Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru lýðræðis- og fullveldissinnar stjórnmálaflokkanna?

arnar-thor-jonsson-myndStór og vaxandi hópur fólks innan Sjálfstæðisflokksins hefur áhyggjur af útvötnun fullveldis Íslands og þróun lýðræðisins.  Víst er að eins er í öðrum flokkum.  Þar skortir ekki hugmyndir um hvað megi betur fara í stjórn landsins.  Varla telja liðsmenn þeirra flokka sem telja sig til vinstri að hagsmunum íslenskrar alþýðu sé best borgið með því að landinu sé stjórnað með tilskipunum sem sniðnar eru að hagsmunum hins evrópska stórauðvalds, eða hvað?  Hvað með þá sem leggja áherslu á framsækni í upplýsingatækni og lýðræði? Hvort telja þeir vænlegra að vinna að framgangi mála sinna með því að bera þau fram á Alþingi sem hefur alvöru löggjafarvald, eða með því að senda bænaskjal til erlendrar stofnunar?

Er ekki tímabært að fullveldissinnar í fleiri stjórnmálaflokkum láti rödd sína heyrast, þótt ekki væri nema með því að bjóða Arnari Þór Jónssyni á fund?

https://www.youtube.com/watch?v=SKFiIR0NmR4

https://thjodmal.is/2020/11/23/sjalfstaedisbarattan-nyja/

 


Fullvalda í 102 ár

heimssyn-pall

Enginn þeirra sem kominn var af barnsaldri haustið 1918 er enn á meðal okkar og kvarnast hefur úr þeim glaða hópi sem stofnaði lýðveldi á Íslandi árið 1944. Sumir þeirra sem þá voru komnir til vits og ára og létu jafnvel að sér kveða í þágu þjóðarinnar eru þó enn sprækir.  Einn þeirra er Páll Bergþórsson, veðurfræðingur.  Páll er glöggur maður, mannvinur og hefur ávallt haft ríkan skilning á mikilvægi fullveldisins.  Það hafði hann vorið 1944 þegar hann orti í Skólablað Menntaskólans í Reykjavík um ávöxtinn af baráttu öldungsins fyrir frelsi Íslendinga.  Páll skrifar enn, og ritaði nýlega grein í Morgunblaðið um framtíðarveðurfar og rannsóknir sínar á sveiflum í hitafari.   

Nú hefur Ísland náð því að vera fullvalda í 102 ár.  Vonandi auðnast menntskælingum ársins 2020 að gæta þess áfram, ekki síður en Páli og kynslóð hans.

 

    


Bloggfærslur 13. desember 2020

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 31
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 926
  • Frá upphafi: 1118814

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 827
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband