Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Enginn stjórnmálaflokkanna hefur aðild að ESB á stefnuskrá sinni

c_vth"Það er kunnara en frá þurfi að segja að fátt er eins keimlíkt og stefnuskrár stjórnmálaflokka. Alls kyns orðskrúð um félagslegt réttlæti, frelsi, menntun, umhverfi og heilbrigðisþjónustu fyrir alla er meðal þess sem má finna hjá þeim flestum. Nú líður senn að kosningum til alþingis og greinilega kominn nokkur skjálfti í ýmsa stjórnmálamenn. Þeir rembast eins og rjúpan við staurinn að skapa sér sérstöðu og virðist þá litlu skipta fyrir suma hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Eitt er það mál sem nokkrir þingmenn virðast hafa tekið upp á sína arma, enda flestir svokallaðir álitsgjafar sammála um að það verði eitt af aðalmálum kosningabaráttunnar, en það eru Evrópumálin."

Greinina má lesa í heild á Vefþjóðviljanum.


Íslendingar gætu þurft að greiða skaðabætur vegna þorskastríðanna

c_aegirÍslendingar fengu litlu ráðið um þróun fiskveiðimála í framtíðinni gengju þeir í Evrópusambandið. Prófessor í Evrópurétti segir að svo gæti jafnvel farið að aðrar Evrópuþjóðir krefðust skaðabóta vegna veiða sem þær töpuðu við landið þegar landhelgin var færð út. Frá þessu var greint í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.

Ráðgjafi sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins telur að alþjóðlegar veiðiheimildir Íslendinga yrðu tryggari til lengri tíma litið ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Haft var eftir honum í fréttum í gær, að reglan um hlutfallslegan stöðugleika ætti að tryggja að Íslendingar myndu sjálfir ákveða hverjir veiddu í lögsögunni ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Reglan gerir ríkjum kleift að setja skilyrði um hver fái að nýta kvótann sem þeim er úthlutað.

Stefán Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands, segir málið ekki svo einfalt. Hann segir, að þar sem reglan um hlutfallslegan stöðugleika sé ekki hluti af lagalegum grundvelli Evrópusambandsins, heldur afleiddri löggjöf, þá megi taka hana upp og breyta henni hvenær sem er. Sú ákvörðun yrði alfarið í höndum Evrópusambandsins, ekki Íslendinga einna.

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika fjallar um fiskveiðiréttindi miðað við veiðireynslu þjóða en einnig um skaðabætur vegna tapaðra veiða. Stefán segir hugsanlegt að gangi Íslendingar í Evrópusambandið krefjist aðrar fiskveiðiþjóðir skaðabóta vegna tapaðra veiða þegar Íslendingar færðu út fiskveiðilögsögu sína.


Reglugerðafargan Evrópusambandsins 170.000 blaðsíður!

pile-paperEf allar núgildandi lagagerðir Evrópusambandsins, samtals 170.000 blaðsíður, væru lagðar hlið við hlið á langveginn myndu þær ná yfir rúmlega 50 kílómetra vegalengd samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar bresku hugveitunnar Open Europe. Þyngdin á reglugerðafarganinu er heldur engin fjaðurvigt eða 286 kíló. Ef lagagerðirnar væru settar í einn stafla myndu þær ná 11 metra hæð.

Meira en 100.000 blaðsíður af lagagerðum hafa verið framleiddar í Brussel aðeins á síðastliðnum tíu árum. Samtals hefur Evrópusambandið samþykkt 666.879 blaðsíður af lagagerðum síðan það var sett á laggirnar í mars 1957, nokkuð sem myndi ná yfir 193 kílómetra vegalengd.


Hægrimenn og Evrópusambandið

hjortur_101493"Það er alltaf jafn sérkennilegt að heyra talsmenn aðildar að Evrópusambandinu tala um að við verðum að ganga í sambandið til að geta tekið þátt í alþjóðavæðingunni og að sama skapi að ef göngum ekki þar inn jafngildi það einangrun. Við erum auðvitað alveg ægilega einangruð eins og staðan er í dag! Staðreyndin er auðvitað sú að við erum ekki meira einangruð en Kanada eða Bandaríkin svo dæmi séu tekin þó íslenzkir Evrópusambandssinnar haldi greinilega að háir klettaveggir séu á landfræðilegum mörkum Evrópu sem geri það að verkum að Ísland sé á einhvers konar einskismannslandi fyrst ekki er áhugi hér á landi til að ganga í Evrópusambandið."

Grein Hjartar J. Guðmundssonar má lesa í heild á bloggsíðu hans.


Evrópusöngur á RUV - hver veit meira um hann?

aob"Í makalausri skýrslu kenndri við Willy de Clerk frá 1993, sem ég þreytist seint að vitna í, voru leiðbeiningar um hvernig gera ætti Evrópusambandið vinsælla meðal Evrópubúa. Smjaðra fyrir blaðamönnum og fjölmiðlafólki, ausa fé í háskólastyrki, nýta verkalýðshreyfinguna og umfram allt koma fánanum, nafninu og einhverjum jákvæðum, einföldum (fyrir okkur einfeldningana) skilaboðum á framfæri. En þeir nefndu ekkert um að búa til Evrópudýrkunarlög. Ég held að það hafi verið alvarleg yfirsjón af hálfu de Clerk, en kannski bara hugmyndaleysi."

Grein Önnu Ólafsdóttur Björnsson má lesa í heild á bloggsíðu hennar.


Góður kommúnisti - góður Evrópubúi?

hjortur_101493"Þetta minnti mig óhjákvæmilega á hliðstætt fyrirbæri í nútímanum, nefnilega Evrópusambandið. Ósjaldan hefur maður heyrt talsmenn sambandsins skírskota til einhvers sem þeir kalla "a good European" (góður Evrópubúi). Á þetta er ævinlega minnzt þegar t.a.m. er rætt um þjóðaratkvæðagreiðslur sem hafa farið öðruvísi en Evrópusambandið hefur viljað. Við slík tækifæri eru íbúar viðkomandi ríkja ekki "góðir Evrópubúar" sem segja já og amen við öllu sem ákveðið er í Brussel, gagnrýnislaust."

Grein Hjartar J. Guðmundssonar má lesa í heild á bloggsíðu hans.


Evruþjóðir vilja ekki evruna

c_euro645_100770"Hið virta brezka dagblað, Financial Times, birti í fyrradag frétt á forsíðu þess efnis, að yfirgnæfandi meirihluti íbúa í þeim löndum, sem hafa tekið upp evruna, teldi að sá gjaldmiðill hefði skaðað efnahag þjóða þeirra. Samkvæmt könnun, sem Financial Times lét gera telja tveir þriðju íbúa Frakklands, Ítalíu og Spánar að evran hafi haft neikvæð áhrif og helmingur Þjóðverja var sömu skoðunar. Í Frakklandi sögðu einungis 5% þeirra, sem spurðir voru, að evran hefði haft jákvæð áhrif. Tveir þriðju Þjóðverja sögðu að þeir vildu heldur þýzka markið.

Það er óneitanlega athyglisvert að á sama tíma og þetta viðhorf virðist ríkjandi í þeim ESB-ríkjum, sem könnunin náði til hjá því fólki, sem hefur margra ára reynslu af hinum sameiginlega gjaldmiðli hefjast umræður hér um mikilvægi þess að taka upp evruna."

Staksteina Morgunblaðsins frá 31. janúar sl. má lesa í heild á slóðinni Morgunbladid.blog.is.


Er Evrópusambandið ólýðræðislegt skrifræðisbákn sem þjónar fremur stórfyrirtækjum en almenningi?

"Ég tók upp á því fyrir skömmu, eins og margir aðrir á mínum aldri, að fara á námskeið í háskóla í þeim tilgangi að bæta við þekkingu mína, og auka færni og víðsýni. Til þess er jú flest nám. Í þessu námskeiði fræddist ég um ýmislegt gagnlegt og las faglegan texta um áhugavert efni. Meðal þess sem mér bar að lesa voru ritgerðir þar sem komið var inn á stjórnmál og stjórnsýslu í Evrópusambandinu. Við þann lestur vöknuðu margar spurningar, m.a. um það hvers eðlis pólitísk ábyrgð er í sambandinu."

Grein Stefáns Jóhanns Stefánssonar, hagfræðings og varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar, má lesa í heild á vefsíðu hans Stefanjohann.is.


Engin þöggunarstefna vegna ESB umræðna

c_einarkr"Af hverju er sífellt verið að halda því fram að í gangi sé einhver þöggun gagnvart umræðum um Evrópusambandið og tengda hluti? Er eitthvað sem bendir til þess að einhverjir óskilgreindir vilji ekki að þau mál séu rædd? Þessi kenning er algjörlega órökstudd. Hún er bara dæmi um pólitískar dylgjur."

Grein Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra, má lesa í heild á bloggsíðu hans.


Lítill áhugi á evrum og Evrópusambandi?

"hrafniÞað er athyglisvert hversu litla umfjöllun skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í gær um hug almennings til evrunnar og aðildar að Evrópusambandinu fékk. Miðað við alla þá umræðu sem hefur verið í fjölmiðlum um kosti þess að taka upp evruna, þó eitthvað hafi nú borið á mótbárum líka, hefði maður frekar búist við því að almenningur gæti ekki beðið eftir því að skipta út krónum fyrir evrur. En samkvæmt könnun Fréttablaðsins þá er raunin önnur, 63% eru á móti því að taka upp evruna. Og þegar spurt er um aðild að Evrópusambandinu þá eru 64% á móti aðild. Það virðist sem að málflutningur talsmanna aðildar að evru og Evrópusambandi sé ekki að ná í gegn til almennings."

Greinina má lesa í heild á bloggsíðunni Hrafnaspark.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 235
  • Sl. viku: 1395
  • Frá upphafi: 1214770

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1250
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband