Leita í fréttum mbl.is

Evran heldur Evrópu niðri

Evran á sinn þátt í að halda efnahagslífinu í ESB í hægagangi. Þvert á vonir manna um að hagrþóun yrði samleitin, þ.e. að verðbólga, hagvöxtur, atvinna og fleira þróuðust í sömu og jákvæðu áttina, þá hefur sundurleitnin átt sér stað. Sum ríki safna skuldum og búa við mikið atvinnuleysi á meðan önnur sigla lygnan sjó. Spennitreyja evrusamstarfsins gerir það að verkum að það getur engin aðlögun átt sér stað í gegnum eðlilega markaðsþróun gengis.

Evrópa situr því föst í kreppunni.

Með orðum mbl.is:

Spánverjar, Frakkar og Portúgalir hafa ekki minnkað umframeyðslu að samþykktu marki, að sögn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), sem kynnti í morgun nýjar efnahagshorfur sínar fyrir ESB- og evrusvæðið.

Þar kom fram að halli á ríkissjóði Spánar 2012 var 10,2% af vergri landsframleiðslu eða langt umfram skuldbindingar sem hljóðuðu upp á að hann yrði ekki umfram 6,3%. Hallinn mun verða langt yfir því marki fram á næsta ár, 2014.

Þá er framkvæmdastjórn ESB orðin sammála öðrum alþjóðastofnunum og viðurkennir, að efnahagslegur samdráttur verði í evrulöndunum 17 í ár. Spár höfuðstöðvanna í Brussel hljóða upp á 0,3% samdrátt fyrir svæðið í heild, en í mörgum landanna verður hann enn meiri. Í síðustu spám sínum taldi ESB að 0,1% vöxtur yrði á evrusvæðinu 2013.

Er hann skýrði frá niðurstöðum hagspárinnar sagði framkvæmdastjórnarmaðurinn Olli Rehn, að þrátt fyrir að árið í heild yrði neikvætt væru horfur fyrir 0,7% hagvöxt á síðasta fjórðungi ársins.

Fram kom að framkvæmdastjórnin sé uggandi yfir stöðu mála í Portúgal en þar varð 3,2% samdráttur í fyrra og útlit fyrir 1,9% samdrátt í ár. Var samdrátturinn „óvænt“ meiri en talið hafði verið.

Flestir sem fást við hagspár hafa verið að endurmeta spár sínar fyrir Evrópu og þá niður á við. Þannig sagðist Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (IMF) í janúar búast við „vægum samdrætti“ 2013, eftir að hafa áður spáð hagvexti. Alþjóðabankinn breytti sömuleiðis spám sínum snemma í janúar niður á við.

Bankastjóri Seðlabanka evrópu (ECB), Mario Draghi, syndir gegn straumnum og telur að hagvöxtur sýni sig á evrusvæðinu á seinni helmingi ársins.

Fyrr í vikunni sagðist þýski seðlabankinn telja, að Þýskaland myndi komast hjá kreppu; hagvöxtur yrði þar í landi á ný, þegar á fyrsta fjórðungi ársins. Síðustu þrjá mánuðina 2012 skrapp þýska hagkerfið saman um 0,6%.

 


mbl.is Viðvarandi samdráttur á ESB-svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 110
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 935
  • Frá upphafi: 1117827

Annað

  • Innlit í dag: 104
  • Innlit sl. viku: 831
  • Gestir í dag: 102
  • IP-tölur í dag: 102

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband