Leita í fréttum mbl.is

Ragnar Arnalds: Össur blekkir auđtrúa sálir

Ţađ var ósvífin blekking sem Össur utanríkisráđherra viđhafđi ţegar hann fullyrti blákalt í Silfri Egils 22. maí s.l. ađ Íslendingar gćtu tekiđ upp evru ţremur árum eftir ađild. Fullyrđingin er einkar digurbarkaleg ţegar haft er í huga ađ íslenskt hagkerfi uppfyllir nú ađeins eitt af skilyrđunum fimm sem sett voru í Maastrichtsáttmálanum og Íslendingar hafa ALDREI uppfyllt öll skilyrđin á sama tíma eins og ţó er gerđ krafa um. Afar ólíklegt er ađ ţađ verđi nćsta áratuginn.

Síđan er ţađ allt önnur spurning hvort yfirleitt sé nokkur glóra í ţví fyrir Íslendinga ađ taka upp evru eftir ţá skelfilegu reynslu sem mörg smćrri ríkin á evrusvćđinu hafa fengiđ af myntsamstarfinu nú í seinni tíđ.  Evrópski seđlabankinn hefur ákveđiđ međ stuđningi ESB ađ Írar, Portúgalar og Grikkir megi ekki fallast á gjaldţrot einkabanka, ţótt ţeim sé í raun ekki viđbjargandi, heldur verđi ríkissjóđir landanna ađ ţiggja gríđarleg lán á háum vöxtum til ađ halda bönkunum á lífi. Ábyrgđin er ţví ađ fullu lögđ á herđar skattgreiđenda komandi kynslóđa í viđkomandi ríkjum.

Hér á landi hafa menn deilt hart um ţađ hvort lágmarks innistćđutryggingar  Icesave reikninga Landsbankans  ćttu ađ lenda á skattgreiđendum. Ţćr voru ţó ađeins brot af allri skuldabyrđinni sem íslensku bankarnir ţrír voru ábyrgir fyrir. En í Grikklandi, Portúgal og á Írlandi eiga skattgreiđendur framtíđarinnar ađ taka á sig alla skuldasúpuna. Og hvers vegna? Til ađ ţýskir og franskir lánveitendur grísku, portúgölsku og írsku bankanna hafi allt sitt á ţurru.

Kjósendur á Íslandi hafa hafnađ ţví tvívegis međ yfirgnćfandi meiri hluta ađ skattgreiđendur framtíđarinnar taki afglöp einkabanka á sínar herđar meira en ţegar er orđiđ. Ţeir munu enn síđur sćtta sig viđ ađ taka upp mynt ESB sem skuldbindur skattgreiđendur komandi kynslóđa til ađ ábyrgjast afglöp einkabanka.

Evran hefur veriđ helsta tálbeita ESB-sinna frá ţví ađ umsókn um ađild var samţykkt. Enn sem fyrr eru engar líkur á ađ Íslendingar geti tekiđ hana upp sem mynt á nćstu árum ţótt ţeir vildu. En ţar á ofan er orđiđ ljóst ađ evrunni fylgja ţess háttar skuldbindingar sem Íslendingar geta og munu aldrei fallast á. Ein helsta forsendan fyrir ađildarumsókn ađ ESB er ţví brostin og ţegar af ţeirri ástćđu er full ástćđa til ađ afturkalla umsóknina.

Nýlega svarađi Árni Páll viđskiptaráđherra fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur um ţađ hvort Ísland uppfyllti skilyrđin fyrir upptöku evru. Árni Páll neyddist til ađ játa ađ Ísland uppfylli ađeins eitt skilyrđiđ, ţ.e. hvađ varđar langtímavexti, en gefur ţó í skyn ađ á ţessu ári náist líklega ađ uppfylla verđbólguskilyrđiđ sem segir til um ađ verđbólga sé ekki meiri en 1,5 prósentustigum yfir međaltali verđbólgu í ţeim ţremur ađildarríkjum ESB ţar sem hún mćldist minnst, en sú tala er 1,63%. En ţar sem spáđ sé ađ verđbólga á Íslandi áriđ 2011 verđi 3%, séu líklegt ađ ţetta skilyrđi verđi ţó uppfyllt á árinu.

Fátt bendir til ţess ađ nokkuđ sé ađ marka ţetta svar Árna Páls. Verđbólga á Íslandi fór ţegar í maí s.l. upp í 3,4 % og fyrirsjáanlegt var ađ hún fćri yfir 4%. Ţetta hlýtur ráđherra efnahagsmála ađ hafa veriđ ljóst ţegar hann svarađi fyrirspurninni 10. júní s.l. Greiningardeild Arion banka spáir nú 4,3% verđbólgu strax í júní. Hér er ţví bersýnilega á ferđinni enn ein blekkingin um möguleikann á upptöku evru, óskabarni og helstu tálbeitu ESB-sinna.

Ragnar Arnalds

(Tekiđ héđan.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 366
  • Sl. viku: 1753
  • Frá upphafi: 1209158

Annađ

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 1621
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband