Leita í fréttum mbl.is

Evran afhjúpar pólitískt gjaldþrot Evrópu

Á nýöld hét Evrópa ,,hinn kristni heimur." Á tímum kalda stríðsins var aldrei talað um Evrópu sem eina heild heldur var henni skipt í austur og vestur. Eftir fall Berlínarmúrsins fékk hugtakið ,,Evrópa" pólitíska merkingu með Evrópusambandinu. Ákvörðun um sameiginlegan gjaldmiðil Evrópu var tekin í samhengi við sameiningu þýsku ríkjanna.

Evrópa er ekki ýkja hátt skrifuð í pólitískri meðvitund almennings. Evran þótti hagkvæmt verkfæri til að stunda viðskipti en breytti litlu um það að Frakkar vilja helst starfa og búa í Frakkland og það sama gildir um þorra almennings í þeim 17 ríkjum sem mynda evru-samstarfið.

Evran þykir ekki lengur hagkvæm mynt vegna þess að hún skapar kreppu í Suður-Evrópu sem aftur kalla fram kröfu til íbúa Norður-Evrópu að veita fjármagni suður á bóginn. Íbúar Norður-Evrópu eru á hinn bóginn aldeilis ekki á því að niðurgreiða lífskjör sunnanmanna.

Án fjármagnsflutnings frá norðri til suðurs er evru-samstarfið búið að vera.

Stóra fréttin í evru-umræðunni er að Evrópuhugsjónin er pólitískt gjaldþrota.


mbl.is 51% Þjóðverja vill evruna burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 242
  • Sl. sólarhring: 513
  • Sl. viku: 1982
  • Frá upphafi: 1177621

Annað

  • Innlit í dag: 212
  • Innlit sl. viku: 1748
  • Gestir í dag: 199
  • IP-tölur í dag: 196

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband