Leita í fréttum mbl.is

ESB er eins og hótel Kalifornía

hotelcaliforniaEvrópusambandið er eins og segir í lagi bandarísku súpergrúppunnar Eagles, Hotel California þar sem “you can check out any time you like — but you can never leave.”.

Í dag geta ríki sem sagt ekki yfirgefið ESB.

Mark Rutte forsætisráðherra Hollands vill hins vegar breyta þessu. Hollendingar vilja gera það mögulegt fyrir ríki að yfirgefa sambandið. Kannski eru það viðbrögð við tillögum breskra íhaldsmanna um að óska eftir nýjum samningum fyrir Breta og leyfa svo bresku þjóðinni að kjósa um þá samninga.

Forystumenn í þessum Icesave-þjóðum vilja því breyttar forsendur fyrir ESB-samstarfið. Þeir gera sér væntanlega grein fyrir því að talsverð óánægja er meðal Evrópuþjóða um ESB og stór hluti hverrar þjóðar hverju sinni væri alveg til í að losna úr sambandinu.

Evrópuvaktin fjallar um þetta í dag.

Þetta er einnig til umfjöllunar á sænska vefsvæðinu Europaportalen, auk þess sem ýmsir fjölmiðlar hafa nýverið fjallað um þetta, svo sem EUobserver.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Fagna því að þið skulið hafa opnað fyrir kommenta kerfið hér á vefsvæði ykkar. Vonum að hér verði kröftugar umræður. Við sem erum andsnúinn ESB aðild skulum ávallt fagna opnum viðræðum um ESB því að það hefur alveg sýnt sig hér og annars staðar að öll slík opin og frjáls umræða eykur aðeins fylgið við okkar málsstað.

Topp hótelið á Volgu bökkum í Moskvu sem hýsti Ríkisstjórn Stalíns á sínum tíma var líka af almenningi Sovétríkjanna aldrei kallað annað en, "Hótel Dauðans"

Þangað átti enginn af ráðherrunum afturkvæmt, ja nema þá í kistunni !

Gunnlaugur I., 2.2.2013 kl. 18:09

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

eru þetta ekki bara mistök hjá þeim að kommenta kerfið er opið.

Rafn Guðmundsson, 2.2.2013 kl. 20:13

3 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Aðildarríki hafa alltaf getað yfirgefið EBE/ESB. Grænland varð hluti af EBE 1973 sem hluti Danmerkur en þegar landið hafði hlotið heimastjórn 1978 og haldið þjóðaratkvæðagreiðslu gengu Grænlendingar út bandalaginu án nokkurra eftirmála. Þó fengu þeir áfram þróunarhjálp og sömdu um veiðiréttindi. Í Lissabonsáttmálanum er réttur aðildarríkis til að ganga úr sambandinu sérstaklega undirstrikaður. Málið fer þá í fyrirfram þekkt ferli. Ef ekkert slíkt er tekið fram í sáttmálum um evru og Schengen breytir það í raun engu. Aðildarríki eru sjálfstæð og fullvalda. Ef þau vilja ganga út tilkynna þau það einfaldllega og hætta að uppfylla samninga. Þar við situr. Evrópuher er ekki til. Evrópsk ríkisstjórn eða ríki ekki heldur.

Sæmundur G. Halldórsson , 2.2.2013 kl. 21:09

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einfalt Samy!? Það hefur verið svo einfalt,eða hitt þó heldur,að höfða til ESB. eigin reglna sbr.Icesave. Það fer ekki fram hjá neinum að apparatið er að breyta reglum sínum,vegna efnahagsþrenginga aðildarríkja þess. Það að evrópsk ríkisstjórn er ekki til eða ríki,gerir aðildarríkjum enn þá erfiðara fyrir,enginn var kosinn til stjórnunar og engin getur lagt inn vantraust á Esb.Eru ekki einu sinni krafin um efnhagsreikninga (fjárlög) undirrituðum af endurskoðendum. Evrópu her ekki til,en vopnað lið á vegum Esb. er til,það tekur ekki langan tíma að þróast hugnist þeim það. Á meðan nota þeir þvingunaraðgerðir,eins og löndunarbann og beita agni fyrir ístöðulitla ráðamenn eins og þann hluta veikari ríkisstjórnar Íslands.Auð nýtist þeim vel til áróðurs og inngrips í Íslensk málefni. ÞAÐ ER HÉR Á ÍSLANDI SEM Á AÐ BINDA Í STJÓRNARSKRÁ ÆVARANDI FULLVELDI SEM ALDREI MÁ FRAMSELJA.

Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2013 kl. 09:27

5 identicon

Almennt er ekki gert ráð fyrir því að ríki geti sagt sig úr Evrópusambandinu og eina fyrirmynd þess þ.e. Grænland er ekki gott dæmi um það.

Þegar ríki taka upp aðild að Evrópusambandinu falla fyrri fríverslunarsamningar úr gildi. Ríki eru þá með fríverslunarsamninga ESB, sem eru ekki þeirra eigin. Taki ríki þá ákvörðun að segja sig úr ESB, útiloka þau sig frá hinum innri markaði og verða að leggjast í mikla og vandaða vinnu við að semja Evrópusambandið og öll önnur ríki á nýjan leik.

Það getur verið kostnaðarsamt að fórna þessu öllu og í raun ógerlegt.

Þá má einnig benda á það að ríki hafa tekið upp allt regluverk ESB með tilheyrandi kostnaði. Stofnanir ríkja miða við aðild þeirra að Evrópusambandinu.

Á þann hátt má líkja þessu við Hotel California. Þú getur tékkað þig inn hvenær sem er, en aldrei yfirgefið hótelið.

Guðrún (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 183
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 1646
  • Frá upphafi: 1120277

Annað

  • Innlit í dag: 172
  • Innlit sl. viku: 1390
  • Gestir í dag: 169
  • IP-tölur í dag: 168

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband