Leita í fréttum mbl.is

Sannfæring og verslun í pólitík

Mælingar sem gerðar eru á afstöðu fólks til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið mæla iðulega hversu sterk sannfæringin er fyrir afstöðu viðkomandi. Það er gert með því að gefa svarendum kost á að svara því hvort viðkomandi sé ,,örugglega" eða ,,sennilega" með eða móti aðild.

Í öllum þeim könnunum sem mæla sannfæringuna fyrir afstöðunni eru andstæðingar aðildar með hátt skor í staðfestu sinni en fylgjendur með lágt skor. Umræðan í samfélaginu endurspeglar þennan mun á sannfæringu.  Andstæðingar aðildar eru ákafir í andstöðu sinni þar sem fullveldið og forræði okkar mála er í húfi. ESB-sinnar, á hinn bóginn, vilja ,,sjá hvað er í boði," - þeir spyrja um krónur og aura.

VG stendur fyrir róttæku hefðina í íslenskum stjórnmálum þar sem ekki var spurt um krónur og aura heldur pólitíska sannfæringu. Flokksmenn forvera VG, Alþýðubandalagsins, máttu tíðum sætta sig við skert kjör á atvinnumarkaði vegna stjórnmálaafstöðu sinnar.

VG er flokkur sem stofnaður er á grunni sannfæringar. Þegar flokkforystan selur sannfæringuna í stórpólitísku deilumáli eru aðeins krónur og aurar eftir. Og hver nennir að leggja VG lið upp á peninga?


mbl.is „Subbulegar alhæfingar“ í ræðu Katrínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 321
  • Sl. sólarhring: 373
  • Sl. viku: 2084
  • Frá upphafi: 1186691

Annað

  • Innlit í dag: 287
  • Innlit sl. viku: 1832
  • Gestir í dag: 265
  • IP-tölur í dag: 259

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband