Færsluflokkur: Evrópumál
Mánudagur, 10. október 2016
Það eru 28 pakkar til að kíkja í!
Það var fróðleg umræða í kosningaútvarpi RUV í kvöld. Þar var það einungis fulltrúi Samfylkingar sem tjáði sig ótvírætt um að vilja Ísland inn í ESB. Fulltrúar annarra flokka voru annað hvort á móti eða voru óvissir og vildu sumir kíkja í pakkann. Benti þá fulltrúi eins flokksins á að það væri óþarfi að setja eitthvert flókið ferli í gang svo hægt yrði að kíkja í pakkann því þeir pakkar sem hægt væri að kíkja í væru jú 28. Það væri nóg að kanna stöðuna í þeim 28 ríkjum sem eru aðilar að ESB (27 þegar Bretar verða farnir út).
Þegar pakkarnir eru skoðaðir kemur í ljós gífurlegur lýðræðishalli þar sem vald hefur verið fært frá ríkjunum til embættismanna og stjórnenda í Brussel. Það sjáum við meðal annars á því hvernig tekið hefur verið á málefnum Grikklands, Spánar, Portúgals, Írlands og fleiri jaðarríkja evrunnar sem lent hafa í fjárhagserfiðleikum. Þar miða björgunaraðgerðir ekki síst við það að bjarga þeim þýsku bönkum sem lánað hafa til jaðarlandanna.
Þegar haldið er áfram að kíkja í pakkana sést t.d. að atvinnuleysið er að meðaltali um 10% og allt að þrjátíu prósentum í tveimur löndum.
Og þegar nánar er skoðað sést að lönd sem eru aðilar að ESB þurfa að undirgangast sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB þar sem endanlegt vald í þeim málaflokki er fært til Brussel.
Reynsla ýmissa minni ESB-ríkja til þessa og fyrirkomulag sjávarútvegs- og annarra auðlindamála ætti að vera víti fyrir Íslendinga til að varast.
Sunnudagur, 9. október 2016
Könnunarviðræður eru blekking
Gluggað er í bók Jóns Torfasonar, Villikettirnir og vegferð VG: Samfylkingin mátti ekki heyra á slíkt minnst enda er ekkert til sem heitir könnunarviðræður, slíkt tal er aðeins fyrirsláttur. Annað hvort er sótt um aðild í þeim tilgangi að ganga í ESB eða menn setjast niður og lesa sáttmála sambandsins og samþykktir til að kynna sér hugmyndafræði og skipulag þess og geta þá metið hvort þeim lýst vel eða illa á. Umsóknarlönd geta ekki samið um að breyta reglum ESB, aðeins um það hversu hröð eða hæg aðlögunin skuli vera. Allt tal um könnunarviðræður er því út í hött, byggist annað hvort á vísvitandi blekkingum eða mikilli vanþekkingu. Úr Villikettirnir og vegferð VG, eftir Jón Torfason, útgefið haustið 2016.
Það er um þetta að segja: Kosning um áframhaldandi viðræður er af svipuðum meiði og könnunarviðræður. Þar byggist umræðan "annað hvort á vísvitandi blekkingum eða mikilli vanþekkingu."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 8. október 2016
Ósk um viðræður er ósk um aðild - en þjóðin er á móti aðild
Til að viðræður um aðild að ESB geti farið fram þarf að sækja um aðild að ESB. Ósk um aðild felur í sér vilja til að ganga í ESB. Viðræður fela þá það í sér hvernig aðlaga eigi regluverk umsóknarlands að regluverki ESB. Þetta liggur fyrir.
Ísland sótti um aðild að ESB árið 2009. Viðræður um aðild á grundvelli þeirrar umsóknar sigldu fljótlega í strand meðal annars vegna þess að Íslendingar sætta sig ekki við að Brussel nái yfirráðum yfir auðlindum Íslands. Skilyrðin sem Alþingi setti í umsókninni hindruðu frekari viðræður.
Þjóðin vill ekki gerast aðili að ESB. Það er því algjörlega á skjön við eðlilegan framgangsmáta að halda áfram viðræðum um aðild að ESB.
Ef einhver vilji er til að endurlífga umsóknina og setja viðræður í gang er það jafnframt yfirlýsing um að falla frá þeim skilyrðum sem Alþingi setti í samþykktina um umsókn frá 2009. Það yrði yfirlýsing um að Íslendingar ætluðu að fela embættismönnum í Brussel úrslitavald við stjórn mikilvægra auðlindamála á og í kringum Ísland. Hver vill það?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 6. október 2016
Ályktun Framsóknar um ESB
Eftirfarandi var samþykkt á 34. flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi:
Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins og hafnar því aðild að sambandinu. Framsóknarflokkurinn fagnar því að ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins afturkallaði aðildarumsóknina að ESB. Ljóst má vera að forsendur þeirrar umsóknar eru brostnar. Gæta skal íslenskra hagsmuna í hvívetna varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bretland er stærsta viðskiptaland Íslands, bæði hvað varðar vöru- og þjónustuviðskipti. Ísland skal hafa frumkvæði að viðræðum við stjórnvöld í Bretlandi þar sem markmiðið er að tryggja a.m.k. jafn góð viðskiptakjör milli þjóðanna og nú eru í gildi. Í ljósi þeirra grundvallarbreytinga sem orðið hafa á vettvangi EES, meðal annars með útgöngu Bretlands og í ljósi vandamála er tengjast Schengen samstarfinu er orðið tímabært að meta árangurinn af þessum samningum og velta upp valkostum.
Sjá nánar: Ályktanir 34. flokksþings Framsóknarflokksins 1. - 2. október 2016.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 6. október 2016
ESB er fyrir forréttindahópa segir Theresa May
Bogi Ágústsson fréttamaður benti ágætlega á það í morgunþætti Óðins Jónssonar í Ríkisútvarpinu rétt í þessu að Bretar líta almennt þannig á að ESB sé fyrst og fremst fyrir forréttindahópa en gagnist lítið venjulegu launafólki. Þessu til staðfestingar flutti Bogi hljóðbút með ræðu Theresu May, núverandi forsætisráðherra Breta.
Sjá enn fremur hér: May vill sanngjarnara Bretland.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 5. október 2016
Evran er á undanhaldi hér á landi
Það er ljóst af svörum fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem visir.is ræðir við að evran er heldur á undanhaldi. Viðreisn hefur gefið evru upp á bátinn. Það eru helst Samfylking og Björt framtíð sem enn vilja skoða evruna. Aðrir flokkar stefna ekki á evruna fremur en meirihluti þjóðarinnar.
Viðsnúningur Viðreisnar í gjaldmiðlamálinu er athyglisverður og sætir reyndar talsverðri furðu þar sem Benedikt Jóhannesson, formaður flokksins, hefur talað einarðlega fyrir upptöku evru á undanförnum árum og í aðdraganda og við stofnun flokksins. Það er greinilegt að hann hefur orðið undir í flokknum hvað þetta varðar. Það er hins vegar ærið óljóst hverjir hafa velt formanninum í þessu máli. Þessi viðsnúningur virðist hins vegar sýna í hnotskurn þann vanda sem nýir flokkar eiga við að glíma. Stefnan í mikilvægum málum getur snúist skyndilega og ört eftir því hvernig vindar blása - líkt og gildir um vindhana sem notaður er til að kanna hvaðan vindur blæs.
Ljóst er einnig að Seðlabankinn hefur vísað hugmyndinni um myntráð út í hafsauga fyrir Ísland, líkt og Össur Skarphéðinsson hefur bent á.
Af fréttum að dæma hefur staða efnahagsmála aldrei verið betri á Íslandi en nú er. Eins og kemur fram í riti Seðlabankans, Valkostir Íslands í gjaldmiðils og gengismálum, eru það helst lönd sem búa við miklar og erfiðar þrengingar sem tekið hafa upp myntráð.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 4. október 2016
Blaðamaður virðist ekki leggja rétt út af ummælum fólks
Af þessu að dæma virðist blaðamaður ekki hafa hlustað nægilega vel eða skilið það sem sagt var, samanber:
Villandi fyrirsögn, ef marka má það sem er skrifað í fréttinni
![]() |
Vilja spyrja þjóðina um viðræðurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 20. september 2016
Alþingi á gráu svæði með fullveldisframsal
Alþingi virðist vera á gráu svæði varðandi fullveldisframsal í því máli sem fjallað er um í meðfylgjandi frétt. Fulltrúar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eru ekki á einu máli um það hvort framsal á fullveldi vegna fyrirhugaðrar innleiðingar á evrópskum reglum hér á landi um fjármálaeftirlit samrýmist stjórnarskránni, eins og fram kemur í fréttinni. Lögspekingar virðast ekki heldur sammála.
Það er því varla ofsagt að Alþingi sé hér á gráu svæði.
![]() |
Skiptar skoðanir um fullveldisframsal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. september 2016
CNN leggur áherslu á að ESB eigi í tilvistarkreppu
Það er athyglistvert að ýmsir af stærstu fjölmiðlum heimsins, eins og CNN, taka það helst úr nýlegri ræðu Jean-Claude Junckers, forseta framkvæmdsastjórnar Evrópusambandsins, að sambandið eigi í tilvistarkreppu. Slík kreppa getur merkt að tilgangur sambandsins sé óljós og að framtíð þess sé óviss.
Þetta eru í raun engin ný sannindi. ESB hefur átt í vaxandi tilvistarkreppu undanfarinn áratug.
Almenningur og fyrirtæki í Bretlandi og víðar lætur sér í raun fátt um finnast - ýmis fyrirtæki með viðskipti í Bretlandi blómstra raunar sem aldrei fyrr ef marka má fréttaflutning CNN.
Úr því að Brexit er staðreynd er líklega best fyrir alla að líta fram á veginn með þá staðreynd í huga.
Það er athyglisvert að ESB-aðildarsinnar hér á landi virðast ekki enn hafa fregnað af tilvistarvanda Junckers og ESB.
![]() |
Bretar geta ekki valið úr að vild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. september 2016
Össur gleymdi ESB - um stund
Það var fróðlegt að heyra í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni rétt í þessu þegar Össur Skarphéðinsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir voru að fara yfir helstu kosningamálin að Össur mundi ekki eftir ESB fyrr en allri upptalningu var lokið. Þá mundi Össur skyndilega eftir ESB og bætti því við að allir væru sammála um að kjósa þyrfti um áframhaldandi viðræður. Hinn nýi þáttastjórnandi, Kristján Kristjánsson, minnti Össur þá á það að fáir virtust hafa áhuga á ESB-málunum enda væri ESB í tómum vandræðum þessi dægrin.
Það er líklega til marks um það hversu lítilvægt þetta mál er orðið þegar utanríkisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem sótti um aðild Íslands að ESB skuli varla muna eftir málinu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Sprengdur fyrir hið evrópska föðurland
- Bakdyralykillin notaður að öryggis og varnarsamstarfi við ESB
- Góðan daginn forsætisráðherra - áttu aldrei viðtalsbil, bara ...
- "Af stað út í heim litli kútur..." og nú með skriðdreka
- Alþingi veikt í nafni "réttaröryggis"
- Munu innfluttu skuldaviðmiðin hans Daða Más þrengja að íslens...
- Lykilmaðurinn Daði Már
- Þorgerður ræður þó lofthelginni ennþá
- Undan pilsfaldi forsætisráðherra
- Dagur gengur um með hauspoka
- Þorgerður leggur þjóðaratkvæðagreiðslumálið til hliðar af h...
- Tiltekt, verðmætasköpun, einföldun og einangraður utanríkisrá...
- Besta fyrirkomulagið
- Umboðið dularfulla
- Alltaf agnarögn hjá Hirti
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 312
- Sl. sólarhring: 445
- Sl. viku: 2718
- Frá upphafi: 1261326
Annað
- Innlit í dag: 289
- Innlit sl. viku: 2548
- Gestir í dag: 276
- IP-tölur í dag: 274
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar