Leita í fréttum mbl.is

Afgerandi meirihluti þjóðarinnar, 57,6%, mótfallinn ESB-aðild


Afgerandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðild að Evrópusambandinu, eða 57,6 prósent. Hlynntir aðild eru 27,3 prósent, hlutlausir eru 15 prósent. Ef aðeins er reiknað með þeim sem tóku afstöðu þá eru 68 prósent andvígir en 32 prósent hlynntir. Allar kannanir sem gerðar hafa verið eftir að ESB-umsókn Íslands var send til Brussel sumarið 2009 sýna andstöðu meirihluta kjósenda við aðild.

79 prósent kjósenda Framsóknarflokksins eru andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu og 80 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru andvíg aðild. Hlutfall andvígra í VG er 62 prósent. Kjósendur Samfylkingarinnar eru minnsti hópurinn sem er andvígur aðild, eða 12 prósent. Tölurnar eru úr nýrri könnun Gallups fyrir Heimssýn.

Úrtakið í þessari könnun var 1450, fjöldi svarenda 848 eða 58,5 prósent. Spurningin var ,,Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu?”

Staðfesta í afstöðu fólks var mæld með svarmöguleikunum ,,Að öllu leyti,” ,,Mjög” eða ,,Frekar” hlynnt(ur) eða andvíg(ur). Kjósendur Framsóknarflokksins voru harðir í afstöðu sinni; 42 prósent sögðust að öllu leyti andvíg, 18 prósent mjög andvíg  og álíka stórt hlutfall var frekar andvígt. Af þeim 11  prósentum kjósenda Framsóknarflokksins sem voru hlynnt aðild, sögðust aðeins 3 prósent vera að öllu leyti eða mjög hlynnt aðild en 8 prósent frekar hlynnt.

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins sýna áþekka staðfestu í andstöðunni við ESB-aðild. Af 80% sem eru andvígir eru 43% að öllu leyti andvígir, 20 % mjög og 17% frekar á móti aðild. Álíka hlutfall kjósenda Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er hlynnt ESB-aðild eða 12%. Af þeim eru 8% frekar hlynnt en aðeins 4% eru eindregnir aðildarsinnar, segjast alfarið hlynnt eða mjög hlynnt.

Kjósendur VG, sem almennt hafa orð á sér að vera afgerandi i afstöðu til pólitískra álitamála eru á hinn bóginn tvístígandi í andstöðu sinni. Af þeim 62% sem segjast andvígir eru 16% alfarið, 21% mjög og 25 frekar andvíg aðild. Óskýr skilaboð frá flokksforystunni gerir almenna kjósendur VG ráðvillta.

Kjósendur Samfylkingar, sem hlynntir eru aðild, um 70%, skiptast í 3 álíka hópa mælt í staðfestu (23% eru alfarið, 25 mjög og 22 frekar hlynnt). Um 18% kjósenda flokksins eru ekki með afstöðu og 12 prósent eru á móti ESB-aðild.

Gallup kannað fleiri breytur varðandi Evrópumál s.s. afstöðu kjósenda flokkanna frá kosningunum 2009, mun á afstöðu  landsbyggðar og höfðuborgarsvæði og milli  tekjuhópa. Verður gerð nánari grein fyrir þessum niðurstöðum á bloggi Heimssýnar á næstu dögum.


mbl.is Afstaða Íslands langt komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 30
  • Sl. sólarhring: 318
  • Sl. viku: 1127
  • Frá upphafi: 1221570

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 998
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband