Leita í fréttum mbl.is

Efasemdir í Brussel um ríkisstjórn Jóhönnu Sig.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og stjórnarliðar hans í utanríkisráðuneytinu biðja ítrekað um frestun á aðlögun Íslands að regluverki Evrópusambandsins. Össur seldi ESB-umsóknina hér heima á þeim forsendum að reglur ESB um aðlögun umsóknarríkja samhliða samningaviðræðum myndu ekki gilda um Ísland. Eftir því sem líður á aðlögunarferlið verður erfiðara að kaupa meiri tíma hjá framkvæmdastjórninni.

Vaxandi efasemdir eru í Brussel og meðal stórþjóða Evrópusambandsins um að Ísland sé á leiðinni inn sambandið. Sendinefndir eru gerðar út frá París og Berlín til að kanna stöðu ríkisstjórnarinnar í Reykjavík.

Eina leiðin inn í Evrópusambandið er leið aðlögunar þar sem umsóknarþjóð aðlagar sig jafnt og þétt í aðildarferlinu að lögum og reglum Evrópusambandsins. Um 90 þúsund blaðsíður af laga- og regluverki ESB er aðlögunarverkið sem umsóknarþjóð eins og Ísland stendur frammi fyrir.

Aðildarsinnar reyna að telja þjóðinni trú um að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, sem Ísland er aðili að hafi þau áhrif að við séum jafnt og þétt í aðlögunarferli. Það er rangt.

Innan við tíu prósent af regluverki ESB er tekið upp í EES-samningunum.

Aðildarsinnar tala jafnan um áhrif Íslands í Evrópusambandinu ef til inngöngu kæmi. Ísland myndi fá þrjú atkvæði af 354 í ráðherraráðinu, eða 0,8 prósent vægi. Ísland fengi fimm þingmenn af 785 á Evrópuþinginu, eða 0,6 prósent áhrif.

Eftir því sem staðreyndir um Evrópusambandið verða betur kunnar aukast efasemdir hjá almenningi um að það sé sniðug hugmynd að þvæla Íslandi í sambandið.

(Tekið héðan.)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 140
  • Sl. sólarhring: 271
  • Sl. viku: 1644
  • Frá upphafi: 1160309

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 1433
  • Gestir í dag: 116
  • IP-tölur í dag: 115

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband