Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Laugardagur, 13. janúar 2007
Ætlar ekki að láta hafa sig að fífli aftur
Nýlega hitti ég stjórnmálamann úr Evrópusambandslandi, sem ekki hefur evru. Reynt var að innleiða evruna í landi stjórnmálamannsins en því var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagðist aldrei mundu mæla með því að nýju, eins og hann gerði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í landi sínu, að evran yrði gjaldmiðill þjóðar sinnar. Í kosningabaráttunni hefði hann farið mikinn í ræðum um hættuna af því að hafna evrunni efnahagur þjóðarinnar myndi einfaldlega stórskaðast og hún dragast aftur úr öðrum. Hið gagnstæða hefði gerst, efnahagurinn utan evru-aðildar hefði blómstrað og styrkst meira en hjá evru-löndunum. Hann ætlað ekki að láta hafa sig að fífli aftur með því að mæla með evru með hrakspár á vörunum um lífið utan evru-lands.
Grein Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, má lesa í heild á heimasíðu hans Björn.is.
Laugardagur, 13. janúar 2007
Evruhlátur breyttist í dollaraglott
Hann gengur á með éljum í aðdraganda kosninga. Í því seinasta var ákaft fullyrt að fyrirtækin hefðu kveðið upp dauðadóm yfir krónunni og gerðu upp reikninga sína í evrum. Nú hefur því éli slotað. Í ljós kom að flest þessi fyrirtæki völdu dollarann!Áköfustu ESB-sinnar efndu til upphlaups sem stóð í nokkrar vikur og gekk út á að fyrirtækin í landinu væru að yfirgefa krónuna og færðu ársreikninga sína í evrum. Yfirlýsingar formanns stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Ingibjargar Sólrúnar, í miðju áróðursélinu vöktu hvað mesta athygli, en hún hélt því fram hvað eftir annað að fyrirtækin væru með þessu að flýja krónuna enda væri hún handónýt! Við yrðum að taka upp evru. Svo var ákafinn mikill í þessu máli að helst leit út fyrir að reynt væri að hrópa krónuna niður. Markaðurinn var gripinn fáti og gengið féll á nokkrum dögum um 3%. Til viðbótar komu fréttir um að Kaupþing væri að flytja eigið fé sitt yfir í evrur. Nú hafa málin skýrst.
Grein Ragnars Arnalds, formanns Heimssýnar, má lesa í heild á bloggsíðu hans.
Laugardagur, 13. janúar 2007
Formaður Heimssýnar í fjölmiðlum

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. janúar 2007
Samfylkingin og Evrópusambandið
Evrópumálin skjótast reglulega upp á yfirborðið í þjóðmálaumræðunni hér á landi en með mismunandi formerkjum. Það er auðvitað eðlilegt í ljósi þess að tengsl okkar við Evrópusambandið og aðildarríki þess eru margvísleg og mikilvæg og stöðugt nauðsynlegt að huga að því hvernig þeim verði best fyrir komið. Gallinn við þessar umræður er hins vegar sá að hún verður oft yfirborðskennd og það er orðinn nokkurs konar kækur hjá ákveðnum hópi stjórnmálamanna að tefla fram ESB-aðild - og nú í seinni tíð upptöku evrunnar - sem einföldu svari við öllum spurningum og viðfangsefnum sem við er að glíma í þjóðlífinu. Þetta er auðvitað einkum áberandi innan Samfylkingarinnar en vissulega líka hjá einstaka manni í Framsóknarflokknum.
Stóra kosningamálið sem hvarf 2003
Í ljósi umræðunnar að undanförnu er ástæða til að rifja upp að á síðasta kjörtímabili fór fram mikið málefnastarf innan Samfylkingarinnar um Evrópumál. Skrifaðar voru lærðar skýrslur og framkvæmd var póstkosning meðal flokksmanna um afstöðuna til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu, sem átti að marka mikil tímamót í sögu bæði flokks og þjóðar. Fáum mánuðum fyrir síðustu alþingiskosningar virtist allt benda til þess að flokkurinn myndi gera aðildarumsókn að helsta trompi sínu í kosningabaráttunni. Í ársbyrjun 2003 breyttist hins vegar málflutningurinn. Evrópumálin urðu ekki jafn brýnt viðfangsefni og áður og þegar komið var fram í febrúar sagði þáverandi formaður flokksins aðspurður í fjölmiðlum að ESB-aðild yrði ekki stórt kosningamál af hálfu flokksins. Aldrei fékkst nákvæmlega úr því skorið hvers vegna áherslurnar breyttust að þessu leyti. Kannski var það vegna þess að Samfylkingarmenn urðu varir við þverrandi áhuga almennings á málinu í skoðanakönnunum. Kannski vegna þess að þeir vildu ekki takmarka möguleika sína í stjórnarmyndunarviðræðum með því að gera Evrópumálin að úrslitaatriði.
Meinar Samfylkingin það sem hún segir?
Hvað sem því líður er athyglisvert að fylgjast með málflutningi Samfylkingarmanna í þessum efnum nú þegar aðeins fjórir mánuðir eru til næstu kosninga. Þessa dagana er alveg sama hvaða mál ber á góma í þjóðmálaumræðunni svar Samfylkingarinnar er jafnan upptaka evru og ESB-aðild. Vart er hægt að skilja ummæli helstu talsmanna flokksins síðustu daga og vikur öðru vísi en svo að þeir hyggist gera þetta að stóru máli fyrir kosningarnar í vor. Ef forystumennirnir meina raunverulega það sem þeir segja um mikilvægi aðildar og upptöku evrunnar hljóta þeir að bera málið fram af krafti í kosningabaráttunni og gera það að grundvallarmáli þegar kemur að stjórnarmyndunarviðræðum. Eða hvað? Mun sagan frá því fyrir fjórum árum endurtaka sig og málið hverfa út af dagskrá kosningabaráttunnar hægt og hljóðlega? Mun málflutningur flokksins sveiflast í takt við skoðanakannanir eins og þá eða mildast og dofna til að ögra ekki hugsanlegum samstarfsaðilum í stjórnarmyndunarviðræðum? Er trúverðugt fyrir Samfylkinguna að lýsa aðild að ESB og myntbandalaginu sem stærsta og brýnasta hagsmunamáli þjóðarinnar og segjast á sama tíma stefna að myndun svokallaðrar félagshyggjustjórnar með Vinstri grænum og Frjálslyndum? Fara þessi tvö yfirlýstu markmið flokksins saman? Verður ekki annað hvort að víkja? Hefur afstaða Vinstri grænna og Frjálslyndra í Evrópumálum kannski breyst?
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig talsmönnum Samfylkingarinnar jafnt forsætisráðherraefnum sem öðrum gengur að fóta sig í þeirri umræðu á næstunni.
Birgir Ármannsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
(Greinin birtist áður í Blaðinu 13. janúar 2007)
Laugardagur, 13. janúar 2007
Hvað varð um brýna hagsmunamálið sem þolir enga bið??
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á NFS fréttastöðinni 3. ágúst 2006 að flokkurinn væri reiðubúinn að leggja Evrópustefnu sína, þ.e. að sækja skuli um aðild að Evrópusambandinu, til hliðar ef það yrði til þess að hann fengi aðild að ríkisstjórn eftir þingkosningarnar í vor. Einhverjum kann að þykja þetta hin eðlilegustu ummæli. En skoðum málið aðeins betur. Ingibjörg Sólrún, eins og ófáir aðrir heittrúaðir Evrópusambandssinnar, hafa hamrað á því í gegnum tíðina að Evrópusambandsaðild sé brýnasta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar sem ekki þoli nokkra bið. En ummæli Ingibjargar á NFS þýða að hún sé engu að síður reiðubúin til að taka beinan þátt í því að salta öll áform um Evrópusambandsaðild næstu fjögur árin!
Bíddu, hvað varð eiginlega um brýna hagsmunamálið sem þolir enga bið??
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. janúar 2007
Fleiri áhugaverðar fréttir af Evrópumálunum
Bankarnir ekki í evrur á árinu
Útilokað er að íslensku viðskiptabankarnir færi uppgjör sitt og eigið fé í evrur á árinu. Samkvæmt lögum hefði umsókn um slíkt þurft að liggja fyrir 1. nóvember á síðasta ári ef bankarnir ætluðu að færa bókhaldið og gera upp í evrum á þessu ári. Sterkur orðrómur hefur verið uppi um að Kaupþing hygðist taka slíkt skref, en samkvæmt heimildum var aldrei lögð fram slík umsókn. Það er því útilokað að slíkt gerist á þessu ári. Forsvarsmenn Kaupþings hafa ekkert viljað tjá sig um þessa umræðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Glitnir og Landsbankinn ekki heldur lagt fram slíka umsókn.
Meira á Vísir.is
Engin ástæða til að örvænta yfir krónunni
Krónan getur lifað um langa framtíð og það er engin ástæða til að örvænta yfir henni. Þetta segir Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri.
Meira á Vísir.is
VG: Krónan ekki sökudólgurinn
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir allt tal um að taka upp evruna sem lausn á núverandi hagstjórnarvanda hér á landi út í loftið. Mikilvægt sé, að gera krónuna ekki að blóraböggli.
Meira á Rúv.is
Fimmtudagur, 11. janúar 2007
Brotnir flokkar velja Evrópu
Brotnir stjórnmálaflokkar velja stór mál í kosningum til að draga athyglina frá vanhöldum flokkanna sjálfra. Því stærri sem málin eru því meiri líkur eru á að hægt sé að fela sig á bakvið þau. Innganga í Evrópusambandið er heljarstórt mál og þangað leita þeir flokkar skjóls sem annars væru berrassaðir á almannafæri rétt fyrir kosningar.
Grein Páls Vilhjálmssonar, blaðamanns, má lesa í heild sinni á bloggsíðu hans.
Fimmtudagur, 11. janúar 2007
Nýr forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um evruna og ESB
Dr. Gunnar Ólafur Haraldsson er nýr forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og tók hann við af Dr. Tryggva Þór Herbertssyni sem lét af þeim störfum um síðustu áramót. Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, innti í gær Gunnar um skoðun hans á þeirri umræðu sem verið hefur í gangi að undanförnu um evruna og krónuna. Gunnar sagði fyrir það fyrsta ekki vera búið að skoða nægilega vel allar hliðar málsins til þess að hægt sé að taka ákvörðun um að kasta krónunni. Það hefur til að mynda ekki verið fullskoðað hvernig við myndum haga hagstjórninni, með lítil sem engin áhrif á gjaldmiðilinn. Að taka upp evruna getur líka haft mikil áhrif á vinnumarkaðinn og þau áhrif hafa heldur ekki verið rannsökuð ofan í kjölinn. Þetta er ekki bara spurning um að telja kostina og ókostina. Það þarf að vega og meta hversu þungt þessir kostir og ókostir vega. Spurningin um fyrirkomulag þessara mála á ekki að vera dægurmál."
Gunnar telur ekki ráðlagt að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið. Ef við tækjum upp evruna þyrftum við strax að reyna að aðlaga íslenska hagkerfið sem best að sveiflum í evrópska hagkerfinu. Sögulega séð hefur Ísland oft verið í uppsveiflu á meðan Evrópa er í niðursveiflu og öfugt. Ef við tækjum upp evruna án þess að ganga í sambandið gætum við lent í því að vera með lága vexti í uppsveiflu og háa vexti í kreppu." Hann bendir líka á að þótt Íslendingar tækju upp evruna væru hagstjórnarvandamál hvergi nærri úr sögunni.
Áhrifin af uppsveiflu eða niðursveiflu koma alltaf einhvers staðar fram. Ef það gerist ekki að hluta til í gegnum gengið, þá gerist það bara einhvers staðar annars staðar. Svo má heldur ekki gleyma því að við verðum ekki laus við áhrifin af gengissveiflum þótt við tökum upp evruna. Aðrir gjaldmiðlar sveiflast líka, þetta verða þá bara ekki gengissveiflur sem verða til af ástandinu hérna innanlands. En sveiflurnar myndu vissulega minnka."
(Athugasemd Heimssýnarbloggsins: Því er við þetta að bæta að hvorki er ein hagsveifla til staðar innan Evrópusambandsins né evrusvæðisins þó sveiflurnar þar á bæ séu allajafna miklum mun líkari en það sem gengur og gerist á milli Íslands og aðildarríkja sambandsins. Sums staðar er uppsveifla innan evrusvæðisins, s.s. á Spáni, á meðan erfiðlega hefur gengið að örva hjól atvinnulífsins t.a.m. í Þýskalandi og Frakklandi. Miðstýrðir stýrivextir Seðlabanka Evrópusambandsins, sem gilda á öllu evrusvæðinu, hafa fyrir vikið verið einhvers konar málamiðlun og í raun ekki hentað neinu af evruríkjunum. Hugmyndafræðingar evrusvæðisins gerðu ráð fyrir því í upphafi að hagsveiflur evruríkjanna myndu smám saman samlagast en það hefur þó enn ekki gerst heldur hafa sveiflurnar til þessa miklu fremur fjarlægst.)
Ýmsir hafa haldið því fram að evran muni, hvort sem okkur líkar betur eða verr, lauma sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf, samfara því að umsvif íslenskra stórfyrirtækja verði í sífellt meira mæli í erlendum gjaldmiðli. Fullyrt hefur verið að það myndi gera peningamálastjórn Seðlabankans áhrifalausa. Ég sé ekki að þetta myndi breyta miklu frá því sem nú er, því að stórum hluta hafa stýrivextir Seðlabankans ekki virkað sem skyldi. Bankarnir hafa nú þegar greiðan aðgang að erlendu lánsfjármagni og eru því að miklu leyti undanskildir áhrifum af stýrivöxtum Seðlabankans. Ég held það sé alltaf, þrátt fyrir allt [s.s. hvort sem hér á landi væri í notkun evra eða króna], almenningur í landinu sem ber þyngstu byrðarnar af peningamálastjórninni."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 11. janúar 2007
Áhugaverðar fréttir af Evrópumálunum
ESB telur þjóðir ekki geta tekið upp evru án aðildar að sambandinu
Amelia Torres, talsmaður Evrópusambandsins (ESB) í efnahagsmálum, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að evran væri órjúfanlegur hluti af ESB og ríki geti aðeins tekið upp evruna með því að ganga í sambandið fyrst. Að auki þurfi hagkerfi ríkjanna að uppfylla ströng skilyrði til að fá að ganga í Myntbandalag Evrópu, EMU.
Meira á Mbl.is
Seðlabankastjóri: Engin evra án ESB-inngöngu
Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri segir að ekki komi til greina að Íslendingar taki upp evru nema þeir gangi í ESB fyrst. Talsmaður ESB í efnahagsmálum tekur í sama streng og segir evruna órjúfanlegan hluta sambandsins.
Meira á Rúv.is
Peningamálastefnan bítur áfram, segir Seðlabankinn
Gengi krónunnar féll um tæp tvö prósent í dag vegna sterks orðróms um að Kaupþing hyggist færa uppgjör sitt yfir í evru. Kaupþingsmenn neita að tjá sig. Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri segir að peningamálastefnan muni hafa bit áfram, jafnvel þótt einhverjir viðskiptabankanna kjósi að gera reikninga sína upp í erlendum gjaldmiðlum.
Meira á Vísir.is
Frásagnir af andláti krónunnar eru ýktar
Frásagnir af andláti krónunnar eru dálítið ýktar," segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings og telur að ef til vill hafi verið ofmetin í umræðunni áhrifin af því ef fjármálafyrirtæki færðu eigið fé sitt yfir í erlenda mynt.
Meira á Vísir.is
Fjármálaráðherra undrast orð formanns Sf um krónuna
Árni Mathiesen fjármálaráðherra álítur að tal Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, um ónýta krónu sé áróður fyrir inngöngu í Evrópusambandið. Að öðru leyti sé það óskiljanlegt af stjórnmálaleiðtoga sem vilji láta taka sig alvarlega. Hann hefur hvorki þungar áhyggjur af krónunni né uppgjöri fyrirtækja í erlendri mynt.
Meira á Rúv.is
Áhætta í evrulaunum
Launþegar taka mikla áhættu með því að þiggja laun í evrum, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann telur hverfandi líkur á að evran laumi sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf. Hún verði aldrei tekin upp nema um það ríki pólitísk sátt.
Meira á Vísi.is
![]() |
ESB telur þjóðir ekki geta tekið upp evru án aðildar að sambandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. janúar 2007
Evra og hagstjórn
Þegar ríkisstjórnarflokkarnir og Samfylkingin samþykktu að ráðist yrði í byggingu Kárahnjúkavirkjunar og að álver skyldi rísa við Reyðarfjörð, lá fyrir að tímabundið rót myndi koma á íslenskt efnahagslíf. Á móti kom það mat manna að langtímaáhrif þessara framkvæmda á hagkerfið væru til góðs. Hagstjórnarvandinn jókst hins vegar til muna vegna hækkunar á lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs og gríðarlegra útlána bankanna til íbúðakaupa. Sá hagstjórnarvandi sem glímt hefur verið við undanfarin misseri var því fyrirsjáanlegur og kom ekki á óvart. Seðlabankinn hefur borið hitann og þungann af þessum vanda og nokkuð hefur borið á gangrýni á ríkisvaldið og sveitarfélögin vegna þess að þau hafi ekki dregið úr útgjöldum sínum. Einnig hefur borið á þeirri hugmynd að hægt væri að leysa hagstjórnarvandann með því að taka upp evru.
Grein Illuga Gunnarssonar, hagfræðings, má lesa í heild á Vísi.is.
Nýjustu færslur
- Gleðilega páska á flekamótum
- Einn pakki, enginn valkostur
- Regluvæðingin ryður samkeppni úr vegi
- Öryggismál og Brusselspuni
- Þjóðaratkvæðagreiðsla eða inngönguyfirlýsing?
- Þögnin sem breytir pólitískri merkingu
- Tollfríðindi okkar við ESB eru ekki afsprengi EES
- Hagsmunir Íslands eiga að hafa forgang
- Frumvarp Þorgerðar Katrínar um bókun 35 stærra en Icesave o...
- Hvers vegna ætti Evrópusambandið að refsa Íslandi?
- Lilja Dögg gagnrýnir umræðu um mögulega refsitolla frá ESB
- Kristrún hér er nesti til Brussel!
- Bara upp á punt
- Bara ef við hefðum gengið í sambandið....
- Skynsemin ræður í Noregi
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 51
- Sl. sólarhring: 234
- Sl. viku: 1441
- Frá upphafi: 1214816
Annað
- Innlit í dag: 51
- Innlit sl. viku: 1296
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar