendinga, varðveitir íslenska tungu, skilgreinir hlutverk forseta og aðskilnað ríkis og kirkju.

Það er ágætt að rifja þetta upp. Fullveldið er fjöregg þjóðarinnar.

 

 


Lesendur Heimssýnar höfðu rétt fyrir sér um Bjarna

Lesendur Heimssýnarbloggsins höfðu rétt fyrir sér um það hver myndi fyrst fá umboð til myndunar ríkisstjórnar eins og sést hér til hægri. Um 35% töldu að Bjarni Benediktsson fengi fyrstur umboðið. Aðrir fengu talsvert minna. Nú er hins vegar spurt um líklegustu ríkisstjórn.


Skýr svör frá ESB: Viðræður þýða ósk um aðild að ESB eins og það er

PresturReglur Evrópusambandsins eru óumsemjanlegar. Þær verður að lögleiða og innleiða af umsóknarríkinu. Inngönguviðræður snúast um að samþykkja hvenær og með hvaða hætti umsóknarríkið tekur upp og innleiðir allt regluverk ESB og stefnur. Inngönguviðræður snúast um skilyrði og tímasetningu upptöku, innleiðingar og framkvæmd á gildandi lögum og reglum ESB. 

Þetta kemur fram í svari upplýsingaveitu ESB til séra Svavars Alfreðs Jónssonar, sóknarprests á Akureyri, við spurningum um það hvernig sambandið líti á umsókn um aðild að ESB.

Í svarinu segir ennfremur: Hafa ber í huga að ESB starf­ræk­ir víðtækt samþykkt­ar­ferli sem sér til þess að ný ríki eru aðeins samþykkt þegar þau geta sýnt fram á það að þau muni og geti sinnt hlut­verki sínu sem full­gild­ir aðilar, það er með því að upp­fylla all­ar regl­ur ESB og staðla, hafa samþykki stofn­ana sam­bands­ins og ríkja þess og með því að hafa samþykki eig­in borg­ara - annaðhvort í gegn­um samþykki þjóðþinga þeirra eða þjóðar­at­kvæði.

Þarna höfum við það: Það er því algjörlega fráleitt að ætla að halda áfram svokölluðum samningaviðræðum til þess eins að sjá hvað kemur út úr samningnum. Samningaviðræður fela það í sér að umsóknarríki verður að yfirtaka alla skilmála ESB áður en það er samþykkt í klúbbinn.

Frétt um þetta á mbl.is er svohljóðandi:

Sr. Svavar Al­freð Jóns­son, sókn­ar­prest­ur á Ak­ur­eyri, sendi á dög­un­um fyr­ir­spurn til Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem hann grennslaðist fyr­ir um það hvert eðli um­sókn­ar að sam­band­inu væri. Hvort í slíkri um­sókn fæl­ist að kanna án skuld­bind­inga hvað væri í boði í þeim efn­um eða hvort í henni fæl­ist yf­ir­lýs­ing um vilja til þess að ganga í Evr­ópu­sam­bandið.

Svavar seg­ist á bloggsíðu sinni hafa viljað fá úr þessu skorið þar sem skipt­ar skoðanir hafi verið í umræðunni hér á landi um það hvað ná­kvæm­lega fel­ist í um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu. Þannig hafi sum­ir sagt að hægt væri að sækja um inn­göngu ein­ung­is til þess að sjá hvað væri í boði af hálfu sam­bands­ins á meðan aðrir hafi sagt að ekki væri hægt að senda inn um­sókn án þess að hlíta skil­yrðum sem sett væru í um­sókn­ar­ferl­inu.

Svavar seg­ir í sam­tali við mbl.is að fyr­ir­spurn­in hafi þannig ein­fald­lega snú­ist um að það lægi fyr­ir með skýr­um hætti hvert eðli slíkra umræðna væri þannig að fólk væri bet­ur í stakk búið til þess að mynda sér skoðun á mál­inu óháð því hver afstaða þess ann­ars væri til þess hvort Ísland ætti að ganga í Evr­ópu­sam­bandið eða ekki.

Snú­ast um tíma­setn­ingu upp­töku lög­gjaf­ar ESB

Svar við fyr­ir­spurn­inni frá upp­lýs­inga­veitu sam­bands­ins, Europe Direct, barst tíu dög­um eft­ir að fyr­ir­spurn­in var send til þess að sögn Svavars. Fyr­ir­spurn hans var svohljóðandi í ís­lenskri þýðingu:

„Þegar ríki ákveður að sækja um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, lít­ur sam­bandið þá á slíka um­sókn annaðhvort sem 1) fyr­ir­spurn án skuld­bind­inga þar sem mögu­leik­arn­ir í boði fyr­ir um­sókn­ar­ríkið eru kannaðir og fundn­ar mögu­leg­ar und­anþágur frá óhag­stæðum atriðum lög­gjaf­ar Evr­ópu­sam­bands­ins eða 2) yf­ir­lýs­ingu um vilja um­sækj­and­ans til þess að ganga í sam­bandið í sam­ræmi við lög­form­legt fyr­ir­komu­lag inn­göngu í það?“

Svar Evr­ópu­sam­bands­ins var á þessa leið í ís­lenskri þýðingu:

„Regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins sem slík­ar (einnig þekkt­ar sem acquis) eru óumsemj­an­leg­ar; þær verður að lög­leiða og inn­leiða af um­sókn­ar­rík­inu. Inn­göngu­viðræður snú­ast í raun um það að samþykkja hvenær og með hvaða hætti um­sókn­ar­ríkið tek­ur upp og inn­leiðir með ár­ang­urs­rík­um hætti allt reglu­verk ESB og stefn­ur. Inn­göngu­viðræður snú­ast um skil­yrði og tíma­setn­ingu upp­töku, inn­leiðing­ar og fram­kvæmd­ar gild­andi laga og reglna ESB.

Hafa ber í huga að ESB starf­ræk­ir víðtækt samþykkt­ar­ferli sem sér til þess að ný ríki eru aðeins samþykkt þegar þau geta sýnt fram á það að þau muni og geti sinnt hlut­verki sínu sem full­gild­ir aðilar, það er með því að upp­fylla all­ar regl­ur ESB og staðla, hafa samþykki stofn­ana sam­bands­ins og ríkja þess og með því að hafa samþykki eig­in borg­ara - annaðhvort í gegn­um samþykki þjóðþinga þeirra eða þjóðar­at­kvæði.“


mbl.is Reglur ESB „óumsemjanlegar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-flokkarnir fengu útreið í kosningunum

Það er alveg ljóst að þeir flokkar sem helst hafa barist fyrir aðild að ESB, Samfylking og Björt framtíð, buðu afhroð í Alþingiskosningunum í gær. Sérstaklega á það við um Samfylkingu sem var við það að þurrkast út, verður minnstur þingflokka og fær aðeins 5,7% atkvæða og 3 þingmenn. Flokkurinn náði engum þingmanni í Reykjavík. Össur Skarphéðinsson, sá er keyrði áfram umsóknina um aðild að ESB árið 2009, nær ekki kjöri. Hinn ESB-flokkurinn, Björt framtíð, tapar tveimur þingmönnum, fær aðeins fjóra.

Þótt ESB-aðild hafi ekki verið stærsta kosningamálið og margir flokkar hafi farið eins og köttur í kringum heitan graut því máli eru þetta eftirtektarverð tíðindi.


mbl.is Lágmark þriggja flokka ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að farga fullveldi Íslands á aldarafmælinu 2018?

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, skrifaði grein um ofangreint efnis sem birt var í Morgunblaðinu í gær. Greinin er endurbirt hér með góðfúslegu leyfi Hjörleifs:

Í fullan aldarfjórðung og lengur ef að er gáð hafa íslensk stjórnmál öðrum þræði snúist um afstöðuna til aðildar að Evrópusambandinu. Um 1990 reru forystumenn sósíaldemókrata á Norðurlöndum að því öllum árum að tengja norrænu ríkin við ESB. Niðurstaðan varð aðild Svíþjóðar og Finnlands að sambandinu, til viðbótar Danmörku, sem ásamt Bretlandi hafði gengist undir Rómarsáttmálann árið 1972. Norðmenn felldu aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu og Ísland og Noregur tengdust þá innri markaði ESB gegnum EES-samninginn. Átökin um aðild héldu hins vegar áfram hérlendis og voru fyrir alþingiskosningarnar 1999 bakgrunnurinn í uppstokkun flokka á vinstri væng þegar til urðu Samfylkingin og Vinstri grænir. Alla götu síðan hefur Samfylkingin gert ESB-aðild að þungamiðju sinnar stefnu, en VG hafnaði aðild frá upphafi. Við það var staðið til vors 2009, en þá var merkið fellt með sögulegum svikum af hálfu forustu VG við myndun ríkisstjórnar að afstöðnum kosningum. Um þau efni og framhaldið í kjölfar aðildarumsóknar að ESB í júlí 2009 geta menn lesið í nýútkominni bók Jóns Torfasonar skjalavarðar Villikettirnir og vegferð VG.

ESB nú á barmi upplausnar

Evrópusambandið hefur tekið miklum breytingum frá aldamótum eftir að 18 aðildarríki tóku upp evru sem sameiginlega mynt og mörg lönd í álfunni austanverðri gerðust aðilar. Tilraunir til róttækra breytinga á grunnsáttmála ESB sigldu í strand 2005 og niðurstaðan varð útvatnaður sáttmáli 2009, kenndur við Lissabon. Jafnhliða dró verulega úr hagvexti á sambandssvæðinu og langvarandi atvinnuleysi jókst í mörgum aðildarríkjanna. Hefur það síðustu árin verið 10-11% að meðaltali og um 24% hjá fólki undir 25 ára aldri. Í Svíþjóð nemur atvinnuleysið nú 7% og tæp 9% í Finnlandi. Flóttamannastraumurinn sunnan að hefur undanfarið magnað upp andstæður innan ESB og sett Schengen samstarfið í uppnám. Síðasta höggið er síðan Brexit, ákvörðun meirihluta Breta í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja skilið við ESB eftir 44 ára veru í sambandinu. – Aðvörunum um framtíð ESB hefur rignt yfir undanfarið, síðasti skellurinn yfirlýsingar þýska hagfræðingsins Otmar Issing (f. 1936) eins helsta hugmyndafræðings að baki evrunnar og frá 2006 forseti Center for Financial Studies (CFS) við Goethe-háskólann í Frankfurt. Viðtal við hann undir fyrirsögninni Spilaborg evrunnar mun óhjákvæmilega hrynja (sjá Viðskiptablaðið 20. okt. sl.) hefur farið sem eldur í sinu um fréttaheiminn. Hann segir þar framkvæmdastjórn ESB í Brussel vera „pólitíska ókind“ og Seðlabanka Evrópu „á hálli leið til Heljar“. Evran segir hann að hafi verið misheppnuð frá fyrsta degi og raunar áður en hún varð til.

Leið stjórnarandstöðunnar inn í ESB

Það er þetta Evrópusamband sem núverandi stjórnarandstaða og Viðreisn vilja leiða Ísland inn í á fullveldisafmælinu 2018. Þetta hefur verið staðfest með lítilsháttar blæbrigðum af talsmönnum flokkanna í kosningasjónvarpi RÚV undanfarið, og helsta bindiefnið milli þeirra er að fá þjóðina til að samþykkja að taka á ný upp aðildarviðræður við ESB og knýja jafnframt fram stjórnarskrárbreytingar sem heimili slíka aðild. Enginn hefur kveðið fastar á um þetta en Össur Skarphéðinsson sem sagði 18. okt. sl. að í utanríkismálum legði Samfylkingin mesta áherslu á „að við höldum áfram aðildarumsókninni, ekki síst vegna þess að við viljum taka upp nýjan gjaldmiðil, við teljum að krónan hafi gengið sér til húðar.“  Í sama þætti sagði Ari Trausti frá VG „að ef það kemur upp ósk um að taka upp aðildarsamningana eða starta nýjum, þá auðvitað tökum við þátt í því.“ - Núverandi utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ítrekaði hins vegar að eftir afturköllun núverandi ríkisstjórnar liggi engin aðildarumsókn frá Íslandi lengur fyrir hjá ESB. Hvernig sem því máli er háttað er ljóst að hugsanleg vinstri stjórn með aðild Pírata hyggst knýja á um aðild Íslands að Evrópusambandinu, sem drjúgur meirihluti Íslendinga sem afstöðu taka samkvæmt skoðanakönnunum hefur verið andvígur um langt árabil.  

Andstöðu VG við ESB-aðild stungið undir stól

Fráhvarf forystu Vinstri grænna frá upphaflegri andstöðu við ESB-aðild er annað og djúpstæðara en almenningur gerir sér grein fyrir. Eftir að einarðir ESB andstæðingar höfðu einn af öðrum hrakist úr þingflokki VG hljóðnuðu andstöðuraddir forystumanna, sem eftir sátu, við ESB-aðild. Eftir að Ísland lagði inn aðildarumsókn að ESB sumarið 2009 minnist ég þess ekki að Steingrímur J. sem formaður eða arftakinn Katrín Jakobsdóttir hafi í blaðagreinum eða á öðrum vettvangi rökstutt og útskýrt þá formlegu afstöðu flokksins að vera á móti aðild. Klisjunni virðist eingöngu hafa verið viðhaldið til að villa á sér heimildir og til að missa sem fæsta eindregna andstæðinga ESB-aðildar út úr röðunum. Öðru vísi verður ekki útskýrð þögn þessa fólks í örlagaríkasta máli Íslendinga um langt skeið. - Það sama er uppi á teningnum nú í aðdraganda kosninga. Í kosningaáherslum VG eins og þær birtast á heimasíðu flokksins er ekki að finna stakt orð um Evrópusambandið, af eða á. Þurfum við frekar vitnanna við?   

 Hjörleifur Guttormsson

 


Vilja Samfylking, Björt framtíð og Viðreisn skerða kjör landsmanna?

Frosti Sigurjónsson segir Samfylkingu, Viðreisn og Bjarta framtíð berjast fyrir lakari kjörum fyrir Íslendinga. Hann segir á fésbókarsíðu sinni:

„Fjórir virtir Nóbelsverðlaunahagfræðingar eru sammála um að fast gengi skerði möguleika hagkerfa til að bregðast við áföllum. Án sveigjanlegs gengis standi samdráttarskeið lengur, lífskjör séu almennt lakari og atvinnuleysi sé hærra. Samt berjast Samfylking, Björt framtíð og Viðreisn fyrir föstu gengi.“

Þannig er það.

Sjá m.a. hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 1643
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1503
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband