Leita í fréttum mbl.is

Útibú Samfylkingarinnar

odinn sigthorssonÓđinn Sigţórsson, bóndi og fullveldissinni, ritar grein sem birt er í Morgunblađinu í gćr. Greinin fjallar međal annars um ţađ hvernig barátta ţeirra sem eru fylgjandi ađild ađ Evrópusambandinu tekur á sig ýmsar myndir. Oftar en ekki sé ţar sama fólkiđ á ferđ undir mismunandi nöfnum. Ţannig sé Já Ísland lítiđ annađ en útibú Samfylkingairnnar.

Óđinn segir:

Fyrir ţremur árum kom saman fríđur hópur karla og kvenna í Ţjóđmenningarhúsinu viđ Hverfisgötu undir slagorđinu Já Ísland. Ţetta ágćta fólk segist ćtla standa vörđ um sjálfstćđi Íslands en eru Evrópusinnar sem sameinast undir slagorđi sem vísar í vestur međan ţau ćtla í austur. Međal ađildarfélaga er Samfylkingin. Ţarna er ţví um einskonar útibú ađ rćđa. Já Ísland er ađ hlaupa undir bagga međ ţessum eins máls flokki, sem nú mćlist fárveikur í skođanakönnunum. Breitt var yfir nafn og númer.

Fjölmiđlar gerđu ţessum hópi góđ skil í máli og myndum og ekki fór fram hjá ţjóđinni ađ eftirvćnting og gleđi skein af hverju andliti. En síđan hefur mikiđ vatn runniđ til sjávar í samskiptum okkar viđ Evrópusambandiđ, og vísast eru sum ţeirra sem brostu breitt til fjölmiđla á ţeim tíma orđin nokkuđ toginleit. Nafngift samtakanna er hluti af ţeim stóra blekkingarleik sem Evrópusinnar hafa stundađ undanfarin fjögur ár. Já ESB er í raun markmiđ samtakanna. Purkunarlaust taka ţau ţátt í ţeim blekkingaráróđri sem Samfylkingin hefur stundađ međ stjórnarráđiđ í annarri hendinni og fullveldiđ í hinni. Sjónarmiđ samtakanna eru svo viđruđ vikulega utandyra á álagabletti fullveldisins, svokölluđum Kögunarhóli. Svo vel hefur ţjóđin tekiđ málflutningi ţessa sérkennilega félags, ađ viđ stofnun ţess gat um helmingur ţjóđarinnar hugsađ sér inngöngu í Evrópusambandiđ, en nú telur ţessi hópur ađeins um fjórđung landsmanna, samkvćmt skođanakönnun. Íslendingar eru hćgt og bítandi ađ afla sér réttra upplýsinga um hver stađa Íslands yrđi innan ESB. Internetiđ er versti óvinur ţeirra sem halda fram málstađ međ blekkingum.

 Svo segir Óđinn:

Ekki fer á milli mála ađ EB hefur áhuga á ađ innlima Ísland í ríkjasambandiđ. Ţađ má ráđa af starfsemi útibús ţeirra á Íslandi svokallađri Evrópustofu. Ţessi stofnun vinnur sér ţađ helst til ágćtis ađ útbýta til okkar Íslendinga pokum sem í er bolur, penni og blađra, ásamt áróđursfóđri, allt rćkilega merkt stjörnustríđi ESB gegn fullveldi Íslands. ESB skaffar svo hundruđ milljóna í ţessa sérstöku upplýsingaţjónustu. Svona erindrekstur erlendra ađila er ekki sćmandi í fullvalda ríki.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Svo satt og rétt.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 22.2.2013 kl. 10:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband