Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Finnska þingið staðfestir fyrirhugaða stjórnarskrá ESB

euconstitutionFinnska þingið staðfesti fyrirhugaða stjórnarskrá Evrópusambandsins í gær þriðjudag. Finnland er þar með sextánda aðildarríki sambandsins til að staðfesta hana (sum ríkjanna hafa þó ekki endanlega lokið staðfestingarferlinu) og sjöunda aðildarríkið til að gera það eftir að franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu stjórnarskránni í þjóðaratkvæðagreiðslum á síðasta ári.

Finnar fara nú með forsætið innan Evrópusambandsins og hafa gert síðan um mitt þetta ár. Um áramótin taka Þjóðverjar við og hafa þýsk stjórnvöld lýst því yfir að þau muni leggja allt kapp á að finna leið til að koma megi stjórnarskránni í gagnið þrátt fyrir niðurstöðurnar í Frakklandi og Hollandi. Standa vonir til að það reynist mögulegt á árinu 2008. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, hefur lýst yfir stuðningi við þessi áform.

Heimildir:
Finland ratifies EU constitution (Euobserver.com 05/12/06)
Finland ratifies EU constitution (BBC 05/12/06)
Merkel set for lonely battle to resurrect full EU constitution (Times 04/12/06)
Barroso rallies commissioners behind EU constitution (Euobserver.com 04/12/06)
Germany to resurrect EU constitution (Guardian 01/12/06)


Tony Blair reynir að bæta ímynd ESB í augum Breta

blair03Breskir fjölmiðlar greindu frá því á dögunum að ríkisstjórn Bretlands, undir forystu Tony Blairs forsætisráðherra, hafi ákveðið að setja af stað nýja herferð til að reyna að vinna gegn neikvæðri ímynd Evrópusambandsins í augum Breta. Ráðherrum og opinberum embættismönnum verður gert að reyna að tengja Evrópusambandið við jákvæða hluti, eins og evrópskan fótbolta og Evróvision söngvakeppnina, jafnvel þó um sé að ræða hluti sem hafa ekkert með sambandið sem slíkt að gera.

Að sama skapi verður opinberum embættismönnum bannað að minnast á hluti sem líklegir eru til að leggjast illa í breskan almenning s.s. "reglugerð frá Evrópusambandinu" (EU directive), "embættismaður Evrópusambandsins" (Eurocrat) og "Brussel". Sérstakur starfsmaður verður staðsettur í hverju ráðuneyti til þess að sjá til þess að farið verði eftir þessum nýju vinnureglum.

Heimildir:
Everyone must love the EU... says Tony Blair (Thisislondon.com 05/12/06)
Everyone must love the EU... says Tony Blair (The Mail 02/12/06)


Finnskir bændur óánægðir með aðild Finnlands að ESB

farming10Finnskir bændur eru óánægðir með reynslu Finnlands af Evrópusambandsaðild að sögn Markus Lahtinens, prófessors við háskólann í Tampere. Lahtinen flutti erindi um reynslu Finna af aðild að Evrópusambandinu á ráðstefnu alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sl. föstudag 24. nóvember. Lahtinen sagði hlutfall framleiðslu í innkomu bænda hafa dregist saman um allt að 30% og að samhliða því hafi hlutfall styrkja frá Evrópusambandinu aukist.

Lahtinen sagði styrki Evrópusambandsins til bænda miðast við að tryggja félagslegt öryggi óháð því hve mikið þeir framleiða. Bændur fái því greitt óháð því hvort þeir leggja hart að sér við framleiðsluna eða ekki og það líkar þeim ekki, bætti Lahtinen við.

Heimild:
ESB letur finnska bændur (Rúv.is 26/11/06)


ESB vill taka yfir stjórn lögreglumála í aðildarríkjunum

eu9Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það að sett verði á fót sérstök stofnun á vegum sambandsins sem fara muni með yfirstjórn lögreglumála innan þess, að neitunarvald einstakra aðildarríkja sambandsins í þeim málum verði afnumið og að landamæri á milli þeirra verði afnumin með tilliti til lögreglumála. Undir stofnunina á einnig að heyra menntun dómara.

Heimild:
EU Calls for Elimination of National Boundaries and State Veto on Criminal Matters (Lifesite.net 30/06/06)


Leiðtogi þýskra jafnaðarmanna kallar eftir Evrópusambandsher

kurt_beckKurt Beck, leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins, kallaði eftir því í sinni fyrstu stefnuræðu í Berlín 6. nóvember sl. að Evrópusambandið kæmi sér upp sínum eigin her sem væri undir beinni stjórn sambandsins. Ummælin þykja ákveðin tímamót, en þetta er í fyrsta skipti sem þýskur stjórnmálaflokkur leggur slíkt til.

Heimild:
German proposes a European army (International Herald Tribune 06/11/06)


Meirihluti breskra forstjóra telja ESB vera að þróast í ranga átt

eu_parl1Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun í Bretlandi telja 52% forstjóra breskra fyrirtækja að Evrópusambandið sé að þróast í ranga átt efnahagslega og 54% að kostnaður vegna reglugerðafargans Evrópusambandsins sé nú orðinn meiri en ávinningurinn af innri markaði þess. Þetta á ekki síst við um forstjóra þeirra fyrirtækja í Bretlandi sem eiga í hvað mestum viðskiptum við önnur aðildarríki Evrópusambandsins. 59% telja reglugerðafargan sambandsins fara vaxandi á meðan 35% telja það standa í stað og aðeins 4% að það fari minnkandi.

Könnunin var gerð af fyrirtækinu ICM fyrir hugveituna Open Europe. Úrtakið voru eitt þúsund forstjórar breskra fyrirtækja. Niðurstöðurnar voru birtar 16. október sl.

Heimild:
New ICM poll of 1,000 businesses: 52% think the EU is “failing” (Openeurope.org.co 16/10/06)

Tengt efni:
Kostnaður vegna reglugerðafargans meiri en ávinningurinn af innri markaðinum
Segja ESB verða að draga verulega úr reglugerðafargani á fyrirtæki
Evrópusambandið er íþyngjandi fyrir breskt atvinnulíf


Endurskoðendur neita að undirrita bókhald ESB tólfta árið í röð

euflag10Óprúttnir aðilar í Slóveníu hafa reynst jafn hugmyndaríkir eftir inngönguna í Evrópusambandið eins og annars staðar í aðildarríkjum sambandsins þegar kemur að því að krefja Evrópusambandið um niðurgreiðslur í landbúnaði á röngum forsendum að sögn breska dagblaðsins Times. Eftirlitsmenn komust þannig t.a.m. að því að helmingur nautgripa, sem sagðir voru til í Slóveníu, reyndust ekki vera það og sömuleiðis fjórðungur sauðfjár og geita.

Ósamræmið milli staðreynda og skáldskapar, þegar kemur að niðurgreiðslum í landbúnaði í Evrópusambandinu, nemur um 2% útgjaldanna. Samkvæmt endurskoðun reikninga voru níu greiðslur til framleiðenda matarolíu á Spáni, Grikklandi og Ítalíu í fyrra annað hvort byggðar á ýkjum eða hreinum lygum. Þessar greiðslur námu tveimur miljörðum evra.

Þá fundu endurskoðendur ósamræmi í 2/3 af 95 framkvæmdum í aðildarríkjunum sem Evrópusambandið fjármagnar svo sem við lagningu vega og brúa. Tólfta árið í röð neita endurskoðendur að undirrita bókhald Evrópusambandsins á þeim forsendum að mikill meirihluti þess sé fullur af alls kyns misfærslum, fjársvikum o.s.frv.

Heimild:
ESB: Nýliðar ekki síðri svindlarar (Rúv.is 25/10/06)


Viðurkennir jákvæða reynslu Svisslendinga af tvíhliða samningum

Christa_Markwalder_BarChrista Markwalder Bär, þingmaður á svissneska sambandsþinginu, viðurkenndi á fundi sem Evrópusamtökin héldu 25. október sl. á Grand hótel að reynsla Svisslendinga af tvíhliða samningum við Evrópusambandið hefði verið jákvæð og þeir njóti stuðnings öruggs meirihluta kjósenda í landinu. Sagði hún ítrekaðar atkvæðagreiðslur um samningana hafa sýnt það og sannað.

Þetta er einkum athyglisvert í ljósi þess að Markwalder Bär er formaður svissnesku Evrópusamtakanna og má því gera fastlega ráð fyrir að henni sé ekki of annt um tvíhliða samingana, enda eru þeir sem slíkir fyrirstaða fyrir aðild Sviss að Evrópusambandinu. Það er því merkilegt að hún skuli sjá nokkuð jákvætt við þá, en ummæli hennar skýrast væntanlega af því hversu afgerandi stuðningur Svisslendinga er við samningana.

Sem kunnugt er höfnuðu Svisslendingar aðild að Evrópska efnahagssvæðinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í desember 1992. Í stað þess sömdu þeir við Evrópusambandið um ýmis hagsmunamál sín í tvíhliða samningum sambærilegum við hefðbunda milliríkjasamninga.

Heimild:
Tvíhliða neyðarlausn (Fréttablaðið 26/10/06)


Kostnaður vegna reglugerðafargans meiri en ávinningurinn af innri markaðinum

verheguenGünther Verheugen, yfirmaður iðnaðar og frumkvöðlastarfsemi í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, viðurkenndi nú nýverið að kostnaður aðildarríkja Evrópusambandsins, vegna reglugerðafargans og miðstýringar sambandsins, er margfalt meiri en ávinningurinn sem þeim er ætlað að hafa af innri markaði þess. Sagði hann þennan kostnað nema 600 þúsund milljörðum evra á ári sem er rúmlega þrefaldur sá 180 þúsund milljarða ávinningur sem innri markaðurinn er sagður skila árlega samkvæmt tölum framkvæmdastjórnarinnar.

Verheugen sagði ennfremur að allar tilraunir til að koma böndum á reglugerðafargan Evrópusambandsins hefðu til þessa verið gerðar að engu af valdamiklum embættismönnum sem starfi fyrir framkvæmdastjórn sambandsins og sem telji slík skref ekki þjóna sínum eigin hagsmunum.

Heimild:
Personal view: It´s official. The Single Market costs outweigh the benefits (Telegraph 22/10/06)


ESB fordæmir hvalveiðar Íslendinga

Barroso016Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hún fordæmdi ákvörðun Íslendinga að hefja hvalveiðar að ný í atvinnuskyni. Í yfirlýsingunni er skorað á íslensk stjórnvöld að endurskoða þá ákvörðun sína. Ennfremur segir að ef sambandið fengi að ráða yrðu hvalveiðar bannaðar í eitt skipti fyrir öll.

Heimild:
ESB fordæmir hvalveiðiákvörðun (Rúv.is 20/10/06)
Framkvæmdastjórn ESB hvetur íslenska ríkið til að endurskoða hvalveiðar (Mbl.is 20/10/06)

Tengt efni:
Ítrekar andstöðu Evrópusambandsins við hvalveiðar
Íslendingar gætu ekki hafið hvalveiðar væru þeir í Evrópusambandinu


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 261
  • Sl. viku: 1356
  • Frá upphafi: 1215029

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1205
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband