Fimmtudagur, 21. febrúar 2013
Íslendingum best borgið utan ESB segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins
Þetta er mjög skýr sýn sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lýsir hér. Íslendingum er best borgið utan ESB. Sambandið er að toga til sín of mikil völd og Bretum finnst þeir hafi lent í slysi með því að ganga í Evrópusambandið.
Svo segir mbl.is frá þessu:
Við Sjálfstæðismenn teljum hagsmunum okkar best borgið utan ESB. Það mat hefur verið í sífelldri endurnýjun, en niðurstaðan á síðasta landsfundi okkar var afdráttarlaus, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag.
Verjum viðskiptahagsmuni okkar í krafti EES-samningsins
Við verjum mikilvægustu viðskiptahagsmuni okkar með aðild að innri markaðinum í krafti EES-samningsins. Hann tryggir aðgang fyrir mikilvægustu útflutningsafurðir okkar og frelsi til athafna á fjölmörgum sviðum. Þetta er ekki gallalaus samningur en hann hefur þjónað okkur vel og við getum gert mun meira til að tryggja hagsmuni okkar á grundvelli samningsins, sagði Bjarni.
Sífellt að soga til sín völd á fleiri sviðum
Evrópusambandið er sífellt að soga til sín völd á fleiri sviðum. Utanríkisráðherra Breta lýsir því þannig að fólki finnist í síauknum mæli sem Evrópusambandið sé ekki þarna í þágu þess, því líður frekar eins og Evrópusambandið sé eitthvað sem hafi komið fyrir það.
![]() |
Best borgið utan Evrópusambandsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 21. febrúar 2013
ESB-miðlarnir gera Má upp skoðanir
Það er ljóst út frá þessari yfirlýsingu seðlabankastjóra að það hefur verið merkilegt fréttaspinn í gangi sem hófst með útleggingu fréttaritara Bloomberg hér á landi á orðum bankastjórans.
Bloomberg byrjar á því að gefa í skyn að Már hafi einhverja tiltekna skoðun - sem Már þvertekur fyrir í yfirlýsingunni - og síðan spinna aðrir miðlar og bloggarar út frá þessu og herða heldur á túlkuninni.
Það er alltént ljóst á yfirlýsingu bankastjórans að það er aðeins einn kostur í stöðunni sem stendur, þ.e. króna, og að evran sé sem stendur ekki valkostur.
![]() |
Már segir frétt Bloomberg villandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2013
Efnahagsvandi Frakka veldur ESB vandræðum
Þegar ríkissjóðshallinn varð of mikill í Frakklandi á upphafsdögum evrunnar fengu Frakkar reglunum breytt svo þeir þyrftu ekki að greiða sektir.
Það verður fróðlegt að vita hvort Frökkum verði sleppt við refsingu í þetta sinn.
Alltént virðist Hollande forseti Frakklands ekkert vera á þeim buxunum að laga hallann að marki.
Frakkar fara alltaf sínar óreglulegu leiðir hvað svo sem reglufastir Þjóðverjar segja.
![]() |
Frakkland nýtt áhyggjuefni evrusvæðisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2013
Áróðurspeningar ESB til landsfundar Sjálfstæðisflokksins
Það hefur vakið eftirtekt hversu miklum fjármunum samtökin Já Ísland (þ.e. Já ESB) verja nú í að tala fyrir því að ljúka skuli aðlögunarviðræðunum við ESB.
Í ýmsum fjölmiðlum dynja nú á okkur þessar auglýsingar aðildarsinnanna.
Skýringin er náttúrulega sú að með þessum fjármunum á að reyna að hafa áhrif á landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Annað getur ekki skýrt þetta ársóðursátak aðildarsinnanna.
Nú er bara spurning hvort landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi yfirleitt einhvern áhuga á þessu máli.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2013
Leiðtogar í Póllandi efins um evruna
Donald Tusk forsætisráðherra Póllands sagði í vikunni að þjóð hans myndi ekki taka upp evru fyrr en hún væri orðin 100% tilbúin og að það gæti í fyrsta lagi orðið árið 2017. Hann bætti því við að Pólverjar ættu ekki að taka neina áhættu með evruna. Auk þess væri evrusvæðið í þannig stöðu að það væri engan veginn í aðstöðu til að taka við jafn stóru hagkerfi og Póllands. EUobserver greinir frá þessu.
Hagtölur benda þó til að Pólland gæti átt í litlum erfiðleikum með að uppfylla skilyrði um opinberar skuldir og ríkisrekstur sem finna má í stöðugleika- og vaxtarsáttmála varðandi evrusvæðið. Opinberar skuldir Pólverja eru aðeins 57 prósent af landsframleiðslu, en Pólland er eitt af fáum löndum í Evrópu sem er undir 60% marki Maastricht-viðmiðanna og gert er ráð fyrir að fjárlagahallinn fari undir 3% viðmiðið á þessu ári.
Pólska stjórnin hafði áform um að tengjast evrusvæðinu í fyrra, árið 2012. Eftir að veikleikar evrusvæðisins komu eins berlega í ljós og raun ber vitni hefur áhugi Pólverja á því að taka upp evru minnkað og þeir fresta því í lengstu lög að tengjast svæðinu.
Pólland gekk í ESB árið 2004 og er það hagkerfi sem hefur vaxið hraðast að undanförnu í ESB og ekki lent í samdrætti á árunum 2007 til 2009.
Eistland tók upp evru í janúar árið 2011. Þjóðin var ekki spurð um afstöðu til þess.
Búist er við að Litháen verði næst til þess að taka upp evru. Ríkisstjórn Litháens er með áform um það, en þjóðin er hins vegar á öndverðum meiði. Alls vilja 60 prósent þjóðarinnar halda eigin gjaldmiðli. Þeim líst ekki á evruna. Það er þó ekki gert ráð fyrir neinni þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Ríkisstjórnir ESB landanna ákveða þetta, ekki þjóðirnar. Og ríkisstjórnir og embættismenn ESB-landanna reyna ekki bara að hafa áhrif á skoðanir okkar Íslendinga til þess hvaða afstöðu við ættum að taka til aðildar að ESB, heldur rær þessi hópur nú öllum árum að því að þeirra fólk sitji í valdastólum á Ítalíu og víðar.
![]() |
Hvetur Ítali til að kjósa ekki Berlusconi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 21. febrúar 2013
Er evran öruggur seðill?
Við og við berast fréttir af því að fundist hafi falsaðir evruseðlar. Hér er greint frá því að falsaðar evrur fyrir jafnvirði um 65 milljóna króna hafi fundist í Portúgal.
Þetta virðist há fjárhæð, en er það kannski ekki þegar heildarsamhengi verðmæta er skoðað.
Hins vegar er þetta ein af fjölmörgum fréttum um svona falsanir.
Um þetta er aðeins hægt að segja eitt: Seðlafalsarar og svikarar finna sínar leiðir og því víðar sem seðilinn er að finna því algengari verður fölsunin, að öðru óbreyttu.
Svo öllu sé til haga haldið: Það er ekki verið að gefa í skyn að þetta séu einhver rök með eða á móti evru. Það þykir hins vegar alltaf fréttnæmt þegar um tiltölulega stórar falsanir er að ræða, eins og hér.
![]() |
Sviknar evrur finnast í Portúgal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 21. febrúar 2013
Nýjustu færslur
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
- Aðeins meira um veikleika Evrópusambandsins
- Veikleikar Evrópusambandsins
- Kári sveiflar sverði
- Svaraði Markús ekki?
- Einföld lausn
- Gleðilega þjóðhátíð
- Nagli Hjartar og nokkrar einfaldar staðreyndir
- Horft í gegnum þokuna í bókunarmálinu
- Landráð?
- Öskrandi stríðsvagn fyrir Íslendinga
- Hann þrengir að öndunarveginum
Eldri færslur
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 8
- Sl. sólarhring: 191
- Sl. viku: 758
- Frá upphafi: 1232704
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 657
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar