Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Ragnar: fullur réttur Íslands í samfélagi þjóða

Ólafur Ragnar Grímsson forseti lýðveldisins flutti þjóðhátíðarræðu ársins á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Ræðan er kröftug áminning um hvers virði fullveldið er og að ekki megi hrófla við undirstöðum þess. Forsetinn er ættaður af Vestfjörðum líkt og Jón Sigurðsson og þekkir af eigin raun brauðstrit alþýðufólks til sjávar og sveita sem er baksvið þjóðmálabaráttunnar á síðustu tveim öldum. Í framhaldi segir Ólafur Ragnar

Þegar Jón Sigurðsson ritaði Hugvekju til Íslendinga mótaði þessi heimanmundur ásamt lærdómi og reynslu boðskapinn, bjargið sem baráttan byggðist á, áherslur um þjóðarvitund og sjálfstæðisþrá. Þetta voru burðarásar sigranna sem síðar unnust, sumir löngu eftir að Jón var allur, hugsjónir í brjóstum fólksins sem safnaðist til Hrafnseyrar 17. júní 1911 og 1944, leiðarljós í uppbyggingu samfélags sem við hlutum í arf, undirstöður að traustum sessi Íslands í veröldinni; sjálfstæðisþrá og þjóðarvitund.

Nokkru síðar

Sjálfstæðisþrá og þjóðarvitund skópu líka sigrana í glímunni um landhelgina, veittu kynslóðunum sem okkur ólu kraft til að umbylta samfélagi fátæktar, gera menntun og velferð að réttindum allra, efla atvinnugreinar sem skapa ungu fólki fjölda nýrra tækifæra – allt árangur sem á rætur í hugsjónum Jóns Sigurðssonar og kynslóðanna sem fögnuðu 17. júní 1911 og 1944.

Lokaorðin eru bein tilvísun í umsókn Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu

Okkur ber að vega slíkar ákvarðanir á vogarskálum Jóns Sigurðssonar, boðskapar hans, æviverks og stefnu – og einnig á vogarskálum fólksins sem með einurð og trúmennsku færði okkur fullan rétt í samfélagi þjóða heims, fólksins sem fyrir hundrað árum og á sigurstundum síðustu aldar var á þessum sögufræga stað.

Umorðun á sömu hugsun: drögum umsóknina tilbaka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 40
  • Sl. sólarhring: 288
  • Sl. viku: 2397
  • Frá upphafi: 1165314

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2052
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband