Leita í fréttum mbl.is

Þrír þingmenn: drögum ESB-umsóknina tilbaka

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, sem alþingi samþykkti 16. júlí 2009, byggði á þrem forsendum. Ein var aldrei fyrir hendi og hinar tvær eru brostnar. Þess vegna á að draga umsóknina tilbaka, líkt og þingsályktunartillaga frá þingmönnum úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingunni grænu framboði kveður á um.  Flutningsmennirnir eru Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Ásmundur Einar Daðason, Vinstri grænum og Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki.

Fyrsta forsendan fyrir umsókn um aðild að Evrópusambandinu er að breið samstaða sé um hana meðal umsóknarþjóðar. Engu slíku var til að dreifa hér á landi. Samfylkingin var eini stjórnmálaflokkurinn sem var með fyrirvaralausa umsókn á stefnuskrá sinni og hlaut 29 prósent atkvæða. Grunnatvinnuvegir þjóðarinnar, landbúnaður og sjávarútvegur, eru á móti aðild og Samtök iðnaðarins sem áður voru fylgjandi hreyfa hvorki legg né liði til að styðja umsóknina.

Önnur forsendan fyrir umsókn Íslands var að hægt væri að ganga til óskuldbindandi viðræðna um aðildarsamning líkt og Norðmenn fengu fyrir 15 árum. Þessi leið er lokuð vegna þess að Evrópusambandið breytti reglum sínum um upptöku nýrra ríkja þegar stækkun til Austur-Evrópu stóð fyrir dyrum í upphafi aldar. Evrópusambandið krefst aðlögunar nýrra ríkja að sambandinu sem felur í sér að umsóknarríki taka jafnt og þétt upp lög og reglur sambandsins á meðan viðræður um aðild standa yfir. Evrópusambandið hefur hert kröfur um aðlögun. Alþingin hefur aldrei samþykkt að Ísland verði aðlagað Evrópusambandinu.

Þriðja forsendan fyrir umsókn Íslands var að aðild að Evrópusambandinu ætti að tryggja efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Á því eina og hálfa ári sem liðið er frá því að umsóknin var send hefur reynsla jaðarríkja Evrópu, s.s. Grikklands og Írlands, sýnt ótvírætt að aðild að ESB og myntsamstarfi er engin trygging fyrir stöðugleika. Vegna fjármálakreppunnar verða gerðar róttækar breytingar á stofnsáttmála Evrópusambandsins. Evrópusambandið krefst þess að Ísland sem umsóknarríki samþykki fyrirfram þær breytingar sem verða á grunnstoð sambandsins. Umsóknin er að því leytinu óútfylltur víxlill.

Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en sú að Ísland dragi tilbaka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 833
  • Frá upphafi: 1117725

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 735
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband