Leita í fréttum mbl.is

Íhlutun Evrópusambandsins í íslensk stjórnmál

Framkvæmdastjórn Heimssýnar vekur athygli á boðuðum afskiptum erlends stjórnvalds af íslenskum innanríkismálum í eftir grein Stefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, sem birtist í Morgunblaðinu 14. október.

Fule skrifar ,,Stuðningur almennings við inngöngu í ESB er frumskilyrði. Ég fagna því aðgerðum ríkisstjórnar Íslands og Alþingis til að fræða fólk um Evrópusambandið og samningaferlið. Ég vona að með því megi eyða bæði ranghugmyndum og ótta í garð sambandsins. Upplýsingaskrifstofa ESB á Íslandi, sem opnuð verður í Reykjavík innan nokkurra vikna, mun einnig taka þátt í því starfi.”

Framkvæmdastjórn Heimssýnar telur að lýðræði og sjálfstæði þjóðarinnar geti verið í hættu fái erlend stjórnvöld að reka hér pólitískan áróður eða kynningarstarfsemi.

Auk upplýsingaskrifstofu, hyggst Evrópusambandið verja 213 milljón krónum til auglýsinga í viðbót við óþekktan fjölda kynningaferða fyrir áhrifafólk til Brussel.

Heimssýn vill benda á að þessar aðgerðir Evrópusambandsins eru augljós stuðningur við stefnu Samfylkingarinnar sem einn flokka hefur það á stefnuskránni að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Þá vekur stjórnin athygli á lögum nr. 62 frá 1978 um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og útgáfu erlendra sendiráða á Íslandi. Markmið þeirra laga er einmitt að koma í veg fyrir óæskilega íhlutun erlendra aðila í íslenskri stjórnmálaumræðu.

Framkvæmdastjórn Heimssýnar hvetur alþingi Íslendinga að taka til varna fyrir lýðræðið í landinu og koma í veg fyrir að erlent stjórnvald hafi áhrif á stjórnmálaumræðu í aðdraganda þjóðaratkvæðis um Evrópusambandsaðild.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2021
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 699
  • Frá upphafi: 995173

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 483
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband