Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Evrópumál

RUV segir ekki frá BREXIT-samþykkt þingsins?

Athygli hefur verið vakin á því að Ríkisútvarpið hefur ekki sagt frá þeirri samþykkt stórs meirihluta neðri deildar breska þingsins, með 461 atkvæði gegn 89, að virkja grein 50 í Lissabon-sáttmála ESB þannig að hægt verið að hefja útgöngu Breta.

Sé þetta misskilningur skal hann leiðréttur - en hefur annars nokkur séð eða heyrt þessa frétt hjá RUV nokkurs staðar?

  


Grikkir mótmæla álögum ESB

grikklandÞúsundir grískra launþega tóku í dag þátt í mótmælum gegn kjaraskerðingum, sem þing landsins afgreiðir á sunnudaginn kemur að kröfu lánardrottna landsins, sem eru fyrst og fremst ESB og ýmsar stofnanir þess og aðildarríki. Að sögn lögreglunnar mótmæltu fimmtán þúsund manns í höfuðborginni Aþenu og fimm þúsund í Þessalóníku.

Opinberir starfsmenn, starfsfólk í bönkum og fleiri starfstéttir eru í verkfalli í einn sólarhring til að mótmæla því að laun verða lækkuð og skattar hækkaðir að kröfu lánardrottna gríska ríksins. Áætlað er að með hækkuðum sköttum aukist tekjur ríkissjóðs um einn milljarð evra eða svo. Hækka á skatta af bílum, eldsneyti, tóbaki, kaffi og bjór svo nokkuð sé nefnt. Áformað er að lækka laun, eftirlaun og greiðslur til bótaþega um 5,7 milljarða evra.

Stéttarfélög í Grikklandi hafa einnig mótmælt því að til standi að auka tekjur ríkissjóðs um tvær milljónir evra með því að selja ríkisfyrirtæki, þar á meðal flugvelli á landsbyggðinni.

Þetta hafa Grikkir upp úr því að gerast aðilar ESB og evrusvæðinu.


Rothögg fyrir breska Brexit-andstæðinga

Andstæðingar Brexit vonuðu sumir að breska þingið myndi stöðva útgönguferli Breta - og lögðu því fram kæru til dómstóla. Undirréttur úrskurðaði að breska þingið yrði að taka málið fyrir. Hæstiréttur ætlar að taka málið fyrir. Nú hefur breska þingið samþykkt með 461 atkvæði gegn 89 að virkja grein 50 í Lissabon-sáttmála ESB þannig að hægt verði að hefja útgöngu Breta.

Með þessu hefur Theresa May, forsætisráðherra Breta, sigrað andstæðinga Brexit á tæknilegu rothöggi.


mbl.is Breska þingið samþykkti Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugtakaruglingur á Ríkisútvarpinu

Þorvaldur Friðriksson fréttamaður sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins rétt í þessu að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar á Ítalíu í gær um stjórnarskrárbreytingar væri túlkuð sem áfall fyrir Evrópusinna í landinu. Þessi orðanotkun er ónákvæm og er í raun áróðursbragð þeirra sem aðhyllast aðild Íslands að ESB. Það er jafn fjarri lagi í þessu samhengi að tala um Ítala sem Evrópusinna og það að tala um íbúa Reykjavíkur sem Íslandssinna. Ísland er þar sem það er og Reykvíkingar eru hluti af því á sama hátt og Ítalía er og verður hluti af Evrópu. Það sem verið er að vísa til snýst ekki um Evrópu heldur um Evrópusambandið. Það er allt annað. Á sama hátt er rétt að tala um ESB-þingið en ekki Evrópuþingið. 


Andstæðingar Evrópusambandsins sigra á Ítalíu

italianflagNiðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrárbreytingar á Ítalíu í dag staðfesta meðal annars hina miklu óánægju sem er meðal Ítala um þá þróun sem hefur orðið á Evrópusambandinu. Breytingarnar voru ESB að skapi en ítalska þjóðin hafnaði þeim. Renzi forsætisráðherra hefur staðfest að hann muni segja af sér. Búast má við einhverjum titringi í stjórnmálum og efnahagsmálum í ESB-löndunum vegna þessa.


mbl.is Renzi mun segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt frá fullveldishátíð Heimssýnar

FullvmyndFullveldishátíð Heimssýnar var haldin 1. desember síðastliðinn í húsakynnum Heimssýnar, Ármúla 4-6 í Reykjavík. Dagskrá var fjölbreytt. Ávörp fluttu Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar og Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar, hátíðarræðu fultti Haraldur Ólafsson veðurfræðingur, hljómsveitin Reggí Óðins flutti nokkur lög og Sigurður Alfonsson harmonikkuleikari lék ljúfa tóna. Kynnir var Þollý Rósmundsdóttir.

Á myndinni eru flestir þeir sem fram komu á fullveldishátíðinni. Talið frá vinstri: Haraldur Ólafsson, Halldóra Hjaltadóttir, Þollý Rósmundsdóttir, Reggí Óðinsdóttir og Jón Bjarnason. Á myndina vantar Sigurð Alfonsson og svo aðra meðlimi í hljómsveit Reggí Óðins.

Ávörp sem flutt voru verða birt hér von bráðar.


Íslenskir ESB-aðildarsinnar óttaslegnir

Íslenskir ESB-aðildarsinnar eru þessa dagana logandi hræddir við að dagar sambandsins séu senn taldir. Nú er það þeirra trú að það eitt geti orðið ESB til bjargar að óttinn við Trump og Pútin vaxi svo að fölnandi leifarnar í ESB þjappi sér saman.


Fullveldishátíð Heimssýnar 1. desember

Fullveldishátíð Heimssýnar verður haldin 1. desember í húsakynnum Heimssýnar, Ármúla 4-6 í Reykjavík, og hefst klukkan 20:30.

 

Fjölbreytt dagskrá:

Ávörp: Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar og Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar

Hátíðarræða: Haraldur Ólafsson veðurfræðingur

Hljómsveitin Reggí Óðins

Sigurður Alfonsson harmonikkuleikari

Söngur, tónlist og kaffiveitingar

   Kynnir: Þollý Rósmundsdóttir

 

Allir velkomnir

Heimssýn


Nýr utanríkisráðherra Dana á móti ESB

dannebrogNýr utanríkisráðherra Danmerkur er á móti ESB eins og það er nú. Hann hefur barist gegn frekari samruna og gegn því að vald yfir dómsmálum færist í auknum mæli frá Dönum til býrókrata í Brussel. Skipan nýs utanríkisráðherra, Anders Samuelsens, með þessa sýn hefur vakið mikla athygli í Evrópu, en hann var um tíma þingmaður á ESB-þinginu.


Páll Magnússon með réttu spurninguna í ESB-málinu

pall_magnusson_3Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir Ísland betur sett utan ESB og að krónan gagnist okkur vel í viðtali við blaðið Suðra. Viðtalið er endurbirt á Pressunni.

Meðfylgjandi er sá hluti viðtalsins þar sem Páll lýsir afstöðu sinni varðandi ESB og framtíðargjaldmiðil þjóðarinnar. Það er Björgvin G. Sigurðsson, ritstjóri Suðra, sem er spyrjandinn.

 

Getum lifað ágætu lífi með krónunni 

Nú er óhætt að segja að viðkæmur og kvikur gjaldmiðill sé ástæða þess að margir vilja færa sig frá auka-aðildinni að ESB og ganga í sambandið, geta þá tengt krónu við evru eða tekið upp evru síðar. Hver er þín skoðun á þeim málum, getum við búið við minnsta gjaldmiðil í heimi án hafta og stýringar? 

„Ég held að við getum lifað hér ágætu lífi með krónunni og hún hefur beinlínis hjálpað okkur við að ná þeim ótrúlega viðsnúningi sem orðið hefur hér í efnhagsmálum frá hruni; miklu hraðari og betri en t.d. í þeim evru-löndum sem urðu fyrir svipuðum hremmingum og við. Við þurfum hins vegar að ná betri tökum á ýmsum þáttum sem leiða meðal annars af sér miklu hærri raunvexti hér en í nágrannalöndunum. Aðild að Evrópusambandinu er hins vegar hvorki rétta né eina leiðin til þess - og ég tel Ísland miklu betur sett utan þess en innan; sérstaklega núna þegar fullkomin óvissa ríkir um hvernig sambandið mun þróast eftir útgöngu Breta, sem er auðvitað ein mikilvægasta viðskiptaþjóð okkar Íslendinga.“

En á þjóðin að greiða atkvæði um framhald viðræðnanna við ESB, og kjósa síðan um endanlegan samning, er það ekki lýðræðisleg leið að umdeildu máli sem gengur þvert á flokka?

„Ef þjóðin á að greiða atkvæði um eitthvað þá er það um hvort hún vill sækja um aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Skilmálarnir liggja fyrir og eru óumsemjanlegir. Þetta er margvottað og margstaðfest af Evrópusambandinu sjálfu. Það eina sem hægt er að semja um er með hvað hraða þessir skilmálar taka gildi - innan þröngra marka þó. Síðasta ríkisstjórn fór í þessa vegferð umboðslaus og án þess að spyrja þjóðina - og henni dugði ekki heilt kjörtímabil til þess einu sinni að opna þá kafla sem voru þó eiginlega þeir einu sem þurfti að semja um, það er sjávarútvegur og landbúnaður. Það er bara ein rétt leið í þessu máli: ef meirihluti Aþingis vill sækja um aðild að Evrópusambandinu þá spyr hann þjóðina hvort hún sé sama sinnis. Ef meirihluti þjóðarinnar segir já þá sækir Ísland um aðild. Annars ekki. Það er ekkert til sem heitir að sækja um viðræður um aðild að Evrópusambandinu. Það er ótrúlegt að það skuli enn vera stjórnmálamenn á Íslandi sem halda þessu fram þrátt fyrir að Evrópusambandið sjálft sé margbúið að hafna þessum skilningi.“

Greinin birtist fyrst í Suðra. Blaðið má lesa hér.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 45
  • Sl. sólarhring: 431
  • Sl. viku: 2451
  • Frá upphafi: 1261059

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 2296
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband