Leita í fréttum mbl.is

Samningsmarkmið ekki enn skilgreind

Íslensk stjórnvöld hafa ekki enn skilgreint samningsmarkmið sín gagnvart Evrópusambandinu þótt rúmt ár er síðan viðræður hófust. Orðvar sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa, vekur athygli á þessu atriði í viðtali við Fréttablaðið  laugardaginn 12. febrúar. Í samningsmarkmiðum umsóknarríkja eru brýnustu þjóðarhagsmunir skilgreindir. Af hálfu umsóknarríkis eru samningsmarkmiðin upphafið og endir umsóknarinnar. Ekki hjá íslenskum stjórnvöldum, sem virðast ætla sér inn í Evrópusambandið og finna út eftirá hvers vegna við fórum þangað inn.

Samfylkingin, sem ber ábyrgð á því að við sóttum um aðild, veit hversu mikilvægt er að skilgreina samningsmarkmið. Á landsfundi flokksins í nóvember 2003 var samþykkt að skipa nefnd um Evrópumál. Verkefni nefndarinnar var í fjórum liðum. Annar liður er eftirfarandi: „Skilgreina ítarlega hver helstu samningsmarkmið Íslendinga ættu að vera í aðildarviðræðum við Evrópusambandið með hliðsjón af stækkuðu Evrópusambandi."

Evrópunefnd Samfylkingarinnar skilaði aldrei neinum samningsmarkmiðum. Fram að hruni vann flokkurinn ekki í Evrópumálum en stökk á þau eftir október 2008 til að draga athyglina frá ábyrgð Samfylkingarinnar á hruninu. Það var ekki ígrundað mat á hagsmunum Íslands sem bjó að baki Evrópustefnu Samfylkingarinnar heldur var það pólitísk taktík sem knúði á um leiðangur til Brussel.

Undirbúningsvinna vegna aðildarumsóknar Íslands var í skötulíki og af því leiðir er ferlið allt á forsendum Evrópusambandsins, eins og Björn Bjarnason bendir á í leiðara Evrópuvaktarinnar.

Íslenska stjórnkerfið þjónar ekki hagsmunum þjóðarinnar í Evrópumálum. Embættismenn láta misnota sig í þágu flokkspólitískrar umsóknar. Stefán Haukur Jóhannesson aðalsamningamaður Ísland varð ber að himinhrópandi dómgreindarleysi á fundi nýverið þegar hann þóttist ekki vita að Ísland myndi greiða með sér inn í Evrópusambandið.

Ísland á aðeins einn kost í stöðunni og það er að draga tilbaka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 120
  • Sl. sólarhring: 467
  • Sl. viku: 1564
  • Frá upphafi: 1120020

Annað

  • Innlit í dag: 109
  • Innlit sl. viku: 1326
  • Gestir í dag: 109
  • IP-tölur í dag: 109

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband