Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Segir evruna ekki hafa verið evruríkjunum til hagsbóta

ihtÍ dagblaðinu International Herald Tribune birtist grein 19. desember sl. þar sem Robin Shepherd, fræðimaður við rannsóknarstofnunina German Marshall Fund, heldur því fram að það yrði flestum hinum nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins í Austur-Evrópu í óhag að taka upp evruna eins og þau skuldbundu sig til að gera þegar þau gengu í sambandið árið 2004. Shepherd segir að raunveruleikinn sé einfaldlega sá að þau tólf ríki Evrópusambandsins, sem þegar nota evruna sem gjaldmiðil, hafi ekki haft neinn augljósan hag af því að taka hana upp. "Rökin fyrir því að taka upp evruna hafa of oft verið eitthvað sem gert hefur verið ráð fyrir í stað staðreynda. Næst þegar einhver úr framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heldur fyrirlestur um evruna þá ætti sá hinn sami e.t.v. að koma með haldbær rök fyrir því hvers vegna liggi svona á [fyrir nýju aðildarríkin að taka upp evruna] og útskýra hvað málið í raun og veru snýst um," segir Shepherd í greininni.

Því má bæta við að málið snýst raunverulega um það að evran var aldrei hugsuð fyrst og fremst sem hagfræðilegt fyrirbæri heldur pólitískt, sem stórt skref í áttina að því að breyta Evrópusambandinu í eitt ríki. Nokkuð sem ófáir forystumenn sambandsins hafa ítrekað viðurkennt opinberlega. Hér á eftir fara þrjú dæmi af handahófi:

„Tilkoma evrunnar er sennilega mikilvægasta samrunaskrefið frá því að samrunaferlið hófst. Það er ljóst að tíma sjálfstæðrar stefnumótunar [aðildarríkja Evrópusambandsins] í atvinnu- félags og skattamálum er endanlega lokið. Þetta mun þýða að loksins verður hægt að afskrifa ýmsar ranghugmyndir um sjálfstæð þjóðríki [innan sambandsins].“ (Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, The Hague, 19. janúar 1999)

„Tilkoma sameiginlegu myntarinnar felur í sér mesta afsal á fullveldi síðan Evrópubandalagið var stofnað. Sú ákvörðun [að taka upp evruna] er fyrst og fremst pólitísks eðlis. Við þurfum sameinaða Evrópu. Við megum aldrei gleyma að evran er einungis áfangi á þeirri leið.“ (Felipe Gonzalez, fyrriv. forsætisráðherra Spánar, í maí 1998)

„Sú vinna, að koma á myntbandalagi, mun eiga sér stað samhliða, og verður að eiga sér stað samhliða, pólitískum samruna. Myntbandalag Evrópu er, og hefur alltaf verið hugsað sem, áfangi í áttina að sameinaðri Evrópu.“ (Wim Duisenberg, fyrrv. bankastjóri evrópska seðlabankans)


Illugi Gunnarsson skrifar um Evrópusambandið og evruna

Illugi_GunnarssonIllugu Gunnarsson, hagfræðingur með meiru, ritaði grein í Fréttablaðið á dögunum þar sem hann fjallar um Evrópumálin. Er óhætt að mæla með greininni, en hana má nálgast hér. Vegna athugasemdar sem gerð er við grein Illuga má nefna að ástæða þess að efnahagslíf Finna og Íra er í mun betri skorðum en nær allra annarra aðildarríkja Evrópusambandsins hefur minnst með aðild þeirra að sambandinu að gera. Það segir sig auk þess væntanlega sjálft að ef það væri ávísun á öflugt og gott efnahagslíf að ganga í Evrópusambandið væri slíkt væntanlega raunin í a.m.k. meirihluta aðildarríkja sambandsins og í sjálfu sér væri ekkert óeðlilegt að gera ráð fyrir því að það ætti við um mikinn meirihluta þeirra.

Raunveruleikinn er hins vegar sá að slíkt heyrir til algerra undantekninga og, eins og áður segir, síst hægt að skrifa á reikning Evrópusambandsins heldur fyrst og síðast vegna umbóta sem viðkomandi stjórnvöld hafa komið á í löndum sínum að eigin frumkvæði. Evrópusambandið er þvert á móti í sívaxandi mæli dragbítur á efnahagslíf aðildarríkja sinna og það á ekki síst við um evrusvæðið.


87% Austurríkismanna vilja ekki Tyrki í Evrópusambandið

turkish_flag Austurríska dagblaðið Die Presse birti í dag niðurstöður skoðanakönnunar þar sem 87% Austurríkismanna segjast andvíg því að Tyrkir verði teknir inn í Evrópusambandið. Tyrkir hafa verið í biðstofunni eftir aðild að sambandinu í áratugi og nú hefur þeim enn á ný verið tilkynnt að aðildarumsókn þeirra verði sett í biðstöðu. Mikil andstaða er víða innan Evrópusambandsins við aðild Tyrkja, ekki síst í Frakklandi, Þýskalandi, Danmörku og Austurríki.

"Föst árið 1957"

Á næsta ári verður hálf öld liðin frá því að Rómarsáttmálinn svonefndi var undirritaður sem markaði upphaf þess sem við þekkjum í dag sem Evrópusambandið. Þetta gerðist árið 1957. Í tilefni af tímamótunum hélt framkvæmdastjórn sambandsins hugmyndasamkeppni að táknmynd fyrir þau. Hugmyndin sem bar sigur úr býtum sést hér fyrir neðan:

togethersince1957

 

Hugmyndin með táknmyndinni er að skírskota til samheldni og samstöðu aðildarríkja Evrópusambandsins (að vísu hafa langt því frá öll ríkin verið þátttakendur í Evrópusamrunanum svokallaða allar götur frá árinu 1957 og myndin því að vissu leyti markleysa). Það leið hins vegar ekki á löngu þar til aðildarríkin samheldnu voru komin í hár saman út af táknmyndinni og snerist einkum um að hún væri ekki nothæf á öllum tungumálum aðildarríkjanna - raunar aðeins á Bretlandi og Írlandi. Enn mun engin sátt hafa náðst um táknmyndina góðu. En það er kannski bara hið besta mál. A.m.k. sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, einn ötulasti talsmaður Evrópusambandssinna á Íslandi, um árið að það væri bara eðlilegt ástand mála að allt logaði í illdeilum innan sambandsins með reglulegu millibili þar sem það væri vettvangur til að leysa úr deilum aðildarríkjanna!

En hvað sem því líður þá töldu ýmsir aðrir að táknmyndin ætti engan veginn við og þ.á.m. bresku samtökin Democracy Movement sem hafa þess í stað lagt til að ákveðnar breytingar verði gerðar á táknmyndinni. Tillögu samtakanna má berja augum hér:

stuckin1957


Hlustum á áhyggjur almennings - en breytum samt ekki neinu

Margot-WallstromMargot Wallström, hinn sænski yfirmaður samskiptamála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, varaði nýverið þýsk stjórnvöld við því að þau yrðu að hlusta á áhyggjur íbúa aðildarríkjanna vegna fyrirhugaðrar stjórnarskrár sambandsins. Hins vegar lagði hún af sama tilefni á það ríka áherslu að forðast væri eins og heitan eldinn að gera breytingar á texta stjórnarskrárinnar. M.ö.o. á að hlusta á almenning vegna stjórnarskrárinnar en samt að koma eins lítið til móts við áhyggjur hans og mögulegt er.

Sem kunnugt er taka Þjóðverjar við forsætinu innan Evrópusambandsins um áramótin og hafa það með höndum næsta hálfa árið. Þýsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni vinna að því öllum árum að reyna að koma stjórnskrármálinu aftur á dagskrá.


Stjórnarmenn í Heimssýn blogga

heimssyn2Til gamans má geta þess að fyrir utan blogg Heimssýnar hér á bloggvef Morgunblaðsins blogga nokkrir stjórnarmenn hreyfingarinnar hér líka. Þar má nefna formanninn Ragnar Arnalds, gjaldkerann Pál Vilhjálmsson og loks stjórnarmennina Friðjón R. Friðjónsson, Gísla Frey Valdórsson og Hjört J. Guðmundsson.


Reynslan af evrusvæðinu hefur einmitt verið þveröfug

Euro645Eitt af því sem stuðningsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið halda gjarnan fram er að tilkoma evrusvæðisins hafi leitt til þess að ráðamenn í aðildarríkjum þess hafi neyðst til að sýna meiri hagstjórnarábyrgð en áður. Þetta var vissulega markmiðið í upphafi, a.m.k. í orði, en raunin hefur hins vegar orðið allt önnur og verri. Reynslan hingað til hefur einmitt verið sú að stjórnvöld í evruríkjunum hafa, vegna aðildarinnar að evrusvæðinu, talið sig hafa efni á því að slá meira slöku við en áður í hagstjórn landa sinna sem aftur er ein ástæða þess svartnættis sem ófáir virtir aðilar í hinum alþjóðlega fjármálaheimi álíta að sé framundan hjá evrusvæðinu og Evrópusambandinu sem slíku og komið hefur verið inn á áður hér á þessari bloggsíðu. Aðalástæða þess er þó sú að hagkerfi aðildarríkja evrusvæðisins eru of ólík innbyrðis til að myntbandalag þeirra á milli geti talist skynsamlegt út frá hagfræðilegum forsendum. Hagkerfi evrulandanna eru þó miklu líkari en nokkurn tímann íslenska hagkerfið og það sem gengur og gerist á evrusvæðinu.

Lykilatriði í þessu sambandi er að svonefndur stöðugleikasáttmáli evrusvæðisins sem ætlað var að hafa hemil á aðildarríkjunum með því að banna þeim að hafa meiri fjárlagahalla á ársgrundvelli en sem nemur 3% af landsframleiðslu þeirra. Skemmst er frá því að segja að sáttmáli þessi hefur reynst að mestu gagnslaus svo að segja allt síðan evrusvæðið var sett á laggirnar. Frakkar og Þjóðverjar hafa t.a.m. brotið gegn sáttmálanum hvað eftir annað á undanförnum árum og komist upp með það í krafti stærðar sinnar án þess að vera refsað fyrir sem þó er gert ráð fyrir að sé gert samkvæmt stöðugleikasáttmálanum. Minni aðildarríki (ríki eins og Portúgal og Holland sem þó eru margfalt fjölmennari en Ísland) hefur hins vegar verið miskunnarlaust refsað fyrir brot gegn sáttmálanum.

Þetta síðastnefnda er einmitt eitt besta dæmið um það hvernig það er langur vegur frá því að vera það sama að vera stórt og lítið ríki innan Evrópusambandsins.


Hvaða hafa þeir sagt um hið fyrirhugaða evrópska stórríki?

eu_constitutionÞað liggur fyrir að stefnt er leynt og ljóst að því innan Evrópusambandsins að breyta sambandinu smám saman í eitt ríki hliðstæðu við Bandaríki Norður Ameríku. Hér er hins vegar ekki á ferðinni eitthvað sem verið er að gera í sátt og samvinnu við íbúa aðildarríkja Evrópusambandsins heldur gæluverkefni elítunnar sem ræður ríkjum innan sambandsins og sem hefur takmarkaðan áhuga á að standa í því að taka tillit til sjónarmiða almennings í þeim efnum. Fyrirhuguð stjórnarskrá Evrópusambandsins, sem engan veginn er tímabært að afskrifa þó henni hafi verið hafnað af bæði Frökkum og Hollendingum í þjóðaratkvæðagreiðslum á síðasta ári, er lykilatriði í hönnun þessa evrópska stórríkis sem beinlínis hefur verið kallað Bandaríki Evrópu ("United States of Europe") af ýmsum forystumönnum Evrópusambandsins. En hvað hafa forystumennirnir beinlínis sagt opinberlega um þetta mál? Hér á eftir fara nokkur dæmi um það.

„The Constitution is the capstone of a European Federal State.“ (Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, Financial Times, 21. júní 2004)

„The European Union is a state under construction.“ (Elmar Brok, formaður utanríkismálanefndar Evrópusambandsþingsins)

„Our constitution cannot be reduced to a mere treaty for co-operation between governments. Anyone who has not yet grasped this fact deserves to wear the dunce's cap.“ (Valéry Giscard d’Estaing, formaður stjórnarskrárnefndar ESB, í ræðu í Aachen 29. maí 2003)

„Our continent has seen successive attempts at unifying it: Caesar, Charlemagne and Napoleon, among others. The aim has been to unify it by force of arms, by the sword. We for our part seek to unify it by the pen. Will the pen succeed where the sword has finally failed?“ (Valéry Giscard d’Estaing, formaður stjórnarskrárnefndar ESB, í ræðu í Aachen 29. maí 2003)

„We know that nine out of 10 people will not have read the Constitution and will vote on the basis  of what politicians and journalists say. More than that, if the answer is No, the vote will probably have to be done again, because it absolutely has to be Yes.“ (Jean-Luc Dehaene, fyrrv. forsætisráðherra Belgíu og varaformaður stjórnarskrárnefndar ESB, Irish Times, 2. júní 2004)

„Creating a single European state bound by one European Constitution is the decisive task of our time.“ (Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, The Daily Telegraph, 27. desember 1998)

„Transforming the European Union into a single State with one army, one constitution and one foreign policy is the critical challenge of the age, German Foreign Minister Joschka Fischer said yesterday.“ (The Guardian, 26. nóvember 1998)

„We must now face the difficult task of moving towards a single economy, a single political entity .. For the first time since the fall of the Roman Empire we have the opportunity to unite Europe.“ (Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar ESB, í ræðu í Evrópuþinginu 13. október 1999)

„Are we all clear that we want to build something that can aspire to be a world power? In other words, not just a trading bloc but a political entity.“ (Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar ESB, 13. febrúar 2001)

„Anyone in Britain who claims the constitution will not change things is trying to sweeten the pill for those who don't want to see a bigger role for Europe. The constitution is not just an intellectual exercise. It will quickly change people's lives.“ (Lamberto Dini, fyrrv. forsætisráðherra Ítalíu, The Sunday Telegraph, 1. júní 2003)

„In Maastricht we laid the foundation-stone for the completion of the European Union. The European Union Treaty introduces a new and decisive stage in the process of European union, which within a few years will lead to the creation of what the founding fathers dreamed of after the last war: the United States of Europe.“ (Helmut Kohl, fyrrv. kanslari Þýskalands, apríl 1992)

„Federalism might make eurosceptics laugh but, with the creation of the euro, the halfway stage would be reached. Four key organisms would have a federal or quasi-federal status: the Central Bank, the Court of Justice, the Commission and the Parliament. Only one institution is missing: a federal government.“  (M. Jacques Lang, talsmaður franska þingsins í utanríkismálum, The Guardian, 22. júlí 1997)

„European government is a clear expression I still use, you need time, but step by step, as in the Austrian case, the European Commission takes a political decision and behaves like a growing government.“ (Romano Prodi, fyrrv. forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, The Independent, 4. febrúar 2000)

„Monetary union is there, the common currency is there. So our main concern nowadays is foreign policy and defence. The next step, in terms of integration of the European Union, will be our constitution. We are today where you were in Philadelphia in 1787.“ (Jean-David Levitte, sendiherra Frakka í Bandaríkjunum, á blaðamannafundi 3. apríl 2003)

„The process of monetary union goes hand in hand, must go hand in hand, with political integration and ultimately political union. EMU is, and was meant to be, a stepping stone on the way to a united Europe.“ - Wim Duisenberg, fyrrv. bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins)

„The last step will then be the completion of integration in a European Federation ... Such a group of States would conclude a new European framework treaty, the nucleus of a constitution of the Federation. On the basis of this treaty, the Federation would develop its own institutions, establish a government which, within the EU, should speak with one voice ... a strong parliament and a directly elected president. Such a driving force would have to be the avant-garde, the driving force for the completion of political integration ... This latest stage of European Union ... will depend decisively on France and Germany.“ (Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, í ræðu sem haldin var í Humboldt University 12. maí 2000)

„There is no example in history of a lasting monetary union that was not linked to one State.“ (Otmar Issing, fyrrv. aðalhagfræðingur þýska seðlabankans, 1991)


Leiðarahöfundur Daily Telegraph segir evruna dauðadæmda

euroLeiðari í breska stórblaðinu Daily Telegraph í gær fjallar um evruna og verður ekki annað sagt en að fyrirsögnin sé afgerandi: "A doomed currency". Þar segir að tilkoma evrusvæðisins hafi verið byggð á þeim samningi að Þýskaland, það aðildarríki Evrópusambandsins sem stóð sterkast að vígi efnahagslega, leggði niður þýska markið gegn því að hin aðildarríkin myndu ekki skaða hinn nýja gjaldmiðil, evruna. "Nú, tæpum átta árum síðan, er þetta andvana fædda verkefni að fara í sundur á saumunum," segir í leiðaranum. Þess má geta að Andrés Magnússon, blaðamaður, fjallaði einnig um þetta mál í gær á bloggsíðu sinni.

Lykilatriði í þessu máli er sá mikli og vaxandi munur sem einkum er á milli efnahagskerfa ríkja í suður- og norðurhluta evrusvæðisins. Gjá er að myndast þar á milli. Fyrir vikið eru miðstýrðir stýrivextir Seðlabanka Evrópusambandsins orðnir "gríðarlegur, pólitískur dragbítur", eins og segir í leiðara Daily Telegraph. Á síðasta ári kallaði ítalski stjórnmálaflokkurinn Norðurbandalagið eftir því að ítalska líran yrði aftur tekin í notkun í stað evrunnar og nú hefur forsætisráðherra Frakklands, Dominique de Villepin, farið fram á að ríkisstjórnum aðildarríkja evrusvæðisins verði veitt á ný vald til að hafa áhrif á gengi evrunnar. Nokkuð sem leiðarahöfundur segir að myndi þýða náðarhöggið fyrir sjálfstæði Seðlabanka Evrópusambandsins.

Og ýmsir hafa orðið til að vara við þessari þróun. Breski HSBC bankinn í London, sá annar stærsti í heiminum, gaf út skýrslu sumarið 2005 þar sem segir í niðurstöðum að reynslan af evrusvæðinu sé svo slæm að það gæti verið sumum af aðildarríkjum svæðisins í hag að yfirgefa það og taka upp sína fyrri sjálfstæðu gjaldmiðla á ný. Í skýrslunni, sem ber heitið "European meltdown?", segir að Þýskaland, Ítalía og Holland hafi beðið skaða af aðild sinni að Myntbandalagi Evrópusambandsins og kynnu af þeim sökum á einhverjum tímapunkti að taka þá ákvörðun að segja skilið við það. Það sem einkum veldur þessu að mati bankans eru einmitt miðstýring Seðlabanka Evrópusambandsins á stýrivöxtum innan evrusvæðisins sem hefur leitt af sér ýmsar neikvæðar afleiðingar fyrir aðildarríki svæðisins og gert þeim erfitt fyrir að hafa eðlilega stjórn á efnahagslífi sínu.

Samkvæmt niðurstöðum annarar áhugaverðrar skýrslu, sem unnin var af bandaríska fjárfestingabankanum Morgan Stanley í apríl 2005, stendur evran frammi fyrir "banvænni þróun" sem gæti haft í för með sér endalok evrusvæðisins. Haft var eftir Joachim Fels, sérfræðingi hjá bankanum í málefnum evrusvæðisins, að stækkun Evrópusambandsins væri ekki síst áhyggjuefni en hún yki ekki líkurnar á efnahagslegum stöðugleika innan þess með svo mörg ólík ríki innanborðs. Þessi þróun kynni að leiða til þess að stjórnmálaflokkar, einkum í Þýskalandi, tækju upp þá stefnu að taka upp á ný innlendan gjaldmiðil sem yrði stöðugari en evran. Ef marka má skýrsluna eru tæknilegar og lagalegar hrindranir þess mjög litlar.

Í júní í sumar viðurkenndi dr. Otmar Issing, einn ötulasti talsmaður evrusvæðisins og sem þá hafði nýverið látið af störfum sem aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópusambandsins, að efnahagslegar undirstöður svæðisins hafi verið gallaðar þegar það var sett á laggirnar á sínum tíma. Hann sagði að evrunni hefði verið hleypt af stokkunum áður en verkefnið hafi verið nægilega undirbúið. "Ef myntbandalag á að starfa eðlilega þarf sveigjanlegur vinnumarkaður að vera til staðar og góðir markaðir. Þessi skilyrði hafa ekki verið uppfyllt frá byrjun," sagði hann m.a. í samtali við þýska dagblaðið Handelsblatt. Issing tók ennfremur undir það að evrusvæðinu stafaði ógn af mikilli spennu á milli norður- og suðurhluta þess vegna ólíkra aðstæðna innbyrðis sem hann sagði vera beina ávísun á vandamál í framtíðinni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 123
  • Sl. sólarhring: 183
  • Sl. viku: 1513
  • Frá upphafi: 1214888

Annað

  • Innlit í dag: 113
  • Innlit sl. viku: 1358
  • Gestir í dag: 109
  • IP-tölur í dag: 109

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband