Leita í fréttum mbl.is

Hr. Evra: aðeins nokkrir dagar í evru-hrun

Eftir tvo mánuði gæti evran ekki lengur verið til, segir Jean-Claude Juncker forsætisráðherra Lúxembúrgar og formaður evru-hópsins svokallaða þar sem í sitja 17 fjármálaráðherrar evru-landa. Juncker er stundum kallaður Hr. Evra.

Í samtali við þýskt dagblað um helgina boðaði Juncker örvæntingaraðgerðir Seðlabanka Evrópu til að bjarga evrunni. Formaður evru-hópsins styður Mario Draghi, seðlabankastjóra, sem vill að bankinn kaupi ríkisskuldabréf Spánar og Ítalíu til að lækka ávöxtunarkröfuna sem er að sliga ríkissjóði þessara landa. Seðlabanki Þýskalands leggst gegn slíkum áformum.

Verkefni Junckers og Draghi næstu vikur er að halda Grikklandi í evru-samstarfinu annars vegar og hins vegar að lækka ávöxtunarkröfu á suður-evrópsk ríkisskuldabréf. Þjóðverjar eru meira og minna búnir að gefast upp á Grikkjum og þeim gest ekki að tilhugsuninni að veðsetja þýskan fjármálastöðugleika fyrir spænsk og ítölsk ríkisverðbréf.

Hr. Evra er skiljanlega í nokkurri geðshræringu.


mbl.is Markaðir undir áhrifum loforða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 257
  • Sl. sólarhring: 519
  • Sl. viku: 1997
  • Frá upphafi: 1177636

Annað

  • Innlit í dag: 225
  • Innlit sl. viku: 1761
  • Gestir í dag: 212
  • IP-tölur í dag: 207

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband