Föstudagur, 16. febrúar 2007
Íslendingar yrðu bundnir af sjávarútvegsstefnu ESB við aðild
Stefán Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ef Ísland gengi í Evrópusambandið yrði það bundið af lagareglum þess hvað varðar stjórnun fiskveiða nema um yrði að ræða beinar undanþágur sem Ísland fengi í aðildarsamningum. Þá kynni einnig í aðildarviðræðum að koma fram kröfur um skaðabætur vegna tapaðra veiða frá þeim ríkjum sem stunduðu veiðar innan íslensku lögsögunnar fyrir útfærslu hennar á sínum tíma.
Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins fyrir skömmu að ráðgjafi sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins segði að reglan um hlutfallslegan stöðugleika ætti að tryggja að Íslendingar myndu sjálfir ákveða hverjir veiddu í lögsögunni ef Ísland gengi í Evrópusambandið. "Ef við göngum inn í Evrópusambandið og ef við fáum ekki beinar undanþágur í aðildarsamningum erum við bundin af lagareglum þess og getum engu breytt um það."
Stefán Már sagði að það væri út af fyrir sig rétt að það væru teknar meirihlutaákvarðanir í ráðherraráðinu um hvað mætti veiða mikið og því væri síðan úthlutað til aðildarríkjanna. Það væri gert á grundvelli reglunnar um hlutfallslegar stöðugar veiðar. Hins vegar hefði ekki komið fram hjá aðstoðarmanninum að reglan um hlutfallslegar stöðugar veiðar væri mjög laus í reipunum og að stofnanir bandslagsins hefðu mjög víðtækt mat um það hvað teldist hlutfallslegar stöðugar veiðar og gætu hvernær sem er breytt því með lögjöf. Auk þess hefði framkvæmdastjórnin gefið til kynna í svonefndri Grænbók um fiskveiðar frá árinu 2001 að tekið yrði hugsanlega upp allt annað kerfi í framtíðinni.
"Aðalatriðið er að ef við göngum inn í Evrópusambandið og fáum ekki beinar undanþágur í aðildarsamningum þá erum við bundnir af þessu regluverki, sem er háð meirihlutaákvörðunum," sagði Stefán Már. Hann sagði aðspurður að reglan um hlutfallslegar stöðugar veiðar kæmi fram í reglugerð frá árinu 2003 og hefði verið með einum eða öðrum hætti í eldri reglugerðum. Reglugerðum mætti hins vegar breyta með meirihlutaákvörðunum og því ekki á vísan að róa í þeim efnum. Við yrðum að hlíta slíkum ákvörðunum nema við fengjum beinar undanþágur í aðildarviðræðum.
Stefán Már sagði að einnig væri vert að hafa í huga að ef til aðildarviðræðna kæmi gætu komið fram kröfur um fiskveiðikvóta frá öðrum þjóðum, þar á meðal þeim þjóðum sem töpuðu rétti til fiskveiða á sínum tíma þegar fiskveiðilögsagan var færð út í þorskastríðunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 19
- Sl. sólarhring: 298
- Sl. viku: 2121
- Frá upphafi: 1187902
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 1896
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í dag er íslenzkur sjávarútvegur utan EES saminingsins. Ef Ísland
gerðist aðili að Evrópusambandinu (ESB) gerðist það aðili að
sameiginlegri sjávarútvegfsstefnu sambandsins. En auk þess sem er
stórmál. Við inngöngu Íslands í ESB fengu ALLIR þegnar þess SÖMU
réttindi og við Íslendingar að eignast hlutafréf í íslenzkum útgerðarfélögum. Það þyddi t.d að spönsk útgerð gæti eignast meirihluta í einhverri íslenskri togaraútgerð. Kæmist þannig yfir
hennar aflaheimildir, kvótann. Og þar sem vinnuaflið er mun ódýrara
á Spáni en Íslandi léti útgerðin togarana sigla með aflan beint til
Spánar án viðkomu í íslenzkri höfn. Virðisaukinn færi sem sagt úr
landi. Þannig gætu útlendingar keypt sig inn í íslenzka fiskveiði-
lögsögu og eignast fiskveðiréttindin á einum fengsælustu fiskimiðum
heims.
Evrópusambadsinnar hafa ALDREI geta svarað því hvernig þeir
hyggjast koma í veg fyrir slíkt kvotahopp. Slíkt kvotahopp hefur
t.d lagt breska útgerð í rúst. Meðan þetta er fyrir hendi, er tómt
mál að tala um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þar sem sjávarútvegurinn er undanþegin EES-samningnum getum
við í dag tryggt íslenzkt eignarhald á kvótanum, því útlendingum er
bannað að eignast meirihluta í íslenkri útgerð.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.2.2007 kl. 13:48
Ég kem nú ekki auga á muninn á því hvort kvótagreifinn heiti Ingjaldur og búi í Arnarnesinu, eða Günther og búi í Düsseldorf. Þessi auðlind er þegar komin úr höndum þjóðarinnar.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 14:29
Þetta erv nú fráleit athugasemd hjá þér nafni . Á þessu er einmitt grundvallarmunur. Virðisaukinn hjá Ingjaldi skilar sig 100% í íslenzka þjóðarbúið en í hinu tilfellinu flýst hann úr landi.
Veit að þið Evrópusinnar getið ekki svarað þessu, ekki nema þá með
útúrsnúnungum. En á meðan eru rök ykkar fyrir ESB-aðild léttvæg,
svo ekki sé meira sagt.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.2.2007 kl. 14:42
Guðmundur: Þetta er bara uppgjafartónn. Ef þú ert ósáttir við stjórn fiskveiða við Íslands og vilt fá henni breytt á einn eða annan hátt þá eru margfalt meiri líkur á að það verði hægt við núverandi aðstæður en ef við værum aðilar að Evrópusambandinu. Bretar, sú stórþjóð, hafa reynt allar götur frá því þeir gengu í sambandið í byrjun 8. áratugarins að breyta því hvernig stjórn fiskveiða innan þess er háttað en án alls árangurs.
Hjörtur J. Guðmundsson, 16.2.2007 kl. 15:10
Sæll, Hjörtur !
Þökkum Guðmundi Jónasi skörungsskap og einurð, í málafylgju þessarri. Ég er oft ósammála Guðmundi, í þjóðmálunum, en þarna sannar hann, enn og aftur; að hann er góður Íslendingur, af gamla skólanum.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.