Leita í fréttum mbl.is

Ţetta er fullkomin eftirgjöf gagnvart ESB

BjarniBenŢađ er gott ađ Bjarni Benediktsson skuli vekja svona athygli á ţessu máli. Ţetta er í raun ekkert annađ en undirgefni viđ óţolandi kröfur Evrópusambandsins eins og hann segir.

Sjá hér fréttina í heild.

„Ţađ verđur ekki annađ séđ en ađ meirihluti nefndarinnar sé ađ opna fyrir ţađ ađ ţingiđ geti án ţess ađ ţađ verđi boriđ undir ţjóđina tekiđ ákvörđun um ađ framselja ríkisvald til alţjóđastofnana sem viđ Íslendingar eigum ekki ađild ađ,“ sagđi Bjarni Benediktsson, formađur Sjálfstćđisflokksins, á Alţingi í dag í annarri umrćđu um frumvarp til nýrrar stjórnarskrár.

Vísađi Bjarni ţar til meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ţingsins og ákvćđa frumvarpsins um utanríkismál. Benti hann á ađ í greinargerđ međ frumvarpinu segđi ađ ţetta vćri hugsađ til ţess ađ greiđa fyrir eđlilegri ţróun samstarfsins um Evrópska efnahagssvćđisins.

„Ţađ er mín skođun ađ hér sé ekkert annađ á ferđinni heldur en fullkomin eftirgjöf gagnvart óţolandi kröfum Evrópusambandsins um ađ viđ framseljum til stofnana, sem viđ eigum enga ađild ađ og starfa á grundvelli ESB-sáttmála, ríkisvald og ţannig verđi horfiđ frá tveggja stođa kerfinu sem EES-samstarfiđ hefur ávallt byggst á,“ sagđi hann.

Bjarni beindi orđum sínum til Valgerđar Bjarnadóttur, ţingmanns Samfylkingarinnar og formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, og spurđi hvers vegna í ósköpunum nefndin vćri ađ leggja til ađ ekki yrđi áfram starfađ á grundvelli tveggja stođa kerfisins.

Skírskotađi hann ţar til ţess fyrirkomulags ađ Ísland og önnur ađildarríki EES sem standa utan Evrópusambandsins heyra ekki undir vald framkvćmdastjórnar Evrópusambandsins og dómstóls ţess heldur sér Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og EFTA-dómstóllinn um eftirlit međ framkvćmd EES-samningsins gagnvart ţeim.

Valgerđur svarađi ţví til ađ upp kćmu atvik ţar sem ekki nćđist samkomulag um ađ byggja á tveggja stođa kerfinu. Ţar hefđi Alţingi veriđ ađ leika sér á gráu svćđi međ tilliti til stjórnarskrárinnar. Bjarni vísađi ţessum ummćlum á bug og sagđi skýrt ađ framsal valds til stofnana sem Ísland ćtti ekki ađild ađ vćri brot á stjórnarskránni.

„Ţetta er ekkert annađ en undirgefni viđ óţolandi kröfur Evrópusambandsins sem menn eiga ađ mćta af hörku eins og ávallt hefur veriđ gert fram til ţessa, á til dćmis viđ um bankatilskipunina sem núna er í farvatninu, og ţađ er ekkert hćgt ađ tala svona um ţađ ađ viđ höfum veriđ ađ leika okkur á einhverju gráu svćđi,“ sagđi Bjarni ennfremur.


mbl.is „Fullkomin eftirgjöf gagnvart ESB“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vonandi halda Sjálfstiđismenn og Framsóknarmenn ţessu stjórnarskrárfrumvarpi í málţófi fram til kosningana í vor eđa til loks ţings.

Ţetta er vanhugsađ frumvarp og margir sérfrćđingar í stjórnarskrárlögum og reglum segja marga vankanta á ţessu stjórnarskrárfrumvarpi.

Stoppa ţetta međ málţófi ţađ er eina vopniđ sem stjórnarandstađan hefur.

Kveđja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 31.1.2013 kl. 00:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 247
  • Frá upphafi: 972588

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 200
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband