Leita í fréttum mbl.is

Íslendingum best borgið utan ESB segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins

Þetta er mjög skýr sýn sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lýsir hér. Íslendingum er best borgið utan ESB. Sambandið er að toga til sín of mikil völd og Bretum finnst þeir hafi lent í slysi með því að ganga í Evrópusambandið.

Svo segir mbl.is frá þessu:

Við Sjálfstæðismenn teljum hagsmunum okkar best borgið utan ESB. Það mat hefur verið í sífelldri endurnýjun, en niðurstaðan á síðasta landsfundi okkar var afdráttarlaus,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag.

„Verjum viðskiptahagsmuni okkar í krafti EES-samningsins“

„Við verjum mikilvægustu viðskiptahagsmuni okkar með aðild að innri markaðinum í krafti EES-samningsins. Hann tryggir aðgang fyrir mikilvægustu útflutningsafurðir okkar og frelsi til athafna á fjölmörgum sviðum. Þetta er ekki gallalaus samningur en hann hefur þjónað okkur vel og við getum gert mun meira til að tryggja hagsmuni okkar á grundvelli samningsins,“ sagði Bjarni.

„Sífellt að soga til sín völd á fleiri sviðum“

„Evrópusambandið er sífellt að soga til sín völd á fleiri sviðum. Utanríkisráðherra Breta lýsir því þannig að fólki finnist í síauknum mæli sem Evrópusambandið sé ekki þarna í þágu þess, því líður frekar eins og Evrópusambandið sé eitthvað sem hafi komið fyrir það.

 


mbl.is Best borgið utan Evrópusambandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

og átti einhver von á öðru?

Rafn Guðmundsson, 22.2.2013 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 144
  • Sl. sólarhring: 185
  • Sl. viku: 2256
  • Frá upphafi: 1112298

Annað

  • Innlit í dag: 119
  • Innlit sl. viku: 2027
  • Gestir í dag: 117
  • IP-tölur í dag: 116

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband