Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Vonbrigði ESB-daðrara
"Skoðanakönnunin í Fréttablaðinu í gær, miðvikudaginn 24. janúar, sem leiddi í ljós minnkandi stuðning við ESB aðild og andstöðu við evruna, er mjög merkileg. Ekki hafa færri viljað ESB aðild skv. könnunum frá árinu 2003. Tveir af hverjum þremur vilja hvorki fara í ESB né taka upp evruna. Þessi niðurstaða veldur ESB döðrurum sárum vonbrigðum. Umræðan síðustu dægrin hafði lagst þannig að þeir höfðu örugglega vænst meiri stuðnings við aðild Íslands að ESB og upptöku evrunnar."
Grein Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra, má lesa í heild á bloggsíðu hans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.1.2007 kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Mikill meirihluti Íslendinga vill hvorki Evrópusambandsaðild né evru!
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt var í blaðinu í dag, eru 2/3 Íslendinga á móti því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu. 64% eru andvíg því að ganga í sambandið og 62,9% því að skipta íslensku krónunni út fyrir evru. Jafnmikil andstaða hefur ekki mælst í skoðanakönnunum síðan í byrjun árs 2003.
Ef þeir, sem ekki tóku afstöðu til þeirra spurninga sem spurt var, eru teknir með eru 53,9% andvíg aðild að Evrópusambandinu og 30,3% hlynnt aðild. 55,3% eru þá andvíg því að taka upp evru og 32,7% því hlynnt. Mikill meirihluti stuðningsmanna allra stjórnmálaflokkanna er andvígur aðild nema Samfylkingarinnar. Mesta andstöðu er að finna á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Þar eru 2/3 andvígir Evrópusambandsaðild og upptöku evrunnar, 3/4 sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu.
Skoðanakönnunin var gerð laugardaginn 20. janúar sl. og hringt í 800 manns. Úrtakið skiptist jafnt hlutfallslega eftir kyni og kjördæmum. Svarhlutfallið var mjög gott eða 84% þegar spurt var um Evrópusambandsaðild og 87,9% þegar spurt var um evruna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. janúar 2007
Bresk stjórnvöld reyna að komast hjá þjóðaratkvæði
Bresk stjórnvöld leita nú leiða til að komast hjá því að leggja fyrirhugaða stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæði í Bretlandi. Skoðanakannanir hafa lengi sýnt að mikill meirihluti Breta sé andvígur stjórnarskránni og vilji jafnvel fremur ganga úr sambandinu en gangast undir hana. En stjórnarskráin skal í gegn með einum eða öðrum hætti hvort sem almenningi í Bretlandi, eða í öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins, líkar betur eða verr - og helst án þess að hann sé hafður með í ráðum sé þess nokkur kostur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 19. janúar 2007
Stjórnarskráin forsenda frekari stækkunar ESB
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði það söguleg mistök ef aðildarríkjum Evrópusambandsins tekst ekki að semja um stjórnarskrá fyrir sambandið og fá hana samþykkta. Sagði hún sambandið í raun ekki starfhæft fyrr en stjórnarskráin hafi tekið gildi. Þjóðverjar tóku við forsætinu innan Evrópusambandsins um áramótin og gegna því næsta hálfa árið. Þýsk stjórnvöld hafa lagt á það megináherslu að stuðla að því að stjórnarskráin verði samþykkt fyrir kosningarnar til Evrópusambandsþingsins vorið 2009.
Sem kunnugt er höfnuðu Frakkar og Hollendingar stjórnarskránni í þjóðaratkvæðagreiðslum 2005 og síðan hefur hún verið í algeru uppnámi. Merkel sagði nauðsynlegt að halda málinu til streitu jafnvel þó stjórnarskránni hefði verið hafnað "í einhverjum aðildarríkjum Evrópusambandsins" og bætti við að hún væri sjálf ekki hlynnt því að fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur færu fram um málið. Hermt er að í Bryssel sé unnið að því að skoða hvaða málsgreinar þurfi að fella burt úr stjórnarskrárdrögunum til að þau fáist samþykkt - helst án þjóðaratkvæðagreiðslna í aðildarríkjunum.
Merkel sagði ennfremur að án nýrrar stjórnarskrár væri frekari stækkun Evrópusambandsins útilokuð og stjórnskipulag sambandsins í ólestri. Þau ummæli eru í samræmi við orð José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, frá því fyrir jól þar sem hann sagði að gera þyrfti breytingar á stofnunum sambandsins áður en fleiri ríki gætu bæst í hópinn. M.ö.o. orðum að fá stjórnarskrána samþykkta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Gætu Íslendingar sætt sig við viðvarandi fjöldaatvinnuleysi og skertan kaupmátt?
Undanfarið hafa ófáir hagfræðingar og aðrir bent á að ef við Íslendingar tækjum upp evruna þá yrði eina hagstjórnartækið, sem eftir yrði í landinu, útgjöld hins opinbera. Þeir sem kalla eftir því að tekin verði upp evra hljóta því að hafa óbilandi trú á því að hægt sé að treysta stjórnvöldum á hverjum tíma til að halda aftur af sér í útgjöldum þegar þannig árar og öfugt. Í það minnsta munu þeir verða að gera það hvort sem þeim mun líka betur eða verr ef evran yrði tekin upp hér á landi. Sjálfsagt hafa fáir evrusinnar gert sér grein fyrir þessu frekar en ýmsu öðru í æðibunuganginum við að reyna að troða Íslandi inn í Evrópusambandið með góðu eða illu.
Grein Hjartar J. Guðmundssonar má lesa í heild á bloggsíðu hans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Vefþjóðviljinn fjallar um Evrópumálin
Annað slagið hefur skotið upp kollinum umræða um það hvort kasta beri krónunni og taka upp annan gjaldmiðil á Íslandi. Áður fyrr var einkum ræddur sá möguleiki að taka upp Bandaríkjadal og stundum heyrðust þær raddir að taka upp svissneskan franka. En eftir að evran kom til sögunnar hefur umræðan einkum snúist um hana. Um tvo kosti er að ræða varðandi evruna. Ganga í Evrópusambandið og gerast aðili að myntbandalaginu eða gera evruna að gjaldmiðli landsins án aðildar að myntbandalaginu og þá án nokkurs möguleika á að hafa áhrif á það.
Aðild að myntbandalaginu, og þar með Evrópusambandinu, er ekki beinlínis girnilegur kostur. Allt of margir fylgikvillar eru samfara aðild líkt og Vefþjóðviljinn hefur oft bent á. Sambandið er ólýðræðislegt, ógegnsætt, pólitísk elíta sambandsins ræður ríkjum og ríkin eru ósamstíga. Við það bætist að minni ríkin eru nær áhrifalaus sem mælir enn frekar gegn sambandsaðild Íslands. Valdamestu ríkin stjórna að mestu leyti því sem þau vilja stjórna í Evrópusambandinu. Þau eru jafnvel hætt að reyna að fara hljótt með það.
Greinina má lesa í heild á Vefþjóðviljanum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. janúar 2007
"Leysum ekki vandamál með því að taka upp evruna"
Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, sagði í samtali við Vísi.is í gær að bankinn hefði ekki í hyggju að gera upp í evrum líkt og fjárfestingabankinn Straumur-Burðarás hafi ákveðið að gera og getgátur hafi verið uppi um að Kaupþing sé að íhuga. Bjarni sagði að það væri ekki mat forráðamanna Glitnis að það sé nauðsynlegt að gera upp í evrum og henda krónunni fyrir róða þó svo að starfsemi og umsvif Glitnis fari í síauknum mæli fram á erlendri grundu. Hann sagði að ekki mætti gleyma kostum íslensku krónunnar og vísaði frekar til ábyrgðar hins opinbera.
Bjarni sagðist frekar vilja sjá styrkari peninga- og fjármálastjórn hins opinbera hér á landi. "Þetta er ekki spurning um að hafa tröllatrú á íslensku krónunni, þetta er gjaldmiðilinn sem sé í gangi og hann endurspeglar styrk efnahagslífsins á hverjum tíma. Það er eðli gjaldmiðla." Aðspurður hvað honum þætti um orð margra að undanförnu um að íslenska krónan sé orðin það veik að það sé aðkallandi að íhuga aðra kosti, sagði Bjarni að íslenskt samfélag hefði gengið í gegnum mikið þenslutímabil að undanförnu og peningamálayfirvöld þyrftu að sjá til þess að lendingin yrði mjúk.
"Þeim mun verr sem lendingin verður, þeim mun meiri veikleika setjum við í krónuna. Ábyrgðin liggur í fjármálastjórninni og við leysum ekki vandamál með því að taka upp evruna," sagði Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, að lokum.
Frekari skoðanir Bjarna á þessum málum má lesa um á Rúv.is.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. janúar 2007
Evran og hagstjórn II
Í kennslubók sem ber heitið Jón Sigurðsson og hugmyndir 19. aldar. Saga fyrir unglingastig grunnskóla" og var gefin út af Námsgagnastofnun árið 2000, birtist eftirfarandi setning á blaðsíðu 45: Meirihluti Íslendinga virðist á því að það yrði til mikilla hagsbóta að ganga í Evrópusambandið, en stjórnvöld eru ósammála því."
Blessuð börnin hljóta að spyrja sig að því til hvers að losa sig við danskan kóng ef í staðinn kom stjórnvald sem í einhverjum saman súrruðum andstyggilegheitum neitar að fara að vilja þjóðarinnar í jafn mikilvægu máli. Ég ætla höfundi bókarinnar reyndar ekki annað en það að hafa gripið einhverja skoðanakönnun sem þann daginn sýndi meirihlutafylgi við ESB aðild Íslands og ályktað nokkuð djarflega um málið. En þetta litla dæmi er lærdómsríkt.
Grein Illuga Gunnarssonar, hagfræðings, má lesa í heild á Vísi.is.
Mánudagur, 15. janúar 2007
"Evran er engin töfralausn"
Fréttablaðið birti þann 13. janúar sl. heilsíðuumfjöllun um evruna, krónuna og stöðu íslensks efnahagslífs undir fyrirsögninni "Evran er engin töfralausn" þar sem m.a. var rætt við Eddu Rós Karlsdóttur, forstöðumann greiningardeildar Landsbankans, Ernu Bjarnadóttur, hagfræðing Bændasamtaka Íslands, og Höllu Tómasdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands.
Edda Rós Karlsdóttir sagði m.a. að ef evran yrði tekin upp á Íslandi yrði að stjórna málum hér öðruvísi en gert hefur verið til þessa. "Staðreyndin er sú að evran sem gjaldmiðill verður hálfgerð spennitreyja. Við missum gjaldmiðil sem hefur séð um stóran hluta af aðlögun þjóðarinnar í efnahagsmálum og lagað samkeppnisstöðu atvinnugreina. Það hefur hingað til verið ómetanlegt því að sveiflurnar hafa verið svo miklar," sagði hún og ennfremur að ef dragi úr sveiflum og endurskoðun á fjármálum hins opinbera fari fram þá líði Íslendingum hvort sem er vel með krónuna. "Ef við lendum í vandræðum með efnahagsmálin og höfum ekki þessa aðlögun sem krónan hefur gefið þá kemur það fram í atvinnuleysi og rýrnun kaupmáttar. Það er hættan. Við Íslendingar höfum aldrei getað sætt okkur við þetta og okkur hefur tekist að afstýra því með krónunni."
Halla Tómasdóttir sagðist telja krónuna gerða að sökudólgi í umræðunni undanfarið eins og ofþenslan í hagkerfinu sé henni að kenna en ekki húsnæðisbreytingunum, ósamræmi í hagstjórn og framkvæmdunum á Kárahnjúkum. Hún sagði að umræðan ætti að snúast meira um aðhald hjá ríki og sveitarfélögum. Hún varaði við hugmyndum um að taka evruna upp einhliða án aðildar að Evrópusambandinu. Áður hafi aðeins illa stödd og lítt þróuð ríki með lítinn trúverðugleika kastað gjaldmiðli sínum og tekið einhliða upp evruna. "Þannig erum við ekki. Okkur er nær að ná jafnvægi í hagkerfið, taka síðan upp umræður til lengri tíma litið og setja fram áætlun um hvernig við ætlum að skipa málum til framtíðar."
Erna Bjarnadóttir sagðist ekki telja lausnina á efnahagsvanda þjóðarinnar felast í gjaldmiðilsskiptum því efnahagsvandinn verði áfram til staðar þó annar gjaldmiðill yrði tekinn upp hér á landi og þá yrðu ríkisfjármálin eina stjórntækið sem eftir yrði. Hún veltir upp umræðunni um afnám verðtryggingar frekar en að "gefast upp, leggja Seðlabankann niður og fá evruna."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 14. janúar 2007
Mun Airbus flytja starfsemi sína til Bandaríkjanna?
Frönsk stjórnvöld kvarta þessa dagana mjög undan því að sterk staða evrunnar sé farin að skaða frönsk útflutningsfyrirtæki. Þetta kom m.a. fram hjá Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, á fundi með undirverktökum hjá franska flugvélaframleiðandanum Airbus í lok síðasta árs. Airbus hefur komið hvað verst út úr háu gengi evrunnar. Skuldir fyrirtækisins jukust um nær 200 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi þessa árs sem er afleiðing þess að flugvélar þess eru seldar í dollurum á sama tíma og laun eru greidd í evrum. Óttast frönsk stjórnvöld jafnvel að svo kunni að fara að flugvélaframleiðandinn muni annað hvort leggja upp laupana eða sjá sig knúinn til að flytja starfsemi sína út fyrir evrusvæðið og þá hugsanlega til Bandaríkjanna.
Reglulega kemur upp sú staða að aðildarríki evrusvæðisins kvarti yfir of miklum sveiflum í gengi evrunnar, þá annað hvort að staða hennar sé of sterk eða of veik. Það vill nefnilega svo merkilega til að allir gjaldmiðlar heimsins eru háðir sveiflum og þ.m.t. evran þó sumir virðast halda að um sé að ræða eitthvað sem eingöngu sé bundið við íslensku krónuna.
Nýjustu færslur
- Gleðilega páska á flekamótum
- Einn pakki, enginn valkostur
- Regluvæðingin ryður samkeppni úr vegi
- Öryggismál og Brusselspuni
- Þjóðaratkvæðagreiðsla eða inngönguyfirlýsing?
- Þögnin sem breytir pólitískri merkingu
- Tollfríðindi okkar við ESB eru ekki afsprengi EES
- Hagsmunir Íslands eiga að hafa forgang
- Frumvarp Þorgerðar Katrínar um bókun 35 stærra en Icesave o...
- Hvers vegna ætti Evrópusambandið að refsa Íslandi?
- Lilja Dögg gagnrýnir umræðu um mögulega refsitolla frá ESB
- Kristrún hér er nesti til Brussel!
- Bara upp á punt
- Bara ef við hefðum gengið í sambandið....
- Skynsemin ræður í Noregi
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 15
- Sl. sólarhring: 230
- Sl. viku: 1405
- Frá upphafi: 1214780
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 1260
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar