Leita í fréttum mbl.is

Fréttablaðið falsar veruleikann

Fréttablaðið falsar vilja almennings með því að búa til ómarktæka skoðanakönnun um afstöðu fólks til aðildarumsóknar Íslands.

Fréttablaðið spurði: ,,Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn?"

Í seinni liðnum eru í raun tvær spurningar: a) um að ljúka aðildarviðræðum og b) um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Með því að hafa spurninguna tvöfalda hækkar Fréttablaðið hlutfall þeirra sem eru með þá skoðun sem blaðið vill að fólk hafi.

Í sumar gerði Gallup könnun fyrir Heimssýn um afstöðu fólks til aðildarumsóknar Íslands. Spurning Heimssýnar var eftirfarandi:  ,,Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu?“

51,0 prósent sögðust hlynnt því að umsóknin yrði dregin tilbaka. 10,5 prósent sögðust hvorki hlynnt né andvíg 38,5 prósent sögðust andvíg því að umsóknin yrði dregin tilbaka.

Könnun Heimssýnar uppfyllir kröfur um faglega skoðanakönnun en könnun Fréttblaðsins gerir það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 163
  • Sl. sólarhring: 411
  • Sl. viku: 1636
  • Frá upphafi: 1159792

Annað

  • Innlit í dag: 155
  • Innlit sl. viku: 1458
  • Gestir í dag: 153
  • IP-tölur í dag: 153

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband