Leita í fréttum mbl.is

Faglegur heiður embættismanna og ESB-áróður

Það er af sem áður var að embættismenn stjórnarráðsins létu sér annt um faglegan heiður sinn. Embættismenn utanríkisráðuneytisins láta sér vel líka aktygi Samfylkingarinnar og draga glaðbeittir áróðursvagn fyrir Evrópusambandsaðild. Aðalsamningamaður Íslands við Evrópusambandið er Stefán Haukur Jóhannesson og hann hefur að áeggjan Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra farið víða að selja aflátsbréf frá Brussel. Sannleikurinn er ekki alltaf með í för á fundum Stefáns Hauks.

 Á bloggi Jóns Baldurs L'Orange er sagt frá einum fundi þar sem kostnaður við aðild ber á góma. Aðalsamningamaður Íslands segist halda að við komum út á sléttu.

Um hvað það kostar að vera innan ESB – vitum það ekki. Hvað varðar reynslu Finna þá hafa þeir sum ár greitt meira til ESB en þeir fá en önnur ár öfugt svo þetta kemur nú kannski út á eitt.

Ísland mun greiða með sér í Evrópusambandinu, það er vitað frá árinu 2003 í það minnsta þegar gerð var skýrsla um málið fyrir utanríkisráðuneytið. Ástæðan er sú að Ísland liggur vel fyrir ofan meðallag í þjóðarframleiðslu aðildarríkja.

Dapurlegt er til þess að vita að aðalsamningamaður Íslands þekki ekki til grunnstaðreynda aðildar að Evrópusambandinu. Og svo er ætlast til að þjóðin treysti þessum embættismönnum að halda á hagsmunum sínum gagnvart Brussel.

(Byggt á þessu bloggi.)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 181
  • Sl. sólarhring: 241
  • Sl. viku: 1625
  • Frá upphafi: 1120081

Annað

  • Innlit í dag: 154
  • Innlit sl. viku: 1371
  • Gestir í dag: 149
  • IP-tölur í dag: 149

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband