Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Evrópumál

Stórveldisdraumar þýskra ESB-krata - en hvað segja íslenskir kratar?

Þýskir kratar vilja ná yfiráðum í Evrópu í gegnum miðstýrt stórríki sem yrði vísfjarri sumum upprunalegum hugmyndum um samvinnu um frjáls viðskipti. Það væri fróðlegt hvað íslenskir kratar á borð við Jóhönnu Sigurðardóttur, Össur Skarphéðinsson, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, Jón Baldvin Hannibalsson og fleiri segja um þessa hugmynd foringja þýskra krata. Lengi vel sögðu íslenskir kratar að evrópskt stórríki kæmi ekki til greina. Hvað segja þau nú?


mbl.is Vill Bandaríki Evrópu fyrir 2025
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræktun þjóðtungu er ekki þjóðernisfasismi

RunarHelgiVignisson_ritlist1Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist við Íslensku-­ og menningardeild Háskóla Íslands, hélt áhugavert erindi á hátíðarfundi Heimssýnar á fullveldisdaginn fyrsta desember síðastliðinn. Þar fjallaði Rúnar Helgi meðal annars um það hve mikilvægt það væri að rækta þjóðtunguna til þess að tryggja komandi kynslóðum aðgang að menningararfinum. Í því samhengi vísaði Rúnar meðal annars til reynslu Íslendinga í Vesturheimi sem glutruðu niður íslenskunni á tiltölulega stuttum tíma. Á hátíðarfundinum fór Dagur Hjartarson, ungur verðlaunarithöfundur, einnig með ljóð sín, m.a. úr ljóðabókinni Heilaskurðaðgerðin

Rúnar Helgi hefur nú birt erindi sitt, sem hann nefnir Framtíð eða future, í Hugrás, vefriti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, og hefur gefið okkur leyfi til að endurbirta það hér (meginfyrirsögn að ofan er Heimssýnar en fyrirsagnir í erindinu eru höfundar):

 

Framtíð eða future

Ég hef oft verið spurður að því hvers vegna Íslendingar flytji heim frá útlöndum að námi loknu. Og hvers vegna þeir flytji heim þegar þeir eignast börn.

Í þessum tveimur spurningum kristallast margt sem tengist því að vera Íslendingur. Uppleggið í okkur fær okkur til að hleypa heimdraganum, skoða aðra heimshluta og sækja okkur menntun og reynslu, en þegar kemur að því að ákveða hvar við viljum búa til frambúðar og hvar börnin okkar eigi að alast upp reynist hún römm taugin sem rekka og dróttir dregur föðurtúna til. Það er helst þegar miklir efnahagsörðugleikar steðja að íslenskri þjóð sem taugin virðist ekki vera nógu römm.

Mín tilfinning er sú að enn sé það einkum þrennt sem fólk hafi í huga í þessu sambandi, hvað sem fjölgun Íslendinga af erlendum uppruna líður: Land, þjóð og tunga eins og segir í hinu kunna kvæði Snorra Hjartarsonar:

Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein,
þér var ég gefinn barn á móðurkné;
ég lék hjá þér við læk og blóm og stein,
þú leiddir mig í orðs þíns háu vé.

Svo orti Snorri skömmu eftir inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið, þegar mörgum fannst að árétta þyrfti menningarlegt sjálfstæði þjóðarinnar, og á þessu hefur sjálfsmynd Íslendinga byggt meira eða minna allt fram á þennan dag. Tungan geri okkur að þjóð, við séum bundin órofa böndum í gegnum móðurmálið, ekki bara móður okkar heldur líka öllum Íslendingum sem uppi hafa verið frá landnámi. Það eru að vísu vissar vomur á sumum núorðið vegna þess að þeim ríkisborgurum fer fjölgandi hérlendis sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og leggja sig jafnvel ekki eftir því að læra hana. Þó verður að geta þess að nemendum í íslensku sem öðru máli hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Vitanlega eru til þjóðríki þar sem fleiri en eitt opinbert tungumál er talað; í Sviss eru fjórar þjóðtungur, í Suður-Afríku ellefu opinber tungumál, á Filippseyjum eru töluð yfir 100 tungumál. Slík þjóðríki eru í rauninni sett saman úr nokkrum þjóðum eða þjóðabrotum. Hér á Íslandi er enn sem komið er einungis eitt opinbert tungumál en enska og pólska einnig mikið notuð mál, nú talsvert í stjórnsýslu og í ferðaþjónustu. Opinberlega er Ísland þó ennþá eintyngt samfélag enda þótt veruleikinn sé annar, hér séu land, þjóð og tungur. Samt er auðvelt að færa rök fyrir því að mikilvægara sé fyrir örþjóð en stórþjóð að eiga tungu sem sameinar.

Er ljótt að varðveita tungumál?

Þó að mörg mál séu töluð vita allir að til þess að tilheyra samfélagi, til að geta átt gefandi samskipti, til að geta notið menningar þess, þarf fólk að eiga sameiginlegt tungumál. Að tala ekki ráðandi tungumál er ávísun á jaðarsetningu. Enn er það svo fyrir þá sem tala ensku hér á landi, þeir ná ekki að þýðast íslensku þjóðina að öllu leyti, hvað sem meintu enskublæti okkar líður. Sumum finnst það goðgá nú á tímum að krefjast þess að allir tileinki sér þjóðtungu viðkomandi lands ef þeir ætla að búa þar og starfa. Það sé andstætt þeim fjölmenningarlega og hnattræna heimi sem við búum í. Þrenning sönn og ein sé því úrelt krafa og beri vott um hættulega þjóðernishyggju sem geti leitt til fasisma. Því er til að svara að enginn gleymir móðurmáli sínu við að læra aðra tungu. Varðveisla tungumáls, þó að það tengist þjóðerni, þýðir ekki endilega að um þjóðernisofstæki sé að ræða heldur að ákveðinn hópur vilji geta talað saman og haft aðgang að menningararfi sínum áfram. Um leið getur sá hópur tileinkað sér önnur tungumál og þýtt úr þeim. Ekki er hægt að segja að það að rækta menningararf á borð við tungumál geti talist viðsjárverð þjóðernishyggja að öllu jöfnu, ekki eitt og sér, og alls ekki þegar um örtungumál á borð við íslensku er að ræða. Það má miklu frekar líkja því við að varðveita menningarsögulegar minjar á borð við þær sem eru á heimsminjaskrá UNESCO, eitthvað sem gerir heiminn ríkari. Nema tungumál eru auðvitað lifandi.

Talið er að af þeim 7.099 tungumálum sem þekkt eru í heiminum sé nú um helmingurinn í útrýmingarhættu, þ.á m. nokkur úr okkar heimshluta. Mörg þessara mála eru nú einungis töluð af fáeinum hræðum sem munu að líkindum taka þau með sér í gröfina. Óendanleikinn virðist því þrengjast jafnt og þétt á þessu sviði. Hjá alþjóðlegum stofnunum er íslenska skráð sem lifandi tungumál; samkvæmt viðmiðum þeirra er hún ekki í útrýmingarhættu en þó hefur hún nýlega fengið viðvörun frá evrópsku máltæknisamtökunum META fyrir að huga ekki nægilega vel að stafræna þættinum. Þeir svartsýnustu hafa spáð því að íslenska geti orðið útdauð í núverandi mynd eftir hundrað ár ef við gætum ekki að okkur.

Örlög íslensku í Vesturheimi

Hér má rifja upp sögu íslenskrar tungu í Vesturheimi. Fyrir einni öld eða svo gerðist það nefnilega að um það bil fjórðungur þjóðarinnar yfirgaf fósturjörðina ástkæru og hélt til Vesturheims í leit að betra lífi. Víst hafði þetta fólk meðferðis Íslands þúsund ár og hélt þeim til haga meðan það gat milli þess sem það barðist við frost og flugur. Guðjón Arngrímsson segir frá því í bók sinni Annað Ísland að Vestur-Íslendingar hafi haldið tungu sinni vel í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir enda predikuðu prestar eins og séra Jón Bjarnason á sínum tíma að það að gleyma ættjörð sinni gengi næst því að gleyma Guði, hvorki meira né minna.

Þegar ég var á ferð um Nýja-Ísland í Manitoba fyrir nokkrum árum minnti jú eitt og annað á Gamla-Ísland. Þar voru ýmis staðaheiti úr íslensku, Gimli, Árborg, Árnes og Hecla Island þar á meðal. Í Gimli mátti finna dæmigerðar ferðamannaverslanir þar sem íslenskir fánar, víkingahattar og bolir með íslenskum skírskotunum voru á boðstólum. Þarna var t.d. bolur með áletruninni „When the going gets tough… I go to Amma’s“ og á öðrum stóð „Kiss me, I’m Icelandic“. Við hliðina á íslenska sögusafninu var Amma’s Tearoom & Gift Shop þar sem kaupa mátti íslenskar pönnukökur með sultu og rjóma. Víða stóð líka „velkomin“ og þegar farið var frá Hecla Island gat meira að segja að líta áletrunina „komdu aftur“.

Fljótlega kom þó í ljós að ekki var mikið á bak við þessi íslensku tákn. Gengilbeinan í Amma’s Tearoom var einmitt að velta fyrir sér hvaða mál við töluðum og var ekki viss hvað amma þýddi. Fyrir henni var íslensk pönnukaka síst áhugaverðari en frönsk baka og þegar við kvöddum vissi staðareigandinn ekki hvað bless þýddi. Samt sagði hann konuna sína vera af íslenskum ættum. Aðrir könnuðust reyndar við hryn þess ástkæra ylhýra og einstaka talaði jafnvel íslensku, en hafði þá lært hana sem annað mál. Lögberg-Heimskringla, blað Íslendinga í Vesturheimi, er nú gefið út á ensku og hefur svo verið í allmörg ár.

Það þurfti sumsé ekki nema hundrað ár eða svo til þess að íslenskan hyrfi nánast sporlaust og skildi ekki eftir sig annað en örnefni sem eru álíka óskiljanleg vesturheimskum og Winnipeg og Saskatchewan, já og orð eins og amma og pönnukaka. Og það í héraði þar sem Íslendingar voru afar fyrirferðarmiklir og lögðu sérstaka áherslu á að varðveita menningararf sinn. Krökkum var hins vegar kennt á ensku í skólum þó að þau töluðu íslensku heima og því varð Nýja-Ísland fljótlega að New-Iceland.

Það er margt líkt með stöðu íslenskunnar á Íslandi nú og í Vesturheimi fyrir einni öld. Við erum umkringd enskunni rétt eins og vesturfararnir þá, nú í gegnum netmiðla sem troða sér inn í innstu kima en ekki síður í gegnum ferðamenn.

Slettur eru feigðarstrá

Ferðamannaiðnaðurinn hefur tilhneigingu til þess að gera okkur að safngripum og furðufyrirbærum. Hann neyðir okkur oftar en ekki til að fjalla um sjálf okkur á útlendum málum, einkum á ensku. Einu sinni fór ég t.d. ásamt fjölskyldu minni í siglingu um Jökulsárlón. Leiðsögumaðurinn var ung stúlka og þar sem við vorum einu Íslendingarnir um borð fór öll leiðsögn fram á ensku og synir okkar ungir skildu ekkert nema við þýddum fyrir þá. Með auknum ferðamannastraumi verður enskan okkur æ tamari og nú styttist í að hún verði að hálfopinberu máli, kannski er hún þegar orðin það því að við gerum ráð fyrir því að allir Íslendingar geti brugðið ensku fyrir sig. Ferðamennskan er liður í hnattvæðingunni, einu máttugasta afli nútímans. Hnattvæðingin fer eins og skriðjökull yfir löndin og mótar allt landslag upp á nýtt, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og þar er ensk tunga jökullinn.

Við slettum núorðið ekkert ósvipað og Vestur-Íslendingarnir gerðu fljótlega eftir komuna þangað; hlutirnir hafa snúist við, nú er það ekki merki um menntun að geta slett heldur frekar um vankunnáttu í íslensku. Í bókinni Spoken Here, Travels Among Threatened Languages, sem fjallar um tungumál í útrýmingarhættu, segir á einum stað að eitt af einkennum þeirra síðustu sem tala tiltekið tungumál sé að þeir sletti ótæpilega úr öðrum málum. Í ljósi reynslunnar í Vesturheimi gæti mörgum þótt lítil goðgá að renna saman við stærra tungumál og öðlast þannig hlutdeild í heimsveldi enskunnar. Það sé hvort eð er búið að þýða Íslendingasögurnar, biblíu íslenskrar menningar.

En það er líka rétt að hafa í huga hvernig þjóðum á borð við frumbyggja Ameríku og Ástralíu, svo ekki sé talað um inúíta á Grænlandi, hefur vegnað eftir að þær glötuðu menningarlegu sjálfstæði sínu, nokkuð sem mundi óhjákvæmilega gerast ef íslenskan hyrfi; ef hún hyrfi á skömmum tíma mundu tengslin við menningararfinn rofna og um tíma mundum við velkjast um í menningarlegu einskismannslandi, rúin jarðtengingu. Að hafna íslenskunni fæli því í sér vissa sjálfstortímingu. Þá deyr fleira en fé og frændur, þá deyr allur orðstírinn sem safnast hefur upp. Harði diskurinn hrynur.

Er enskan lúpína?

Nánast alla mína tíð hefur verið í gildi samfélagssamningur sem gengur út á varðveislu og eflingu íslenskrar tungu. Lögð hefur verið ofuráhersla á nýyrðasmíð og málvöndun og gekk hún svo langt um tíma að sumir fóru að tala um mállöggu í því sambandi. Þetta gat að vissu leyti af sér uppreisn þegar málfræðingar hættu að tala um rétt og rangt mál og fóru frekar að tala um tilbrigði í málinu. Það var kallað reiðareksstefna; málfræðingar áttu að rannsaka málið, ekki hafa vit fyrir fólki. Í kjölfarið virtist slakna heldur á málvönduninni þó að hún hafi alltaf verið undirliggjandi og málsamfélagið hafi að mörgu leyti staðið sig vel í að endurnýja orðaforðann, t.d. hvað tölvur varðar. En með komu netsins og ekki síst snjallsímanna varð róðurinn þyngri eins og við vitum, þá opnuðust allar flóðgáttir. Þar með höfðu allir aðgang að efni á ensku hvar og hvenær sem var.

Við erum öll komin til Vesturheims. Eða Vesturheimur kominn til okkar.

Margt bendir til að við svo sterk öfl sé að etja að ekki verði við neitt ráðið enda er enska stundum kölluð drápsmál, hún sé eins og lúpínan sé að sumra mati, eyði því sem fyrir verður. Ég yrði ekki hissa á að nú gerðist það sem gerðist fyrir mörgum árum á Norðurlöndum: íslenskan breyttist í kreólamál, einhvers konar samsuðu af íslensku og ensku. Ekki veit ég hvort við yrðum nokkuð betur stödd í alþjóðlegu samhengi með slíkt mál; eftir sem áður þyrftum við að gera okkur skiljanleg, við þyrftum að þýða og túlka.

Og hefur það ekki dugað okkur nokkuð vel fram að þessu?

Þýðingar sem aðlögunartæki

Með veigamiklum rökum má halda því fram að eitt af því sem geri okkur að þjóð, ekki síst menningarþjóð, sé að við þýðum enda eru orðin þjóð og þýða samstofna. Forveri sagnarinnar merkir að „gera þjóðinni skiljanlegt“. Þarna er reyndar gert ráð fyrir því að samasemmerki sé á milli tungumáls og þjóðar, sem þykir ekki sjálfgefið lengur eins og áður sagði, en sú hugsun virðist búa að baki að ef ekki sé þýtt skilji þjóðin ekki og að til að skilja sem best sé vænlegast að nota móðurmál sitt. Gauti Kristmannsson þýðingafræðingur hefur bent á að við þýðum „til þess að geta orðið að þjóð, þjóð eins og hinar þjóðirnar.“ Ef við þýddum ekki hlytum við samkvæmt því að tala sama mál og talað væri í einhverju öðru landi. Ein frumforsenda þess að menningarlíf þrífist á tiltekinni tungu, ekki síst tungu smáþjóðar, er þar af leiðandi að hún þýði. Með sömu rökum má halda því fram að til að njóta sem best þurfum við að lesa á móðurmálinu, þannig verði skilningurinn eins fyrirstöðulítill og hann getur orðið því móðurmálið er jú samgróið okkur. Flestir kunna því best að lesa á móðurmáli sínu og þess vegna hvetur nautnin til þýðingastarfsemi. Hér má geta þess að ESB hefur þá göfugu stefnu að allar aðildarþjóðir eigi að geta tekið þátt í stjórnsýslunni á sínu eigin tungumáli.

Og þaðan má tengja yfir í víðara samhengi: rithöfundar skapa þjóðarbókmenntir en þýðendur heimsbókmenntir. Þýðendur eru þannig nokkurs konar gervitungl sem flytja gögn á milli heimshluta. En þjóðarbókmenntir sem ekki tækju mið af heimsbókmenntum, sérstaklega hjá jafn lítilli þjóð og okkar, yrðu þó andhælislegar, heimóttarlegar, jafnvel úrkynjaðar, eins og dýr sem æxluðu sig lengi innbyrðis. Reyndar má líta svo á að þýðingar séu þjóðarbókmenntir líka, því um leið og þær koma út eru þær orðnar þátttakendur í bókmenntalífi þjóðarinnar og smita út frá sér á alla enda og kanta. Hvorugt getur þar af leiðandi án hins verið. Þetta má yfirfæra á önnur svið þjóðlífsins: þýðingar eru leið til þess að skilja heiminn því ekki verður þýtt almennilega án þess að skilja fyrst. Þær eru eins konar aðlögunartæki sem kemur í veg fyrir að við gleypum heiminn hráan.

Þjóðaratkvæðagreiðslu um íslenska tungu?

Hvað er til ráða fyrir þá sem unna því ástkæra ylhýra? Eigum við að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð íslenskrar tungu?

Eitt af því sem getur orðið að vopni er sú vakning sem hefur orðið meðal jaðarhópa um að rækta menningararf sinn. Enn er hægt að snúa þessari þróun við ef við viljum, en það verður ekki gert með valdboði, ekki frekar en í byggðamálum þar sem fólki fækkar stöðugt á landsbyggðinni hvað sem opinberum aðgerðum líður. Við þurfum að vilja það – en kannski er hægt að ýta undir þann vilja með vitundarvakningu.

Sjálfur veiti ég námi í ritlist forstöðu við Háskóla Íslands. Það er eina nám sinnar tegundar í heiminum þar sem kennt er á íslensku. Og ef þið haldið að ekkert ungt fólk hafi gott vald á íslensku þá er það mikill misskilningur því út úr þessu námi hafa komið fjölmargir höfundar sem skrifa á afbragðsíslensku. Það er ekki íslenskan sem Jón Trausti, Hulda eða Þórbergur Þórðarson skrifuðu en sennilega ekkert langt frá þeirri íslensku sem þessir höfundar mundu skrifa ef þeir væru uppi núna.

Framtíð eða future, líf eða dauði, þar er efinn.

(Byggt á erindi sem flutt var hjá Heimssýn 1. desember.)


Fundur í dag klukkan 14 um sjálfstæðisbaráttu Katalóna

AlbertLlemosiSjálfstæðisbarátta og sjálfstæðishreyfing Katalóna verður til umræðu í Háskóla Íslands í dag, 2. desember, klukkan 14:00. Frummælandi verður Albert Llemosí prófessor við háskólann á Baleareyjum (en þar er töluð katalónska eins og víðar á Spáni utan Katalóníu). 

Það eru félögin Herjan, Ísafold og Heimssýn sem skipuleggja fundinn.

Fundurinn verður haldinn í stofu 102 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands í Reykjavík og hefst klukkan 14:00 eins og áður sagði.

Allir eru velkomnir á meðan húsrými leyfir. Frummælandinn mælir á enska tungu.


Fullt að gerast hjá Heimssýn - í kvöld og á morgun

Í kvöld er Heimssýn með fullveldissamkomu þar sem rithöfundar fjalla um baráttuna við að viðhalda þjóðtungunni og lesa upp úr verkum sínum og á morgun höldum við fund með katalónskum fræðimanni sem segir frá sjálfstæðishreyfingu katalónsku þjóðarinnar þar sem þjóðtungan er afgerandi þáttur.

Fullveldisfagnaðurinn er klukkan 20:30 í kvöld í Ármúla 4 í Reykjvík.

Sjálfstæðisbarátta Katalóna verður til umræðu í Háskóla Íslands, stofu 102 á Háskólatorgi, klukkan 14:00 á morgun.

Sjá nánar um þessa viðburði hér að neðan:

Verðlaunahöfundar á fullveldishátíð Heimssýnar í kvöld

Fullveldið og þjóðtungan verður til umræðu á hátíðarfundi Heimssýnar í kvöld, föstudaginn fyrsta desember, klukkan 20:30 í Ármúla 4 í Reykjavík. Þá mun Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist, rithöfundur, verðlaunaður þýðandi og fyrrum forystumaður í samtökum rithöfunda og þýðenda, fjalla stuttlega um baráttuna við að viðhalda þjóðtungunni. Að því loknu mun einn af verðlaunarithöfundum í yngri kantinum lesa upp úr verkum sínum. Það er Dagur Hjartarson, sem hefur gefið út bæði ljóð og skáldsögu og hlotið fyrir verk sín bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Ræktum fullveldisdaginn og þjóðtunguna. Allir í Ármúla 4 (2. hæð) í kvöld, föstudaginn 1. desember 2017 klukkan 20:30.

 

Undirbúningsnefndin

Að neðan eru myndir af Rúnari Helga (efri) og Degi.

RunarHelgiVignisson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DagurHjartarson


 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

Sjálfstæðisbarátta Katalóna til umræðu í Háskóla Íslands á morgun laugardag

AlbertLlemosiSjálfstæðisbarátta og sjálfstæðishreyfing Katalóna verður til umræðu í Háskóla Íslands á morgun, laugardaginn, 2. desember, klukkan 14:00. Frummælandi verður Albert Llemosí prófessor við háskólann á Baleareyjum (en þar er töluð katalónska eins og víðar á Spáni utan Katalóníu). 

Það eru félögin Herjan, Ísafold og Heimssýn sem skipuleggja fundinn.

Fundurinn verður haldinn í stofu 102 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands í Reykjavík og hefst klukkan 14:00 á morgun eins og áður sagði.

Allir eru velkomnir á meðan húsrými leyfir. Frummælandinn mælir á enska tungu.


Sjálfstæðisbarátta Katalóna til umræðu í Háskóla Íslands á laugardag

AlbertLlemosiSjálfstæðisbarátta og sjálfstæðishreyfing Katalóna verður til umræðu í Háskóla Íslands á laugardaginn, 2. desember næstkomandi, klukkan 14:00. Frummælandi verður Albert Llemosí prófessor við háskólann á Baleareyjum (en þar er töluð katalónska eins og víðar á Spáni utan Katalóníu). 

Það eru félögin Herjan, Ísafold og Heimssýn sem skipuleggja fundinn.

Fundurinn verður haldinn í stofu 102 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands í Reykjavík og hefst klukkan 14:00 eins og áður sagði.

Allir eru velkomnir á meðan húsrými leyfir. Frummælandinn mælir á enska tungu.


Fullveldisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á móti aðild að ESB

fullveldisstjorninÞað er rétt að staðfesta það hér með að í sáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er það undirstrikað að Ísland skuli vera fyrir utan ESB. Í stjórnarsáttmálanum segir: 

  • Hagsmunum Íslands er best borgið með því að standa áfram utan Evrópusambandsins.

Þar með er það staðfest að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur heldur Íslandi utan ESB.


mbl.is Áhersla á nýsköpun hjá nýrri ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðlaunahöfundar á fullveldishátíð Heimssýnar annað kvöld

Fullveldið og þjóðtungan verður til umræðu á hátíðarfundi Heimssýnar annað kvöld, föstudaginn fyrsta desember, klukkan 20:30 í Ármúla 4 í Reykjavík. Þá mun Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist, rithöfundur, verðlaunaður þýðandi og fyrrum forystumaður í samtökum rithöfunda og þýðenda, fjalla stuttlega um baráttuna við að viðhalda þjóðtungunni. Að því loknu mun einn af verðlaunarithöfundum í yngri kantinum lesa upp úr verkum sínum. Það er Dagur Hjartarson, sem hefur gefið út bæði ljóð og skáldsögu og hlotið fyrir verk sín bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Ræktum fullveldisdaginn og þjóðtunguna. Allir í Ármúla 4 (2. hæð) annað kvöld, föstudaginn 1. desember 2017 klukkan 20:30.

 

Undirbúningsnefndin

Að neðan eru myndir af Rúnari Helga (efri) og Degi.

RunarHelgiVignisson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DagurHjartarson


Læknir varar við fersku innfluttu kjöti í kjölfar EFTA-dóms

Stjórnvöld þurfa að skilja vandann sem tengdur er nýjum lögum og reglugerðum um innflutning ferskrar matvöru og sem getur borið með sér sýklalyfjaþolnar/ónæmar bakteríur til landsins. Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason læknir í grein sem hann birtir á Eyjunni nýverið. Hann bætist þar með í hóp fjölmargra sérfræðinga sem vara við afleiðingum EFTA-dómsins þar sem lagst var gegn innflutningstakmörkunum á fersku kjöti. Spjótin beinast nú að verðandi ríkisstjórn að sjá til þess að öryggi og heilsu landsmanna verði ekki fórnað fyrir einhvern smávægilegan stundargróða örfárra innflytjenda.

Sjá m.a. hérhér og hér.


ESB ásælist orku Norðmanna

Talsverðar umræður eru í Noregi um hversu langt eigi að ganga í samvinnu við stofnanir ESB í orkumálum. Ríkisstjórnin hefur viljað auka samvinnuna en það hefur hefur leitt til harðra mótmæla. Sjá hér og hér og hér


Norðmenn vilja kjósa um uppsögn EES-samningsins

MortenHarperNorðmenn hafa áhyggjur af víkjandi hagsmunum Noregs vegna lagareglna ESB. Evrópska efnahagssvæðið er umdeilt vegna óendanlegs flóðs nýrra lagareglna ESB sem ógnar norrænum vinnumarkaði, eykur kostnað fyrirtækja í dreifbýli vegna aukinna reglna ESB og fullveldið er flutt til eftirlitsstofnunarinnar EFTA (ESA) og fjölmargra stofnana ESB, svo sem í fjármálagerningum. Nærri 12.000 ESB-tilskipanir og reglugerðir hafa verið teknar upp í gegnum EES-samninginn, sem hefur breytt norsku samfélagi á ýmsum sviðum, þar á meðal í geirum samfélagsins sem áttu að vera utan samningsins, svo sem í sjávarútvegi og landbúnaði.

Þetta kemur fram í grein eftir Morten Harper, rannsóknarstjóra norsku samtakanna Nei til EU.

Jafnframt kemur fram í greininni: 

Þegar Noregur undirritaði samninginn um Evrópska efnahagssvæðið var okkur sagt frá bæði ESB og ríkisstjórn Verkamannaflokksins á þeim tíma að norskt fullveldi yrði virt. Þess í stað hefur samningurinn – sem gerir Noreg, Ísland og Liechtenstein að hluta til að innri markaði ESB – leitt til stjórnarhátta ESB á nokkrum sviðum.
 
Fyrir 25 árum – 2. maí 1992 – var þessi umdeildi EES-samningur undirritaður áður en þingið samþykkti samninginn um haustið sama ár.
 
Samkomulagið var aldrei tekið til þjóðaratkvæðagreiðslu og í 25 ár er Noregur enn í miðri EES-umræðu sem er ákafari en nokkru sinni fyrr.
 
Þessi heita umræða er að hluta til vegna Brexit, sem er auðvitað það sem er að breytast í evrópskum stjórnmálum og býður upp á ný tækifæri til að takast á við alþjóðleg viðskipti og samstarf.
 
Fyrir Noreg er þetta tími til að endurskoða samskipti okkar við ESB, auk þess að þróa tvíhliða viðskiptasambönd við Bretland, helsta útflutningsmarkað Noregs.
 
....
Samhliða ræður túlkun ESB-sáttmálans og annarra ESB-/EES-reglna sem eru strangari og hafa enn frekari áhrif á norska hagsmuni með víðtækara umfangi. Kostnaður Noregs af EES-samningnum hefur tífaldast frá árinu 1992. Án formlegrar skuldbindingar í samningnum hefur norska ríkisstjórnin aftur og aftur samþykkt að fjármagna stuðningsáætlanir ESB-landanna (EES-styrki og Noregs-styrki). Vegna áætlana ESB (rannsóknir o.s.frv.) og kostnaðar við EFTA-/EES-stofnanir, greiðir Noregur um 650 milljónir punda (um 100 milljarða ISK) á hverju ári til ESB og einstakra ríkja sambandsins.
 
....
 
EES-samningurinn hefur reynst nákvæmlega eins og samningurinn sem Nei við ESB varaði við þegar Noregur gerðist aðili fyrir 25 árum; „greiða, hlýða og þegja“. Í Brexit-umræðunni hafa sumir mælt fyrir EES sem möguleika fyrir Bretland, þ.m.t. framkvæmdastjórn ESB. En kennslustundin frá Noregi, eftir reynslu í aldarfjórðung, er sú að í EES er landið ekki fært um að stjórna eigin málum. Og það sem kann að hafa verið ætlað sem tímabundið fyrirkomulag dagaði uppi í áratugi. EES-samningurinn var reyndar gerður til að undirbúa aðild Noregs að ESB – sem þjóðin hafnaði síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu 1994.
 
Við í Nei við ESB viljum skipta EES-samningnum út gegn nýjum viðskiptasamningi og krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um uppsögn EES-samningsins. Við erum viss um að það væri betra að eiga viðskipti á jöfnum skilmálum við ESB en að vera samþætt inn í innri markaðinn og „frelsi“ hans, frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og vinnuafls.
 
Tvær nýlegar skoðanakannanir, á vegum Nei við ESB og framkvæmdar af Sentio, staðfestu opinberan stuðning við þessa mikilvægu kröfu. Í fyrsta lagi: Mikill meirihluti hefur áhuga á að segja upp EES-samningnum: 47% eru fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um að Noregur yfirgefi EES, en aðeins 20% hafna slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu.
 
Norðmenn eru einnig gagnrýnni á EES en áður. Kannanir undanfarin ár hafa sýnt meirihlutastuðning Norðmanna við EES, en þetta er nú að breytast. Enn er mikill fjöldi óviss í afstöðu sinni – 46% – en meðal þeirra sem taka þátt styðja aðeins 23% EES og 31% vilja eiga viðskipti í staðinn. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu er meirihluti gegn veru í EES, næstum 60% á móti 40%.
 
Mikill meirihluti er á móti ESB, sem hefur verið stöðugt í kringum 70% í nokkur ár. Verkamannaflokkurinn, sem er stærsti stjórnmálaflokkur Noregs, breytti nýlega um afstöðu og hefur hætt við það markmið að koma Noregi inn í ESB. Nú er forsætisráðherrann okkar, Erna Solberg, að verða síðust í sínum flokki fylgjandi aðild að ESB. Samstarfsflokkur hennar í ríkisstjórn, Framfaraflokkurinn, er gegn aðild að ESB og vill endursemja um nýjan EES-samning (en vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um EES). EES-samningurinn ætti að virða norskt fullveldi og Noregur ætti að geta hafnað þeim reglum sem við ættum ekki að hafa. 25 árum síðar er augljóst að Noregur hefur nokkrum sinnum gefið eftir stjórnvaldsákvæði. Réttur Noregs og EFTA-samstarfsaðila okkar til að hafna nýjum ESB-lagareglum er í EES-samningnum, en hefur ávallt verið svæfður. Í nokkurn tíma hafnaði Noregur þriðju pósttilskipunum ESB, en núverandi borgaralega ríkisstjórn dró til baka þá höfnun. Neitunarákvæði samningsins hafa aldrei verið notuð til að tryggja varanlegar undantekningar fyrir Noreg.
 
Í norsku EES-umræðunni er mikið talað um að nota „rými fyrir innlent frelsi“, það er að segja, að finna fyrirkomulag til að sniðganga eða draga úr neikvæðum áhrifum regluverks ESB. Þetta segir eitthvað um hve mótsagnakenndur og óskynsamlegur EES-samningurinn hefur reynst vera.
 
Lykilatriði í nýju skýrslunni „25 ár í EES“, er hvernig EES-samningurinn veldur einkum skaða á norska atvinnulífinu. EES-skýrslan sýnir hvernig norsk lög, kjarasamningar og ILO-samningar (Alþjóðavinnumálastofnunin) víkja fyrir reglum ESB/EES.
 
Í umdeildum úrskurði í lok síðasta árs fylgdi Hæstiréttur ráðgjöf EFTA-dómstólsins og setti reglur ESB um frelsi fyrirtækja framar rétti verkamanna og 137. ákvæði Alþjóða Vinnumálastofnunarinnar um hafnarverkamenn. Nokkur verkalýðsfélög krefjast þess nú að Noregur yfirgefi EES.
 
Noregur er mikill framleiðandi orku. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill tengja Noreg eins náið og unnt er við ESB-orkukerfið og stefnir að fimmta frelsinu: frjálsu orkuflæði. Meirihluti ESB-orkulöggjafarinnar er talinn falla undir Evrópska efnahagssvæðið og gerir því samninginn að verkfæri ESB til að samþætta Noreg í orkukerfið.
 
Nánast ekkert hefur meiri þýðingu fyrir norskan iðnað en langtíma aðgengi að raforku á samkeppnishæfu verði. Sífellt meiri útflutningur rafmagns til meginlandsins og Bretlands getur leitt til þess að Noregur þurfi að greiða hærra raforkuverð fyrir sín not. Aðeins við þjóðarorkakreppu getur Noregur komið í veg fyrir útflutning raforku. Að öðru leyti stjórnast allt af samkeppnisreglum ESB/EES.
 
Stuðningsmenn EES styðjast enn við sama hræðsluáróðurinn og árið 1992: að við verðum að hafa EES-samning um að selja vörur til ESB. Þessi áróður var mjög villandi árið 1992 – og er það enn í dag. Norski iðnaðurinn hafði frjálsan aðgang að öllum útflutningi til Evrópusambandsins fyrir EES – og þessi fríverslunarsamningur myndi enn gilda ef EES-samningnum yrði sagt upp.
 
Reyndar fór stærri hluti útflutnings til ESB-landa (þá EU12) fyrir EES-samninginn en raunin er í dag. Ef eitthvað sýnir þetta greinilega að EES-samningurinn er ekki forsenda fyrir viðskiptum við ESB. Meira en 150 lönd utan hins sameiginlega markaðs selja vörur til ESB.
 
Ekkert þeirra þarf að breyta löggjöf sinni eða gefa eftir fullveldi til að selja vörur sínar til ESB. Þetta á einungis við um Noreg, Ísland og Liechtenstein og það er þessi undirgefni fyrir ESB-löggjöfinni sem gerir EES-samninginn svo óþolandi.
 
25 ár í EES hefur verið meira en nóg.

Höfundur er rannsóknarstjóri „Nej til EU“-samtakanna norsku.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 283
  • Sl. sólarhring: 305
  • Sl. viku: 2904
  • Frá upphafi: 1260598

Annað

  • Innlit í dag: 267
  • Innlit sl. viku: 2721
  • Gestir í dag: 257
  • IP-tölur í dag: 255

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband